Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 24
 25. febrúar 2009 MIÐVIKUDAGUR2 ÁHRIF EFNAHAGSÞRENGINGA á fjölskyldur með börn er yfirskrift málþings sem fram fer á Háskólatorgi í dag klukkan 13.30. Fengnir hafa verið fyrirlesarar sem sinna málefnum fjöl- skyldunnar hér á landi sem og erlendur fræðimaður sem hefur sérþekkingu á áhrifum efnahags- þrenginga á fjölskyldur og börn. „Þetta er alveg hrikalega gaman,“ segir Þorsteinn Árnason Surmeli, einn þeirra bókmenntafræðinema sem skeggræðir skáldsögur við eldri borgara í Félagsmiðstöðinni Aflagranda. „Við erum fjögur í MA-námi í íslenskum bókmenntum í Háskóla Íslands og við hittum nokkrar eldri konur einu sinni í viku. Fyrir hvern tíma ákveðum við eina bók sem allir lesa og svo greinum við hana ofan í kjölinn.“ Þorsteinn útskýrir að verkefnið sé ekki skipulagður hluti af nám- inu heldur hafi umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar komið á samstarfi. Þorsteinn segir umræð- urnar engu að síður nýtast við námið í Háskólanum. „Þetta víkkar sjóndeildarhring- inn og nýtist okkur mjög vel við námið. Þarna erum við að lesa á öðrum vettvangi en innan veggja skólans. Þessar konur eru áhuga- menn um bókmenntir og sérstak- lega gaman að fá að ræða skáld- sögur við þær frekar en prófessora upp í skóla. Þær hafa allt aðra sýn. Umræðurnar beinast yfirleitt að málefnum líðandi stundar og við setjum söguna í samhengi við það sem er að gerast og það sem var að gerast þegar bókin kom út. Þær eru líka svo fróðar í ættfræði og geta tengt höfundinn við ýmislegt sem við höfum ekki hugmynd um,“ segir Þorsteinn. Hópurinn hefur mestmegnis lesið íslenskar skáldsögur eftir höfunda eins og Sjón, Einar Kára- son, Þórdísi Björnsdóttur, Þór- unni Erlu Valdimarssdóttur og Jón Kalman svo einhverjir séu nefndir. Þorsteinn segir hópinn oft á öndverðum meiði þegar kemur að því að gefa álit á bók en nefn- ir eina sem allir voru á eitt sátt- ir um. „Sumarljós og svo kemur nótt- in eftir Kalman er sennilega eina bókin sem við öll vorum sátt við. Við ætluðum saman á uppfærslu bókarinnar í leikhúsi en svo fékk sýningin svo slæma dóma að við hættum við. En við erum oft á önd- verðum meiði og oftast þannig að bækur sem við erum voða hrifn- ir af sem bókmenntafræðingar finnst þeim ekkert varið í,“ segir Þorsteinn hlæjandi. Hópurinn hittist á fimmtudög- um milli klukan 13.15 og 15.00 í hverri viku og vill Þorsteinn taka fram að lesstofan sé öllum opin. „Við stefnum á að halda þessu áfram fram á vor og í sumar líka og vonumst til að sem flestir bæt- ist í hópinn.“ heida@frettabladid.is Íslensku skáldsögurnar krufnar til mergjar Framhaldsnemar í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands hittast reglulega til að skeggræða skáld- sögur við eldri borgara í félagsmiðstöðinni við Aflagranda og umræðurnar verða hressilegar. Hópur eldri borgara og bókmenntafræðinema hittist reglulega og kryfur skáldsögur ofan í kjölinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÉLAGSMIÐSTÖÐIN ÁRSEL FÆR NÝTT HEITI OG ER EFNT TIL HÁTÍÐ- AR Í KVÖLD AF ÞVÍ TILEFNI. Félagsmiðstöðin í Árbæ mun frá og með deginum í dag kallast Félagsmiðstöðin Tían. Áður báru félagsmiðstöðin og frístundamið- stöðin í Árbæ heitið Ársel og var breytingin gerð til að fyrirbyggja rugling. Nafnasamkeppni var haldin í félagsmiðstöðum og frístunda- heimilum í Árbæ, Grafarholti og Norðlingaholti. Dómnefnd úr röðum íbúa, unglinga og starfsmanna völdu Tíuna, meðal annars vegna póstnúmersins 110. Formleg nafnahátðið og kynn- ing á nýjum merkjum miðstöðv- arinnar verður haldin í Frístunda- miðstöðinni Árseli að Rofabæ 30 klukkan 20 í kvöld. - rve Hátíðarhöld í Árseli í kvöld Ársel bar sigur úr býtum á Samfés. Ertu með eitthvað gott á prjónunum? Sjálfboðaliðar í Kópavogsdeild Rauða krossins prjóna og sauma ungbarnaföt fyrir börn í neyð. Hópurinn, sem kallast Föt sem framlag , mun hittast næst og prjóna í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 16-18. Á staðnum verða prjónar, garn og gott fólk sem hittist reglulega og lætur gott af sér leiða. Velkomið er að taka með sér eigið prjónadót. Þeir sem vilja gefa garn í verkefnið vinsamlega hafið samband. Kaffi á könn- unni og með því. Allar nánari upplýsingar í síma 554 6626 . Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 opið virka daga kl.10-16 sími 554 6626 kopavogur@redcross.is redcross.is/kopavogur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.