Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 25. febrúar 2009 NÁMSSTYRKIR Veittir verða styrkir í fjórum flokkum: 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 150.000 kr. 3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 300.000 kr. 4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 350.000 kr. 3 styrkir til listnáms, 350.000 kr. 30. SÆkTU UM FYRIR: mars 2009 umsóknarblað má finna á landsbankinn.is Fyrsti fundur í fundaröðinni „Verjum velferðina!“ sem haldinn er af Öryrkjabandalagi Íslands og Landssamtökunum Þroskahjálp í aðdraganda alþingiskosninga 2009. Frummælendur á fundinum eru: • Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra • Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður • Matthías Halldórsson landlæknir Til umræðu verður meðal annars: • Gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu • Þak á læknis- og lyfjakostnaði • Forgangsröðun í heilbrigðismálum Pallborðsumræður að loknum framsögum. Þátttakendur í pallborði verða frummælendur ásamt fulltrúum annarra stjórnmálaflokka, Öryrkjabanda- lagsins og Þroskahjálpar. Fundurinn er öllum opinn. Táknmálstúlkar verða á staðnum. Mætum öll! Heilbrigðismál í kreppu – hvað er framundan? Í kvöld kl. 20.00–22.00 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38 FÓTBOLTI Ítalska blaðið Corriere della Sera greindi frá því í gær að Abu Dhabi United Group hafi verið í viðræðum við AC Milan um möguleg kaup á 40 prósenta hlut í félaginu. Myndi sá hlutur kosta 441 milljón punda. Arabíska félagið á þegar Manchester City en virðist hvergi nærri vera hætt í fótboltabrans- anum. AC Milan neitar því aftur á móti staðfastlega að viðræð- ur hafi átt sér stað við arabíska félagið. „AC Milan vill koma því á framfæri að þessi frétt á sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir í yfirlýsingu Milan en eig- andi félagsins er Silvio Berlus- coni, forsætisráðherra Ítalíu. City og Milan voru lengi vel í viðræðum vegna Brasilíumanns- ins Kaká sem arabarnir voru til í að greiða metupphæð fyrir til að fá hann til Manchester. - hbg Hinir arabísku eigendur Man. City stórtækir: Vilja eigendur Man. City líka eignast ACMilan? KAKÁ Hinir arabísku eigendur Man. City reyndu að kaupa Brasilíumanninn frá Milan. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI David Beckham er enn bjartsýnn á að dvöl hans hjá AC Milan verði framlengd þó svo fresturinn sem LA Galaxy gaf AC Milan til þess að ganga frá málum sé löngu liðinn. „Ég hef ekkert heyrt frá Galaxy en miðað við það sem ég hef heyrt þá gætu góðar fréttir verið á leið- inni,“ sagði Beckham í viðtali við heimasíðu Milan. „Ég veit ekkert hvað gerist næst en veit þó að næsta vika er mjög mikilvæg. Ég vil vera áfram hjá Milan því ef ég fer aftur til Galaxy mun það trufla feril minn með landsliðinu. Ég elska að spila fótbolta og þess vegna vil ég vera hérna áfram,“ sagði Beckham en lánssamningur hans við Milan rennur út þann 9. mars næstkom- andi. - hbg David Beckham neitar að gefa upp vonina: Góðar fréttir gætu verið á leiðinni DAVID BECKHAM Grunar að dragi til tíðinda í næstu viku. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Fyrri leikjunum í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld með fjór- um leikjum. Augu ansi margra verða á Santiago Bernabeau-vellinum í Madrid þar sem Real Madr- id tekur á móti Liverpool. Leikmenn Real mæta til leiks með sjálfstraust- ið í botni enda liðið á svakalegri siglingu og búið að vinna sjö leiki í röð. Það er ekki beint hægt að segja að Liverpool sé í sama forminu þesa dagana en liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu átta leikjum sínum. „Ég vil vinna og við munum vinna báða leikina,“ sagði hinn hollenski vængmaður Real, Arjen Robben, en hann þekkir vel til Liverpool-liðsins eftir að hafa leikið með Chelsea. „Við munum vinna 3-0 á heimavelli og 2-1 á Anfield,“ sagði Vicente Boluda sem gegnir forsetastöðunni hjá Real þessa dagana. Það er ljóst að það er mikið sjálfstraust í herbúðum Real eins og lesa má úr ummælum sem koma úr þeirra herbúðum. Það hefur mikið breyst á nýju ári hjá þess- um liðum og það gerir Juande Ramos, þjálfari Real Madrid, sér grein fyrir. „Í lok síðasta árs var Liverpool efst í sinni deild og að spila frábæran bolta, en nú hefur liðið misst toppsætið og leikformið eitthvað dottið niður. Það er öfugt hjá okkur. Við erum í frábæru formi og á mikilli siglingu þannig að við mætum bjartsýnir til leiks,“ sagði Ramos álíka borubrattur og aðrir í Madrid. „Leikmenn bíða hrikalega spennt- ir eftir þessum leik og geta vart beðið eftir því að byrja að spila. Við höfum æft grimmt síðustu mánuði og líkamlegt sem og andlegt ástand leikmanna er frábært,“ sagði Ramos. Liðin hafa samtals lyft þessum bikar fjórtán sinnum en eins ótrúlegt og það hljómar þá hafa þau aldrei mæst á Berna- beau-vellinum áður. Þess má síðan geta að Real hefur fallið úr keppni í sextán liða úrslitum fjögur ár í röð og því mikil pressa á liðinu að standa sig núna. - hbg Meistaradeild Evrópu heldur áfram í kvöld með fjórum leikjum: Kokhraust lið Real Madrid tekur á móti Liverpool BORUBRATTIR Arjen Robben og félagar í Real Madrid virðast ekki búast við mikilli mótspyrnu frá Liverpool í kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES MEISTARADEILD EVRÓPU Leikir kvöldsins: Real Madrid - Liverpool Stöð 2 Sport Chelsea - Juventus Sport 3 Sporting - FC Bayern Sport 4 Villarreal - Panathinaikos

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.