Tíminn - 23.04.1988, Side 27

Tíminn - 23.04.1988, Side 27
Laugardagur 23. apríl 1988 Tíminn 27 SPEGILL illlllli Loks verður Jackie amma *f að var í matarveislu hjá kvikmyndasafninu í New York, sem Caroline Kennedy tilkynnti móður sinni, Jaqueline Kennedy Onassis, að hún ætti von á barni. Jackie sem hafði engan annan en Michael Douglas sem borðherra, steingleymdi honum næstum því af fögnuði. Caroline varð þrítug í nóvember, en maður hennar, Ed Schlossberg er 43 ára. Sagt er að Caroline hafi misst fóstur í fyrra og því hafi gleðin orðið svo mikil núna. Talið er líklegt að Caroline hætti laganámi sínu í sumar, því hún fær varla möguleika á að halda áfram í bráðina, auk þess em hún vill taka því rólega, af ótta við fósturlát. Jackie missti einnig fóstur áður en hún átti Caroline og auk þess lést Patrick sonur þeirra Kennedys nokkrum vikum fyrir morð föður síns. Hann fæddist fimm vikum fyrir tímann og var veikburða. Varla er að efa, að Caroline á eftir að heyra mörg ráð frá móður sinni næstu mánuðina. Ed og Caroline búa í miðborg New York, ekki langt frá 16 her- bergja íbúð Jackie við Fifth Avenue. Því ætti að vera auðvelt að fylgjast með barnabarninu. Ed á auk þess sveitasetur í Chester í Massachusetts og þar dvelja hjónin gjarnan um helgar. Fyrst eftir brúðkaupið, var sam- band Eds og tengdamömmu heldur þurrlegt. Jackie er einkar ráðrík og viljasterk kona og tengdasyninum fannst hún vilja gefa sér fullmikið af góðum ráðum. Hann er rit- höfundur og hönnuður að atvinnu, nýtur mikillar virðingar sem slíkur og kann því illa að láta koma fram við sig eins og strákpatta. Hann tók það ráð að svara tengda- mömmu fullum hálsi og nú er komið jafnvægi á þau mál. Allir aðrir í fjölskyldunni kunnu einkar vel við Ed frá upphafi. Af Jackie er annars ýmislegt að frétta. Haft er eftir henni í ítölsku blaði, að hún muni ganga í hjóna- band í ár, með demantakóngnum Maurice Tempelsman. Þau hafa verið saman í mörg ár, en hann er fyrst núna löglega skilinn. Paul Anka er kominn fram á sjónarsviðið aftur, með hatt. Ekki er sjáanlegt að kappinn hafi mikið breyst, nema ef vera kynni undir hattinum. Anka kominn aftur Haustið 1957 kom lagið „Diana“ í hljómplötuverslanir um allar jarðir og lagði á skömmum tíma undir sig heim vinsældalistanna. Söngvari og höfundur lagsins var ungur og óþekktur náungi, Paul Anka að nafni. Þó hann hefði aldrei látið sig dreyma um mikinn frama á söngsviðinu, komst hann nú skyndilega að raun um að heimurinn lá fyrir fótum hans. Hver platan af annarri kom á markað og rann beint inn á vinsældalistana. Svo þagnaði Anka skyndilega og fór að stjórna upptökum fyrir aðra söngvara. Árvökulir tónlistarunn- endur tóku kannski eftir, að hann samdi lagið „My Way“ fyrir Frank Sinatra, en að öðru leyti var hljótt um hann. Nú eru liðin rösk 30 ár síðan Anka öðlaðist heimsfrægð og hann er kominn upp á svið aftur fyrir nokkru og gerir það gott. Eftir að hafa sungið fyrir troðfullum húsum kvöld eftir kvöld í Las Vegas, ákvað hann að skreppa í hljóm- leikaferðalag aftur og Evrópa varð fyrir valinu. Áður en hann lagði af stað, náði hann samt að syngja inn á eina breiðskífu, sem var tekið aldeilis ævintýralega vel. - Það er bæði skemmtilegt og ögrandi að reyna fyrir sér á ný, eftir að hafa verið í þessum útvegi í 30 ár, segir Anka. - Ég hlakka til að hitta gamla og nýja aðdáendur og kynna þeim Paul Anka níunda áratugsins. Jackie hefur verið með demanta- kóngnum Maurice Tempelsman í mörg ár. Hann er nú lögskilinn og þau stefna í hjónaband. Skrítin tilvil jun Itreska leikkonan Koo Stark, sem á sínum tíma varð fræg fyrir að hafa leikið í heldur ósiðlegri kvikmynd og gerst síðan vinkona Andrcws prins, hefur nú fengið hlutverk í lcikriti Agöthu Christie um Tíu litla negrastráka. Sem kunnugt er slitnaði upp úr sambandi Koo og prinsins, hann kvæntist Fergie sinni og fékk titilinn hertogi af York „Prinsessan" plataði Bowie Söngsljurnan David Bowie var aldeilis plataöur upp úr skónum nýlega. Dökkeyga fegurðardísin, sem hann hefur hitt á laun um nokkra hrið og var alvarlega ástfanginn af, að sögn vina hans, reyndist ekki öll, þar sem hún var séð. Nú er leikritiö með henni óspart auglýst út á þá skrítnu tilviljun, að leikhúsið, sem það er sýnt í heitir einmitt Hertog- inn afYork. Eigin húsbóndi Juiian Lennon er orðinn þreyttur á að vera aðeins dauf- ur skuggi af föður sínum, John Lennon. Nú hefur hann skrap- að saman aurana sína og fjár- fest í húsi í svissnesku Olpun- unt. Heimilisfang og símanúm- er fá ekki nema fáeinir nánir vinir. - Við verðum að halda ást okkar leyndri, því ég er arabísk prinsessa og heima hjá mér yrði samband okkar aldrei viðurkennt, er haft eftir stúlkunni, sem kallaði sig Nouru. Blessuð Nóran klykkti út með því að fullyrða, að ef upp kæmist, næðu útsendarar föður- landsins sér og hún yrði umsvifa- laust hneppt í kvennabúr heima. Veslings David Bowie, sem hing- að til hefur ekki verið talinn nema í meðallagi saklaus, trúði henni eins og nýju neti. Nú er hins vegar allt komið fram í dagsljósið. Bresk tímarit hafa komist að því, að „prinsessan“ er mexíkönsk, 31 árs og heitir Diana Taren. Frekari rannsóknir á fortíð hennar leiddu í ljós, að hún var ákærð fyrir þjófnað á 7 milljónum króna í ferðatékkum, í tengslum við Wimbledon-mótið í tennis og einnig fyrir tilraun til bankasvika, en slapp með skrekkinn í bæði skiptin, vegna skorts á sönnunum. Enginn veit sem sé, hvort hún slapp með peningana.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.