Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans Í dag er miðvikudagurinn 25. febrúar, 56. dagur ársins. 8.49 13.41 18.34 8.39 13.26 18.14 „Veita persónulega ráðgjöf.“ Kona, 39 ára. Í dag, miðvikudaginn 25. febrúar, sitja ráðgjafar okkar við símann. Rágjafar Eignastýringar, Almenna lífeyrissjóðsins og Fjármögnunar svara spurningum ásamt ráðgjöfum Íslandsbanka. Hringdu í okkur á milli kl. 17 og 21 í síma 440 4000. Getum við aðstoðað? Frá því í nóvember höfum við kallað eftir skoðunum viðskiptavina í útibúum og á heimasíðu okkar um það hvernig þeir vilji að nýr banki starfi. Við notum þessar ábendingar til að móta nýjan banka. Á islandsbanki.is getur þú einnig pantað fjármála- viðtal þar sem við bjóðum þér að setjast niður með okkur og fara ítarlega yfir stöðuna. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -2 2 5 4 Þú ert búinn að vera að sverta bankann minn,“ sagði Davíð Oddsson við Sigmar Guðmunds- son í Kastljósi gærkvöldsins. Það er enginn agi í þjóðfélaginu, sagði hann síðar í viðtalinu og í millitíðinni ræddi hann um þann fjölda fólks sem staðið hefur norpandi fyrir utan Seðlabank- ann og barist fyrir sannfæringu sinni. Þeirri sannfæringu sinni að Davíð eigi að víkja. Um þetta fólk hafði Davíð það að segja að einhverjir væru í því að „flytja fólk að Seðlabankanum“. DAVÍÐ var í gærkvöldi í ein- hverju lengsta varnarviðtali sem sést hefur í seinni tíð. Hann fór yfir ferilinn í aðdraganda banka- hrunsins og sagði frá sínum við- vörunum og fór yfir það sem gert hefur verið síðan. Jú vissulega hefðu allir getað gert mistök, fékkst upp úr Davíð, en ljóst var að í raun fannst honum það varla eiga við um sig. OG láti Davíð svo lágt að lesa þennan pistil mun hann líta á hann sem enn eina árás Baugs- veldisins í sinn garð. Það kom nefnilega berlega í ljós að Davíð er í stríði. Hann er að verja bank- ann sinn og kannski umfram allt heiður sinn. Og að honum veitast vondir menn, með Jón Ásgeir í broddi fylkingar. SÉRKENNILEG var líka kvört- un Davíðs um að ekki væri réttu hlutunum haldið að fólki. Allir sem vinna við fjölmiðla hafa reynt að ná í Davíð án árangurs til að fá hans sjónarmið. Hann hefur haft næg tækifæri til að halda „réttu hlutunum“ að fólki, en hefur ekki látið svo lítið að ræða við fjölmiðla. Enda sást langar leiðir hve honum mislík- aði að þurfa að standa fyrir máli sínu í gærkvöldi. OG Davíð sagðist ekki hafa orðið var við óánægju í sinn garð. Þar sem augljóst er að Davíð er hvorki heyrnarlaus né blindur skýrist það eingöngu út frá þeirri vissu hans að hann sé í baráttu gegn her andstæðinga. Og þenn- an her ber ekki að virða. Þetta er fólk á mála Baugs sem lætur flytja sig að Seðlabankanum að baula eins og gripirnir sem Davíð telur þá vera. ÞVÍ hvernig sem veröldin velk- ist veit Davíð að Davíð hefur rétt fyrir sér. Og skiptir þá eitthvað annað máli? Bankinn minn BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.