Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 6
6 25. febrúar 2009 MIÐVIKUDAGUR KJÖRKASSINN HEILBRIGÐISMÁL Ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir um framtíðarstarfsemi í húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónstíg 47, segir Þorsteinn Steingrímsson, fasteignasali og eigandi húseignarinnar. Heilsu- verndarstöðin ehf., sem rak dag- deild og legudeild fyrir samtals um fimmtíu skjólstæðinga í hús- inu í kjölfar útboðs hjá heilbrigð- isráðuneytinu, hætti starfsemi í nóvember síðastliðnum. Þorsteinn segir húsið nýupp- gert og reiðubúið undir starf- semi. „En það er skipt um heil- brigðisráðherra af og til og nýir menn með nýjar áherslur eru allt- af að skoða og spekúlera,“ segir Þorsteinn. - kg Heilsuverndarstöðin: Engin starfsemi á Barónstíg ENGIN ÁKVÖRÐUN Eigandinn segir húsið tilbúið undir starfsemi. Hrafnhildur í landskjörstjórn Hrafnhildur Stefánsdóttir lögfræðingur var á Alþingi í gær kjörin aðalmaður í landskjörstjórn í stað Gísla Baldurs Garðarssonar. Gunnar Sturluson lögfræðingur var kjörinn varamaður í stjórninni í stað Hrafnhildar. ALÞINGI EFNAHAGSMÁL Tillögur Framsóknar- flokksins um niðurfellingu hluta skulda heimila og fyrirtækja ganga ekki upp að mati Jóns Steinssonar, hagfræðings við Kólumbíu-háskóla í Bandaríkjunum. „Framsóknarmenn virðast vera að ala á þeirri hugmynd að einhvern veginn sé unnt að hjálpa öllum án þess að það kosti neinn neitt. Við megum ekki láta glepjast af slíkum málflutningi. Það leiðir einungis til þess að við munum vakna við það eftir nokkur ár að skuldir ríkisins verða orðnar himinháar og framtíð- arskattar því einnig himinháir.“ Framsóknarflokkurinn kynnti tillögur sínar í efnahagsmálum á mánudag. Ein þeirra var að skuld- ir fyrirtækja og húsnæðisskuldir einstaklinga verði lækkaðar um 20 prósent og það muni ekki hafa kostnað fyrir ríkið í för með sér. Jón segir röksemdina fyrir því að þetta muni ekki kosta ríkið neitt gallaða. Í raun séu framsóknar- menn að tala um að eyða sömu pen- ingunum oftar en einu sinni. Húsnæðislán gömlu bankanna voru flutt yfir í þá nýju með helm- ings afslætti, sem gefinn var til að mæta útlánatapi í framtíðinni, segir Jón. Það segi sig sjálft að sumir hafi burði til að greiða hærra hlut- fall en aðrir. Ef afslættinum sé sóað í að veita öllum sömu niðurfellingu skulda muni skattgreiðendur þurfa að taka á sig tapið sem verði þegar þeir verst settu geti ekki greitt eft- irstöðvar sinna lána. - bj Hagfræðingur við Kólumbíu-háskóla segir tillögu Framsóknarflokks um niðurfellingu skulda ekki ganga upp: Vilja eyða sömu peningunum tvisvar Ekki er hægt að gefa þá von út í samfélagið að hægt verði að afskrifa hluta skulda heimila og fyrirtækja, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Leiðin sem Framsóknarflokkurinn leggur til hefur verið skoðuð og myndi setja Íbúðalánasjóð (ÍLS) lóðbeint á hausinn, sagði Jóhanna. Kostnaður yrði 400 til 500 milljarðar. Undir þetta tók Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Með þessu sé í raun verið að leggja til að skuldir landsmanna verði afskrifaðar á þeirra eigin kostnað, því afskriftirnar muni falla á ríkið og lífeyrissjóðina. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði á Alþingi í gær að ekki sé hægt að afskrifa skuldir allra lántakenda. Stór hluti standi í skilum. Verði lán afskrifuð muni það rýra mjög eignir bankanna og Íbúðalánasjóðs og hár kostnaður muni falla á ríkið. MYNDI SETJA ÍLS LÓÐBEINT Á HÖFUÐIÐ EFNAHAGSMÁL Bætur þeirra sem flytja réttindi sín til annarra Evrópulanda eru reiknaðar út miðað við gengi í október. Þetta þýðir verulega lækkun á greiðslu í erlendri mynt. Nýtt gengi verð- ur ekki upp- reiknað fyrr en í byrjun apríl og það miðast þá við stöðuna í byrjun janúar. Þeir sem hafa áunnið sér rétt- indi til atvinnu- leysisbóta hér á landi geta flutt þau með sér hvert sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins. Það er samkvæmt Evróputilskipun frá 1972 og tryggir hún að menn geti