Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 25. febrúar 2009 21
JD Fortune, sigurvegari sjón-
varpsþáttar þar sem rokksveit-
in INXS leitaði að nýjum söngv-
ara, má heldur betur muna sinn
fífil fegurri. Hann býr nú í bíl
sínum eftir að hafa verið rekinn
úr INXS eftir síðustu tónleika-
ferð sveitarinnar. „Ég varð mjög
einmana því ég ferðaðist með
þessum náungum í 23 mánuði.
Stundum spiluðum við fyrir átta-
tíu þúsund manns á tónleikum,“
sagði Fortune, svekktur yfir upp-
sögninni. Hann býr í bíl sínum til
að auðvelda fjármögnun vænt-
anlegrar sólóplötu sinnar, The
Death of a Motivational Speaker.
Söngvari
INXS rekinn
JD FORTUNE Rekinn úr INXS.
Rokkararnir í The Killers hafa
höfðað mál gegn fyrrverandi
umboðsmanni sínum, Braden
Merrick. Krefjast þeir skaðabóta
fyrir að hafa orðið af hundruð-
um milljóna króna vegna tónleika
sem hefur verið frestað og ann-
arra tekna af tónleikaferðum og
varningi tengdum hljómsveitinni.
Í kærunni kemur fram að
Merrick hafi verið vanhæf-
ur umboðsmaður og staðið sig
illa við skipulagningu tónleika
erlendis. Merrick lagði sjálfur
fram kæru gegn The Killers og
núverandi umboðsmanni þeirra
fyrir nokkru síðan og krafðist
himinhárrar upphæðar í skaða-
bætur vegna brottreksturs síns.
Killers kæra
umboðsmann
BRANDON FLOWERS Rokkararnir í The
Killers hafa höfðað mál gegn fyrrverandi
umboðsmanni sínum.
Mexíkóski leikarinn og Íslands-
vinurinn Gael Garcia Bernal
er sannfærður um að efnahags-
kreppan eigi eftir að hafa góðar
afleiðingar fyrir heimsbyggðina.
„Að eiga minna af peningum
mun fá okkur til að njóta ann-
arra hluta. Eins og að skemmta
sér, skrifa, lesa og gera aðra hluti
sem kosta ekkert,“ sagði Bern-
al. „Það er mikilvægt að nýta sér
þessa áskorun án þess að finna til
hræðslu.“
Kreppan
leiðir til góðs
Rokksmiðja félagsmiðstöðvarinn-
ar Garðalundur í Garðabæ verð-
ur haldin í tíunda sinn helgina 27.
febrúar til 1. mars. Smiðjan hefur
notið mikillar hylli undanfarin ár
og færri komist að en vilja.
„Þetta snýst um að 13 til 16 ára
unglingar af öllu landinu koma
og spila yfir eina helgi og eru
undir handleiðslu leiðbeinenda,“
segir bassaleikarinn Skúli Gests-
son sem verður leiðbeinandi eins
og undanfarin ár ásamt félögum
sínum í Diktu.
„Þetta er skemmtilegasta helg-
in á árinu, tvímælalaust,“ segir
hann og hlakkar mikið til.
Endapunkturinn er síðan tón-
leikar í Garðalundi sunnudaginn
1. mars.
Þá koma þær hljómsveitir sem
settar voru saman þessa helgi til
með að spila nokkur lög og njóta
uppskerunnar. - fb
Rokkað í
Garðabæ
DIKTA Rokkararnir verða á meðal leið-
beinenda í Rokksmiðjunni í Garðabæ.
Dorrit Mousaieff forsetafrú hefur mikinn áhuga á að
virkja listamanninn Eggert Pétursson til að teikna
skartgripi. Þetta kom fram í máli forseta Íslands,
Ólafs Ragnars Grímssonar, þegar hann veitti stórbók-
inni Floru Islandica sem teikningar Eggerts prýða,
viðtöku á Bessastöðum nýverið.
Dorrit ku hafa hrifist af hjartaarfameninu sem Sif
Jakobsdóttir hannaði eftir teikningum Eggerts og selt
var til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra
barna. Forsetahjónin hafa mikinn áhuga á að virkja þá
list enn frekar. Ólafur Ragnar hafði jafnframt á orði
þegar hann fékk bókina að það væri ótrúlegt að svona
stór bók skyldi vera gefin út án þess að stórfyrirtæki
eða hið opinbera kæmi þar nærri. Stórhöfðingjar ættu
eftir að gapa af undrun yfir þeirri staðreynd. Allar
Flora Islandica eru tölusettar og fékk forsetaembættið
bók númer eitt. Þess ber að geta að hönnuðir bókarinn-
ar, Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttur,
fengu verðlaun á föstudaginn í hönnunarkeppni 2009.
„Prentgripur þar sem einfaldleikinn fær að blómstra“
var umsögn dómnefndar um bókina. - jma
Dorrit vill flóru Íslands í skartgripi
ÞUNGT PUNDIÐ Í FLÓRUNNI Flora Islandica vegur heil 12 kíló
en bók númer eitt er nú komin í bókasafn Bessastaða. Frá
vinstri eru Ólafur Ragnar Grímsson, Kristján B. Jónasson útgef-
andi og Eggert Pétursson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Iðnnám
... nema hvað?
Iðnnám veitir þér aðgang að skemmtilegu, skapandi
og vel launuðu starfi og gefur þér kost á háskólanámi.
Iðnnám skapar þér óteljandi möguleika.
Kíktu á framboðið á www.idan.is/nam-og-storf
– þar eru yfir 60 námsgreinar í boði.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-0
9
9
9
Snyrtifræði
Klæðskurður
Iðnhönnun
Grafísk miðlun
Prentsmíð
Forritun
Rafeindavirkjun
Ljósmyndun
Hárgreiðsla
Gull- og silfursmíði