Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 30
8 25. febrúar 2009 MIÐVIKUDAGUR Á næstu vikum og mánuðum er áætlað að 10 fyrirtæki komist í greiðsluþrot dag hvern. Nýjustu tölur frá Vinnumálastofnun segja að nú séu 16.000 manns á atvinnu- leysisskrá. Þegar ný ríkisstjórn tók við keflinu sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir, forsætisráðherra, að verk- efni nýrrar stjórnar væri fyrst og fremst að reisa við atvinnuvegina og mynda skjaldborg um heimilin í landinu. Í trausti þess ákváðum framsóknarmenn að verja minni- hlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna vantrausti. Það er sannfæring okkar að ekkert er mikilvægara en að verja heimilin og fyrirtækin í landinu. Það verður ekki gert með ósk- hyggju eða fallegum orðum, heldur aðeins með raunverulegum aðgerð- um og einbeittum vilja. Lækkun vaxta Háir stýrivextir eru að sliga íslensk heimili og fyrirtæki. Á sama tíma og helstu viðskiptalönd okkar eru að bregðast við minnk- andi eftirspurn með því að lækka stýrivexti, allt niður í núll pró- sent, býr íslenskur almenningur við okurvexti. Öll rök hníga að því að lækka vexti og þarf vaxtalækkunarferl- ið að hefjast strax í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Helstu rök fyrir lækkun vaxta eru mikill samdráttur í íslensku efnahagslífi, hratt lækkandi verðbólga, jákvæð- ur vöruskiptajöfnuður, mikið atvinnuleysi og minnkandi eftir- spurn eftir þjónustu og vörum. Aðgerðir fyrir heimilin Skuldir eru að sliga íbúa landsins. Ekki er hægt að bíða lengur með að skera þjóðina úr hengingaról- inni, og losa um skuldaklafann. Við leggjum til að öll húsnæð- islán verði færð frá bönkunum til Íbúðalánasjóðs, miðað við þá afskrift sem varð á lánasöfnun við flutninginn yfir til nýju bankanna. Íbúðalánasjóður veitir síðan flata 20% niðurfellingu skulda vegna allra húsnæðislána hjá sjóðnum. Þannig yrði tryggt jafnræði milli þeirra sem áttu húsnæðislán hjá bönkunum og Íbúðalánasjóði. Þetta byggist á því að nýju bank- arnir fengu lánasöfn gömlu bank- anna með verulegum afslætti. Þannig eru erlendu kröfuhafarn- ir búnir að afskrifa eignir í gömlu íslensku bönkunum, sumir jafnvel að öllu leiti. Nauðsynlegt er að koma fast- eignamarkaðnum aftur af stað. Við leggjum til að hámarkslán sjóðsins verði 30 milljónir en að lánshlut- fall verði jafnframt lækkað í 70%. Þannig nýtist lán frá sjóðnum til kaupa á fleiri eignum en áhætta sjóðsins er minnkuð að sama skapi. Stimpilgjöld á fasteignaviðskiptum yrðu afnumin. Snúum hjólum atvinnulífsins Há vaxtabyrði og gjaldeyrishöft eru að þurrka upp lausafé í land- inu og því þarf að auka peninga- magn í umferð. Í fyrsta lagi verði lífeyrissjóðum gert kleift að eiga gjaldeyrisviðskipti. Lífeyrissjóð- irnir eiga miklar eignir erlendis. Með því að leyfa þeim að stunda gjaldeyrisviðskipti geta þeir selt eignir erlendis og keypt krón- ur á hagstæðum kjörum af þeim erlendu aðilum sem eiga krónu- eignir og vilja selja þær. Samhliða þessu mun ríkið ábyrgjast lán til skamms tíma á milli banka, til að koma aftur á stað millibankamark- aði með krónur. Þetta gerir bönk- unum kleift að lána fyrirtækjum á ný. Í þriðja lagi leggjum við til að stjórnvöld komi á stofn sjóði sem kaupir eignir, til dæmis lán, af bönkunum fyrir ríkisbréf. Allt þetta mun auka peninga- magn í umferð til muna og tryggja að hjól atvinnulífsins fari að snúast á nýjan leik. Endurskipulagning fjármálakerf- isins Stór þáttur í að tryggja trúverðug- leika og traust á nýju bönkunum og á íslensku efnahagslífi er að kröfu- hafar eignist hlut í nýju bönkunum. Hætta er á að með setningu neyðar- laganna þann 6. október hafi ríkið skapað sér bótaskyldu gagnvart kröfuhöfum. Með því að kröfu- hafar eignuðust hlut í nýju bönk- unum yrði hlutur þeirra réttur og tryggt að hagsmunir þeirra og Íslands færu saman við uppbygg- ingu bankanna og efnahagslífsins. Kröfuhafar myndu þannig sjá sér hag í að færa eignir úr gömlu bönk- unum yfir í þá nýju á lægra verði til að styrkja nýju bankana. Samhliða þessu verður skipt um yfirstjórn í Seðlabankanum. Sannfæring okkar Alltof oft að undanförnu hafa stjórnmál snúist um smámuni. Stjórnmál eiga að snúast um að fylgja hugsjónum sínum og sann- færingu. Þingmenn eiga að sjálf- sögðu að hafa frelsi til að fylgja sannfæringu sinni og Alþingi á að sinna hlutverki sínu sem æðsta valdastofnun landsins. Hlutverk ríkisstjórnarinnar á að vera að framfylgja vilja þingsins. Hlutverk þeirra sem sitja á Alþingi er að koma hjólum atvinnu- lífsins í gang og standa vörð um heimilin í landinu. Við teljum að efnahagstillög- ur okkar geri það kleift á þeim skamma tíma sem er til kosninga. Aðeins með samvinnu og sann- girni getum við byggt upp betra Ísland. Endurreisn efnahagslífsins SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON Formaður Framsóknarflokksins BIRKIR JÓN JÓNSSON Varaformaður Framsóknarflokksins EYGLÓ HARÐARDÓTTIR Ritari Framsóknarflokksins Byggjum betra Ísland Lúxusnámskeið NordicaSpa er hannað til að koma þér af stað á mjög árangurs ríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 fimm sinnum í viku Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Ný námskeið hefjast 2. mars Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Hilton Reykjavík Nordica Hotel Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is fyrir konur og karla María Másdóttir Við systurnar ætluðum einungis á eitt námskeið en þau urðu þrjú og árangurinn lét svo sannarlega ekki á sér standa. Misstum 23 kíló til samans á þremur mánuðum. Það eigum við Gunnari Má þjálfara og starfsfólkinu á Nordica Spa að þakka. Frábært aðhald, skemmtun, útrás og vellíðan. Við gátum þetta og því getur þú þetta líka. Frábær leiðsögn, frábær stöð og mesta aðhald sem hægt er að fá. Betra en einkaþjálfun! Svo er líka fínt að kílóin fuku og orkan hefur aukist og almenn vellíðan. Ég missti 6,2 kg á 4 vikum. Ég gerði þetta af skynsemi og þú getur það líka! MISSTUM 23 KÍLÓ ÉG GERÐI ÞETTA AF SKYNSEMI ÞÚ GETUR ÞAÐ LÍKATIL SAMANS Á 3 MÁNUÐUM Kristbjörg og Guðbjörg Sveinbjörnsdætur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.