Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 22
 25. febrúar 2009 MIÐVIKUDAGUR4 „Nauðsynlegt er að hreinsa húð- ina á unglingum þegar komn- ir eru fílapenslar, þar sem hægt er að koma í veg fyrir að ungl- ingar fái slæmar unglingabólur og ör með því að hreinsa húðina nógu snemma,“ segir Jónína Hall- grímsdóttir, eigandi Snyrtistof- unnar Jónu í Hamraborg. „Ef setja á fermingarbarnið í húðhreinsun er því gott að koma með það þó nokkru áður en stóri dagurinn er áætlaður svo húðin nái að jafna sig. Þá er ég að tala um þrjár vikur eða mánuð,“ segir hún. Á unglingsárunum er mikil fitu- framleiðsla í húðinni og myndast þá fílapenslar eða stíflur sem koma út sem litlir svartir dílar á húð- inni. „Misjafnt er hvenær fyrstu fílapenslarnir gera vart við sig og fer það eftir þroska hvers og eins. Húðin er alltaf að framleiða fitu og fitan heldur henni mjúkri. Þegar krakkarnir fara á unglingsárin eykst fituframleiðslan í tengslum við hormónabreytingar. Oft stíflast fitugöngin og fílapenslar myndast. Ef maður hreinsar þá ekki þá vilja koma bólur. Þess vegna borgar sig að fara í húðhreinsun á meðan enn eru bara fílapenslar,“ segir Jónína og bætir við: „Fólk er oft að draga þetta of lengi og þá eru þessar bólur komnar sem erfiðara er að eiga við.“ Ef unglingar eru með slæma húð þá er gott að koma í húðhreinsun um það bil einu sinni í mánuði á meðan í henni sitja fílapenslar. „Sumir þurfa bara að koma einu sinni en þeir sem eru með mikið af stíflum þurfa að koma í nokkur skipti,“ segir Jónína. Húðhreins- unin fer þannig fram að fyrst er húðin hreinsuð með hreinsimjólk og andlitsvatni og oft er notað kornakrem til að slípa dauðar húð- frumur sem orsaka stífluna. „Síðan setjum við andlitsgufu og þá hitnar húðin og verður rök þannig að auðveldara er að ná fílapenslunum. Svo sótthreinsum við á eftir og að lokum setjum við hreinsimaska til að loka húðinni aftur,“ útskýrir hún. Húðhreinsun fyrir sextán ára og yngri kostar 5.600 krónur hjá Snyrtistofu Jónu en 6.500 krónur fyrir sextán ára og eldri. „Seint verður lögð nógu mikil áhersla á að koma bara eins fljótt og hægt er,“ segir Jónína og ítrekar að fermingarbörn ættu að koma í það minnsta þremur vikum fyrir ferm- ingu og mælir með að unglingar séu duglegir að þrífa húðina með þar til gerðum snyrtivörum. hrefna@frettabladid.is Gott að fara tímanlega Ófáir unglingar myndu gjarnan vilja losna við bólur, ekki síst fyrir fermingardaginn. Jónína Hallgríms- dóttir snyrtifræðingur ráðleggur húðhreinsun tímanlega svo húðin nái að jafna sig fyrir stóra daginn. Jónína mælir með húðhreinsun fyrir unglinga með húðvandamál. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GESTABÆKUR skapa góðar minningar um fermingardaginn. Góð hugmynd er að hvetja gesti til að skrifa heilræði í bókina eða jafn- vel að efna til vísnakeppni í veislunni. Margar gerðir af búningasilfri. Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn, settið frá 90.530, kr. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Sérverslun með kvensilfur Bæjarlind 6 .. Eddufelli 2 S. 554-7030 S. 557-1730

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.