Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2009, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 12.02.2009, Qupperneq 56
40 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Haukamenn voru sigursælir þegar tilkynnt var val á bestu leikmönnum N1-deildanna í umferðum 8-14. Haukaleik- mennirnir Ramune Pekarskyte og Freyr Brynjarsson voru valdir bestu leikmennirnir og Aron Kristjánsson besti þjálfarinn í N1-deild karla. „Þetta kom skemmtilega á óvart. Ég vissi það ekki fyrir að ég myndi vinna þetta. Hélt ég væri bara að taka við verðlaunum sem hornamaður umferðanna,“ sagði Freyr Brynjarsson nokkuð kátur en heyra mátti að honum þótti vænt um viðurkenninguna. „Jú, ég tel mig alveg vera ágætlega að þessu kominn. Liðið hefur náttúrulega verið að spila vel og það hjálpar. Ég er kannski ekki alltaf markahæstur en hef verið að spila vel í vörninni líka og er bara sáttur við mína spila- mennsku,“ sagði Freyr og bætti við að honum þætti í góðu lagi ef það væri líka valinn besti varnarmaður umferðanna í þessu uppgjörshófi sem HSÍ og N1 standa fyrir. Freyr er uppalinn Valsmaður en hætti að spila með þeim fyrir nokkrum árum. Hann hætti reyndar að spila handbolta í stuttan tíma í kjölfarið en var fljótur að snúa til baka. „Þannig var mál með vexti að ég flutti til Grindavíkur þar sem mér bauðst vinna. Ég vildi þrátt fyrir það halda áfram að spila með Val en Valsmenn voru ekki tilbúnir að koma eins mikið til móts við mig og ég taldi vera eðlilegt. Úr varð að ég hætti að spila með Valsmönnum og hætti í handbolta í tvær vikur. Nokkur lið höfðu síðan samband við mig og ég ákvað að velja Hauka sem er val sem ég sé svo sannarlega ekki eftir. Ég ber samt engan kala til Vals þrátt fyrir þetta. Þykir vænt um félagið og verð alltaf mikill Valsmaður,“ sagði Freyr. Freyr hefur verið afar vaxandi leikmaður á síðustu árum. „Ég fékk traust hjá Aroni þjálfara til að gera mín mistök og vinna mig inn í liðið. Ég hef nýtt það vel og bætt mig stöðugt.“ ÚRVALSLIÐ N1-DEILDAR KARLA: ARON BESTI ÞJÁLFARINN OG FREYR BRYNJARSSON BESTI LEIKMAÐURINN Þetta val kom mér skemmtilega á óvart N1-DEILDIRNAR Úrvalslið karla - umferðir 8-14 Birkir Ívar Guðmundsson Haukar Haraldur Þorvarðarson Fram Freyr Brynjarsson Haukar Sigurbergur Sveinsson Haukar Valdimar Þórsson HK Rúnar Kárason Fram Arnór Gunnarsson Valur Besti leikmaður: Freyr Brynjarsson Besti þjálfari: Aron Kristjánsson, Hau. Besta umgjörð: FH Úrvalslið kvenna - umferðir 8-14 Florentina Stanciu Stjarnan Nína Björk Arnfinnsdóttir Haukar Dagný Skúladóttir Valur Ramune Pekarskyte Haukar Ragnhildur Guðmundsdóttir FH Alina Petrache Stjarnan Hanna Guðrún Stefánsdóttir Haukar Besti leikmaður: Ramune Pekarskyte Besti þjálfari: Atli Hilmarsson, Stjarn. Besta umgjörð: Valur Bestu dómarar beggja deilda: Anton G. Pálsson og Hlynur Leifsson HANDBOLTI Stórskyttan Ramune Pekarskyte var valin besti leik- maður N1-deildar kvenna í umferðum 8-14. Ramune hefur farið mikinn í toppliði Hauka í deildinni og átt hvern stórleikinn á fætur öðrum. Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörnunnar, var valinn besti þjálfarinn en Stjörnuliðið hefur sýnt mikinn stíganda frá því að hann tók við liðinu af Ragnari Hermannsyni. - hbg N1-deild kvenna: Ramune og Atli valin best ATLI OG RAMUNE Ánægð með viður- kenningar sínar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Undankeppni HM: Malta-Albanía 0-0 San Marínó-Norður-Írland 0-3 Írland-Georgía 2-1 0-1 Iashvili (1,), 1-1 Robbie Keane, víti (73.), 2-1 Keane (78.) Vináttulandsleikir: Liechtenstein-Ísland 0-2 0-1 Arnór Smárason (28.), 0-2 Eiður Smári Guðjohnsen (47.). Ísrael-Ungverjaland 1-0 1-0 Yossi Benayoun (76.). Pólland-Wales 1-0 1-0 Guerreiro Roger (80.) Tyrkland-Fílabeinsströndin 1-1 1-0 Unal (11.), 1-1 Didier Drogba (90.). Rúmenía-Króatía 1-2 1-0 Marica Ciprian (22.), 1-1 Ivan Rakitic (29.), 1-2 Kranjcar (75.). Grikkland-Danmörk 1-1 0-1 Jonas Borring (49.), 1-1 Theofanis Gekas (61.) Austurríki-Svíþjóð 0-2 0-1 Rasmus Elm (58.), 0-2 Kim Källström(63.) Þýskaland-Noregur 0-1 0-1 Christian Grindheim (63.). Norðmenn unnu sinn fyrsta leik undir stjórn Egil „Drillo“ Olsen. Sviss-Búlgaría 1-1 0-1 Ivelin Popov (34.), 1-1 Benjamin Huggel (45.) Túnis-Holland 1-1 0-1 Huntelaar (62.), 1-1 Saihi (66.) Frakkland-Argentína 0-2 0-1 Gutierrez (41.) , 0-2 Lionel Messi (83.) 1. deild karla: Grótta-Selfoss 32-31 (15-16) Mörk Gróttu: Finnur Ingi Stefánsson 13, Jóhann Gísli Jóhannesson 5, Atli Rúnar Steinþórsson 5, Brynjar Árnason 4, Zoltan Belany 3, Arnar Freyr Theódórsson 2. Mörk Selfoss: Atli Kristinsson 9, Guðmundur Á. Ólafsson 8, Helgi Héðinsson 5, Halldór S. Har aldsson 4, Bjarki M. Elísson 2, Óskar Pétursson 2, Ragnar Jóhannsson 1. Finnur Ingi Stefánsson skoraði sigurmarkið úr vítakasti eftir að leiktíminn var liðinn. Metfjöldi áhorfenda var á leiknum, en 893 áhorfendur studdu bæði liðin sem hafa nú spilað tvo hnífjafna leiki á innan við viku. Stig efstu liða: Grótta 28, ÍR 24, Selfoss 24, Aftur elding 20, Haukar (b) 18. IE-deild kvenna (B): Valur-Grindavík 58-61 (38-30) Stig Vals: Signý Hermannsdóttir 22 (12 frák., 7 varin), Þórunn Bjarnadóttir 11 (11 frák., 8 stoðs., 4 stolnir), Bernadett Toplak 10, Berglind Ingv arsdóttir 7, Kristín Óladóttir 4, Ösp Jóhannsdóttir 2, Kristjana Magnúsdóttir 2 (7 frák.) Stig Grindavíkur: Petrúnella Skúladóttir 18 (15 stig í seinni, 5 stolnir), Ólöf Helga Pálsdóttir 14 (4 stolnir), Íris Sverrisdóttir 12 (8 stoðs., 4 stolnir), Ingibjörg Jakobsdóttir 9, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2, Berglind Anna Magnúsdóttir 2, Jovana Lilja Stefándóttir 2, Helga Hallgrímsdóttir 2. Staða: Valur 18, Grindavík 14, Snæfell 8, Fjölnir 2. Bandaríska háskólakarfan: TCU-UNLV 75-46 Helena Sverrisdóttir var með 16 stig, 10 stoð- sendingar, 5 fráköst og 5 stolna bolta. Önnur stoðsending hennar var númer 200 fyrir TCU. Þýski handboltinn: Wetzlar-Lemgo 24-29 Vignir Svavarsson skoraði eitt mark en Logi Geirsson klikkaði á öllum sex skotum sínum. ÚRSLIT > Ramune ekki með gegn Stjörnunni Haukar verða án stórskyttunnar Ramune Pekarskyte á laugardaginn er þeir taka á móti Stjörnunni í undan- úrslitum Eimskipsbikarsins. Ramune fékk að líta rauða spjaldið í deildarleik Stjörnunnar og Hauka á dögunum og stendur spjaldið. Það þarf vart að fjölyrða um hversu mikill missir þetta er fyrir Hauka sem vildu að rauða spjaldið yrði dregið til baka. Í dómi aganefndar er tekið fram að það sé ekki á hennar borði að endurskoða ákvarðanir dómara heldur ákveða viðurlög við þeim refsingum sem dómarar beita. Bifreiðaeigendur athugið! Tímareimaskipti. Bremsuviðgerðir. Kúpplingsviðgerðir. Smurþjónusta. Tímapantanir í síma 5355826 FÓTBOLTI Það er góður gangur á íslenska landsliðinu þessi misserin undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Liðið vinnur hvern leikinn á fætur öðrum og dvergríkið Liechteinstein var engin fyrirstaða í gær. 2-0 sigur með mörkum hins tvítuga Arnórs Smárasonar, sem lék einn í fremstu víglínu, og Eiðs Smára Guðjohn- sens. Mark Eiðs Smára glæsilegt enda beint úr aukaspyrnu. „Ég er verulega sáttur enda var þetta fínn leikur hjá okkur. Við stjórnuðum leiknum frá a til ö og lentum aldrei í vandræðum. Við töl- uðum um að þora að halda bolta og vera ekki stressaðir og það gekk frábærlega eftir. Menn hafa oft fallið í þann pakka að vera kæru- lausir þegar við mætum þessum lakari liðum, en þetta lið er lak- ara en við, en það var alls ekki upp á