Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 25. FEBRÚAR 2009 MIÐVIKUDAGUR4 Ú T T E K T Þ egar innlendir og er- lendir kröfuhafar gamla Landsbankans gengu framhjá öryggisvörð- um á leið sinni til fund- ar með skilanefnd bankans á Nordica hótel á föstudag og tóku við mati á eigna- og skuldastöðu gamla bankans að innritun lokinni var ákveðnum áfanga náð í upp- gjöri gömlu bankanna eftir ríkis- væðingu þeirra í byrjun október í fyrra. Skilanefnd Landsbankans var síðust þriggja nefnda til að skila mati á eignum og skuldum gamla bankans. Þótt nefndin hafi afskrif- að hlutfallslega langmest af eign- um gamla bankans eftir hrunið í fyrra og hrakfara á erlendum vettvangi og sett verulegar byrð- ar á herðar íslenskra skattborgara reyndust eignir bankans burðugri en spáð hafði verið. Eignir Landsbankans, sam- kvæmt áætluðu mati skilanefnd- ar, nema 1.195 milljörðum króna, að viðbættri skuldajöfnun og inn- álögðu skuldabréfi Nýja Lands- bankans. Þetta er um fimmt- ungi meira en búist var við. Á móti nema skuldir 3.348 milljörð- um króna. Þar af eru 1.338 millj- arðar króna forgangskröfur, sem eru skuldbindingar vegna Icesa- ve-reikninga bankans. Munur- inn nemur 144 milljörðum króna. Skilanefndin reiknar með að þegar Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi hafi greitt það sem honum beri standi eftir 72 milljarðar króna, sem falla á íslenska skattgreiðendur. Þetta er umtalsvert betri staða en búist var við eftir hrun bank- anna í október en svartsýnustu spámenn töldu allt að 600 millj- arða króna geta lagst á herð- ar ríkisins vegna reikninganna. Fjármálaráðuneytið var öllu raun- særra í spá sinni og gerði ráð fyrir að 150 milljarðar króna féllu á ríkissjóð vegna innlánsábyrgða í enda síðasta mánaðar. Ekki er búist við eftirmálum vegna Edge-reikninga Kaupþings í Evrópu og Save&Save-reikninga Gamla Glitnis, sem voru að slíta barnsskónum þegar ríkið tók bank- ann yfir í fyrrahaust en almennt falla kröfur á þrotabú gömlu bank- anna en ekki íslenska ríkið. Ráðuneytinu reiknaðist til í áætlun sinni fyrir mánuði að skuldir ríkissjóðs myndu vegna þessa aukast úr 8,1 milljarði króna í ársbyrjun í 563 milljarða í enda þessa vegna falls bank- anna og eftirstöðva af skuldbind- ingum þeirra. Miðað við stöð- una eins og hún er lögð fram í uppgjörum skilanefnda á gömlu bönkunum má ætla að skuldir lækki í 485 milljarða króna, eða um þriðjung af áætlaðri lands- framleiðslu. Þetta er sömuleiðis álíka upphæð og Tryggvi Þór Her- bertsson, fyrrverandi efnahags- ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, taldi líkur á að féllu á ríkið vegna þessa fyrir nokkru. FYRSTU SKREF Eigna- og skuldamat skilanefnda bankanna eru fyrstu skref að upp- gjöri gömlu bankanna eftir rík- isvæðingu þeirra. Þrátt fyrir að tölurnar hafi verið negldar niður og upplýsingarnar kynntar kröfu- höfum gætir talsverðar óvissu um stöðuna. Endanlegt mat á nýju bönkun- um hefur dregist og mun að lík- indum ekki liggja fyrir fyrr en um miðjan apríl. Tvö fyrirtæki sjá um lokamatið. Matsfyrirtæk- ið Deloitte skilar mati sínu í enda mars en alþjóðlega fjármálaráð- gjafarfyrirtækið Oliver Wyman, sem sér um mat á bönkunum þremur fyrir hönd Fjármálaeft- irlitsins, skilar sínu um miðjan næsta mánuð. Þegar matið liggur fyrir verð- ur ljóst hversu háar upphæðir innlendra eigna fara aftur yfir í gömlu bankana. Bankarnir munu svo á móti gefa út skuldabréf til þeirra gömlu í skiptum fyrir eign- ir. Skuldabréfin hafa þegar verið færð til bókar sem eign í verð- mati nýju bankanna og gefa því kröfuhöfum nokkuð skakka mynd af stöðu þeirra. MARKLAUST VERÐMAT Verðmat skilanefndanna þriggja á eigna- og skuldastöðu gömlu bankanna er mismunandi enda ekki tekið fram í lögum um gjaldþrotaskipti hvaða forsendur eða aðferðafræði fyrirtækjum í greiðslustöðvun beri að nota. Þannig er óvíst hvort útreikn- Eignamat gömlu bankanna næsta marklaust „Mér sýnist verðmat bankanna líta almennt betur út en spáð var. Það er ásættanlegra,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, áður Glitnis. Hann telur verðmat- ið endurspegla að skilanefndir bankanna hafi verið raunsæjar; hvorki of bjartsýnar né of svart- sýnar. Óvissa sé mjög afgerandi á alþjóðlegum fjármálamörkuð- um nú um stundir. Ingólfur leggur áherslu á að þótt von sé á lokamati á bönkun- um gömlu um miðjan apríl muni markaðurinn setja sinn eigin verðmiða á þær við sölu eftir nokkur ár. Seljist eignirnar á verði í ná- munda við matið sem nú liggi á borðinu megi reikna með að skuldaaukning ríkissjóðs vegna bankahrunsins verði um þriðj- ungur af landsframleiðslu. Ásættanlegt verðmat INGÓLFUR BENDER Forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka telur eignamat bank- anna raunsætt í skugga óvissu á fjármálamörkuðum. MARKAÐURINN/GVA Við höfum í áratugi verið leiðandi í framleiðslu stjórnbúnaðar fyrir hitakerfi og séð notendum um allan heim fyrir búnaði og lausnum, sem gerir líf þeirra þægilegra. Við erum eini framleiðandinn á markaðinum sem sérhæfir sig í framleiðslu stjórnbúnaðar ásamt varmaskiptum og tengigrindum fyrir hitakerfi. Við leggjum metnað okkar í að finna réttu lausnirnar fyrir viðskiptavini okkar hverjar sem stærðirnar, þarfirnar eða kröfurnar kunna að vera. Þegar spurt er um hitakerfi er svarið: “Já, Danfoss er með lausnina fyrir þig” Danfoss hf • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is 2.246 milljarðar 3.970 milljarðar 6.603 milljarðar E I G N I R B A N K A N N A F Y R R I H L U T A Á R S 2 0 0 8 Samanburður á verðmati gömlu bankanna er óraunhæfur. Skilanefnd Kaupþings, sem var stærsti banki landsins fyrir hrunið í fyrra, miðar eignastöðuna við nóvember í fyrra. Hinir bankarnir setja verðmiða á eignir sínar þrjú til sjö ár fram í tímann. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skoðaði eigna- og skuldastöðu gömlu bankanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.