Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 4
4 25. febrúar 2009 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL „Ég hef ekki skapað ófrið um Seðlabankann,“ sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri í Kastljósi Rúv í gær. Hann sagði bankann ekki hafa gert mistök í aðdraganda efnahagshrunsins, nema ef til vill þau að leggja mesta áherslu á að berjast við verðbólgu en ekki að halda gengi krónu í jafnvægi. Bindiskylda, sem bank- inn hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki beitt, hefði ekki áhrif á stærri banka. Davíð hafði miklar efasemdir um alla umræðu um Seðlabank- ann og um sjónarmið spyrils þátt- arins. Seðlabankastjóri gagnrýndi á ný fyrrverandi ríkisstjórn fyrir að hafa ekki hlýtt varnaðarorð- um sínum, meðal annars á ríkis- stjórnarfundi 30. september, þar sem hann hefði sagt bankakerfið eiga tvær til þrjár vikur ólifað- ar. Þá vék hann hörðum orðum að núverandi stjórn fyrir að vera að eyðileggja bankann með aðför að sér og illa gerðu lagafrumvarpi um bankann. „Hann beinir spjótum sínum í raun mikið að Geir H. Haarde og Sjálfstæðisflokknum,” segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræð- ingur. „Hann segir að Seðlabank- inn sé farinn að undirbúa áætlun í febrúar varðandi hvað gera skyldi ef allt færi fjandans til. Og þetta er að upplýsast núna. Ég held að þetta eigi eftir að hleypa illu blóði í fólk og í raun sé þetta mikill bjarn- argreiði við Sjálfstæðisflokkinn svona skömmu fyrir kosningar.“ Davíð sagði fjármagnsflutn- inga Kaupþings hafa haft áhrif á það að bresk stjórnvöld hefðu beitt hryðjuverkalögum. Á fundi Viðskiptaráðs í nóvem- ber vísaði hann hins vegar í sam- töl, sem ekki hefðu verið birt, og hefðu leitt til þessa. Sigríður Ingibjörg Ingadótt- ir hagfræðingur undrast hversu mjög Davíð tengi eigin persónu við Seðlabanka Íslands, en í viðtalinu sakaði hann spyrilinn um að reyna að „sverta mig og bankann minn“. „Ég sagði mig ekki úr bankaráð- inu [í október síðastliðnum] vegna Davíðs. Ég gerði það því mér fannst augljóst að bankastjórninni væri ekki sætt við þessar aðstæð- ur. Davíð býr til úr þessu öllu samsæriskenningu. Að allt sam- félagið sé heilaþvegið af Baugs- miðlum og þess vegna í ofsóknum gegn honum. Ég vil eiginlega ekki fara niður á þetta plan,“ segir Sig- ríður Ingibjörg. Davíð endurtók í þættinum ummæli sín um að hann hefði einmitt varað ríkisstjórnina við bankahruninu. „Það hefði verið óskandi að orð og æði hefðu farið saman,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. „Ég ætla ekki að fara að rengja hann þegar hann segist hafa varað bæði ríkisstjórnina og aðra við því sem kynni að vera í vændum. En það breytir því ekki að framganga Seðlabankans var ekki í neinu samræmi við það. Seðlabankinn hefur bæði tæknilega og lagalega möguleika á að bregðast við þegar vá blasir við. Réttara sagt þá ber Seðlabankanum skylda til að nota tæki sín til að vernda almenning í slíkum aðstæðum.“ klemens@frettabladid.is, jse@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Alls voru 70 fyrir- tæki tekin til gjaldþrotaskipta í janúar síðastliðnum. Það er 71 prósenti meira en í janúar 2008, þegar 41 fyrirtæki var tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Flest gjaldþrotin voru í bygg- ingarstarfsemi, alls 18 talsins. Næstflest voru í heild- og smá- söluverslun, 13 talsins. Creditinfo hefur spáð því að um 3.500 fyrirtæki fari í þrot á árinu. Þar er átt við fyrirtæki sem lenda í eiginlegu gjaldþroti og þau sem lenda í árangurslausu fjárnámi. - bj Gjaldþrot fyrirtækja í janúar: Fjölgar um 71 prósent frá 2008 - Lifið heil www.lyfja.is 20% verðlækkun NORMADERM frá Vichy. Taskan inniheldur rakakrem, hreinsimjólk, næturkrem, bólubana og andlitshreinsi. 4.112 kr. 3.289 kr. Frábært fyrir húð sem á við óhreinindi eða vandamál að stríða. Hentar sérstaklega vel fyrir unglinga. Gildir til 5. mars 2009. SVÍÞJÓÐ, AP Sænska konungsfjöl- skyldan skýrði frá því í gær að Viktoría krónprinsessa sé nú formlega trúlofuð Daniel West- ling. Þau ætli að ganga í hjóna- band snemma sumars á næsta ári. Svíar hafa árum saman beðið tíðinda af sambandi þeirra Dan- íels og Viktoríu, sem þegar fram líða stundir á að taka við af föður sínum, Karli Gústaf, sem þjóð- höfðingi Svíþjóðar. Eftir brúðkaupið fær Westling titilinn Daniel prins, hertogi af Vestur-Gautlandi. Hann sagðist ætla að gera allt sem í sínu valdi stæði til að ávinna sér traust sænsku þjóðarinnar. - gb Konungleg trúlofun í Svíþjóð: Prinsessa giftir sig á næsta ári VIKTORÍA OG KÆRASTINN Krónprins- essan ásamt Daniel Westling. EFNAHAGSMÁL Heimilt verður að milda eða fella niður viðurlög við brotum á fjármálamarkaði verði frumvarp