Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 8
8 25. febrúar 2009 MIÐVIKUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Þegar ég var að vinna sem gjaldkeri í Landsbankanum fyrir tæplega 20 árum datt engum í hug að rukka fyrir það við- vik að telja klink fyrir fólk í talningar- vélinni. Það hefði satt að segja þótt fjarstæðukennt. Nú er öldin önnur. Arnþór Arnþórsson skrif- ar: „Kærastan mín fór með smápeninga í Spron í Spöng- inni. Gjaldkerinn setti pening- ana í talningarvélina og kom svo aftur og spurði kærustuna mína hvort hún væri með reikn- ing hjá Spron. Hún er ekki með reikn- ing þar og þá sagði gjaldkerinn að þetta kostaði 500 kr.! Þetta var um 3.000 kr. í smápeningum.“ Arnþór segir þá kærust- una hafa farið með klinkið í útibú Íslands- banka þar sem það var talið henni að kostnaðarlausu og ekki einu sinni spurt hvort hún væri í viðskiptum við bankann. Ég athugaði þetta mál, sem er kannski ekki neitt stórmál, en segir þó ákveðna sögu. Allir bankarnir telja klink ókeypis fyrir viðskiptavini sína. Fyrir „óbreytta“ eru gjöldin þessi samkvæmt verðskrám bankanna: Spron: Talning myntar fyrir aðra en viðskiptavini sparisjóðanna skv. útseldri vinnu, en lágmark 500 kr. Byr: Talning myntar fyrir aðra en viðskiptavini Byrs undir 10 þús- und: 900 kr. Yfir 10 þúsund: 1.800 kr. Landsbankinn: Þrjú prósent af heildarupphæð. Íslandsbanki: Talning myntar fyrir aðra en viðskiptamenn skv. útseldum taxta. Aðeins Kaupþing hefur ekki uppgötv- að þessa matarholu enn þá og rukkar því ekkert fyrir þessa þjónustu. Nú er bara að sjá hvort klinktalningargjaldið muni brátt heyra sögunni til í „Nýja Íslandi“. Það er dálítið „2007“. Neytendur: Mörg er matarholan Rukka fyrir að telja klinkið LEIKSKÓLAR Leikskólaráð Reykja- víkur hefur samþykkt að gefa stjórnendum leikskóla kost á að loka leikskólum í allt að fjórar vikur á bilinu 22. júní til 21. ágúst í sumar. Áður giltu þær reglur að leikskólar mættu einungis loka í tvær vikur á sumri hverju. Í bókun ráðsins kemur fram að sumarlokanir skuli ákveðnar að höfðu samráði við starfsmenn og foreldraráð viðkomandi leikskóla. Einnig að í hverjum borgarhluta verði lágmark einn leikskóli opinn allt sumarið sem úrræði fyrir foreldra sem ekki geta tekið sumarleyfi þegar leikskóli barna þeirra lokar. - kg Sumarlokanir leikskóla: Mega hafa lok- að í mánuð E F N A H AG S M Á L F r a mv i rk i r gjaldeyrissamningar lífeyrissjóð- anna eru fallnir úr gildi eftir að gjaldeyrismarkaður brast að mati lífeyrissjóðanna. Fráleitt að mati skilanefndar Glitnis. Þrátt fyrir markaðsbrest eru líf- eyrissjóðirnir sem fyrr tilbúnir að gera upp samningana á gengi sem miðað er við gengisvísitöluna 175, sem er staðan eins og hún var við hrun bankanna, segir Hrafn Magn- ússon, framkvæmdastjóri Lands- samtaka lífeyrissjóða. Verði samningarnir gerðir upp á því gengi munu lífeyrissjóðirn- ir tapa um 27 milljörðum króna á samningunum. Verði þeir gerðir upp á gengi Seðlabankans í gær myndu sjóðirnir tapa ríflega 50 milljörðum. Skilanefnd Glitnis er reiðubúin til viðræðna við lífeyrissjóðina um uppgjör á samningunum, segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar- innar. Hann segist algerlega ósam- mála því að samningarnir séu falln- ir úr gildi vegna markaðsbrests. Skilanefnd Glitnis hefur ekki ljáð máls á því að gera upp samningana á öðru gengi en skráðu gengi Seðla- bankans, segir Árni. Slíkt myndi án efa sæta athugasemdum annarra kröfuhafa. Taka verður pólitíska ákvörðun um hvort lífeyrissjóðir fá að gera upp framvirka gjaldeyrissamn- inga við viðskiptabankana á því gengi sem gilti fyrir bankahrun, segir Hrafn. Hann segir tímann að renna út, og stjórnvöld verði að taka ákvörðun fyrir vikulokin. Unnið er að uppgjöri lífeyrissjóð- anna og skipta uppgjör gjaldeyris- samninga þar verulegu máli. Þegar uppgjörin eru komin ákveða sjóð- irnir hvort lífeyrisgreiðslur verða lækkaðar. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu lítur Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra svo á að lífeyrissjóðirnir og bankarn- ir verði að finna lausn á málinu án íhlutunar ráðuneytisins. Engar sér- tækar aðgerðir séu í gangi vegna málsins í ráðuneytinu. Hrafn segir að mætist stálin stinn í viðræðum við skilanefnd- irnar gæti komið til þess að þær verði að fara í mál við lífeyrissjóð- ina. Hann vonar þó að ekki komi til þess. brjann@frettabladid.is Samningar ógildir að mati lífeyrissjóðanna Vegna markaðsbrests á gjaldeyrismarkaði segja lífeyrissjóðirnir framvirka gjaldeyrissamninga ógilda. Skilanefnd segir þetta fráleita túlkun. Báðir segjast tilbúnir til samninga en málið gæti farið fyrir dómstóla mætist stálin stinn. 250 200 150 100 jan- mars 2008 apr- jún 2008 júl- sep 2008 okt- des 2008 jan- feb 2009 188,8* 229,8 159,1 144,8 124,5 Gengisvísitalan * Vísitala gærdagsins Heimild: Seðlabanki Íslands 1 Hvaða þjóðþekkti leikari kvartar yfir því að Suðurbæjar- laug í Hafnarfirði verði lokað um skeið í sumar? 2 Hvað heitir nýja platan með U2? 3 Með hvaða enska liði leikur Aron Einar Gunnarsson sem hefur verið orðaður við mörg stórlið? SVÖR Á SÍÐU 26 DÓMSMÁL Ríkissaksóknari krefst tíu ára fangelsisdóma yfir Þor- steini Kragh og Hollendingnum Jacob van Hinte, sem grunað- ir eru um að smygla til landsins tæpum 200 kílóum af hassi og hálfu öðru kílói af kókaíni. Þor- steinn Kragh krefst sýknu í mál- inu. Síðari hluti aðalmeðferðar í málinu fór fram í gær. Ákæru- valdið rökstuddi kröfu sína um tíu ára fangelsisdóm með því að smyglið væri þaulskipulagt og að húsbíll hefði meðal annars verið sérstaklega útbúinn til innflutn- ingsins. Helgi Jóhannesson, lögmaður Þorsteins, fór fram á sýknu yfir honum. Þorsteinn hefur alla tíð neitað sök í málinu, þrátt fyrir að van Hinte hafi upphaflega sagt Þorstein hafa haft veg og vanda af allri skipulagningu smylgsins. Helgi bendir meðal annars á það að lögregla hafi ítrekað brot- ið á rétti Þorsteins með því að afhenda honum gögn eftir að til- skilinn frestur var liðinn. Hann bendir jafnframt á að ef Þorsteinn hefði ætlað að skipuleggja smygl af þessum toga hefði hann varla fengið mann sem eftirlýstur er af Interpol, líkt og van Hinte, til að flytja efnin inn. Van Hinte hefur játað innflutn- inginn. Verjandi hans krefst sex til sjö ára fangelsisrefsingar og bendir meðal annars á að tíu ára fangelsi yfir sjötugum manni væri í raun lífstíðardómur. - sh Þorsteinn Kragh krefst sýknu í fíkniefnamáli en saksóknari vill þungan dóm: Krefst tíu ára fangelsisdóma JACOB VAN HINTE ÞORSTEINN KRAGH TAPA Lífeyrissjóðirnir munu tapa um 27 milljörðum verði gjaldeyrisskiptasamn- ingarnir gerðir upp á genginu 175. Verði það gert upp á skráðu gengi Seðlabank- ans í gær myndu þeir tapa ríflega 50 milljörðum króna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gengisvísitala íslensku krónunnar var um 175 í lok september, skömmu áður en íslenska fjármálakerfið hrundi. Í gær var hún um 188,8 stig, eða 7,9 prósentum hærri. Hæst fór vísitalan í tæplega 249 stig 1. desember í fyrra. MIKLAR SVEIFLUR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.