Tíminn - 23.04.1988, Síða 4

Tíminn - 23.04.1988, Síða 4
4 Tíminn Laugardagur 23. apríl 1988 Richard H. Rector, alnæmissjúklingur sem á tvö ár eftir: „Ég varð hræddur“ Rauðakrosshreyfingin hefur nú starfað í 125 ár undir kjörorðunum mannúð, jafnrétti og hlutleysi. Með þessar hugsjónir að leiðarljósi hefur stjórn Rauða kross íslands samþykkt að vinna að því að styðja alnæmissjúklinga og aðstandendur þeirra og vinna að því að berjast gegn fordómum og mismunun sem alnæmissjúklingar mæta. Til að vekja athygli á málum alnæmissjúklinga hefur Rauði krossinn boðið hingað til lands Richard H. Rector. Richard sem er alnæmissjúklingur mun meðan á dvöl hans stendur taka þátt í fundum með ýmsum aðilum, m.a. þeim sem vinna við hjúkrun alnæmissjúklinga, til að fjalla um tilfinningalegar og félagslegar þarfir alnæmissjúklinga. Richard H. Rector. Timamynd Gunnar Richard, sem er 31 árs gamall, hefur verið með alnæmi síðan 1982 og gerir sér grein fyrir því að hann eigi í mesta lagi tvö ár eftir ólifuð. í nóvember 1985 var honum sagt að vírusinn væri kominn upp í heilann og reyndi hann þá að fremja sjálfsmorð, sem misheppn- aðist. Hann sá þá að hann ætti um tvo kosti að velja, annað hvort að lifa í eymd og reiði eða að berjast bæði fyrir sjálfan sig og aðra, og gera með því það sem eftir væri af lífi sínu tilgangsríkt og miðla öðr- um af þekkingu sinni. Hann hefur gegnt mörgum hlut- verkum frá því hann fékk alnæmi, verið sjúklingur, rannsóknarcfni, kennari, ráðgjafi og þátttakandi í fjölda rannsókna og umræðna, ekki síst verið fórnarlamb mismun- unar. Tímanum gafst á dögunum tækifæri á að hlusta á einn fyrir- lestra hans og ræða við hann um afleiðingar sjúkdómsins. KUEDDEINS OG GEIMFARAR „Þegar ég fékk að vita það að ég væri með alnæmi, varð ég hræddur, enda vissu menn þá harla lítið um þcnnan sjúkdóm. Ég var 25 ára gamall þegar það varog horfði upp á óhjákvæmilegan dauða minn. Staðreyndin að ég væri hommi með þennan sjúkdóm hræddi mig, ehda vissi ég ekki hvað fólk mundi gera við mig. Þegar ég var á spítalanum þorði enginn að koma við mig, starfsfólkið kom inn á sjúkrastofuna klætt eins og það væri að fara til tunglsins og mér fannst mér vera hafnað. Svo var það einn daginn að ræstingarkonan kom inn til mín, ég á aldrei eftir að gleyma þessu, því hún var fyrsta persónan sem snerti mig, án þess að vera í hönskum eða öðrum varnarbúnaði sem hjúkrunarfólkið notaði. Þá gerði ég mér ljóst að ef þessi kona, sem áður var hrædd við að koma inn til mín, gerðist svo hugrökk, þá fannst mér að hjúkr- unarfólkið sem hefði átt að vita betur skulum við segja, hefði líka átt að geta tekið þetta skref. Ég hitti nokkra kunningja mína eftir spítalavistina sem einnig voru komnir með alnæmi og við ræddum um þá umönnun sem við höfðum fengið og hvernig fólk liti á okkur. Okkur kom saman um að mjög mikilvægt væri að við tækjum virk- an þátt í að breyta skynjun fólks á þessum sjúkdómi. Eitt af stefnumálum Rauða krossins er að vinna með fólki, en ekki fyrir það, þess vegna var Rauði krossinn kallaður til. Ef hreyfingin er fylgin sínum stefnu- málum þá urðu þau að starfa með þeim sem eru smitaðir af alnæmi, ekki fyrir þá. Þar með tökum við ákvarðanir um hvað skal