Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 12.02.2009, Qupperneq 6
6 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR Útboðsþing 2009 Verklegar framkvæmdir í mannvirkjagerð og byggingariðnaði Árlegt útboðsþing um verklegar fram- kvæmdir verður haldið föstudaginn 13. febrúar kl. 13.00 á Grand Hótel Reykjavík. Á þinginu verður gefið yfirlit yfir öll helstu útboð opinberra aðila á verklegum framkvæmdum. Verktökum gefst ein- stakt tækifæri að skyggnast inn í verk- efnaboð ársins. Nánari upplýsingar veitir Árni Jóhanns- son í síma 591 0100, netfang, arni@si.is Auglýsingasími – Mest lesið LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykjavík hefur lengi fylgst með Catalinu Mikue Ncogo, íslenskri konu ætt- aðri frá Miðbaugs-Gíneu, vegna rökstudds gruns um að hún geri út vændiskonur og hagnist á því. Catal- ina hefur verið yfirheyrð vegna málsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. DV hefur sagt frá vændisstarfsemi sem fram fer í íbúð við Hverfisgötu 105. Þar starfi fjórar vændis- konur. Lögregla mun einnig hafa haft til rannsóknar meinta vændisstarfsemi á heimili Catalinu í Hafnar- firði. Málið ku vera eitt hið umfangsmesta sinnar teg- undar sem íslensk lögregla hefur fengist við. Lög- regla eigi hins vegar afar óhægt um vik að aðhafast í málum sem þessum, þar eð vændi er einungis ólög- legt ef þriðji aðili hagnast á því. Slíkt mansal sé nær ómögulegt að sanna nema konurnar sjálfar fáist til að vitna um það. Í þessu tilviki hafi þær ekki reynst samstarfsfúsar. Catalina, sem heimildarmaður lýsir sem slóttugri, er grunuð um að flytja til landsins konur gagngert til að stunda vændi. Þá er hún einnig grunuð um fleiri afbrot af ýmsum toga og að hafa á sínum snærum aðra afbrotamenn sér til fulltingis. Hún hlaut íslensk- an ríkisborgararétt árið 2004, sem gerir það að verk- um að ekki er unnt að vísa henni úr landi. - sh Erfitt fyrir lögreglu að hafa hendur í hári meints höfuðpaurs í stóru vændismáli: Undir smásjá vegna gruns um að gera út gleðikonur HÓRUHÚSIÐ Í þessu húsi er margvísleg starfsemi. Meðal ann- ars er þar stundað vændi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGGÆSLUMÁL Lögreglumaður- inn Bergsteinn Karlsson undir- býr, ásamt nokkrum starfsbræðr- um sínum, að sækja um inngöngu í norska herinn vegna atvinnu- leysis lögreglumanna hér. Annar lögreglumaður, Guðlaugur Freyr Jónsson, er á atvinnuleysisbótum. Þeir eru báðir í hópi 32 lögreglu- manna sem útskrifuðust úr Lög- regluskóla ríkisins í lok síðasta árs. „Atvinnustaða þessa hóps er arfaslæm, borið saman við hópana sem útskrifuðust árin á undan,“ segir Bergsteinn. Hann er einn af tuttugu lögreglumönnum sem ráðnir voru tímabundið hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu í kringum mótmælin. Ráðning þeirra rennur út um næstu mán- aðamót og þá hætta þeir störfum, allir sem einn, að óbreyttu. Guðlaugur segir að 43 lögreglu- menn hafi sótt um 22 framtíðar- störf lögreglumanna sem auglýst voru til umsóknar á höfuðborg- arsvæðinu fyrir jól. Hann segist hafa verið meðal umsækjenda en ekkert bóli á ráðningu í stöðurn- ar. Það vanti einfaldlega fjármagn í rekstur lögregluembætta um land allt. Guðlaugur kveðst hins vegar ekki hafa haft hug á skammtíma- ráðningunni, sem boðin var. „Mér fannst sex vikur í vinnu engu breyta. Ég bíð bara eftir svari frá höfuðborgarsvæðinu, því umsóknarfrestur rann út í lok desember. Nú er ég bara atvinnu- laus og á bótum.