Fréttablaðið - 12.02.2009, Síða 52

Fréttablaðið - 12.02.2009, Síða 52
 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is 20% verðlækkun SOTHYS Total Cohesion. Vinsælasta 24 stunda kremið frá Sothys. Þéttir og styrkir frymisgrind frumanna, sem gerir það að verkum að húðin endurnýjast. 5.249 kr. 4.199 kr. 20% verðlækkun CLINIQUE Superdefence. Mest selda rakakremið frá Clinique. Ofnæmisprófað og 100% ilmefnalaust. 6.739 kr. 5.391 kr. 20% verðlækkun CLARINS 24 stunda krem. Söluhæsta 24 stunda kremið frá Clarins. Ver húðina gegn kulda og stuðlar að rakajafnvægi. 6.829 kr. 5.463 kr. Gildir út febrúar 2009 Veitingastaðurinn Dill verð- ur opnaður í kvöld í gömlu kaffiteríu Norræna hússins en þar munu Gunnar Karl Gíslason matreiðslumaður og Ólafur Örn Ólafsson elda í anda hins svokall- aða ný-norræna eldhúss. Forstöðumaður Norræna hússins, Max Dager, seg- ir að ákvörðun hafi verið tekin um að opna fínni veitingastað í húsinu eftir að Háskólatorg fór að leysa kaffiteríuna af hólmi með ódýrum málsverðum. „Við höfum undirbúið fastagest- ina okkar og sagt þeim frá þess- um breytingum. Þeir eru flestir mjög spenntir,“ segir Max Dager um breytingar á veitingasölu Nor- ræna hússins. „Þetta ný-norræna eldhús, sem Gunnar Karl Gísla- son hefur fengið viðurkenningu fyrir, hefur verið okkur í Norræna húsinu hugleikið lengi. Nú þegar Háskólatorg var opnað og fór að bjóða upp á ódýrari málsverði en við gátum boðið, var ákveðið að láta slag standa og fara út í breyt- ingar á veitingasalnum. Þannig var þetta hugmynd sem var bæði búin að vera að gerjast hjá okkur í Norræna húsinu sem og Gunnari Karli.“ Max Dager gerir sér hugmynd- ir um að staðurinn geti orðið eins konar „Noma“ Íslands, en sá stað- ur í Kaupmannahöfn er af mörg- um talinn besti veitingastaður Norður-Evrópu. „Við erum þarna með heimsklassa hönnun Alvars Aalto og húsgögn og svo höfum við aðgang að einu besta hráefni ver- aldar, fiski og öðru. Boðið verður upp á aðeins dýrari mat en að sama skapi hágæða framleiðslu. Gestir staðarins geta svo gengið að blöð- unum sínum frammi á gangi, en þangað verður blaðagrindin færð og sófum komið fyrir.“ Hanna Stína Ólafsdóttir inn- anhússarkitekt, sem hefur meðal annars unnið fyrir Björgólf Thor Björgólfsson og Novator, sá um að taka salinn í gegn og segir að hús- gögnum Alvars Aalto hafi verið haldið sem og lömpum og unnið hafi verið í samráði við húsafrið- unarnefnd að breytingunum. „Eld- húsið og kaffisöluveggurinn sem snýr út í sal er það eina sem ekki var friðað þarna svo að við rifum þar allt út og hönnuðum nýjan vegg þar sem er eins konar skuggamynd af hönnun Aaltos. Veggurinn er lát- inn líkja eftir þeim rimlum sem sjá má víðs vegar um húsið, nema að ákveðið var að hvít-sprautulakka rimlana.“ Gunnar Karl Gíslason segir að Dill muni opna klukkan 11 fyrir hádegismat, verða opinn til fjögur og svo verði opnað aftur um kvöld- matarleytið. Til að byrja með verði einungis opið á fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagskvöldum. Max Dieger bætir við að lokum að einnig sé á dagskrá að opna jafnvel litla búð í Norræna hús- inu þar sem hægt verði að kaupa íslenska framleiðslu, svo sem ost og sultu. juliam@frettabladid.is Hágæða veitingastaður opnaður í Norræna húsinu URÐU AÐ FARA VARLEGA INNAN UM AALTO Gunnar Karl Gíslason og Ólafur Örn Ólafsson standa á bak við nýjan veitingastað, Dill, í Norræna húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA The Curious Case of Benjamin Button er saga mun mann sem eld- ist afturábak, það er fæðist á gam- als aldri og endar líf sitt ungur. Myndin hefst í New Orleans árið 1918, þegar Benjamin Button fæð- ist með einkenni níræðs manns, hrukkóttur og með liðagigt. Móð- irin lætur lífið af barnsförum og faðirinn skilur hann eftir á tröpp- um elliheimilis þar sem vinnu- kona tekur Benjamin í sína umsjá og elur hann upp. Á heimilinu kynnist hann stúlk- unni Daisy, sem verður framtíð- arástin hans. Eftir að hafa vaxið úr grasi og lítur þá út sem maður á sjötugsaldri, kveður Benjamin heimilið og við tekur einstakt lífs- hlaup hans. Hann hefur störf á dráttarbáti, á í ástarsambandi, kynnist síðari heimsstyrjöldinni og eltist síðast en ekki síst við Daisy. Á sama tíma yngist Benjamin með degi hverjum og er sagan rakin allt að endalokum hans. Þetta er svo sannarlega metnað- arfull mynd. Á nærri því þremur tímum fjallar hún um ástina, ell- ina, dauðann og tímans rás og það á mjög ljóðrænan máta. Efniviðurinn er mjög frábrugðinn fyrri verkum leikstjórans Davids Fincher, sem er þekktastur fyrir Fight Club, Seven og Zodiac. Þótt sagan sé byggð á einkar furðulegri hugmynd er hún sett fram á hefðbundinn hátt. Myndin er vel leikin af Brad Pitt, Cate Blanchett, Tildu Swinton og fleirum. Pitt fær hins vegar að víkja fyrir tækninni fyrsta klukku- tímann eða svo, þegar persóna hans er algjörlega tölvugerð og það með ótrúlegum árangri. Undir lokin er Pitt svo yngdur óaðfinnanlega og Blanchett gerð eldri. Myndin geldur óneitanlega fyrir það að sagan skyggnist mjög tak- markað inn í hugarheim og tilfinn- ingar aðalpersónunnar. Hún hefði átt að skilja mikið meira eftir sig, þegar öllu er á botninn hvolft, en þrátt fyrir það er þetta virkilega vönduð og áhugaverð mynd sem er vel að öllum Óskarstilnefningunum komin. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Maðurinn sem fæddist gamall KVIKMYNDIR The Curious Case of Benjamin Button Leikstjórn: David Fincher. Aðalhlutverk: Brad Pitt, Cate Blanchett, Tilda Swinton. ★★★★ Metnaðarfull stórmynd með flottum leikurum. Myndin geldur fyrir að ekki er skyggnst nóg inn í hugarheim aðalpersónunnar. „Mig langar að hanna föt sem dásama vöxt kvenna, hvernig sem hann er. Ég veit hvað virkar þegar þú ert með ávalar línur.“ LEIKKONAN JESSICA SIMPSON Tjáir sig um nýja fatalínu sem hún ætlar að koma í framleiðslu. „Ég var algjörlega eyði- lagður þegar ég heyrði þetta. Ég myndi gera allt til að hjálpa henni í hvaða kringumstæð- um sem er.“ RAPPARINN KANYE WEST Um fregnir af árás Chris Brown á kærustu sína, söngkonuna Rihanna. „Því eldri sem þú verður þeim mun áhugaverðari verða hlutverkin. Ef þú heldur að það sé frelsandi að verða fer- tug bíddu þar til þú verður fimmtug.“ LEIKKONAN MICHELLE PFEIFFER Ræðir um nýjustu mynd sína Cheri sem fjallar um ástarsamband eldri konu við mun yngri mann. folk@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.