Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 10
10 25. febrúar 2009 MIÐVIKUDAGUR
Virðing
Réttlæti
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Félagsfundur VR verður haldinn á Hilton Nordica hótel
Reykjavík, miðvikudaginn 25. febrúar nk. kl. 19:30.
Dagskrá:
1. Kynning frambjóðenda til trúnaðarstarfa fyrir VR
2. Fyrirspurnir og umræður
Félagsmenn hvattir til að mæta.
Fundurinn verður sendur beint út á Mínum síðum á vr.is
Kosningar í VR EFNAHAGSMÁL Þingflokkar allra
flokka sem sæti eiga á Alþingi
fjalla nú um tillögu stjórnarflokk-
anna um stjórnlagaþing. Sam-
kvæmt tillögunni mun 41 þingfull-
trúi verða kjörinn persónukjöri á
þingið.
Þetta kom fram á fundi Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra
og Steingríms J. Sigfússonar fjár-
málaráðherra í Þjóðmenningarhús-
inu að loknum ríkisstjórnarfundi í
gær.
Bæta þyrfti ákvæði um stjórn-
lagaþing í stjórnarskrána til að
það verði að veruleika. Verkefni
stjórnlagaþingsins yrði að endur-
skoða stjórnarskrána.
Alþingi þarf að gefa umsögn
sína um nýja stjórnarskrá áður
en hún verður samþykkt. Að því
loknu þarf í það minnsta fjórðung-
ur kosningabærra manna að sam-
þykkja nýja stjórnarskrá í þjóðar-
atkvæðagreiðslu til að hún öðlist
gildi. Stjórnvöld stefna að því að
settar verði nánari reglur um
skipulag stjórnlagaþings og kosn-
ingu fulltrúa á þingið eftir kosn-
ingar í vor.
Jóhanna segir að einnig sé lagt
til að ákvæði stjórnarskrárinnar
um að kjósa þurfi um breytingar
á stjórnarskránni á Alþingi, kjósa
til þings, og svo kjósa um breyting-
arnar á Alþingi aftur verði breytt.
Í staðinn skuli bera breytingar á
stjórnarskrá undir þjóðaratkvæði.
Í þessu samhengi segir Jóhanna
að fjalla þurfi um þjóðaratkvæða-
greiðslur. Meðal þess sem taka
þurfi afstöðu til sé hin svokallaða
danska leið, þar sem þriðjungur
þingmanna getur krafist þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Einnig sú leið að 30
þúsund kjósendur geti krafist þjóð-
aratkvæðagreiðslu.
Breytingar á stjórnarskrá eiga
einnig að ná til náttúruauðlinda.
Stjórnvöld leggja því til að ákvæði
um að ríkið megi ekki afsala sér
náttúruauðlindum varanlega verði
fest í stjórnarskrá.
Frumvarp um persónukjör hefur
einnig verið sent þingflokkunum,
sagði Jóhanna. Verði það að lögum
munu flokkar geta boðið fram órað-
aðan lista og látið kjósendum eftir
að raða frambjóðendum í sæti. Það
mun þó ekki útiloka hefðbundna
lista. Flokkunum verði í sjálfs-
vald sett hvort þeir notist við hefð-
bundna lista eða óraðaða.
brjann@frettabladid.is
Tillaga um
stjórnlaga-
þing tilbúin
Tillögum um breytingar á stjórnarskrá hefur verið
vísað til þingflokka. Setja á inn ákvæði um að bera
verði stjórnarskrárbreytingar undir þjóðaratkvæði
og að ríkið megi ekki afsala sér náttúruauðlindum.
SPEGILL Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra spegluðust skemmtilega í bókaskápunum í Þjóðmenningarhúsinu á
vikulegum fundi fulltrúa ríkisstjórnarinnar með fjölmiðlafólki í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
BRETLAND Yfirmenn hjá bresku
verslanakeðjunni Waitrose ferð-
uðust til Íslands fyrir tveimur
vikum til að kanna hvort við-
skiptamenn keðjunnar hefðu
tengsl við hvalveiðar, sagði á
heimasíðu Guardian í gær.
Jeremy Langley, sérfræðing-
ur Waitrose í fiskafurðum, segir
athugunina hafa leitt í ljós að
enginn viðskiptaaðila Waitrose á
Íslandi hafi nokkur tengsl við hval-
veiðar. Einnig er haft eftir Langley
að yfirmennirnir hafi fundað með
Steingrími J. Sigfússyni og fleiri
háttsettum aðilum. Steingrím-
ur segist ekki muna eftir slíkum
fundi, en mögulegt sé að aðilarn-
ir hafi fundað með aðstoðarmanni
sínum.
Waitrose hefur mótmælt ákvörð-
un um hvalveiðikvóta til fimm ára.
- kg
Yfirmenn hjá Waitrose:
Könnuðu tengsl
við hvalveiðar
Skipað hefur verið fólk í nefndir sem
semja eiga um Icesave-reikningana
annars vegar og lán erlendra ríkja
hins vegar. Aðeins einn nefndar-
maður í nefndunum, sem eru á for-
ræði fjármálaráðuneytisins, er kona.
Níu karlar eiga sæti í nefndunum
tveimur.
