Tíminn - 23.04.1988, Qupperneq 8
8 Tíminn
Laugardagur 23. apríl 1988
Tímiim
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
Oddur Ólafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr.
dálksentimetri.
Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.-
Miðstjórnarfundur
Miðstjórn Framsóknarflokksins kemur saman til
fundar í Reykjavík í dag.
Eftir ítarlegar umræður í þingflokki og fram-
kvæmdastjórn flokksins var talið eðlilegt að kalla
miðstjórnina til fundar. Formaður Framsóknar-
flokksins, Steingrímur Hermannsson, mun leggja
fyrir miðstjórnina yfirlitsskýrslu um almenn stjórn-
málaviðhorf og horfur í efnahagsmálum. Meginvið-
fangsefni miðstjórnarfundarins verða almenn efna-
hagsmál, rekstrarvandi útflutningsgreina og
byggðamál í sinni margbreyttu mynd.
Þótt margt hafi tekist vel í núverandi stjórnarsam-
starfi, þá er eigi að síður nauðsynlegt að gera
gagnrýna úttekt á árangri stjórnarstefnunnar á
ýmsum mikilvægustu sviðum þjóðarbúskaparins.
Ríkisstjórnin setti sér það markmið að stefna að
jafnvægisbúskap í öllum greinum efnahagskerfisins.
Ljóst er að í viðskiptum við útlönd eru Islendingar
langt frá því marki. Þess er að minnast að á árinu
1986 náðist jöfnuður í erlendum viðskiptum. Hvað
þetta atriði snertir tók að halla undan fæti á síðasta
ári, 1987, og því er spáð að viðskiptahalli á
yfirstandandi ári verði 10-12 milljarðar. Sumir
nefna jafnvel hærri tölur.
Ekki kemur annað til greina en að gera ráðstafan-
ir til þess að draga úr viðskiptahallanum. Hinn
óhóflegi innflutningur, sem viðgengist hefur, er
ekki í neinu samræmi við raunverulegar þarfir
þjóðarinnar né getu þjóðarbúsins til þess að standa
undir gjaldeyriseyðslu sem af þessu leiðir. Að því
er gjaldeyriseyðslu varðar lifir þjóðin nú mjög um
efni fram. Þessu verður að breyta.
Hin alvarlega afkoma og rekstrarstaða í grund-
vallarþáttum atvinnulífsins gerir það nauðsynlegt
að ráðast í víðtækar aðgerðir þeim til bjargar. Á
einu ári hafa orðið gagnger umskipti til hins verra
á rekstrarafkomu útflutningsfyrirtækjanna. Því
miður eru síst horfur á að ýmis þau ytri skilyrði, sem
skekkt hafa rekstrargrundvöll fyrirtækja, muni
batna, heldur fara þau versnandi, þ.á m. hefur verð
á freðfiski farið lækkandi og gengisskráning Banda-
ríkjadals er enn afar óhagstæð og í engu samræmi
við gengisskráninguna fyrir einu ári, sem þá var
viðunandi en ekki meira en það miðað við verð og
framleiðslukostnað. Eins og nú er komið markaðs-
verði og framleiðslukostnaði rísa útflutningsfyrir-
tæki ekki undir rekstri sínum.
Forysta Framsóknarflokksins gerir þá kröfu til
samstarfsflokka í ríkisstjórn að á þessi mál verði
horft af raunsæi og gripið til aðgerða, sem viðeig-
andi eru undir núverandi kringumstæðum. Það eru
ekki síst þessi mál, sem miðstjórn Framsóknar-
flokksins mun ræða á fundi sínum í dag, enda um
að ræða grundvallaratriði í þjóðarbúskapnum.
Pá er einnig ljóst að miðstjórnarfundurinn mun
taka til umræðu þær horfur sem nú eru í framkvæmd
byggðastefnu og hvert stefni í þróun landsbyggðar-
mála miðað við sívaxandi áhrif peningafrjálshyggj-
unnar og markaðsstefnunnar, sem augljóslega sogar
fjármagnið frá landsbyggðinni til höfuðborgar-
svæðisins.
II
M. JLöfum viö gengið til
góðs? Pað er sú spurning sem
brennur á vörum margra um
þessar mundir, þegar hugsað er
til stjórnmála- og efnahags-
ástandsins. Þess er vert að minn-
ast að nákvæmlega eitt ár er
liðið frá síðustu alþingiskosning-
um. Pó ekki væri nema fyrir það
eitt, er ástæða til að virða fyrir
sér horfur í stjórnmálum og útlit
í efnahagsmálum. Pá kemur það
einnig til að brátt er á enda
fyrsta þingár núverandi ríkis-
stjórnar.
