Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 42
22 25. febrúar 2009 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Ómar Jóhannsson, mark-
vörður Keflvíkinga, verður frá
keppni næsta hálfa árið og miss-
ir því af stærstum hluta tíma-
bilsins sem hefst nú í vor. Hann
mun gangast undir aðgerð á öxl í
næsta mánuði.
„Ég þjösnaðist á þessu síð-
asta sumar og hélt að ég væri að
skána. En í síðustu viku fór ég
endanlega úr axlarliðnum og þá
varð ljóst að það þurfti að laga
þetta með uppskurði,“ sagði
Ómar.
Hann var orðaður við lands-
liðið nú í sumar og ljóst að ein-
hver bið verður á því enn að
hann komist að þar. „Það var
gaman að það var talað um mig
í því samhengi og tel ég að ég
hafi jafnvel átt möguleika á
að fá tækifæri með landslið-
inu ef ég hefði spilað áfram vel
í sumar. En nú breytir maður
bara planinu og stefni ég að því
að koma sterkur til baka. Mér
gekk nú ágætlega síðasta sumar
og var ég þó ekki heill.“
Hann á von á því að Íslands-
mótið verði spennandi í sumar
og að Keflavík verði í toppbar-
áttunni. „Við vorum með stór-
an og góðan leikmannahóp síð-
astliðið sumar en hann hefur
nú eitthvað minnkað. En á móti
kemur að við erum árinu eldri
og reynslunni ríkari. Við erum
með gott lið, það er ekki spurn-
ing.“
Það verður Magnús Þormar
sem mun því standa vaktina í
marki Keflavíkur nú í sumar, að
minnsta kosti fyrst um sinn.
- esá
Ómar Jóhannsson Keflvíkingur er meiddur:
Landsliðsdraumurinn á bið
> KR að fá tvo sterka leikmenn?
Svo gæti farið að leikmannahópur KR styrktist mikið
næstu daga en varnarmaðurinn Höskuld-
ur Eiríksson staðfesti við íþróttadeild
í gær að hann myndi semja við KR á
næstu dögum. Miðjumaðurinn Baldur
Sigurðsson mun svo líklega funda
með KR í dag en öll bestu félög
landsins hafa mikinn áhuga á að
semja við Baldur. Hjá KR er fyrir
Jónas Guðni Sævarsson en hann
myndaði með Baldri eitt sterkasta
miðjupar landsins á sínum tíma
í Keflavík. Er því ekki ólíklegt að
Baldur sé spenntur fyrir því að fara í
KR og spila aftur með Jónasi.
Strákarnir í knattspyrnuliði Vals eru rétt eins og flestir aðrir ekki
á leið í æfingaferð til útlanda þetta árið. Þrátt fyrir það ætla
strákarnir að láta hendur standa fram úr ermum og safna fé líkt
og þeir hafa gert síðustu ár. Í stað þess að peningarnir fari í
utanlandsferðina ætla Valsstrákarnir að gefa peningana í
góðgerðarmál.
„Þetta var þannig að við settumst niður í haust og við
afskrifuðum utanlandsferðina strax. Þá fórum við að spá
í hvort við ættum samt að hætta öllu sem við höfum
verið að gera áður. Menn vildu halda starfseminni
áfram eins og við værum að fara út.
Ástandið í þjóðfélaginu er þannig að fólk er að
missa vinnuna, leikmenn eru að fá greitt fyrir að
spila fótbolta þannig að ímyndin er ekkert endilega
frábær.
Menn spurðu sig síðan að því hvort við gætum ekki bætt
þessa ímynd aðeins og kýlt í gegn að fara með peningana í
góðgerðarmál,“ sagði reynsluboltinn og Valsarinn Sigurbjörn
Hreiðarsson en hann neitaði þó að taka svo stórt upp í sig að
Valsmenn væru að reyna að bjarga ímynd íslenskra knattspyrnu-
manna.
