Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 34
860 72 900milljóna króna hagnaður var á starfsemi MP Banka eftir skatta á síðasta ári sam-kvæmt nýbirtu uppgjöri. milljarðar króna falla á ríkissjóð vegna Icesave-innlána Landsbankans samkvæmt áætlun þeirri sem skilanefnd bankans lagði fyrir kröfuhafa fyrir helgi. milljóna dollara tap varð á starfsemi álrisans Century Aluminum í fyrra samkvæmt uppgjöri. Upphæðin nemur nærri 101 milljarði króna. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Í þessum dálki fyrir um hálf- um mánuði var rúm hundrað prósenta hækkun á gengi hluta- bréfa í Straumi á einum mánuði gerð að umfjöllunarefni. Nefnt var að áhættusæknir fjárfestar hlytu að vera kátir. Þar voru for- sendurnar þær, eins og tíðkaðist á Gamla Íslandi, að fjárfestar væru séðir; komi inn í lægsta gildi, sörfi með uppsveiflunni, landi hagnaði á hæsta punkti og drepi tímann á barnum fram að næsta svingi. Önnur veröld blasir við í dag. Fjárfestar hafa almennt lítið milli handanna eftir síharðnandi kreppu og aðgengi að fjármagni er nær ekkert, hvað þá til hlutabréfakaupa. Fjárfestar fá því eitt tækifæri. Stefni hlutafjáreignin niður á við eiga þeir miskunnar-laust veðkall yfir höfði sér og verð- ur þess langt að bíða að annað tækifæri gefist á hlutabréfa- markaðnum. Forsendurnar eru að sjálfsögðu þær, að enn sé til sá einstaklingur á skerinu, sem stundar hlutabréfaviðskipti. Einn svinger Þegar góðæri ríkti á Íslandi og peningar spruttu upp úr hverri hraunsprungu líkastir mosa- lyngi var hægt að græða þvílík- ar fjárhæðir á hérlendum hluta- bréfamörkuðum að setningin „böns of monní“, sem Megas notaði um þau peningaverðlaun sem hann landaði með verðlaun- um Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu fyrir níu árum, náði ekki yfir nema smá- brot af gróðanum. Eftir banka- hrunið í október og vægast sagt rússíbanareið Íslands út úr teit- inu með ríkustu þjóðum heims má gefa sér að „böns of monní“ sé aftur orðinn heill hellingur af pening- um. Böns of monní Mannskepnan er gjörn á að skammstafa alla skap- aða hluti, ekki síst erlendis. Skammstöfunin EFMA barst inn á borð Markaðarins í vikunni. Þegar grennslast var fyrir um málið gegna því tvö samtök. Önnur eru Samtök áburðafram- leiðenda í Evrópu (e. European Fertilizer Manufacturers Association), hin eru Samtök evrópskra fjármálafræðinga (e. European Financial Management Association), sem samanstanda af lærðum og leikum sem áhuga hafa á lausnum fjármálatengdra vandamála. Af þ e i m er nóg að taka í dag, reyndar orðið vafamál hvor samtakanna standi nær því að standa í skítmokstri … Í flórnum Kannaðu rétt þinn til bóta Reykjavík ı Akranes ı Borgarnes ı Ísafjörður ı Blönduós ı Sauðárkrókur ı Akureyri ı Egilsstaðir ı Vestmannaeyjarwww.pacta.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.