Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 25. febrúar 2009 1 Drepum alltaf á bílum þegar áð er. Bíll í lausa- gangi veldur óþarfa mengun og er hættu- legur. Ferðahandbók fjölskyldunnar SÉRFERÐIR Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Mikið hefur verið gert fyrir útlit Toyota Avensis sem frumsýndur var á Íslandi á dögunum. Bíllinn hefur verið endurhannaður og fátt líkt með gömlu og nýju gerðinni. Fyrst ber að nefna ytra útlit sem er straumlínulagað og ljóst að hugað hefur verið að loftflæði og flæðandi línum. Grillið setur sérstakan svip á bílinn og ný ljós að framan og aftan gera hann töffaralegan. Við hönnun bílsins var hugað að öryggi farþega og gangandi veg- farenda. Stuðari bílsins var útbú- inn til að valda sem minnstum skaða en inn í bílnum eru loftpúð- ar á ýmsum stöðum auk þess sem sætin eru með virkum höfuðpúðum og komi högg aftan á bílinn þrýst- ast höfuðpúðarnir fram og draga úr höfuðhhnykk. Önnur nýjung er tengist öryggi eru afturljósin sem blikka þegar ökumaður nauðheml- ar. Þannig getur ökumaður fyrir aftan ruðgðist hraðar við, en talið er að slíkt kerfi geti dregið úr aft- anákeyrslum um 50 prósent. Innra rými Avensis er fágað og stílhreint. Þar má einnig sjá nokkrar nýjungar. Til dæmis raf- stýrða handbremsu og hólf í aftur- sæti sem má opna aftur í rúmgott skott þannig að flutningar á gard- ínustöngum og skíðum verður lítið mál. Fjórar vélastærðir eru í boði, 1,8 og 2,0 bensínvélar og 2,0 og 2,2 lítra dísilvélar. Þá er bíllinn með hinu nýja Toyota Optimal Drive-kerfi sem á að minnka eldsneytisnotkun og útblástur en hámarka afköst. Í hnotskurn er Avensis hinn fínasti fjölskyldubíll sem hentar bæði í skutl innanbæjar og í langferðir um Ísland. - sg Fallegur fjölskyldubíll Toyota frumsýndi nýja kynslóð Avensis á dögunum. Fátt er líkt með nýju og gömlu útgáfunni enda um algerlega nýja hönnun að ræða, bæði í ytra byrði, innra útliti og í vélarrúmi. Sniðugt hólf er í aftursæti sem opnast aftur í rúmgott skott. Nýr Toyota Avensis var frumsýndur á Íslandi nýlega. Útlit nýja bílsins er stílhreint og fágað en Avensis hefur verið endurhannaður frá upphafi til enda. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS stendur fyrir GPS-námskeiði fyrir göngufólk 26. febrúar. Námskeiðið fer fram í Mörkinni 6 klukkan 20. Sjá nánar á www.fi.is Keilir er áberandi fjall og þaðan er mikið útsýni um Reykjanesið. Ferðafélagið Útivist stendur fyrir fjölbreyttum dagsferðum. Í mars verður til dæmis farið að Hvíta- nesi, upp á Ingólfsfjall, umhverfis Hlíðarvatn í Selvogi og upp á fjall- ið Keili á Reykjanesskaga. Gengið verður á Keili 22. mars næstkomandi. Keilir er mjög áber- andi fjall. Því veldur lögun þess og það að ekkert annað fjall skyggir á Keili. Á þetta fjall fer Útivist á hverju ári enda var fyrsta ferð félagsins farin þangað. Dagsferð á fjallið Keili Keilir er fallegur á að líta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.