Fréttablaðið - 12.02.2009, Síða 46

Fréttablaðið - 12.02.2009, Síða 46
30 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningar árlega fyrir fræðirit, náms- gögn eða aðra miðlun fræði- legs efnis til almennings. Á þriðjudag var tilkynnt hvaða verk eru tilnefnd til verðlauna fyrir liðið ár. Sú nýbreytni var tekin upp fyrir tveimur árum en verkum fræði- legs eðli hefur jafnt og þétt fjölg- að á markaði ár hvert. Kynnir Við- urkenningarráðið Hagþenkis lista tíu framúrskarandi fræðirita og námsgagna sem koma til greina við veitingu viðurkenningarinnar sem það síðan velur úr hina sigur- sælu. Ráðið er skipað fimm félags- mönnum Hagþenkis af ólíkum fræðasviðum og hafa þeir fundað reglulega síðan í lok október. Viðurkenning Hagþenkis telst til virtustu og veglegustu verð- launa sem fræðimönnum og höf- undum fræðilegra rita fyrir skóla og almenning getur hlotnast. Verð- launaupphæðin er kr. 750.000 . Til- nefningar eru: - Aðalsteinn Ingólfsson: Elías B. Halldórsson. Málverk/Svart- list. Útgefandi: Uppheimar. Í áliti dómnefndar segir: „Klassísk lista- verkabók þar sem fræðileg úttekt á verkum listamannsins ber frá- sögn af ævi hans uppi.“ - Guðmundur Eggertsson: Leit- in að uppruna lífs. Líf á jörðu, líf í alheimi. Útgefandi: Bjartur. Álit dómnefndar: „Alþýðlegt fræðirit um leyndarmálið mikla, hvernig kviknaði líf á jörðu.“ - Guðný Helga Gunnarsdóttir og Guðbjörg Pálsdóttir: Átta-tíu, námsefnisflokkur í stærðfræði fyrir unglingastig. Útgefandi: Námsgagnastofnun. Dómnefnd- ar segir : „Framsækið námsefni þar sem stærðfræðin er hagnýtt til túlkunar á umhverfi og samfé- lagi.“ - Hjörleifur Stefánsson: Andi Reykjavíkur. Útgefandi: JPV útgáfa. Álit dómnefndar: „Gagn- rýnin umfjöllun um borgarskipu- lag Reykjavíkur, sett fram af fag- mennsku og ást til borgarinnar.“ -Jón Ma. Ásgeirsson og Þórð- ur Ingi Guðjónsson. Frá Sýrlandi til Íslands. Útgefandi:Háskólaút- gáfan. Álit dómnefndar: „Nægju- legt dæmi um afrakstur samstarfs tveggja fræðimanna af ólíkum fræðasviðum.“ - Kristmundur Bjarnason: Amt- maðurinn á einbúasetrinu. Útgef- andi: Iðunn. Álit dómnefndar: „Safarík frásögn af Grími amt- manni og umhverfi hans heima og erlendis.“ - Ragnheiður Kristjánsdótt- ir: Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901-1944. Útgefandi: Háskólaútgáfan. Álit dómnefndar: „Frumleg nálgun á tveimur lykilþáttum íslenskrar samfélagsþróunar, þjóðernishug- mynda og stéttaátaka.“ - Sigrún Helgadóttir: Friðlýst svæði á Íslandi, Jökulsárgljúfur − Dettifoss, Ásbyrgi og allt þar á milli. Útgefandi: Opna. Álit dóm- nefndar: „Lykill að stórbrotnu svæði, þar sem afar vel er fléttað saman sögu, náttúrufræði og bók- menntum.“ - Sigurður Ægisson og Jón Baldur Hlíðberg: Íslenskar kynja- skepnur. Útgefandi: JPV útgáfa. Álit dómnefndar: „Nýtt sjónar- horn á kynjaskepnur íslenskra þjóðsagna.“ - Vilhjálmur Árnason: Farsælt líf, réttlátt samfélag − kenningar í siðfræði. Útgefandi: Heimskringla. Háskólaforlag Máls og menning- ar. Álit dómnefndar: „Siðfræði og siðfræðileg álitamál verða skýr í vandaðri og ítarlegri umfjöllun.“ Verðlaun Hagþenkis verða síðan veitt í mars. pbb@frettabladid.is Tilnefningar Hagþenkis BÓKMENNTIR Efst frá vinstri: Þórður Ingi, Egill í stað Kristmundar, Ragnheiður, Sigrún Helgadóttir, Sigurður Ægisson og Jón Baldur Hlíðberg, Vilhjálmur Árnason. Neðri röð frá vinstri: Hjörleifur, Guðný Helga, Guðmundur, Nökkvi og Gyrðir í stað Aðalsteins Ing- ólfssonar. FRETTABLADID/VILHELM ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Hart í bak Skoppa og Skrítla í söng-leik Sumarljós Heiður Kardemommubærinn Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og félagsmiðstöðinni Miðbergi, laugardaginn 14. febrúar kl. 13.00-17.00 Verið velkomin á Heimsdag barna! Listsmiðjur tengdar litríkri menningu ýmissa þjóða standa frá 13.00-16.00. Í lokin frá kl. 16.00-17.00 verður boðið upp á skemmtidagskrá og fjörugt salsaball í A-sal á efri hæð Gerðubergs. Nánari dagskrá er að finna á www.gerduberg.is Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 Heimsdagur barna á Vetrarhátíð pars pro toto kynnir: nýtt dansverk í Iðnó FRUMSÝNT 1. MAÍ 2008 Verkið er styrkt af Reykjavíkurborg og Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Höfundar og flytjendur: Ástrós Gunnarsdóttir Lára Stefánsdóttir Texti: Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Guðni Franzson o.fl. Búningar: Dýrleif Örlygsdóttir Miðasala: midi.is og í Iðnó: idno@xnet.is s: 5629700 “Djarft og heillandi” - M. R., Morgunblaðið “Maður grípur andann á lofti yfi r fegurðinni á sviðinu” - S. A., Viðskiptablaðið “SETJIÐ SÝNINGUNA Í FORGANGSRÖД - P. B.B., Fréttablaðið Í tilefni föstudagsins þrettánda bjóðum við: 2 fyrir 1 ! Iðnó, 13. feb. kl. 20. ÓPERUPERLUR FRÁBÆR KVÖLDSKEMMTUN FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR KL. 20 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR KL. 20 SUNNUDAGUR 1. MARS KL. 20 WWW.OPERA.IS MIÐASALA 511 4200 R.Ö.P., Mbl. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.