teningnum núna,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari kátur og morgunljóst að hann er að ná vel til leikmanna íslenska liðsins. „Menn voru vel stemmdir og vildu gera hlutina. Hugarfarið var nákvæmlega eins og það á að vera. Auðvitað blundaði það í þeim að þeir voru flengdir af þessu liði fyrir ekki svo löngu og það skemmdi eflaust ekkert fyrir. Ég fékk því það sem ég vildi út úr þessum leik,“ sagði Ólafur en það eina sem hann var ósáttur við var nýting færa. Íslenska liðið fékk 5-6 dauðafæri í leiknum sem ekki voru nýtt. Hinn tvítugi Arnór Smárason var einn í fremstu víglínu í gær en hann hefur vakið athygli fyrir vaska frammistöðu í hollenska boltanum síðustu vikur. „Mér fannst Arnór spila fantavel sem framherji. Ég hef haft trú á honum og finnst hann góður. Hann fékk tækifærið núna og svar- aði kallinu eins og á að gera það. Hann er augljóslega að verða betri og betri enda farinn að spila reglu- lega með sínu liði. Ég get alveg við- urkennt að hann var betri en ég átti von á,“ sagði Ólafur en það vakti einnig athygli að hann skyldi láta Árna Gaut Arason byrja leikinn en Gunnleifur Gunnleifsson spil- aði síðari hálfleikinn. „Árni Gautur hefur verið að æfa og spila á grasi meira en Gunnleif- ur. Það voru engin skilaboð með þessu vali. Þeir eru báðir mjög fínir markverðir sem munu berj- ast áfram um stöðuna,“ sagði Ólaf- ur en það var afar lítið að gera hjá markvörðunum reyndar. Árni fékk á sig eitt skot en Gunnleifur ekk- ert. henry@frettabladid.is Arnór er betri en ég hélt Íslenska landsliðið í knattspyrnu náði að hefna fyrir niðurlæginguna í Vaduz er það yfirspilaði lið Liechtenstein í gær og vann sigur, 2-0. Þjálfarinn, Ólafur Jóhannesson, var sérstaklega ánægður með frammistöðu Arnórs Smárasonar. STÓÐ SIG VEL Skagamaðurinn ungi, Arnór Smárason, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær og uppskar mikið hrós frá landsliðsþjálfaranum eftir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM. ÍSLAND-LIECHTENSTEIN Byrjunarlið Íslands: Árni Gautur Arason Grétar Rafn Steinsson Ragnar Sigurðsson Hermann Hreiðarsson Indriði Sigurðsson Birkir Már Sævarsson Brynjar Björn Gunnarsson Aron Einar Gunnarsson Emil Hallfreðsson Eiður Smári Guðjohnsen Arnór Smárason FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í fótbolta setti met með 2-0 sigri á Liechtenstein á La Manga í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem lands- liðið vinnur þrjá leiki í röð án þess að fá á sig mark. Ísland end- aði síðasta ár á 1-0 sigrum bæði á Makedónum og Möltubúum og hóf síðan nýtt landsleikjaár á öruggum sigri á Spáni í gær. Íslenska landsliðið hefur sjö sinnum áður náð því að vinna þrjá leiki í röð en metið er síðan 2000 þegar lands- liðið vann fjóra leiki í röð undir stjórn Atla Eðvaldssonar. Lands- liðið getur jafnað það met í næsta landsleik sem er gegn Færeyingum í Kórnum 22. mars næstkomandi. Ólafur Jóhannesson náði einn- ig einstökum árangri í gær með því að vera fyrsti landsliðsþjálf- ari Íslands frá upphafi sem nær að stjórna landsliðinu í tveim- ur þriggja leikja sigurgöngum. Íslenska landsliðið vann einnig þrjá leiki í röð síðasta vetur. Íslenska liðið vann þá 2-0 sigur á Armenum, 3-0, sigur á Fær- eyingum og loks 2-1 sigur á Slóvökum. Íslenska lands- liðið hélt þá hreinu í 339 mínútur og það met er nú í hættu þar sem það eru liðn- ar 295 mínútur síðan skorað var hjá íslenska landsliðinu. - óój Karlalandsliðið er búið að vinna þrjá leiki í röð: Söguleg sigurganga 6 SIGRAR Í 14 LEIKJUM Ólafur Jóhannesson náði einstökum árangri í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HETJAN Finnur Ingi Stefánsson skoraði sigurmark Gróttu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.