Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 32
 12. FEBRÚAR 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● vetrarlíf Á næsta ári eru liðin tíu ár síðan Heiða Birgisdóttir kynnti til sögunnar eigin fatalínu fyrir brettastelpur undir nafninu Nikita. „Brettamennska er lífsstíll sem tengist svo miklu fleiru en bara því að fara í fjöllin til að renna sér á brettum í snjó. Brettafólk klæðir sig á ákveðinn hátt og lifir eftir ákveð- inni lífsspeki, ásamt því að skipta sér í hópa eftir því hvernig það klæðir sig eða rennir sér. Úr verður fastheldin fjölskylda með traust og heilbrigð vinabönd sem nær langt út fyrir brekkurnar,“ segir Ásgeir Höskuldsson, markaðsstjóri Nikita, sem nú kallar eftir myndum og hvers kyns aðsendu efni frá bretta- stelpum um víða veröld. Tilefnið er tíu ára afmæli Nikita og bók sem út kemur í lok árs af því tilefni. Bókin hefur hlotið nafnið Sideway Sistas: The Story of Girls Who Ride en þar verður lífsstíl Nikita-stúlkunnar fagnað, ásamt því sem saga Heiðu í Nikita verður sögð. „Bókin er nú í startholunum og við farin að fá sent efni úr öllum áttum, en Þórdís Claessen hönn- uður tekur til við að setja bókina saman í sumarbyrjun,“ segir Geiri sem vill glaður sjá sem fjölbreytt- ast efni frá brettastelpum heimsins, ekki síst þeim íslensku. „Allt efni er velkomið, hvort sem það eru uppskriftir, ljóð eða annað, því við viljum fá stelpur til að skapa sem mest og höfum oft haldið hinar ýmsu keppnir í nafni Nikita til að ýta undir sköpunargáfu stelpna og leyfa þeim að taka þátt í því sem við erum að gera.“ Geiri segir brettaíþróttina frá- brugðna öðrum íþróttagreinum sem oftar en ekki hafa yfir sér fast- mótaðra form þar sem fólk mætir á reglulegar æfingar með þjálfara. „Í fjöllunum eru það vinahópar sem hvetja sína liðsmenn og halda hóp- inn þess fyrir utan. Einmitt þess vegna var Nikita stofnað; til að geta haldið áfram að lifa og hrærast í brettamennskunni og færa stelp- um flott föt til að klæðast við hin ýmsu tilefni.“ Frestur til að senda inn myndir og efni vegna tíu ára afmælisbókar Nikita er til 30. apríl. Nánari upp- lýsingar er að finna á vefsíðunni www. nikitaclothing.com. - þlg Stórafmælisbók Nikita Hér sýnir bandaríska brettastúlkan Maribeth Swetkoff kúnstir sínar á bretti í fatnaði frá Nikita, en stúlkurnar hér eru allar atvinnumenn í fremstu röð. MYND/JOHN WEBSTER Jordie Karlinski í stuði á handriði. MYND/DANIEL BLOM Ótrúleg Magalie Dubois frá Kanada. MYND/DANIEL BLOM Nú viðrar vel til útivistar. Vetrar- íþróttir eins og vélsleðaakstur eru vinsælar en nauðsynlegt er að fara varlega. Birkir Sigurðsson, vélsleðamaður á Akureyri, situr í stjórn Landssambands íslenskra vélsleðamanna. Hann segir öflugt starf fara fram innan félagsins, sem stendur fyrir vélsleðaferðum og námskeiðum í akstri og öryggis- málum. „Á námskeiðunum hjá okkur er gríðarlega mikið lagt upp úr öryggisþáttum, bæði öryggisbún- aði og svo háttalagi á fjöllum,“ út- skýrir Birkir. „Í dag huga menn meira að öryggi en áður. Einu sinni notuðu menn bara hjálm en nú fer enginn á vélsleða án þess að nota hjálm, brynju og alvöruskó sem veita vörn gegn kulda og áverk- um. Snjóflóðaýla er líka öryggis- tæki sem allir ættu að nota.“ Miðað er við bílprófsaldur til að aka vélsleða og þá getur fólk geng- ið í félagið. Meðlimir eru hátt á ní- unda hundrað og veitir aðild að félaginu aðgang að bæði fræðslu og líflegu félagslífi. „Á landsmótið í Kerlingarfjöll- um, sem haldið er í mars, mæta hátt í 200 manns svo starfið er mjög fjörugt. Ferðir á vegum fé- lagsins eru alltaf undir öruggri far- arstjórn, bæði dagsferðir og lengri ferðir.“ Á heimasíðunni www.liv.is er að finna upplýsingar um dagskrá vetrarins, öryggismál og fleira. En hvað er það sem heillar við vél- sleðaakstur um hálendið? „Númer eitt, tvö og þrjú er að upplifa náttúruna á einstakan hátt. Að komast yfir þvert landið á nokkrum klukkutímum er ein- stök upplifun.“ - rat Áhersla á öryggi og fræðslu Vélsleðamenn í Kerlingarfjöllum. Aðild að Landssambandi vélsleðamanna veitir aðgang að líflegu félagslífi og fræðslu. MYND/BIRKIR SIGURÐSSON „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.