gera, sem ég tel mjög mikilvægt. Þeir sem ekki þekktu mig áður en ég fékk sjúkdóminn hugsa gjarnan, hann lítur ekki út fyrir að vera veikur, en fyrir sex árum var ég tæplega sjö kílóum þyngri og gat unnið átján tíma á dag, án þess að verða tilfinnanlega þreyttur. Nú líður ekki sá dagur að eitthvað minni mig á að ég hafi vírusinn í mér, ég hef tapað sjón og sjúkdóm- urinn hefur náð til heilans, sem getur leitt til minnisleysis. Þegar ég er að ferðast og kem á hótel er það fyrsta sem ég geri er að athuga símann til að ég geti hringt ef ég yrði allt í einu blindur. Ég get ncfnt eitt dæmi um vin minn sem lokaðist inni á baðherbergi og gat ekki fundið leiðina út, þetta virðist fyndið, en hann mundi ekki lengur hvernig ætti að opna dyr. Þegar ég fer héðan í næstu viku þá verða eflaust einhverjir með mér í vélinni sem kannast við mig. Fólk bregst mjög misjafnlega við, á suma vina minna hefur verið ráðist, hrækt á, ég kannast við þetta og þetta er sá veruleiki sem ég lifi við, samt sem áður eru það fleiri sem eru vingjarnlegir við okkur og vilja jafnvel fá einhvern stuðning, vegna þess að þau eiga kannski einhvern að sem er haldinn þessum sjúkdómi eða hefur þegar dáið.“ SÁTTUR VID AÐ DEYJA „í San Francisco, þar sem ég bý, deyja fjórir úr alnæmi á dag. Þegar ég kom þar um jólin eftir fjögra mánaða fjarveru hafði fjöldi vina minna dáið. Ég hef þekkt vel á þriðja þúsund manns sem hefur dáið úr alnæmi. Ég er ekki að tala um að ég þekki aðeins nöfn þessa fólks, heldur þekkti ég þessa ein- staklinga og ég hef verið nærstadd- ur andlát allt að 250 manna, þannig að ég þekki vel þann sársauka sem fylgir því að deyja úr þessum sjúkdómi. í hvert skipti sem ein- hver vina minna deyr þá verð ég að gera mér grein fyrir því að ég mun líka deyja von bráðar. Ég er alveg sáttur við það að deyja en ég er ekki enn sáttur við aðdragandann, ég er hræddur við hann. Þetta hefur ekki eingöngu dökk- ar hliðar, það gleður mann mikið að sjá hvað þeir sem eru smitaðir eru hugrakkir að gangast undir læknisfræðilegar tilraunir, hug- rekki aðstandenda þegar þeir standa upp og styðja sína nánustu sem eiga við sjúkdóminn að stríða. Eftir að ég fékk alnæmi hef ég lært að meta hlutina, náttúruna og foreldra mína, sem við gerum kannski ekki svo mikið dags dag- lega. Það er sífellt verið að reyna að finna hvaðan sjúkdómurinn er kominn. Við bendum á Afríku, Tahiti, eiturlyfjaneytendur, homma og þá sem eru með báðum kynjum. Við erum alltaf fljót að benda á mögulega áhættuhópa en það beinir okkur frá þvf sem er aðal málið, það er hegðunin sem setur einstaklinginn í hættu, en ekki það að teljast til einhvers ákveðins hóps. Jón og Jóna þurfa ekki endilega að vita hvaðan ein- hver sjúkdómur eru upprunninn, þau þurfa að vita hvernig þau geta varnað því að þau smitist og hvern- ig þau geti lifað með þessum sjúk- dómi í samfélaginu. Umönnun er ekki alltaf fólgin í læknisfræðilegri meðferð. Það hafa orðið breytingar hvað varðar vitneskju almennings um sjúkdóminn, en það sem okkur hefur mistekist í baráttunni er að láta þessa vitneskju hafa áhrif á almenningsálitið í garð þeirra sem eru smitaðir af sjúkdómnum. Fólk lítur ennþá á okkur sem öðruvísi manneskjur." HRÆDIST MEST