Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 46
30 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningar árlega fyrir fræðirit, náms- gögn eða aðra miðlun fræði- legs efnis til almennings. Á þriðjudag var tilkynnt hvaða verk eru tilnefnd til verðlauna fyrir liðið ár. Sú nýbreytni var tekin upp fyrir tveimur árum en verkum fræði- legs eðli hefur jafnt og þétt fjölg- að á markaði ár hvert. Kynnir Við- urkenningarráðið Hagþenkis lista tíu framúrskarandi fræðirita og námsgagna sem koma til greina við veitingu viðurkenningarinnar sem það síðan velur úr hina sigur- sælu. Ráðið er skipað fimm félags- mönnum Hagþenkis af ólíkum fræðasviðum og hafa þeir fundað reglulega síðan í lok október. Viðurkenning Hagþenkis telst til virtustu og veglegustu verð- launa sem fræðimönnum og höf- undum fræðilegra rita fyrir skóla og almenning getur hlotnast. Verð- launaupphæðin er kr. 750.000 . Til- nefningar eru: - Aðalsteinn Ingólfsson: Elías B. Halldórsson. Málverk/Svart- list. Útgefandi: Uppheimar. Í áliti dómnefndar segir: „Klassísk lista- verkabók þar sem fræðileg úttekt á verkum listamannsins ber frá- sögn af ævi hans uppi.“ - Guðmundur Eggertsson: Leit- in að uppruna lífs. Líf á jörðu, líf í alheimi. Útgefandi: Bjartur. Álit dómnefndar: „Alþýðlegt fræðirit um leyndarmálið mikla, hvernig kviknaði líf á jörðu.“ - Guðný Helga Gunnarsdóttir og Guðbjörg Pálsdóttir: Átta-tíu, námsefnisflokkur í stærðfræði fyrir unglingastig. Útgefandi: Námsgagnastofnun. Dómnefnd- ar segir : „Framsækið námsefni þar sem stærðfræðin er hagnýtt til túlkunar á umhverfi og samfé- lagi.“ - Hjörleifur Stefánsson: Andi Reykjavíkur. Útgefandi: JPV útgáfa. Álit dómnefndar: „Gagn- rýnin umfjöllun um borgarskipu- lag Reykjavíkur, sett fram af fag- mennsku og ást til borgarinnar.“ -Jón Ma. Ásgeirsson og Þórð- ur Ingi Guðjónsson. Frá Sýrlandi til Íslands. Útgefandi:Háskólaút- gáfan. Álit dómnefndar: „Nægju- legt dæmi um afrakstur samstarfs tveggja fræðimanna af ólíkum fræðasviðum.“ - Kristmundur Bjarnason: Amt- maðurinn á einbúasetrinu. Útgef- andi: Iðunn. Álit dómnefndar: „Safarík frásögn af Grími amt- manni og umhverfi hans heima og erlendis.“ - Ragnheiður Kristjánsdótt- ir: Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901-1944. Útgefandi: Háskólaútgáfan. Álit dómnefndar: „Frumleg nálgun á tveimur lykilþáttum íslenskrar samfélagsþróunar, þjóðernishug- mynda og stéttaátaka.“ - Sigrún Helgadóttir: Friðlýst svæði á Íslandi, Jökulsárgljúfur − Dettifoss, Ásbyrgi og allt þar á milli. Útgefandi: Opna. Álit dóm- nefndar: „Lykill að stórbrotnu svæði, þar sem afar vel er fléttað saman sögu, náttúrufræði og bók- menntum.“ - Sigurður Ægisson og Jón Baldur Hlíðberg: Íslenskar kynja- skepnur. Útgefandi: JPV útgáfa. Álit dómnefndar: „Nýtt sjónar- horn á kynjaskepnur íslenskra þjóðsagna.“ - Vilhjálmur Árnason: Farsælt líf, réttlátt samfélag − kenningar í siðfræði. Útgefandi: Heimskringla. Háskólaforlag Máls og menning- ar. Álit dómnefndar: „Siðfræði og siðfræðileg álitamál verða skýr í vandaðri og ítarlegri umfjöllun.“ Verðlaun Hagþenkis verða síðan veitt í mars. pbb@frettabladid.is Tilnefningar Hagþenkis BÓKMENNTIR Efst frá vinstri: Þórður Ingi, Egill í stað Kristmundar, Ragnheiður, Sigrún Helgadóttir, Sigurður Ægisson og Jón Baldur Hlíðberg, Vilhjálmur Árnason. Neðri röð frá vinstri: Hjörleifur, Guðný Helga, Guðmundur, Nökkvi og Gyrðir í stað Aðalsteins Ing- ólfssonar. FRETTABLADID/VILHELM ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Hart í bak Skoppa og Skrítla í söng-leik Sumarljós Heiður Kardemommubærinn Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og félagsmiðstöðinni Miðbergi, laugardaginn 14. febrúar kl. 13.00-17.00 Verið velkomin á Heimsdag barna! Listsmiðjur tengdar litríkri menningu ýmissa þjóða standa frá 13.00-16.00. Í lokin frá kl. 16.00-17.00 verður boðið upp á skemmtidagskrá og fjörugt salsaball í A-sal á efri hæð Gerðubergs. Nánari dagskrá er að finna á www.gerduberg.is Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 Heimsdagur barna á Vetrarhátíð pars pro toto kynnir: nýtt dansverk í Iðnó FRUMSÝNT 1. MAÍ 2008 Verkið er styrkt af Reykjavíkurborg og Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Höfundar og flytjendur: Ástrós Gunnarsdóttir Lára Stefánsdóttir Texti: Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Guðni Franzson o.fl. Búningar: Dýrleif Örlygsdóttir Miðasala: midi.is og í Iðnó: idno@xnet.is s: 5629700 “Djarft og heillandi” - M. R., Morgunblaðið “Maður grípur andann á lofti yfi r fegurðinni á sviðinu” - S. A., Viðskiptablaðið “SETJIÐ SÝNINGUNA Í FORGANGSRÖД - P. B.B., Fréttablaðið Í tilefni föstudagsins þrettánda bjóðum við: 2 fyrir 1 ! Iðnó, 13. feb. kl. 20. ÓPERUPERLUR FRÁBÆR KVÖLDSKEMMTUN FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR KL. 20 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR KL. 20 SUNNUDAGUR 1. MARS KL. 20 WWW.OPERA.IS MIÐASALA 511 4200 R.Ö.P., Mbl. Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.