haldið atvinnuleysi á milli landa og fengið atvinnuleysisbætur í allt að þrjá mánuði, enda séu þeir í atvinnuleit. Vinnumálastofnun gefur út svokallað E-303 vottorð fyrir þá sem svo er ástatt um. Evrópulöndin gera síðar upp á milli sín greiðslur til þegna við- komandi lands. Það á þó ekki við um Norðurlöndin, þar rukka lönd- in hvert annað ekki um greiðsl- ur. Evrópusambandið gefur út gengistöflu og miðar við geng- ið eins og það var þremur mán- uðum áður en hún er gefin út. Sú tafla gildir í þrjá mánuði. Atvinnuleysisbætur sem fást útgreiddar eru reiknaðar út frá þeirri töflu. „Þetta er mjög bagalegt og við höfum varað fólk við sem er á leiðinni út. Fólk verður að gera sér grein fyrir þessu áður en það flytur af landi brott,“ segir Gissur Pét- ursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar. Gissur segist ekki hafa tölur yfir þann fjölda sem þetta snertir. Í desember hafi þó verið gefin út 150 E-303 vott- orð. Inni í þeirri tölu eru einnig erlendir rík- isborgarar sem hafa áunnið sér réttindi hér á landi og geta flutt þau með sér, til dæmis aftur í heimaland sitt. kolbeinn@frettabladid.is Gengi frá október stýrir bótum erlendis Miðað er við gengi íslensku krónunnar frá því í október þegar bætur eru greiddar út erlendis fyrir þá sem hafa flúið land. Þetta getur þýtt meira en helmings lækkun atvinnuleysisbóta í nýju landi miðað við hér heima. GISSUR PÉTURSSON Sveinn Birkir Björnsson flutti til Svíþjóðar í lok janúar ásamt konu sinni og þremur börnum. Fengi hann greidda dagpeninga þar eftir því gengi sem nú gildir fengi hann um 180 þúsund krónur á mánuði. Vegna þess að miðað er við gengi í október 2008 fær hann hins vegar einungis 78 þúsund krónur á mánuði. Sveinn Birkir segir þetta hafa sett strik í áætlanir þeirra hjóna og kvartar yfir því að þeim hafi ekki verið gefnar þessar upplýsingar fyrirfram. „Ég þarf ekki að útlista það hvaða áhrif þessir útreikningar hafa á heimilisbókhaldið hjá fimm manna fjölskyldu. Þetta er ríflega bilið á milli feigs og ófeigs. Ef ekki er brugðist við þessu á einhvern hátt blasir ekkert við mér og minni fjölskyldu annað en vanskil og framhaldið er óþægilegra en svo að ég leyfi mér að hugsa þá hugsun til enda.“ Hann hefur sent félagsmálaráðuneytinu erindi og farið fram á að reglugerð verði breytt tímabundið, þannig að fólk fái greitt eftir núverandi gengi en ekki sex mánaða gömlu. MEIRA EN HELMINGSLÆKKUN BÓTA Nýr formaður kjörinn Gunnar Örn Kristjánsson var kosinn stjórnarformaður Nýja Kaupþings á hluthafafundi í fyrradag í stað Magnúsar Gunnarssonar sem látið hefur af störfum. Ástríður Þórðardóttir var kosin í varastjórn í stað Eiríks Jónssonar. BANKAMÁL TÍBET, AP Fátt er um hátíðarhöld meðal Tíbeta, hvort heldur þeirra sem búsettir eru í Tíbet eða útlaganna á Indlandi, þótt í dag sé nýársdagur samkvæmt tíma- tali Tíbetbúa. Dalai Lama, andlegur og ver- aldlegur leiðtogi Tíbeta, bað fólk að sleppa hátíðarhöldum þetta árið. Það væri ekki við hæfi eftir að Kínverjar börðu niður harðri hendi mótmæli í Lhasa, höfuð- borg Tíbets, síðastliðið sumar. „Það var stríð í Lhasa á árinu,“ sagði einn Tíbeti í borginni Xiahe í Kína, þar sem töluverður fjöldi Tíbeta býr. - gb Nýtt ár hefst í Tíbet: Tíbetar fagna ekki áramótum HÁTÍÐ Í PEKING Tíbetar í Peking, höfuð- borg Kína, klæddust búningum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Viltu að Varnarmálastofnun verði lögð niður? Já 78% Nei 22% SPURNING DAGSINS Í DAG: Var Davíð Oddsson sannfær- andi í Kastljóssviðtalinu? Segðu þína skoðun á Vísi.is Dæmdur fyrir kynferðisbrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karl á sjötugsaldri í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart greindarskertri konu. Dóm- urinn taldi sannað að maðurinn hafi notfært sér fötlun fórnarlambsins í því skyni að eiga við hana kynferðis- mök. Maðurinn neitaði sök. Honum er jafnframt gert að greiða konunni 600 þúsund krónur í miskabætur. DÓMSMÁL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.