Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2009, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 12.02.2009, Qupperneq 47
FIMMTUDAGUR 12. febrúar 2009 31 Í síðustu viku hlaut Sofi Oksanen Runeberg bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsögu sína Puhdistus (Hreinsun). Það fréttnæma við verðlaunaveitinguna var að Sofi hafði áður hlotið virtustu bók- menntaverðlaun Finna fyrir sömu bók, Finlandiaverðlaunin, og er þetta í fyrsta sinn sem sama skáld- verk hlýtur bæði þessi eftirsóttu bókmenntaverðlaun. Puhdistus hefur þar að auki fengið Christina- verðlaunin sem Háskólinn í Hels- inki veitir, Mika Waltari-verðlaun- in, Finnsku bókaklúbbsverðlaunin, Kalevi Jäntti verðlaunin og Varjo- Finlandia verðlaunin. Er ekki talið ólíklegt að hún muni keppa um Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs að ári. Enn hefur bókin bara komið út á finnsku en þegar hefur verið samið um útgáfu henn- ar á 17 tungumálum, þar á meðal ensku, frönsku, spænsku, þýsku og öllum Norðurlandamálum. Mál og menning hefur tryggt sér útgáfu- rétt bókarinnar á íslensku. Puhdistus er þriðja skáldsaga Sofi Oksanen (f. 1977). Hún var tilnefnd til Runeberg-verðlaun- anna fyrir þá fyrstu, Kýr Stalíns (2003), sem vakti hörð viðbrögð og deilur í Finnlandi vegna hápól- itísks efnis og ögrandi efnistaka. Puhdistus var upprunalega leik- rit, enda er Sofi leikhúsfræðing- ur að mennt, en persónurnar héldu áfram að trufla höfundinn þangað til þær höfðu fengið inni í skáld- sögu. Puhd istus er þegar orðin metsölubók í heimalandinu og ver- öldin bíður. Puhdistus gerist í Eistlandi á tveimur tímaskeiðum, um 1940 og 1990, og segir sögu tveggja kvenna af ólíkum kynslóðum. Þær kynnast þegar sú yngri, Zara, flýr undan ofbeldisfullum eiginmanni á náðir þeirrar eldri, Aliidu Truu, sem býr í afskekktri sveit. Zara er illa skemmd af óblíðri reynslu sem ánauðug vændiskona í Þýska- landi, og Aliida á sjálf skugga- lega fortíð því hún sveik það sem henni var heilagast þegar Rússar lögðu Eistland undir sig árið 1940. Smám saman koma í ljós óvænt tengsl milli þessara tveggja ólíku kvenna, tilfinningaleg og söguleg . - pbb Saga Sofi þýdd á íslensku BÓKMENNTIR Sofi Oksinen er aðeins 32 ára að aldri en er á örskömmum tíma orðin virtur höfundur í Finnlandi. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 12. febrúar 2009 ➜ Fyrirlestrar 17.00 Leó Kristjánsson flytur erind- ið: „Silfurberg - áhrifamikil afurð frá Íslandi“ í húsakynnum Reykjavíkur- Akademíunnar í JL-húsinu við Hring- braut 121. Allir velkomnir. 17.15 Auður Haralds flytur fyrirlestur um húmor og fyndni í Bókasafni Kópa- vogs, Hamraborg 6a. Allir velkomnir. 20.00 Ásdís Bergþórsdóttir, kerfis- fræðingur og krossgátuhöfundur flytur erindið: „Krossgátur: Alls ekki staðlausir stafir“ hjá Félagi íslenskra fræða í húsi Sögufélags við Fischersund. Allir vel- komnir. 20.00 Guðmundur Oddur Magnús- son fjallar um táknmál stjórnmála á veggspjöldum, ljósmyndum og merkj- um í Listasafni Reykjavíkur við Tryggva- götu. Allir velkomnir. ➜ Tónleikar 20.00 Fimmtudagsforleikur í Hinu húsinu við Pósthússtræti. Fram koma: Whale vs. Elephant, Heiða Dóra og Daniel Jón. Allir 16 ára og eldri vel- komnir, aðgangur ókeypis. ➜ Sýningar Í tilefni af opnun textílsýningar í Gerðar- safni eru til sýnis í Kópavogskirkju fjórir höklar eftir listakonuna Sigrúnu Jóns- dóttir. Höklana er hægt að sjá virka daga milli kl. 10.30-13. ➜ Tónlist Myrkir músíkdagar 6-13. febrúar. Nán- ari upplýsingar á www.listir.is/myrkir 12.15 Söngnemar Listaháskóla Íslands í Sölvhól í sal LHÍ við Sölvhóls- götu. 20.00 Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói við Hagatorg. ➜ Pub Quiz 20.00 Ágúst Bogason stjórnar Pub Quiz á Dillon Sportbar, Trönuhrauni 10, Hafnarfirði. Tilboð á barnum og frítt í pool í febrúar. Aðgangur ókeypis. Nán- ari upplýsingar á www.dillon.is Thomas Bredsdorff, einn virtasti bókmenntagagnrýnandi Dana, hrósar Blysförum Sigurbjargar Þrastardóttur í hástert í gagn- rýni í Politiken í síðustu viku. Gengur Thomas svo langt að telja hana koma alvarlega til greina sem þega Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Blysfarir hefur hann lesið í sænskri þýðingu. Hann segir ljóðheim hennar í verkinu einangraðan og telur hana eiga meira sammerkt með bandarískum kvenskáldum en kynsystrum hennar á skáldabekk Norðurlanda. „Men dette er poesi af meget høj kvalitet og derfor mere rammende beskrevet med endnu et udtryk hentet fra digt- ene, »litterær smerteforskning«. Sådan som i disse maksimalt ind- dampede tekster føles det, når det gør ondt,“ segir hann. Þá er bara að sjá hvort Tómas reynist sannspár. Sigurbjörgu hrósað Bergstaðastræti 37 s. 552 5700 holt@holt.is www.holt.is FORRÉTTIR Saltfiskbollur og dill Aioli í salatlaup Brasseraðir folaldaskankar „Oriental“ í opnu ravíolí Innbökuð gæsalæri í smjördeigi umlukin íslenskum aðalbláberjum Ekta frönsk lauksúpa að hætti Parísarbúa AÐALRÉTTIR Steikt klaustursbleikja, sveppir og beikon í döðlum ásamt flauelismjúkum kartöflum Gufusoðin lúða á pottaelduðu grænmeti í engiferkrydduðu soði Íslenskar sjávarafurðir og kanadískur humar í humarsósu að hætti „Fernand Point“ Dádýrasteik ásamt kremuðum villisveppum, steiktum kartöflum og rauðvínssósu EFTIRRÉTTUR Kirsuber í eigin safa ásamt vanilluís og vöfflu Crème Brûlée Gallery Restaurant býður 15% afslátt af matseðli, a la carte, öll kvöld vikunnar. Gallery Restaurant, Hótel Holti, státar af einstökum hópi fagmanna sem töfra fram ómótstæðilega málsverði í anda hins franska eldhúss þar sem lögð er áhersla á íslenskt hráefni. Borðapantanir í síma 552 5700 og á gallery@holt.is Opið alla daga í hádeginu og á kvöldin. B HÓTEL HOLT A HÁDEGISSEÐILL & TILBOÐSKVÖLDSEÐILL SUNNUDAGA/MÁNUDAGA/ÞRIÐJUDAGA Verð á tilboðskvöldseðli: Þriggja rétta matseðill á aðeins 4.200 kr. Verð á hádegisseðli: Frá 1.980 kr. LEIKHÚSMATSEÐILL Leikhúsmatseðill er framreiddur frá kl. 18-20 alla daga vikunnar og er í boði fyrir alla matargesti. Borðapantanir til kl. 19. Gufusoðin Klausturbleikja með sveppum og beikoni ásamt döðlugljáa Steikt dádýr eða fersk smálúða, sellerírótarflauel og rauðvínssósa Hálfbökuð karamellukaka og vanilluís Verð aðeins 4.990 kr. BOMBAY 2 FYRIR 1 Bombay-kvöld alla fimmtudaga í febrúar. Tveir fyrir einn af öllum Bombay-drykkjum. Öl á aðeins 399 kr. FJÖLSKYLDUBOÐ LAMBALÆRI & BÉARNAISE Yndisleg fjölskylduhádegi um helgar og sunnudagskvöld Hefðbundinn hádegisseðill ásamt lambalæri og Béarnaise-sósu. Börn yngri en 12 ára borða á hálfvirði og þau allra minnstu fá frítt. Allir krakkar fá að heimsækja eldhúsið og velja sér ís. Nú er gaman á Hótel Holti. Bombay-kvöld öll fimmtudagskvöld. Leikhúsmatseðillinn okkar hefur slegið rækilega í gegn og nú gerum við enn betur og bjóðum þriggja rétta tilboðsmatseðla í hádeginu og á kvöldin. Um helgar bjóðum við alla fjölskylduna velkomna í gourmet lambalæri og Béarnaise. Verið hjartanlega velkomin, starfsfólk Hótel Holts, Gallery Restaurant.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.