„Við vildum bara gefa af okkur og erum að gera ýmislegt til
þess að safna peningum. Við dekkuðum salinn í Valsheimilinu
um daginn á Framsóknarþinginu. Það var mikið verk og var
allt gert í næturvinnu. Svo spiluðum við gegn ÍR daginn
eftir og töpuðum 3-2.
Það skýrist kannski að einhverju leyti út af því að þá voru
menn nýbúnir í fjáröflunarvinnu. Svo verðum við líklega
með bíósýningu til að afla fjár og hugsanlega dekka fleiri
sali og annað,“ sagði Sigurbjörn en Valsstrákarnir hafa ekki
tekið ákvörðun um hvaða góðgerðarstofnun muni njóta
góðs af vinnu þeirra.
Sigurbjörn segir að strákarnir í Valsliðinu séu vel upp
aldir og ljóst að andi séra Friðriks svífur enn yfir vötnum á
Hlíðarenda.
„Það er ljóst að gildi séra Friðriks og manngæskan er á
Hlíðarenda. Það hverfur aldrei þó að mammon mæti við og
við,“ sagði Sigurbjörn léttur að lokum.
KNATTSPYRNULIÐ KARLA HJÁ VAL: LÁTA GOTT AF SÉR LEIÐA Í KREPPUNNI
Valsmenn safna peningum fyrir bágstadda
Ný fræðslukvöld ÍSÍ 2009!
Næstu fræðslukvöld ÍSÍ í Rvk og á Akureyri verða á
dagskrá á fimmtud. í mars frá kl. 17.00-21.00. Fyrirlestrar
um næringu, lyfjanotkun og íþróttameiðsl. Skráning á
namskeid@isi.is eða í 514-4000. Uppl. í síma 460-1467 og
á vidar@isi.is.
Sjá einnig á www.isi.is
MEIRA FYRIR NÁMSMENN! Landsbankinn veitir Námufélögum námsstyrki í tuttugasta sinn. Nánari upplýsingar og
FÓTBOLTI Fjölskylda Darrens Flet-
chers, leikmanni Man. Utd og
skoska landsliðsins, lenti í skelfi-
legri lífsreynslu þegar þrír vopn-
aðir menn brutust inn á heimili
Fletchers og fjölskyldu.
Samkvæmt því sem lögregla
sagði spörkuðu þrír menn upp
hurðinni á heimili þeirra og rudd-
ust inn með látum. Réðust þeir
fyrst að konu Fletchers og báðu
hana að afhenda sér trúlofunar-
hring sinn. Einn af árásarmönnun-
um hélt hnífi upp að hálsi hennar á
meðan hann hótaði henni.
Móður hennar var einnig ógnað
með hnífi á meðan innbrotsþjófun-
um var afhent allt skartgripasafn
heimilisins. Fletcher var fjarri
þegar atvikið átti sér stað enda
staddur með Man. Utd á Ítalíu.
„Þetta var hræðileg árás fyrir
fórnarlömbin sem voru heima hjá
sér,“ sagði Phil Seeley hjá lögregl-
unni í Manchester.
Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem brotist er inn á heimili knatt-
spyrnumanna en fjöldi leikmanna
Liverpool hefur lent í því að brot-
ist hafi verið inn til þeirra síðustu
mánuði. - hbg
Brotist inn hjá Darren Fletcher, leikmanni Man. Utd:
Konu Darren Fletcher
ógnað með hnífi
DARREN FLETCHER Var fjarverandi á
Ítalíu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Fyrstu leikirnir í sextán
liða úrslitum Meistaradeildar Evr-
ópu fóru fram í gær. Ekkert mark
var skorað í stórleiknum á San Siro
og geta heimamenn í Inter þakk-
að markverði sínum, Julio Cesar,
sem átti stjörnuleik í marki ítalska
liðsins. Arsenal vann fínan sigur,
Barca skoraði mikilvægt útivall-
armark í Frakklandi og Porto
hélt jöfnu á útivelli gegn Atletico
Madrid.