sem Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra kynnti á ríkis- stjórnarfundi í gær að lögum. Heimildin mun þó bara eiga við um fyrirtæki og einstaklinga sem koma sjálfviljug fram, játa brot og aðstoða við rannsókn mála. Þetta kom fram á fundi með for- ystumönnum ríkisstjórnarflokk- anna í gær. Gylfi lagði einnig fram frum- varp sem heimila mun Fjármála- eftirlitinu að greina frá niður- stöðum mála og athugana sem eftirlitið leggst í. - bj Frumvarp viðskiptaráðherra: Flautublístrarar ekki saksóttir VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 16° 8° 5° 4° 7° 8° 5° 5° 6° 6° 18° 12° 6° 22° 2° 12° 11° 2° Á MORGUN 3-10 m/s hvassast suðvestan til síðdegis. FÖSTUDAGUR Austlægar áttir 3-10 m/s -1 -4 -5 -5 -5 -4 -3 2 2 3 -8 13 15 13 11 8 13 14 18 8 10 11 1 0 -5 -5 -6 3 3 1 -3 -4 VETRARLEGT Nú er hann lagstur í norðanátt og það fremur stífa víðast hvar. Samfara því kólnar auk þess sem dagur- inn verður almennt úrkomusamur, þó ekki vestan til á Suður- landi og suðvestan til. Nyrðra verður framhald á ofankomu þó hún verði eitthvað minni en síðustu tvo daga. Fremur svalt verður svo á morgun en á föstudag er væntanleg lægð með heldur hlýrra veðri, einkum syðst. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur STJÓRNSÝSLA Ingimundi Friðriks- syni, fyrrverandi seðlabanka- stjóra, hefur verið boðin staða ráðgjafa í norska seðlabankan- um. Þetta kom fram í kvöld- fréttum RÚV í gær. Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri segir í bréfi sínu til Jóhönnu Sig- urðardótt- ur forsætis- ráðherra að brottrekstur lykilmanna eins og Ingimundar hafi verið til traf- ala í vinnu bankans við endur- reisn fjármálakerfisins. Hann gagnrýndi hana harðlega fyrir vinnubrögðin og yfirlýsingar í sambandi við skipulagsbreyting- arnar á bankanum. Hefði hvort tveggja spillt mikilvægum tíma sem betur hefði verið varið í þau brýnu verkefni sem eru fyrir stafni. - jse Seðlabanki Íslands: Norðmenn vilja Ingimund INGIMUNDUR FRIÐRIKSSON BRETLAND, AP Samkvæmt nýrri skoðanakönnun hefur breski Íhaldsflokkurinn enn mikið for- skot á Verkamannaflokkinn. David Cameron, leiðtogi Íhaldsmanna, ætti að vera býsna ánægður með árangurinn. Sam- kvæmt könnuninni, sem birtist í blaðinu Guardian, fengi Íhalds- flokkurinn 42 prósent atkvæða en Verkamannaflokkurinn aðeins 30 prósent. Samkvæmt sömu könnun telur meirihluti þeirra, sem kusu Verkamannaflokkinn í síðustu kosningum, að betra væri fyrir flokkinn að hafa annan leiðtoga en Brown. - gb Skoðanakönnun í Bretlandi: Brown nýtur enn lítils fylgis VIÐSKIPTI Ástralski fjárfestirinn Steve Cosser, sem gert hefur til- boð í Árvakur, sagði í kvöldfrétt- um Stöðvar 2 það vera rógburð að hann væri leppur fyrir íslenska fjárfesta. Sagðist hann ennfremur ætla að finna undan hvaða rifjum hann væri runninn og síðan grípa til viðeigandi ráðstafana þegar róg- berinn væri fundinn. Vilhjálmur Bjarnason, sagði í viðtali í Kastljósi í byrjun mán- aðarins að hann hefði heimildir fyrir því að Cosser væri leppur. „Ég hef jafn miklar heimildir og aðrir,“ segir Vilhjálmur. „Ég hef legið yfir þessum málum í þrjár vikur og verð að segja að mér þykir það með ólíkindum og ef menn mega ekki hugsa á Íslandi án þess að eiga von á einhverj- um hefndum þá er vandlifað hér á landi.“ Cosser sagðist ekki einungis hafa áhuga á að fjárfesta í fjöl- miðlum hér á landi heldur einnig í jarðhitaorkuverum, fyrirtækj- um í ferðaþjónustu og fleiru. Í kvöldfréttum RÚV sagði hann að heimili sitt í Lundúnum væri 13 sinnum dýrara en Árvakur. „En það er örugglega auðveldara að reka heimili í London held- ur en Morgunblaðið,“ segir Vil- hjálmur. - jse Ástralski fjárfestirinn Steve Cosser þvertekur fyrir það að hann sé leppur: Segist ætla að finna rógberann HÚS ÁRVAKURS Í HÁDEGISMÓUM Steve Cosser segist ekki aðeins áhugasamur um að fjárfesta í fjölmiðlum hér á landi. Hann segist bjartsýnn á að tilboði hans í Árvakur verði tekið. Gagnrýndi stjórn Geirs harkalega Davíð Oddsson segist margsinnis hafa varað þáverandi forsætisráðherra við bankahruninu. Tortryggir umræðu um sig og Seðlabanka, sem sé verið að sverta. SEÐLABANKASTJÓRI Í BEINNI Davíð Oddsson segist enn hafa varað manna mest við efnahagshruninu, en ræðir minna um beinar aðgerðir bankans til að koma í veg fyrir það. Í gær sagði hann að tilgangslaust hefði verið að efla gjaldeyrisvaraforðann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GENGIÐ 24.02.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 177,7582 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,5 113,04 163,43 164,23 143,98 144,78 19,321 19,435 16,459 16,555 12,743 12,817 1,1763 1,1831 166,47 167,47 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.