Gerbreyting
á einu ári
Til þess að fá nokkra heildar-
mynd af stjórnmála- og efna-
hagshorfum er ástæða til að bera
ástandið nú saman við það sem
var fyrir einu ári. Við þann
samanburð kemur í ljós að útlit
í efnahagsmálum er gjörólíkt
því sem þá var. í aprílmánuði
1987 ríkti að ýmsu leyti vorhug-
ur í stjórnmálalífi, það var bjart
yfir vonum manna um horfur í
efnahags- og atvinnumálum.
Fyrir þessari bjartsýni voru full-
gild rök. Kjörtímabilið 1983-
1987, stjórnarár ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar,
hafði reynst farsælt. Þegar upp
var staðið eftir fjögurra ára
stjórnarsetu var Ijóst að ríkis-
stjórnin hafði skilað af sér góðu
verki. Pað var full ástæða til að
vænta þess að ný ríkisstjórn,
hver sem hún yrði, notfærði sér
reynslu fráfarandi ríkisstjórnar
og nyti ávaxtanna af árangri
hennar.
Þegar úttekt er gerð á ástandi
mála eins og nú standa sakir, þá
blasir það við að kollsteypa
hefur orðið í mörgu því sem best
þótti fyrir einu ári. Pess vegna
eru horfur í efnahags- og at-
vinnumálum allt aðrar í dag en
þær voru fyrir einu ári. Af því
hlýtur einnig að leiða að í stað
bjartsýni um þróun efnahags- og
stjórnmála ríkir óvissa í hugum
flestra, sem af alvöru hugsa um
landsmál í heild og á breiðum
grundvelli. Ekki er fyrir það að
synja að við þessar aðstæður
hætti ýmsum við að ofgera það,
hversu útlitið kunni að vera
dökkt. Vafalaust munu ein-
hverjir finna hvöt hjá sér til að
taka munninn fullan og breyta
réttmætri gagnrýni á ástandið í
neikvæðar úrtölur og
svartagallsraus. Öfgafullar um-
ræður leysa hins vegar engan
vanda. íslendingar verða að rífa
sig upp úr erfiðleikum sínum
með jafnaðargeði og markviss-
um aðgerðum, fyrst og fremst
verður ríkisstjórnin að taka til
hendinni.
Nauðsyn samráða
En þó að varað sé við verstu
öfgum í umræðum um efnahags-
ástandið nú þá er þeim mun
meiri ástæða til þess að hvetja
víðsýna menn í áhrifastöðum í
stjórnmálum, atvinnumálum og
verkalýðsmálum til þess að ræð-
ast við um ástand og horfur í
þjóðmálum með það fyrir aug-
um að finna lausn á þeim vanda
sem brýnast er að leysa.
Um það munu flestir sam-
mála, að það sem úrslitum réði
varðandi farsæld ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar, var
það að þá var stofnað til
skynsamlegra samráða milli
ríkisstjórnarinnar og aðila
vinnumarkaðarins um sam-
ræmdar aðgerðir í efnahagsmál-
um og kjaramálum. Með réttu
var því haldið fram að febrúar-
samkomulagið svokallaða 1986
markaði tímamót í sögu ís-
lenskra stjórnmála. Þessi sögu-
legi viðburður fólst í því, að
áhrifaöfl þjóðfélagsins, utan
þings og innan, viðurkenndu
hvert fyrir öðru að það hvílir
samábyrgð á þeim um að ráða
fram úr vanda í stjórn efnahags-
mála. í þessu fólst m.a. skilning-
ur á því að efnahagsmál og
kjaramál eru samofin og að
farsælast er, þegar til lengri tíma
er litið, að halda uppi virkum
samráðum í þessum efnum milli
ríkisvalds og hagsmunasamtaka.
Sú þjóðfélagsgerð sem hér er,
krefst þess beinlínis að þannig
sé að málum staðið. Valdskipt-
ing í lýðræðisþjóðfélagi er aug-
Ijóslega þannig að Alþingi og
ríkisstjórn hafa ekki alveldi um
alla hluti (ef einhver skyldi
ímynda sér það). í reynd er
ríkisvaldið háð valdaöflum utan
þings og stjórnar. Þar kemur
ýmislegt til, en hér skal einkum
bent á skipulögð hagsmuna-
samtök vinnumarkaðarins, sem
eru að sínu leyti valdatæki og
áhrifaaðilar og bera skyldur í
samræmi við það.
Markmið fjarlægist
Fyrir einu ári ríkti sú von að
þessi viðurkenning á nauðsyn
samráða milli ríkisvalds og ann-
arra ráðandi afla héldist og þar
með væri staðfest að raunveru-
lega hefðu söguleg tímamót átt
sér stað með febrúarsamkomu-
laginu 1986. Eitt af því, sem
veldur mörgum áhyggjum um
horfur í þjóðmálum um þessar
mundir, er óttinn við það að
samráðsviljinn sé ekki lengur
fyrir hendi. Það verður að segj-
ast sem er að núverandi ríkis-
stjórn hefur ekki tekist að halda
samráðsviljanum við. Að því
leyti til hefur ríkisvaldið fjar-
lægst það mark, sem fyrri ríkis-
stjórn tókst að ná.
