Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 19
Stjórnarskrá Íslands Vefdeild 365 miðla leitar að kraftmiklum .net forritara Helstu verkefni eru: Viðhald og þróun margvíslegra .net kerfa, ss. Vísir.is, blogcentral.is, veftv-kerfis o.fl., skjölun kerfa, samskipti við innlenda og erlenda undirverktaka/birgja vegna verkefna Þekking/reynsla/menntun: - háskólamenntun æskileg, verkfræði, tölvunarfræði eða samsvarandi menntun - mikil reynsla af visual studio 2005 og 2008 - reynsla á MS SQL Server 2005 og T-SQL - þekking á HTML/DHTML, Java Script, XML, XSLT Viðkomandi þarf að: Geta unnið sjálfstætt og skilað verkefnum á réttum tíma, hafa góða samskiptahæfileika og þjónustulund, hafa gott vald á íslensku og ensku, geta unnið vel undir álagi og hafa a.m.k. þriggja ára reynslu af .net forritun Sótt er um á vef 365 miðla - www.365midlar.is. Frekari upplýsingar veitir Ágúst Valgeirsson framkvæmdastjóri tæknisviðs 365 í síma 5125540 eða agustv@365.is Vilt þú vinna hjá skemmtilegu og líflegu fyrirtæki? Afl landsbyggðarinnar Össur Skarphéðinsson: Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt í klofstígvélum krónunnar í sprett- hlaupinu á mörkuðum heimsins., að mati iðnaðar- og utanríkisráð- herra. Eina færa leiðin sé Evr- ópuleiðin að upptöku evru sem framtíðar gjaldmiðli. Hann telur að með aukinni fullvinnslu sjávarfangs felist nýir tekjumöguleikar fyrir landsbyggðina í fullum og tollfrjáls- um aðgangi að markaði ESB. Umræða á villistigum Gunnar Karlsson: Hefði beint lýðræði forðað Íslandi frá efnahagslegum óförum? Lík- lega ekki, segir Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði. Fulltrúalýð- ræði Vesturlanda er sannarlega ófullkomið segir hann en væri ekki vænlegra ef við reyndum að tala okkur í átt til lausnar innan þess, í stað þess að hafna því fyrir eitthvað sem við vitum lítið hvert kann að leiða? Betra Ísland Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Birkir Jón Jónsson og Eygló Harð- ardóttir: Öll rök hníga að því að lækka stýri- vexti, að mati forystu Framsóknar- flokksins, sem reifar nýjar tillögur flokksins í efnahagsmálum. Þau telja forsendur fyrir Íbúðalánasjóð að fella niður 20 prósent skulda og vilja að erlendir kröfuhafar eignist hlut í bönkunum. Stjórnmál verði þó að hætta að snúast um smámuni. EFNI BLAÐSINS MIðvikudagur 25. febrúar 2009 Í einu af grundvallarritum síðari tíma lög-fræði, The Province of Jurisprudence Determined (1832), taldi höfundurinn, John Austin, að stjórnlög væru í raun réttri ekki eiginleg lög, enda væru afleiðingar brots gegn þeim aðeins pólítískar og siðferðileg- ar. Hvað sem segja má um kenningu Austins, varpar hún ljósi á mikilvægt einkenni stjórn- laga: Þeim verður ekki framfylgt og virðing við þau tryggð með sama (einfalda hætti) og almenn lög. Ástæðan er sú að í stjórnlögum er einmitt kveðið á um stofnun og skipan þess samfélagsvalds sem stendur að baki hvers kyns lagareglum samfélagsins og tryggir framkvæmd þeirra. Í þessu felst raunar einn- ig það meginviðfangsefni stjórnlaga að beisla þetta vald og koma í veg fyrir misbeitingu þess. Hollusta við grunngildin En hvað koma okkur við pælingar réttar- heimspekinga um eðli stjórnlaga? Jú, grein- ing fræðimanna á stjórnlögum, svo og (hin tiltölulega stutta) saga ritaðra stjórnarskráa, hnígur öll að sömu niðurstöðu: Orð og texti stjórnarskráa eru til lítils ef ekki er fyrir hendi hollusta við grunngildi stjórnskipun- arinnar, þ.e. stjórnmálasiðmenning þar sem skilningur ríkir á því að hver stofnun þarf að virða sín stjórnskipulegu mörk. Í ljósi glað- beittra yfirlýsinga undanfarið um meinbugi á íslensku stjórnarskránni og að sjálfsagt sé að huga að grundvallarbreytingum, t.d. varð- andi þingræði og hlutverk forsetans, á vett- vangi stjórnlagaþings er óhjákvæmilegt að spyrja hversu hollir Íslendingar hafa verið núgildandi stjórnarskrá. Hugleiðum eftirfar- andi dæmi: Orðalag 26. gr. stjórnarskrárinnar um málskotsrétt forsetans er skýrt og í stjórn- skipulegu samhengi gegnir ákvæðið þýð- ingarmiklu hlutverki við dreifingu valdsins – forsetinn er eina stofnunin sem getur grip- ið (lagalega) inn í lagasetningarferli þings- ins og þannig veitt „ráðherraræðinu“ aðhald. Sömuleiðis fer tilefni ákvæðisins ekki á milli mála (þ.e. afnám konungsveldis og stofnun lýðveldis) og tiltæk lögskýringagögn (athuga- semdir við frumvarp og umræður) styðja ótvírætt orðalagið. Allt þetta kom þó ekki í veg fyrir, þegar reyndi á ákvæðið fyrir alvöru, í svokölluðu fjölmiðlamáli árið 2004, að lá við stjórnskipulegri kreppu vegna rétt- aróvissu um raunveruleg völd forsetans. Þótt þeim, sem vildu valdreifingu og hlut forseta lýðveldisins í stjórnskipuninni sem minnst- an, hafi ekki tekist ætlunarverk sitt, höfðu þeir þó það upp úr krafsinu að flestir telja nú að vafi ríki um túlkun 26. gr. stjórnarskrár, skýra þurfi hlutverk forsetans að þessu leyti eða þá fella það niður. Sú rödd heyrist hins vegar hvergi að sýna mætti ákvæðinu og rökum þess hollustu, m.a. með þeim hætti að setja almenn lög því til skýringar og fram- kvæmdar. Stjórnskipuleg óvissuferð Er það sanngjörn niðurstaða að stjórnarskrá- in hafi brugðist íslensku samfélagi í megin- atriðum og það hljóti að vera óhjákvæmileg- ur þáttur í viðreisn Íslands að byrja hér upp á nýtt? Eða hefur okkur hugsanlega mistek- ist að sýna núgildandi stjórnarskrá nægi- lega hollustu og ræktarsemi? Hér verður því haldið fram að án skilnings og trúnaðar við grunngildi stjórnskipunarinnar sé hætt við að ný stjórnarskrá fögur ásýndar verði létt á metunum og þegar frá líði geti sótt í gamalt far. Yfirvegaðar breytingar á afmörkuðum atriðum stjórnarskrárinnar eru af hinu góða og það eru vissulega atriði í íslenskri stjórn- skipun sem þarf að koma til betri vegar. Öðru máli gegnir um stjórnskipulega óvissuferð á umbrotatímum sem kann að lykta með því að stjórnarskránni verði í heild sinni varpað fyrir róða með ófyrirséðum afleiðingum. Hefur stjórnarskráin brugðist? SKÚLI MAGNÚSSON Lögfræðingur NÝJA ÍSLAND - HVENÆR KEMUR ÞÚ? Hálfköruð háhýsi og átök milli lögreglu og mótmælenda hafa sett svip sinn á Ísland eftir bankahrunið síðasta haust. Á þingi er boðið í nefið. Ökukennsla og ökuskóli Ekill ehf • Holtateig 19 • IS 600 Akureyri • Sími: 461-7800 / 894-5985 • ekill@ekill.is Eldhúsdagur er nýtt vikulegt fylgirit Fréttablaðsins sem leggur áherslu á umræðu og skoðanaskipti um stjórnmál og þjóðmál . Leitast verð- ur við að birta vandaðar og upp- lýsandi greinar um ýmis álitamál. Leitað verður eftir sjónarmiðum valinkunnra einstaklinga auk þess sem senda má gagnorðar greinar á netfangið greinar@frettabladid.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.