EINANGRUNINA „Undanfarið hef ég ferðast mik- ið og var meðai annars nýlega í Afríku þar sem ég var að kynna mér áætlun Rauða krossins sem verið er að vinna að þar. í sumum borgum eru 30 til 40% íbúanna smitaðir svo það var mjög mikil- vægt fyrir mig að kynna mér þá stafsemi. Ég geri líka mikið af því að fræða fólk um alnæmi, meðal annars skólafólk, stjórnmálamenn og starfsfólk heilbrigðisstofnana, svo ég nefni einhver dæmi. Á þessu stigi er sjúkdómurinn hluti af lífi mínu, nokkuð sem ég verð að læra að búa við. í fyrstu einangraði ég mig frá umheimin- um, vegna þess að ég var hræddur við viðbrögð samfélagsins við mér sem persónu, en gerði mér svo ljóst að ég var lifandi og fannst ég geta látið eitthvað gott af mér leiða. Það er erfitt að lifa með þennan sjúkdóm, ég er sífellt að athuga þyngdina, þegar ég fer í sturtu athuga ég alltaf hvort það hafi orðið einhverjar breytingar á húð- inni á mér og maður hugsar sífellt um hvort maður eigi að reyna einhverja lyfjameðferð. Ég veit að það á ekki eftir að finnast lækning við þessum sjúk- dómi á meðan ég lifi og ég efa að það eigi eftir að finnast lækning á næstu áratugum. Aftur á móti er möguleiki á að það finnist meðferð sem gæti lengt líf fólks sem er smitað af alnæmi. Þá er auðvitað spurning hvernig þessu fólki líður, þó svo að hægt sé að lengja líf þess. Ég legg meira upp úr því að líða vel á meðan ég lifi, heldur en að reyna að lengja lífið. Þeir sem eru smitaðir ættu að gefa sig fram, þó svo að það geti verið mjög erfitt skref. Fólk verður að viðurkenna þennan sjúkdóm svo að þeir sem eru smitaðir geti lifað eðlilegu lífi. Það sem hræðir mig mest er ef það fólk sem er með alnæmi verður sett í einhverskonar einangrun. Núna held ég að við stöndum á krossgötum þar sem hver þjóð verður á ákveða hvert skal stefna í þessum málum. Hvernig samfélag- ið ákveður að taka eigi á þessum sjúkdómi í dag á eftir að hafa áhrif á líf okkar allra. Fólk sem heldur að alnæmi komi ekki til með að hafa áhrif á það, mun sjá að það hafði rangt fyrir sér eftir nokkur ár.“ Nýlegar athuganir í Bandaríkj- unum sýna, að þar í landi hafa 58.270 greinst með sjúkdóminn alnæmi. I spá fyrir árið 1991 er búist við að allt að ein milljón manna hafi látist úr sjúkdómnum í öllum heiminum, og um 100 millj- ónir sýktar. Hér á landi hafa 40 einstaklingar smitast af alnæmi, þar af hafa fimm fengið sjúkdóm- inn á lokastigi og þrír af þeim látnir. Á fyrstu þrem mánuðum þessa árs hafa 5 einstaklingar greinst með smit á íslandi. í dag, laugardag, mun Richard Rector halda fyrirlestur á opinni ráðstefnu á Hótel Loftleiðum. ABÓ fP Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Rafmagnsveitu Reykjavík- ur, óskar eftir tilboðum í innanhúss lyftikrana. Lyftigeta 1,5 tonn. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 25-maí kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Dýrin kunna ekki umferðar- reglur. Þess vegna þarf aö sýna aðgæslu i nánd þeirra. Hins vegar eiga allir hesta- menn að kunna umferðar- reglur og riða hægra megin og sýna bilstjórum sams konar viömót og þeir ætlast til af þeim. yUMFEROAR RÁÐ FRANKFURT 1 x í viku FLUGLEIDIR -fyrír þíg-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.