Það ástand, sem nú ríkir í
efnahagsmálum og á vinnu-
markaði, á því að verða hvatn-
ing til þess að endurvekja sam-
ráðsstefnuna og vinna markvisst
að því máli. Ríkisstjórninni ber
að hafa frumkvæði í þessu efni
og forsætisráðherra á að hafa
forystu um að slíkri stefnu sé
fylgt eftir. Ef ríkisstjórnin nær
ekki tökum á því að sameina
áhrifaöfl þjóðfélagsins um þá
meginstefnu, sem ráða skal í
efnahags- og kjaramálum næstu
misseri, þá hlýtur stefnan að
missa marks. Þá mun aftursækja
í gamla horfið um að sérhags-
munastreitan og kröfupólitíkin
leiki lausum hala með þeirri
efnahagslegu upplausn sem því
fylgir.
Trúnaðarbrestur
Ókyrrð á vinnumarkaði hefur
fylgt þessari ríkisstjórn eins og
skugginn. Um margra mánaða
skeið hefur þjóðlífið verið eins
og í hers höndum vegna vinnu-
deilna, þar sem hver lotan hefur
tekið við af annarri. Ekki verður
á neinn hátt séð að þessar vinnu-
deilur séu keyrðar áfram af
flokkspólitískum öflum and-
stæðum ríkisstjórninni, ef ein-
hver er að leita að skýringum á
þessu ástandi með þeim hætti.
Ef eitthvað er, þá sýnist vera
trúnaðarbrestur milli núverandi
ríkisstjórnar og launafólks.
Ríkisstjórnin undir forystu Þor-
steins Pálssonar hefur ekki öðl-
ast það traust hjá launafólki sem
óhjákvæmilegt er að sé fyrir
hendi, ef ríkisstjórn - hver sem
hún er - ætlar að ná árangri með
stefnu sinni, ekki síst þegar
mikið liggur við.
Eins og efnahagsþróunin hef-
ur orðið, fyrst og fremst það
hvernig högum útflutningsfyrir-
tækja er komið, var ríkisstjórn-
inni ekkert nauðsynlegra en að
rækja náin tengsl við launþega-
hreyfinguna. Ríkisstjórnin á
ekki síður að tala til hinna
fjölmennu stétta launafólks en
fyrirsvarsmanna atvinnurekstr-
ar, svo mikilvægu hlutverki sem
þeir að vísu gegna. Það eru
gjörsamlega óhæf viðhorf að
ríkisstjórnir einskorði viðræðu-
tengsl sín við afmörkuð hugs-
munasvið og þjóðfélagsöfl.
Ríkisstjórn í lýðræðisþjóðfélagi
nútímans verður að hafa góð
sambönd í allar áttir og leitast
við að ná sem víðtækustum trún-
aði hagsmuna- og áhrifaafla.
Það kemur launþegastéttinni
ekkert síður við en fram-
kvæmdastjórum fyrirtækja,
hvernig afkomuhorfur atvinnu-
lífsins eru. Þegar þess er krafist
að ríkisstjórnin beitist fyrir efna-
hagsráðstöfunum, þá á ríkis-
stjórnin ekki að ganga framhjá
launþegum um samráð í því efni
eða láta eins og ekki sé þörf á að
ræða ítarlega við launþegahreyf-
inguna um orsakir efnahags-
vandans og þau úrræði, sem
grípa þarf til honum til lausnar.
Hagur
útflutningsgreina
í framhaldi af þessum orðum
er rétt að bera enn saman ástand
og horfur í efnahagsmálum eins
og var fyrir einu ári og eins og
nú er. Þá kemur í ljós að rekstr-
arafkoma atvinnuveganna hefur
stórversnað. Um það er ekki
hægt að deila. Er þá fyrst og
fremst átt við afkomu útflutn-
ingsfyrirtækja og samkeppnis-
iðnaðar. Á fyrri hluta ársins
1987 voru útflutningsgreinarnar
reknar mað hagnaði og mikil
bjartsýni ríkti um að góð afkoma
myndi haldast áfram. En af-
komuhorfurnar gjörbreyttust á
skömmum tíma og fóru síversn-
andi eftir því sem lengra leið á
árið. Meginástæður versnandi
afkomu í útflutningsgreinunum
voru augljósar. Bandaríkjadoll-
ar féll mjög í verði á síðasta ári
og heldur áfram að falla. Sam-
tímis hafa orðið miklar kostnað-
arhækkanir innanlands í rekstri
fyrirtækjanna. Fiskverð hefur
auk þess lækkað tilfinnanlega.
Þetta eru auðskildar ástæður
fyrir taprekstri.