Gestirnir frá Manchester byrj-
uðu leikinn af nokkrum krafti og
lágu síður en svo aftarlega líkt og
Jose Mourinho, þjálfari Inter, hafði
gert ráð fyrir. Sir Alex Ferguson,
stjóri United, hafði áhyggjur af
vörninni og ákvað því að blása lífi
í sóknina hjá sér.
Cristiano Ronaldo var afar
sprækur og var í tvígang á fyrstu
tíu mínútunum ekki fjarri því að
koma United yfir.
United hélt áfram að stýra
umferðinni, var mikið sterkara
liðið, skapaði ágæt færi á meðan
ekkert var að gerast í sóknarleik
ítalska liðsins.
Ryan Giggs fékk algert dauða-
færi á 26. mínútu er hann slapp í
gegnum vörn Inter. Skot hans var
slakt og varið. Ronaldo hélt áfram
að láta að sér kveða. Átti fína auka-
spyrnu sem Julio Cesar varði vel
og skömmu síðar átti hann skalla
rétt fram hjá marki Inter sem var
algjörlega heillum horfið.
United átti algjörlega fyrri hálf-
leikinn og spilaði á köflum frá-
bæran fótbolta. Engu að síður var
markalaust þegar blásið var til
leikhlés.
Inter gerði meira á fyrstu tveim
mínútum síðari hálfleiks en allan
fyrri hálfleik og Adriano var
klaufi að skora ekki strax í upp-
hafi hálfleiksins en skot hans úr
dauðafæri sigldi fram hjá.
Inter hélt áfram að vera nokkuð
skeinuhætt en þó án þess að skapa
sér afgerandi færi. Smám saman
náði United aftur tökum á leikn-
um en vörn Inter var mun meira
á tánum en hún var í fyrri hálf-
leik. Fyrir vikið var United ekki
að fá sömu færin. Fátt var um fína
drætti undir lokin en á lokasek-
úndunum fékk Cristiano Ronaldo
aukaspyrnu á fínum stað. Ronaldo
náði ágætis skoti á markið en því
miður fyrir Man. Utd fór það beint
á Julio Cesar markvörð sem bjarg-
aði enn eina ferðina fyrir sitt lið en
hann átti sannkallaðan stórleik.
Lokaniðurstaðan 0-0 jafntefli og
það gæti átt eftir að reynast Man.
Utd dýrt að hafa ekki náð mikil-
vægu útivallarmarki á Ítalíu.
henry@frettabladid.is
Meistararnir mun betri en
það dugði ekki til sigurs
Man. Utd var talsvert betra liðið lungann úr leiknum gegn Inter en það dugði
ekki til sigurs. United fékk nokkur ágæt færi en mistókst að skora sem gæti
reynst liðinu dýrt. Arsenal vann góðan sigur og Barce gerði jafntefli gegn Lyon.
PIRRAÐUR Cristiano Ronaldo var besti maður vallarins í gær og nokkrum sinnum
nálægt því að skora. Hann varð pirraður er boltinn vildi ekki inn. NORDIC PHOTOS/AFP
Meistaradeild Evrópu:
Inter-Man. Utd 0-0
Arsenal-AS Roma 1-0
1-0 Robin van Persie, víti (37.)
Atletico Madrid-Porto 2-2
1-0 Maxi Rodriguez (3.), 1-1 Lisandro Lopez (22.),
2-1 Diego Forlan (45.), 2-2 Lisandro Lopez (72.)
Lyon-Barcelona 1-1
1-0 Juninho (7.), 1-1 Thierry Henry (67.)
Eiður Smári Guðjohnsen var á varamannabekk
Barcelona og kom ekki við sögu.
Enska bikarkeppnin:
Coventry-Blackburn 1-0
1-0 Leon Best (59.)
Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry
og lagði upp sigurmark Best.
Fulham-Swansea 2-1
0-1 Jason Scotland (47.), 1-1 Clinton Dempsey
(77.), 2-1 Bobby Zamora (81.).
ÚRSLIT