Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 31
H A U S
MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2009
Ú T T E K T
ingar skilanefndar Gamla Glitn-
is og Landsbankans haldi en skila-
nefndir beggja banka miða ýmist
við að eignir verði seldar nú eða
eignir í formi krafna innheimtist
yfir lengra tímabil. Fram kom í
máli Lárusar Finnbogasonar, for-
manns skilanefndar Landsbank-
ans, að loknum fundi með kröfu-
höfum á föstudag, að uppgjör
gamla bankans geti tekið allt frá
þremur til sjö árum. Miðaði hann
bæði við líftíma krafna bankans
og þann tíma sem tók að gera upp
banka í sænska efnahagshruninu
í byrjun tíunda áratugar síðustu
aldar.
Svipaður háttur var hafður á í
verðmati á eignum Gamla Glitnis.
Óvissan er þar sögð sérstaklega
mikil hvað skuldabréfið frá Ís-
landsbanka varði. Tekið er fram í
yfirliti skilanefndarinnar að mun-
urinn geti hlaupið á allt frá 445 til
680 milljörðum króna.
Litlar upplýsingar liggja fyrir
um það hvað fram fór á milli skila-
nefndar Landsbankans og kröfu-
hafa á föstudag en fundurinn var
lokaður öðrum en þeim sem töldu
sig sannarlega eiga kröfu á hend-
ur bankanum.
Árni Tómasson, formaður skila-
nefndar Gamla Glitnis, benti á
annan óvissuþátt í eignamati
gamla bankans á fundi með kröfu-
höfum fyrr í mánuðinum. Gengis-
sveiflur skekki myndina en eigna-
og skuldastaðan er umreiknuð í
íslenskar krónur og miðast við
miðgengi Seðlabankans um síð-
ustu áramót. Gengi helstu gjald-
miðla hefur fallið um ellefu pró-
sent að meðaltali síðan þá og gæti
það rýrt eignasafnið í samræmi
við það.
EKKI BLÁSIÐ Í BRUNAÚTSÖLU
Skilanefndir bankanna þriggja
ganga út frá því að halda í eignir
eins lengi og unnt er nema utanað-
komandi aðstæður krefjist annars.
Bæði er átt við eignir sem skila-
nefndirnar hafa gengið að veði
í, svo sem eignum Baugs, og úti-
standandi lánakröfur til einstakl-
inga og fyrirtækja.
Skilanefnd Kaupþings hefur
gefið út að eignasala við núver-
andi aðstæður færi bankanum við-
unandi söluverð fyrir eignir og sé
þess vegna ákveðin í að styðja við
eignir bankans til þess að hámarka
virði þeirra. Nefndin styðjist því
við verðmiðann sem er í verðmat-
inu en hafi ekki hug á að selja þær
á brunaútsölu.
Þá hefur Markaðurinn áður haft
eftir Árna Tómassyni, formanni
skilanefndar Gamla Glitnis, að
óraunhæft væri að selja eignir fyrr
en eftir tvö ár í fyrsta lagi. Kröfu-
hafar hafi lagt blessun sína yfir
slíkt enda vilji þeir fá sem mest
úr eignunum. Miðað við verðmat-
ið nú – sem gerir ráð fyrir eigna-
sölu eftir nokkur ár – megi kröfu-
hafar reikna með að fá tuttugu til
fjörutíu prósent upp í kröfur.
Eins og áður hefur komið fram
reiknar Landsbankinn með að
halda í eignir frá þremur til sjö
árum, eða þegar síðustu kröfur
falla á gjalddaga.
BANKARNIR RÚIÐ TRAUSTI
Kröfuhafar Landsbankans, jafnt
íslenskir sem erlendir, voru tals-
vert fýldari á svip þegar þeir gengu
af fundi skilanefndar á föstudag
en þegar þeir gengu inn.
Eins og sést á töflu með úttekt-
inni bera þeir heldur skarðari
hlut frá borði eftir viðskipti sín
við Landsbankann en hina bank-
ana tvo. Miðað við verðmat skila-
nefndarinnar eru kröfur þeirra
afskrifaðar að mestu og fá þeir
ekkert. Heimtur eru talsvert
betri hvað hina bankana varðar
en kröfuhafar fá allt frá fimm til
fimmtán prósent upp í kröfur frá
Kaupþingi og allt upp undir fjöru-
tíu prósent eftir viðskipti sín við
gamla Glitni.
„Íslenska hagkerfið er rúið
trausti,“ segir Ingólfur Bender,
forstöðumaður Greiningar Ís-
landsbanka. Hann bendir á að
þótt staðan sé slæm hér um þess-
ar mundir séu íslensku bankarnir
engir eftirbátar kollega sinna er-
lendis. „Við erum á báti með fjöl-
mörgum öðrum bankastofnunum
sem hafa verið á sömu leið. Þetta
er alþjóðleg bankakrísa þar sem
erfitt er fyrir alla að fá lánsfé,“
segir hann og leggur áherslu á að
aðstæðurnar séu skelfilegar.
Þar er Ísland ekkert eyland þótt
endurreisnin geti tekið lengri tíma
en ytra.
Bankarnir Heimtur af kröfum (í %)
Gamli Glitnir 20-40%
Kaupþing 5-15%
Landsbankinn 0%
H E I M T U R K R Ö F U H A F A
Ekki sitja uppi með óþarflega miklar vörubirgðir.
Flugfrakt er hagkvæmur og hraðvirkur flutningsmáti
sem gefur þér möguleika á að miða birgðastöðu
ævinlega við þörfina hverju sinni og draga þannig úr
óvissu og áhættu vegna gengis- og markaðsþróunar.
ENGIN ÓVISSA
MIKIL ÓVISSA
BEINT FRAKTFLUG – 24 ÁFANGASTAÐIR
Í EVRÓPU, BANDARÍKJUNUM OG KANADA.
WWW.ICELANDAIRCARGO.IS
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
4
53
12
0
2/
0
9
3500
3000
2500
2000
1500
1000
500
0
5000
4000
3000
2000
1000
0
* Miðað við bókfært
virði 15. 11. 2008
** Miðað við virði sam-
kvæmt efnahags-
reikningi 14.11. 2008
*** Miðað við virði efna-
hagsreiknings 31.12.
2008
Eignir
Skuldir
Áætlað verðmæti nú
* ** ***
Allar upphæðir eru í milljörðum króna.
* ** ***
E I G N A M A T G Ö M L U B A N K A N N A M A T Á S K U L D U M G Ö M L U B A N K A N N A