Tíminn - 23.04.1988, Side 15
Laugardagur 23. apríl 1988
Tíminn 15
lllllllllllllllllllllllll IÞRÚTTIR lllllllllllilllllllil^^
íþróttaviðburðir
helgarinnar
Körfu-
knatt’
leikur
Bikarúrslit karla:
KR-UMFN . . Höll lau. kl. 15.30
Bikarúrslit kvenna:
Haukar-ÍBK . . Höll lau. kl. 13.30
Lokahóf KKf:
Broaduay sunnudagskvöld
Andrésar Andarleikamir laugardag
kl. 10.00-16.00 á Akureyri. Lýkur
meö verðlaunaafhcndingu í íþrótla-
höllinni kl. 16.00.
Bad’
minton
íslandsmót fullorðinna TBR-húsinu
laugardag kl. 13.00 og sunnudag kl.
10.00. Úrslit hcfjast um hadcgishil á
sunnudag. Allir bcstu badminlon-
spilararnir veröa incðal kcppcnda.
Keila
Lokaunifcrð dcildakeppninnar:
1. dcild . Öskjuhlíð lau. kl. 15.30
2. deild . Keilulandi lau. kl. 14.00
3. dcild . Öskjuhlið lau. kl. 13.00
Kvennad. . Öskjuhl. lau. kl. 10.30
í 1. deild cru þrjú lið efst og jöfn,
Þröstur, Fellibylur og Mánaskin
Sigga Frænda. Þröstur hefur bcsta
stigahlutfallið.
íslendingar
vilja á pall
Norðurlandamót unglinga (jun-
iora) í fimleikum verður haldið í
Raisio nálægt Turku í Finnlandi um
helgina. íslenska landsliðið hélt utan
á sumardaginn fyrsta.
Keppendur fyrir tslands hönd á
mótinu verða: Linda Steinunn Pét-
ursdóttir, Fjóla Ólafsdóttir, Eva
Úlla Hilmarsdóttir, Bryndís Guð-
mundsdóttir, Guðjón Guðmunds-
son, Axel Bragason, Jóhannes Níels
Sigurðsson og Kristján Stefánsson.
Þjálfarar eru Berglind Pétursdóttir,
Chen Jain og Jónas Tryggvason.
Með í för verða einnig fjórir dómar-
ar, þau Áslaug Óskarsdóttir, Ásta
ísberg, Rúnar Þorvaldsson og
Hermann ísebarn.
Búist er við miklu af íslensku
keppendunum og er jafnvel vonast
til þess að þeir komi heim með
verðlaunapeninga um hálsinn. Allt
besta fimleikafólk Norðurlandanna
verður meðal keppenda á mótinu.
-HÁ
KARCHER 570 HÁÞRÝSTIDÆLAN
Skmandi hreint-leikanditétt
Hlaðin kostum og spennandi fylgihlutum:
20x meiri þrýstingur en úr garðslöngu
hraðari og betri hreingerning
85% minni vatnsþörf
sápa sem mengar ekki umhverfið
þvottabursti, hentugur fyrir bílinn
snúningsskaft með handhægu gripi
10m háþrýstislanga
sápuskammtari
Aukahlutir:
snúningsstútur sem gefur 30% aukningu á þrýstingi
og 7x meiri vinnuhraða
sandblástur, garðúðari,
undirvagnsþvottaskaft ofl.
7
RAFVER HF
SKEIFUNNI3E, SÍMAR 82415 & 82117
Hreiðar Hreiðarsson varafyrirliði UMFN og Guðni Ó. Guðnason fyrirliði KR með glæsilcgan bikar sem
bikarmcistarar fá nú afhentan í fyrsta sinn. Tímamynd Pjetur
Ólympíulandsliðiö í knattspyrnu:
Held velur 17
til Hollandsfarar
Sicgfried Hcld landsliðsþjálfari
hefur valið 17 leikmenn til þatttoku
í leikjum Ólympíuliðs Islands í
knattspyrnu gegn Hollendingum
27. apríl og Austur-Þýskaland 30.
apríl. Þetta eru síðari viðureignir
þjóðanna í riðlinum, í fyrri leikjum
gerðu íslendingar og Hollendingar
2-2 jafntefli en sigur vannst á
A-Þjóðverjum hér heima 2-0. ís-
lendingar eiga ekki lengur mögu-
leika á sæti á ÓL.
