Tíminn - 23.04.1988, Side 5

Tíminn - 23.04.1988, Side 5
Laugardagur 23. apríl 1988 Tíminn 5 Ársfundur Landsvirkjunar í gær: Afkoman mjög góð Frá ársfundinum í gær. F.v. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, Jóhannes Nordal, stjórnarformaður, Gunnar Ragnars, stjórnarmaður og Páll Pétursson, stjórnarmaður. Tímamynd Pjeíur. Ársfundur Landsvirkjunar var haldinn á Holiday Inn í gær. Jó- hannes Nordal, stjórnarformaður, flutti ræðu. Halldór Jónatansson, forstjóri, sagði frá ársskýrslu fyrir- tækisins og Jóhannes Már Maríus- son, aðstoðarforstjóri, fluttierindi. I máli Jóhannesar Nordal kom fram að afkoma Landsvirkjunar á síðasta rekstrarári var með besta móti og að jafnframt hafi tekist að lækka meðalverð á raforku miðað við byggingarvísitölu um 5,6% frá fyrra ári. Raunverð raforku hefur þá lækkað samtals um 31% sfðan á árinu 1984. „Má örugglega þakka þessa þróun að verulegum hluta heil- brigðri verðlagningarstefnu, sem tekin var upp frá miðju ári 1983,“ sagði Jóhannes í ræðu sinni, en það ár var verðlagshöftum aflétt. Þó kemur fleira til, svo sem hagstæðari vaxta- og gengisþróun og stór- hækkun á orkuverði til álbræðsl- unnar í Straumsvík, sem samið var um á árunum 1983-84. Jóhannes vék að hinum miklu erlendu skuldum Landsvirkjunar og hækkandi raunvöxtum af þeim sem hafa verið mjög ráðandi um raforkuverð. „Hafa vaxtagreiðslur einar komist upp í helming út- gjalda fyrirtækisins á undanförnum árum. Öruggasta leiðin til þess að geta lækkað raforkuverð er því að létta markvisst þennan skulda- bagga og þau miklu vaxtaútgjöld sem honum fylgja." Er stefnt að því að endurgreiða á hverju ári 5% af útistandandi skuldum fyrirtækisins. Þannig er áætlað að lækka megi núverandi skuldir Landsvirkjunar, sem námu 24,2 milljörðum króna í árslok, um 30% um næstu aldamót. í umfjöllun um verðlagningu á raforku kom Jóhannes m.a. inná jöfnun orkuverðs milli landshluta, sem hefur verið mikið til umræða undanfarið. „Ýmsir virðast láta að því liggja, að Landsvirkjun eigi hlut að þessu máli og eðlilegt sé, að hún geri ráðstafanir til þess að koma hér á betri jöfnuði. Hér er mikill misskilningur á ferðinni. Síðan Landsvirkjun tók við byggðalínukerfinu úr höndum ríkisins fyrir fimm árum ... hefur verið fullkomin verðjöfnun á allri orkusölu Landsvirkjunar síðan í ársbyrjun 1983.“ Jóhannes sagði að kostnaður vegn reksturs byggðalína vægi þungt og væri honum skipt á notendur eftir landshlutum þyrfti Landsvirkjun að fá 88 aurum hærra verð á Austurlandi enn á Suðvesturlandi og 72aurum hærraá Vestfjörðum. „Framlag Landsvirkjunar til að jafna orkuverð í iandinu er því mjög verulegt. Sá munur á smá- söluverði, sem þrátt fyrir þetta er fyrir hendi milli landshluta, stafar ekki af verðlagningu Landsvirkj- unar, heldur mismunandi dreifing- arkostnaði raforku eftir landshlut- um. Þann félagslega vanda, sem í þessu kann að vera fólginn, verður því ríkisvaldið en ekki Landsvirkj- un að leysa.“ Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, gerði m.a. annars grein fyrir fjárhagsafkomu fyrir- tækisins 1987 í tölu sinni. Þar kom fram að rekstrarafgangur nam 258 milljónum króna, eða 7,8% af heildartekjum. Greiðsluafgangur var um 8,7 milljónir króna. Er þetta fjórða árið í röð, sem rekstr- arafgangur er hjá Landsvirkjun eftir rekstrarhalla í samfellt sex ár. Með hliðsjón af þessu hefur eig- endum fyrirtækisins verið greiddur 4% arður af endurmetnum eigin- fjárframlögum þeirra. Halldór fjallaði einnig um mögu- leikana á aukinni stóriðju hér á landi á næstu árum og nýtingu orkulinda til útflutnings á rafmagni innan 10 til 15 ára. Frumhag- kvæmnisathugun er lokið á bygg- ingu 180.000 tonna álbræðslu við Straumsvík og frumathugun á því hvort það geti verið tæknilega og fjárhagslega hagkvæmt að flytja út og selja rafmagn um sæstreng til Skotlands. „(Það) ríkir vaxandi bjartsýni á því að hér geti risið ný álbræðsla á næsta áratug eða svo... Heimsmarkaðsverð á áli fer nú hækkandi og áimarkaðurinn í Evr- ópu þarf fyrirsjáanlega á auknu framboði að halda eftir 1990,“ sagði Halldór. Fjárhagsleg hagkvæmni útflutn- ings á rafmagni gegnum sæstreng er einnig meiri nú en áður. Stofn- kostnaður þessa búnaðar hefur lækkað samtímis því að stofnkostn- aður orkuvera er nýta kjarnorku, kol og olíu hefur hækkað verulega. „Fólk í Evrópu hefur orðið áþreif- anlega vart við áhrif ntengunar frá þessum orkugjöfum," sagði Halldór. „Breska ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að einkavæða raforkugeir- ann. Við það opnast raforkumark- aðurinn á Bretlandi fyrir innfluttu rafmagni um sæstrengi... Mun þessi þróun tvímælalaust auka um- rædda orkusölumöguleika okkar, en samkeppnin um breska orku- markaðinn verður fyrirsjáanlega mjög hörð og yrði þar ekki hvað síst Frökkum og Skotum að mæta,“ sagði Halldór. JIH Frá æfingu ■ gær. Ljosmynd: Guðmundur KR. Jóhannesson. „Námur“ íslensku hljómsveitarinnar: Þrettánda öldin ásamt þremur stórum afmælum Önnur efnisskráin úr „Námum“ íslensku hljómsveitarinnar, verður flutt í Bústaðakirkju í dag, laugar- dag klukkan 14. Að þessu sinni er það þrettánda öldin, Sturlungaöldin, sem gerð er að yrkisefni, og verður Sturla Þórð- arson, sagnaritarinn mikli, hafður í öndvegi. íslenska hljómsveitin, Kristinn Sigmundsson og karlakórinn Fóstbræður, undir stjórn Guð- mundar Emilssonar, frumflytja verkið „Sturla“ eftir Atla Heimi Sveinsson við samnefnd og frumort ljóð Matthíasar Johannessen. Matthías flytur sjálfur hluta ljóðs- ins við hljómsveitarundirleik. Á undan tónlistarflutningi verður af- hjúpað ntyndverk (skúlptúr) eftir Hallstein Sigurðsson, myndhöggv- ara, sem höfundur nefnir Skip hugans. Myndin á rót sína að rekja til ljóðs Matthíasar líkt og tónverk- ið. Þessi þrjú stórfenglegu lista- verk, ljóðið, myndverkið og tón- verkið, voru gerð í vetur að tilhlut- an íslensku hljómsveitarinnar. En það er fleira sem er markvert við flutninginn í dag, því tón- leikunum er einnig ætlað annað hlutverk. Þeir eru haldnir til heið- urs þremur íslenskum tónskáldum, sem eiga merkisafmæli í ár. Þetta eru þeir Atli Heimir Sveinsson, Páll P. Pálsson og Þorkell Sigur- björnsson. Þorkell verður fimm- tugur, Atli Heimir einnig og Páll P. verður sextugur. Óþarfi er að telja upp virðingarverð störf þessara þriggja tónskálda, en þeir hafa með margbrotnum störfum sínum verið vorboðar nútímatónlistar á íslandi. Anna Guðný Guðmunds- dóttir, píanóleikari og Sigurður I Snorrason, klarínettuleikari, munu flytja Novelette, eftir Atla Heimi Ljóð eftir Pál P. og Rek eftir Þorkel. -SÓL Lítið tengt kristnitöku Eins og lesendur sáu í síðasta blaði okkar var nýjum niðurstöðum trúarlífskönnunaröuðfræðistofnun- ar gerð góð skil í viðtali við dr. Björn Björnsson deildarforseta guðfræði- deildar. Fyrirsögnin á forsíðu blað- sins var þannig úr garði gerð að hún var ekki tilvitnun í það sem Björn sagði í viðtalinu, heldur dregin upp á ábyrgð ritstjórnar. Þessu skal hér komið á framfæri vegna þess að ekki var með nokkru móti unnt að draga þá ályktun af fræðilegum niðurstöð- um könnunarinnar að þær tengdust kristnitökunni á þann hátt sem marg- ir lesendur Itafa skilið. Það mun heldur ekki hafa verið ætlun rit- stjórnar að draga sögulegar ályktanir af niðurstöðum könnunarinnar, en miklu fremur að vekja athygli á mjög merkilegum tíðindum. Hlýtur það reyndar að segja sig sjálft að margt hefur gerst í kirkjusögu okkar þær aldir sem liðnar eru frá atburðin- um á Alþingi árið 1000. Látum við í þessum efnum fræðimönnum eftir að draga allar fræðilegar ályktanir af þessum niðurstöðum. Tíu ár fyrir manndráp: KYRKTIMANN MEÐ BINDINU Svanur Elí Elíasson, 29 ára gamall verkamaður, var dæmdur í Saka- dómi Reykjavíkur til tíu ára fangels- is fyrir manndráp. Hann varð gesti sínum, Jóhannesi Halldóri Péturs- syni, að bana hinn 7. nóvember 1987. Svanur Elí mun hafa verið undir miklum áhrifum áfengis og lyfja það kvöld, er til átaka kom milli hans og hins látna. Svanur Elí herti hálsbindi að hálsi Jóhannesar, með þeim af- leiðingum að hann kafnaði. þj Aldraður maður lést Sjötíu og átta ára gamall maður lést á gjörgæsludeild Borgarspítal- ans á miðvikudag af miklum áverk- um á höfði, sem hann hlauí, þegar hann varð fyrir bíl á Hverfisgötu fyrr þann sama dag. Hann var á leið yfir götuna skammt vestan við Baróns- stíg þegar slysið varð og áttaði sig einhverra hluta vegna ekki á bílnum. Þj

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.