“ Bergsteinn segir allflesta ef ekki alla í útskriftarhópnum hafa skráð sig atvinnulausa að útskrift lokinni og margir séu enn á atvinnuleysis- bótum. „Þetta er í rauninni alveg fárán- legt,“ segir hann. „Atvinnuleysis- bætur eru ekkert annað en laun frá ríkinu, þannig séð. Af hverju er ekki hægt að hliðra þessu fjár- magni til og setja það í lögregluna. Þá væri einstaklingurinn í starfi, auk þess sem lögreglan fengi liðs- auka. Ekki veitir af.“ Bergsteinn segir álagið á lög- reglu höfuðborgarsvæðisins gríðarlegt og enn hafi það aukist í tengslum við mótmælin. Sjálfur hlaut hann skrámur vegna grjót- kasts og segir bagalegt að þurfa að yfirgefa starfið og þar með félagastuðninginn áður en tæki- færi gefist til að vinna úr málun- um. Lögreglumenn séu þéttur og góður hópur sem séu í starfinu af lífi og sál, þrátt fyrir aðstæður. „Við viljum vera hluti af þess- ari heild,“ segja þeir félagar. „Við vildum hvergi starfa annars staðar en í íslensku lögreglunni mættum við ráða.“ jss@frettabladid.is Atvinnulausar löggur sækja í norska herinn Íslenskir lögreglumenn undirbúa að sækja um inngöngu í norska herinn þar sem hér er enga vinnu að fá. Einn þeirra, Bergsteinn Karlsson, starfar tíma- bundið á höfuðborgarsvæðinu. Guðlaugur F. Jónsson er á atvinnuleysisbótum. ATVINNULEYSI Lögreglumennirnir Guðlaugur Freyr Jónsson t.v. og Bergsteinn Karls- son eru báðir úr síðasta úrskriftarhópi Lögregluskóla ríkisins. Annar á leið í norska herinn, hinn atvinnulaus. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FANGELSISMÁL Fjórir fangar á Litla- Hrauni voru settir í einangrun í fyrrakvöld vegna agabrota. Einn þeirra kveikti í ruslafötu í klefa sínum. Annar er grunaður um til- raun til íkveikju. Hinir tveir hafa verið yfirheyrðir vegna agabrota. Fangarnir fjórir urðu uppvís- ir að andlegu áreiti og líkamlegu ofbeldi í garð nýs fanga sem var að koma inn til að afplána refsingu í fyrradag. Sá hafði verið dæmd- ur í tíu mánaða fangelsi fyrir stór- fellda líkamsárás. Fangarnir fjórir sem um ræðir voru lokaðir inni í klefum sínum eftir að þeir höfðu orðið uppvísir að áreiti í garð nýja fangans. Eftir það kveikti einn þeirra í ruslaföt- unni. „Það er tekið á svona málum af fullri hörku,“ segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumað- ur fangelsisins á Litla-Hrauni, um íkveikjutilraun fangans. Hún segir enn fremur að fangaverðir hefðu þegar slökkt í ruslafötunni. Slökkvilið hafi þó verið kallað á vettvang og lögreglu gert viðvart, sem sé vinnuregla í tilvikum sem þessu. Margrét segir starfsfólk Litla- Hrauns hafa brugðist hárrétt við og enn einu sinni komið í ljós hversu frábærum starfsmönnum fangelsið hafi á að skipa. - jss Fangar á Litla-Hrauni urðu uppvísir að áreiti og ofbeldi í garð nýs fanga: Fjórir fangar eru í einangrun LITLA-HRAUN Hart er tekið á agabrotum og hvers konar uppsteyt í fangelsinu, segir forstöðumaður fangelsisins. BRETLAND, AP Þegar hin átta ára gamla Sophie Waller braut tönn er hún var að borða sælgæti fór af stað atburðarás sem endaði með andláti hennar. Mál hennar hefur kallað á endurbætur á heilsugæslu barna í Bretlandi. Stúlkan var þjökuð af sjúkleg- um ótta við tannlækna og harðneit- aði að opna munninn þegar læknir ætlaði að skoða upp í hana. Hún var því send á sjúkrahús, þar sem allar barnatennurnar voru fjar- lægðar. Eftir aðgerðina neitaði hún svo mikið sem að opna munninn til að borða. Hún var engu síður send heim, þar sem hún dó þremur vikum síðar úr næringarskorti. - aa Harmleikur í Bretlandi: Átta ára stúlka hungurmorða Ætti Davíð Oddsson að segja af sér starfi seðlabankastjóra? Já 78% Nei 22% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að fólki eigi eftir að fjölga á landsbyggðinni á næstunni? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.