Landsliðshópurinn er skipaður
eftirtöldum leikmönnum: Birkir
Krístinsson Fram, Páll Ólafsson,
KR, Ágúst Már Jónsson KR Guð-
mundur Steinsson Fram, Guð-
mundur Torfason Winterslag,
Halldór Áskelsson Þór, Heimir
Guðmundsson ÍA, Ingvar Guð-
mundsson Val, Jón Grétar Jónsson
Val, Ormarr Örlygsson Fram,
Ólafur Þórðarson ÍA, Pétur Am-
þórsson Fram, Rúnar Krístinsson
KR, Valur Valsson Val, Viðar
Þorkelsson Fram, Þorsteinn Þor-
steinsson Fram, Þorvaldur Örlygs-
son KA.
Liðið heldur utan á morgun,
sunnudag. -HÁ
Bikarúrslita-
leikur í dag
Leikið verður til úrslita í bikar-
keppni KKÍ í Laugardalshöll í dag.
1 kvennaflokki keppa ÍBK og Hauk-
ar kl. 13.30 en UMFN og KR eigast
við í karlaflokki strax á eftir, kl.
15.30.
Lið KR og UMFTV koma alveg sitt
úr hvorri áttinni ef svo má segja.
Njarðvíkingar eru þreyttir eftir erf-
iða úrslitakeppni sem lauk á þriðju-
daginn og undirbúa sig að sögn Vals
Ingimundarsonar þjálfara með hvíld
en KR-ingar hafa ekki spilað í rúmar
þrjár vikur, frá því þeir unnu Hauka
í undanúrslitum bikarkeppninnar.
KR-ingar misstu sem kunnugt er
naumlega af sæti í úrslitakeppninni.
Staða liðsins er því nokkuð óljós því
„það er erfitt að halda uppi einbeit-
ingu í 3 vikur án þess að fá Ieiki,“
sagði Birgir Guðbjörnsson þjálfari
KR.
Báðir aðilar mæta til leiks með sitt
sterkasta lið og þarf vart að taka
fram að sigur ætla sér báðir.
Dómarar á úrslitaleiknum í karla-
flokki verða Gunnar Valgeirsson og
Jóhann Dagur Björnsson en kvenna-
leikinn dæma Kristján Möller og
Indriði Jósafatsson. -HÁ
Fram vann
Coca Cola mótið
Fram sigraði á Coca Cola mótinu,
knattspyrnumóti 3. flokks sem hald-
ið var á vegum Týs í Vestmannaeyj-
um um páskana. Fram fékk 7 stig úr
fjórum leikjum. Drengjalandsliðið
(15-16 ára) varð í 2. sæti á mótinu og
vakti góð frammistaða þess liðs at-
hygli.
Úrslit á mótinu urðu þessi: Týr-
Stjarnan 5-1, Fram-KR 5-0, Týr-
Drengjal. 1-5, Stjarnan-KR 2-0,
Týr-KR 5-1, Fram-Drengjal. 1-0,
Týr-Fram 0- 1, Stjarnan-Drengjal.
2-2, Fram-Drengjal. 2-2, KR-
Drengjal. 0-7. Fram 7stig, Drengjal.
5, Týr 4, Stjarnan 4, KR 0.
Forráðamenn liðanna lýstu yfir
ánægju með mótið og óskuðu eftir
að það yrði árlegur viðburður.
-HÁ
Stórsigur
í samningi KKÍ og SL urn 1.
deildina í knattspyrnu er m.a.
ákvæði um verðlaun til liða fyrir
sigur. Lið sem vinnur leik fær 25
þúsund og að auki 12 þúsund ef það
gerir 4 eða fleiri mörk í leiknum.
Semsagt 37 þúsund krónur fyrir
stórsigur. Ekkert er fyrir jafntefli og
ætti þetta að hvetja knattspyrnu-
mennina enn frekar til dáða í sumar.
-HÁ
Norðurlandamót unglinga í fimleikum: