Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 46
26 25. febrúar 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT: 2. mannvíg, 6. óreiða, 8. rjúka, 9. mælieining, 11. tveir eins, 12. standa sig, 14. einkennis, 16. tví- hljóði, 17. festing, 18. suss, 20. hljóta, 21. faðmlag. LÓÐRÉTT: 1. myrði, 3. holskrúfa, 4. ástir, 5. fálm, 7. ráðning, 10. almætti, 13. mas, 15. lítill, 16. í viðbót, 19. gylta. LAUSN LÁRÉTT: 2. dráp, 6. rú, 8. ósa, 9. erg, 11. tt, 12. pluma, 14. aðals, 16. au, 17. lím, 18. uss, 20. fá, 21. knús. LÓÐRÉTT: 1. drep, 3. ró, 4. ástalíf, 5. pat, 7. úrlausn, 10. guð, 13. mal, 15. smár, 16. auk, 19. sú. „Ég stefni að því að frumsýna Inhale með haustinu og frumsýna hana þá úti fyrst. Fer eftir því hvaða kvikmyndahátíðir eru í gangi. Annars er búið að selja hana um allar trissur þannig að þetta lítur vel út,“ segir Baltasar Kormákur leikstjóri þar sem hann situr í Los Angeles og vinnur að hljóðsetningu næstu myndar sinnar sem sýnd verður, Inhale, ásamt tónskáldinu James Newton Howard. Baltasar hlær spurður hvort hann hafi ekki verið við Óskarsverðlaunaafhending- una. „Nei, maður verður að vera tilnefndur. Tónskáldið mitt var þarna. Og ég er búinn að kaupa mér kjól og verð tilbúinn næsta ár.“ Baltasar er með fjölmörg járn í eldinum en í undirbúningi er myndin Grafarþögn, Gerpla á sviði Þjóðleikhússins og langstærsta verk- efni Baltasars til þessa, víkingamyndin sem hefur fengið vinnutitilinn Víkingr – sjötíu milljóna dollara mynd. Fréttablaðið hefur sagt frá því að Karl Júlíusson verði með leikmyndina, gengi sem kom að gerð Bra- veheart verður með áhættuatriði og nú hefur Consalata Boyle búningahönn- uður bæst í hópinn. Hún hefur unnið sér það til frægðar að vera tilnefnd til Óskarsverð- launa fyrir tilþrifamikla búninga í myndinni The Queen. - jbg Búningahönnuður Drottning- arinnar til liðs við Baltasar BALTASAR KORMÁKUR Með mörg járn í eldinum og stefnir að því að frumsýna Inhale í haust. „Þegar ég vil gera virkilega vel mig er það Sushi-barinn á Laugaveginum. Það er næst- besta sushi á landinu. Það besta er það sem ég og systir mín gerum. Á Sushi-barnum er það laxaskinnsrúllan og þangsalatið sem er best.“ Margrét Erla Maack, plötusnúður á Rás 2. „Fyrrverandi sambönd mín við kærusturnar mínar komu yfir- leitt að lokapunkti þegar ég við- urkenndi fyrir þeim hvað ég er,“ segir Þór Stiefel klæðskiptingur, eða transi, orð sem hann segist frekar vilja nota um það að klæða sig upp í kvenmannsföt. Heima- síða hans, www.thoravictoria.com, þar sem hann birtir myndir af sér uppáklæddum sem Þóra Victoria, hefur vakið mikla athygli undan- farið en Þór segist halda að hann sé fyrsti íslenski transinn sem opnar slíka heimasíðu. Þóra Vict- oria er þar klædd í dýrindis drag- tir, með perlufestar, sjal og falleg belti. Þóra er mikið fyrir svartan klassískan dömuklæðnað og fín- lega skartgripi en á þó til að flippa og setja í sig tíkó og fara í áber- andi litaðar sokkabuxur. Þór segir að síðustu 15 árin hafi hann smám saman verið að viður- kenna hver hann væri og nú verði allt uppi á borðinu. Mamma hans, Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikkona, hafi verið honum mik- ill stuðningur í því ferli. „Síðasti þröskuldurinn í þessu játningar- ferli var að viðurkenna fyrir syni mínum hver ég er. Það var dálít- ið erfitt fyrir hann og er auðvitað enn í gerjun hjá honum.“ Þór leggur áherslu á að hann vilji ekki skipta um kyn. „Ég til- heyri ekki þeim hópi. Ég er ein- faldlega þannig að ég sætti mig ekki við kynjamun og er kyn- blindur einstaklingur. Ég er ekki að reyna að vera annað kyn en ég er heldur lít ég á mig sem beggja kynja þar sem ég fitta í hvorugt kynið.“ Þór segist telja að transar séu í kringum hundrað á Íslandi. „Út frá tölfræðinni ættu þeir að vera það. Ég veit hins vegar aðeins um tuttugu og þeir eru allir skráðir í samtökin Trans Islandia. Flestir aðrir eru í felum bak við glugga- tjöldin heima hjá sér enda er ekki auðvelt mál að viðurkenna hver maður er. Kvikmyndir og bók- menntir hafa sýnt okkur á tvenn- an hátt og hvorugan góðan. Annars vegar sem einhvers konar fáráð- linga til að hlæja að og hins vegar sem stórhættulega sækópata. Ég er hins vegar bara venjuleg mann- eskja, stolt af því hvernig ég er og ég bít ekki börnin ykkar eins og Buffalo Bill í Silence of the lambs,“ segir Þór sposkur. Þór notar bæði nöfnin; Þór og Þóra Victoria jöfnum höndum. „Innst inni er ég Þóra Victoria en samfélagið elur mig upp sem manninn Þór þannig að maður er kannski svolítið klofinn persónu- leiki. En auðvitað svara ég nafninu Þór.“ juliam@frettabladid.is ÞÓRA VICTORIA: ERFIÐAST AÐ SEGJA SYNINUM LEYNDARMÁLIÐ PASSAR Í HVORUGT KYNIÐ ER EKKI ALLTAF Í KVENMANNSFÖTUM Þóra Victoria segist líka svara nafninu Þór Stiefel enda ekki alltaf í kvenmannsfötum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þá er Rétti lokið á Stöð 2 þar sem Hansa og félagar fóru á kostum í réttardrama. Þeir sem fylgjast grannt með dómsmálum tóku eftir því að Sigurjón Kjartansson og félagar sem önnuðust handritsgerð hikuðu hvergi við að sækja sér fyrirmyndir í veruleikann. Þannig svipti Héraðsdómur Suðurlands nýverið konu ökuréttindum í þrjú og hálft ár fyrir að hafa ekið bifreið sem lenti utan vegar undir áhrifum áfengis. Þegar konan, sem er 43 ára, kom fyrir dóminn neitaði hún að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Hún kvaðst hafa hellt í sig 700 millilítrum af Jägermeister eftir á. Er þessi vitnisburður samkynja máli sem var til umfjöllunar í sjónvarps- þáttunum. Þótt Réttur styðjist við raunveru- lega atburði virðist þó miklu meira drama í réttarhöldunum yfir Þorsteini Kragh, en aðalmeðferð lauk í gær. Fjölmargir frægðarvinir Þorsteins hafa fylgst með svo sem þeir Beggi og Pacas en DV lýsti því fjálglega í gær hvernig Beggi náði að hemja Pacas í réttarsalnum þegar hann vildi senda SMS. Þá þótti blaðamönnum nokk- ur fengur í vitnisburði Sigríðar Klingenberg spákonu sem virðist hafa verið einhvers konar talsmaður Þorsteins við útlönd. En að Þorsteinn yrði grip- inn fyrir þetta gat hún ekki séð fyrir. Tónlistarmaðurinn Bubbi Mort- hens og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir eiginkona hans eignuðust sitt fyrsta barn í gær. Þeim fæddist lítil stúlka. Að því er Fréttablaðið kemst næst gekk allt að óskum hjá fjölskyldunni og öllum heilsast vel. Fyrir átti Bubbi þrjú börn og Hrafnhildur eitt. - jbg, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Þeir fjölmörgu landsmenn sem hafa fengið sig fullsadda af íslensku útrásarvíkingunum ættu að flykkjast á tónleika- og skemmtistaðinn Sódómu Reykjavík sem opnar 6. mars. Þar geta menn bókstaflega migið yfir vík- ingana því myndum af þeim verður komið fyrir í hlandskálum karlaklósettsins í staðinn fyrir myndir af flugum sem hafa hingað til skreytt slíkar skál- ar. „Við verðum með sömu pælingu nema að í staðinn fyrir flugurnar eru útrásarvíkingarnir og verðbréfa- drengirnir,“ segir Össur Hafþórsson, einn af eigendum staðarins, sem er á efri hæðinni þar sem áður var Gaukur á Stöng og nú síðast Tunglið. „Þar verð- ur Björgólfur yngri og eldri, Jón Ásgeir, Hannes Smárason, Bjarni Ármanns- son og trúlega verður þar Valgerð- ur Sverrisdóttir sem setti nú á bankalögin og var nú drottning Sódóma í þeim efnum.“ Össur, sem er einnig eigandi Ellefunnar og tattústofunnar Reykjavík Ink, er hvergi bang- inn við að opna nýjan stað í kreppunni. „Þetta er svolítið brjálæði og kannski ekki það gáfulegasta en þörfin eftir þessari stærð af hús- næði er mjög mikil eftir að Gaukurinn hætti og Organ var lagt niður. Mér líst vel á þetta.“ Meðeigandi Össurar að staðnum er eiginkona hans, Linda Mjöll Þorsteinsdóttir, og Einar Bragi Jónsson. Linda hvetur skemmtana- glaða Íslendinga til að láta sjá sig og tekur fram að þau hafi fengið góðfús- legt leyfi hjá Óskari Jónassyni, leik- stjóra Sódóma Reykjavík, til að nota nafnið. Heljarinnar opnunarteiti stað- arins verður haldið 6. mars þar sem fram koma Langi Seli og nýju Skuggarnir, Dr. Spock, Esja og Sign. Aðgangur verður ókeypis. - fb Pissað á útrásarvíkingana í miðbænum NÝJUNG Í MIÐBÆNUM Össur og Linda Mjöll bjóða fólki að pissa á útrásarvíkinga á borð við Björgólf Thor og Jón Ásgeir. VEISTU SVARIÐ Svör svið spurningum á síðu 8 1 Magnús Ólafsson. 2 No Line on the Horizon. 3 Coventry.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.