Þetta virðist ganga beint gegn
ákvæði jafnréttislaga. Þar segir að
í nefndum, ráðum og stjórnum á
vegum ríkis og sveitarfélaga skuli,
þar sem því verði við komið, sitja
sem næst jafnmargar konur og karl-
ar. Í samninganefnd vegna Icesave-
skuldbindinga, sem Svavar Gestsson
sendiherra stýrir, situr ein kona og
fimm karlar. Í samninganefnd vegna
lána vinaþjóða, sem Jón Sigurðsson
stýrir, sitja fjórir karlar en engin
kona. Ýmsir skipa í nefndirnar, til
dæmis forsætisráðuneyti, fjármála-
ráðuneyti, viðskiptaráðuneyti og
Seðlabankinn.
AÐEINS EIN KONA Í NÝJU NEFNDUNUM
ASTEKAR MINNAST KEISARA Þessi
asteki í Ixceteaopan í Mexíkó tók þátt í
hátíðarhöldum til að minnast fæðingar
Guauthemok, síðasta keisara astek-
anna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SELTJARNARNES Fordómar bæjar-
stjórnarmanna á Seltjarnarnesi
réðu því að ekki er veitt rekstrar-
leyfi fyrir Rauða ljónið á Eiðis-
torgi. Þetta segir Hafsteinn Egils-
son sem sótti um leyfið en því var
hafnað um jákvæða umsögn hjá
bæjarstjórninni hinn 11. febrúar
síðastliðinn.
„Það hefur komið fram í máli
bæjarfulltrúanna, meðal annars
þegar ég hef talað við þá persónu-
lega, að forsagan sé sú að sá sem
rak staðinn síðast hafi brotið öll lög
og reglur og þar af leiðandi vilji
þau ekki veita leyfið aftur,“ segir
Hafsteinn. „Þetta er í raun svipað
ef bæjarstjórnin ákvæði að leggja
Gróttu niður þar sem síðasti þjálf-
ari hafi verið svo lélegur,“ bætir
hann við. „Ég hef verið í þessum
bransa í 40 ár og hef ekki áhuga
á því að enda ferilinn með því að
brjóta lög og reglur.“
Hann segir vanta slíkan stað í
menningar- og mannlífi Seltjarnar-
ness. „Það var sorglegt að sjá það
um daginn þegar Grótta vann Sel-
foss í körfuboltanum og 800 manns
vildu fá sér bjór og fagna sigri en
til að gera það urðu þeir að fara í
miðbæ Reykjavíkur.“ Hann segir
að mörgum sé það kappsmál að
staðurinn verði opnaður, meðal
þeirra eru íbúar á Eiðistorgi. Hann
segist vongóður um að bæjar-
stjórnin endurskoði afstöðu sína í
ljósi þess að hann vilji hafa styttri
afgreiðslutíma en forveri sinn. - jse
Veitingamaður á Seltjarnarnesi segist þurfa að líða fyrir mál fyrirrennara síns:
Segist líða fyrir fordóma bæjarins
HAFSTEINN EGILSSON Veitinga-
manninum þykir það ósanngjarnt að
hugmyndir hans nái ekki fram að ganga
vegna slælegrar framgöngu fyrrum
veitingamanns.
HAFNARFJÖRÐUR Lokunartími
Suðurbæjarlaugar í Hafnarfirði
frá 1. júní til 10. júlí í sumar er
ekki valinn af handahófi, sam-
kvæmt Steinunni Þorsteinsdóttur,
upplýsinga- og kynningarfulltrúa
Hafnarfjarðarbæjar.
Fréttablaðið sagði í gær frá
óánægju laugargesta með þá
ákvörðun að loka lauginni á besta
tíma, hvað veður varðar.
Steinunn segir meðal annars
að ekki sé hægt að loka laug-
inni meðan á skólasundkennslu
standi. Auk þess komi þúsund
fleiri gestir í laugina í júlí en í
júní. Laugin sé orðin gömul og
kominn tími á viðgerðir. - kg
Lokun Suðurbæjarlaugar:
Ekki valinn af
handahófi
STJÓRNMÁL Hópur framsóknar-
manna í Suðvesturkjördæmi leitar
logandi ljósi að frambjóðanda til að
bjóða sig fram gegn Siv Friðleifs-
dóttur í efsta sætið í kjördæminu,
samkvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins. Enn sem komið er hefur þeim
ekki orðið kápan úr því klæðinu.
Jóhann Benediktsson, fyrrver-
andi lögreglustjóri á Suðurnesjum,
staðfestir í samtali við Fréttablað-
ið að hart hafi verið að sér sótt til
að sækjast eftir fyrsta sæti í kjör-
dæminu. „En hugur minn horf-
ir annað en til stjórnmála,“ segir
Jóhann.
„Þrátt fyrir margar áskoran-
ir mun ég ekki bjóða mig fram,“
segir Marteinn Magnússon, full-
trúi flokksins í bæjarstjórn Mos-
fellsbæjar. „En hins vegar get ég
staðfest það að ég skynja að fram-
sóknarmenn í kraganum kalla á
enn meiri breytingar.“ Einar Bolla-
son, varaformaður kjördæmis-
stjórnar í Suðvesturkjördæmi,
lagði fram þá tillögu á kjördæmis-
þingi um þarsíðustu helgi að Siv
tæki annað sætið.
„Ég hef ekki heyrt þessa hug-
mynd viðraða annars staðar,“
segir Siv. Hún óttast ekki að hún
eigi eftir að gjalda fyrir kröfu
um endurnýjun. „Ég heyri ein-
mitt kröfu í þá átt að það megi alls
ekki koma allri reynslunni frá.
Við erum aðeins þrjú sem bjóð-
um okkur fram til áframhaldandi
starfa svo það verður dágóð endur-
nýjun.“ - jse
Skorað var á Jóhann Benediktsson að fara fram:
Leita að keppinauti
sem fari gegn Siv