Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 32
MARKAÐURINN 25. FEBRÚAR 2009 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 miðlar ehf. RIT STJÓRI: Óli Kr. Ármannsson, olikr@markadurinn.is RITSTJÓRN: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, jonab@markadurinn.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadur- inn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 miðlar ehf. PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. Þjóðir heims eiga enn eftir að ná þeirri samhæfingu þjóðhag- fræðilegra stefnumiða sem þarf til að reisa við hagvöxt á ný eftir Hrunið mikla 2008. Víða um heim dregur fólk núna úr útgjöldum til þess að bregðast við skertri auð- legð og af ótta við atvinnumissi. Þessi mikli drifkraftur yfirstand- andi hruns atvinnu, framlegðar og viðskipta er jafnvel mikilvægari en óðagot fjármálaheimsins eftir hrun Lehman Brothers í septemb- er í fyrra. Vitanlega verður samt ekki horfið aftur til stöðunnar eins og hún var fyrir Hrunið mikla. Fjár- málabólan sem náði um heim allan verður ekki og ætti ekki að verða endurvakin. Takist hins vegar löndum heims að leggjast á eitt má vega upp á móti minnkandi eftir- spurn með mikilvægri aukningu fjárfestingar á þeim sviðum sem skipta heiminn hvað mestu máli: í endurnýjanlegri orku, hreinu vatni og úrgangsmálum, meng- unarvörnum, heilbrigðismálum og í aukna framleiðslu matvæla til handa fátækari löndum. Bandaríkin, Evrópa og Asía hafa öll orðið fyrir verðmætatapi vegna hruns verðbréfamarkaða og fasteignaverðs. Enn hefur þó ekki komið fram áreiðanleg mæling á samdrætti auðlegðar og hvernig hann skiptist á heimsvísu. Þó má leiða að því líkur að frá hámarki eignabólunnar nemi verðmætatap í Bandaríkjunum einum nálægt 15 þúsund milljörðum dala [1.680 billjónir króna] og kannski 10 þús- und milljörðum dala [1.120 billjón- ir króna] í Evrópu og Asíu sam- anlagt. Samanlagður samdráttur auðlegðar upp á 25 þúsund millj- arða Bandaríkjadala [2.800 billj- ónir] samsvarar rúmlega 60 pró- sentum af tekjum heimsins á einu ári. Samdrátturinn í Bandaríkjun- um einum samsvarar hærra hlut- falli í bandaríska hagkerfinu, eða um 100 prósentum af árstekjum þjóðarinnar og í Evrópu og Asíu nær samdrátturinn kannski 70 prósenta hlutfalli. Jafnan er gert ráð fyrir að neysla hvers heimilis dragist saman um fimm sent af hverjum dal í tapaðri auðlegð [eða fimm aura af hverri krónu]. Þetta fæli í sér að samdráttur í útgjöldum heimilanna næmi í Bandaríkjun- um um fimm prósentum af þjóð- artekjum og um 3,5 prósentum í Evrópu og Asíu. Niðursveiflan er svo mikil að at- vinnuleysi kemur til með að snar- aukast og nær kannski níu til tíu prósentum í Bandaríkjunum. Og þótt auður heimilanna nái aftur fyrri stærðum og neysla aukist á ný gerist það of hægt til þess að komið verði í veg fyrir hraðan atvinnumissi og stórfelldan sam- drátt framleiðslu miðað við fram- leiðslugetu. Því þarf að ýta undir annars konar fjárfestingu. Ein öflug leið til að styðja við heimshagkerfið og hjálpa því að standa undir fram- tíðarkröfum er að auka útgjöld til verkefna sem tengd eru lykilinn- viðum þjóða, aðallega samgöngum (vega- og hafnargerð, lestarsam- göngur og þess háttar), endurnýj- anlegri orku (vind- og sólarorku, jarðvarma, kolefnisheimt, og víð- feðmum orkudreifingarnetum), mengunarvörnum, vatnsveitum og vinnslu úrgangs. Færa má sterk rök fyrir sam- starfi þjóða til að auka opinbera fjárfestingu sem þessa í þróun- arlöndum, sér í lagi þar sem fá- tækt er mest. Þessi svæði, þar með talin löndin sunnan Sahara í Afríku og Mið-Asía, finna mjög fyrir heimskreppunni vegna minnkandi útflutningstekna, stöðnunar fjármagnsmarkaða og gjaldeyrisskorts. Fátæku löndin líða einnig fyrir loftslagsbreytingar á borð við tíð- ari þurrka vegna gróðurhúsateg- undaútblásturs ríkari landanna. Um leið eru þau í mikilli þörf fyrir innri uppbyggingu, sér í lagi á vega- og lestarkerfi, hvað varðar endurnýjanlegar orkulind- ir, vatnsveitu og úrgang. Að auki þarf í þessum löndum að stórbæta margvíslega lífsnauðsynlega þjón- ustu, svo sem heilbrigðisþjónustu og stuðning við matvælafram- leiðslu. Vettvangur G-20 ríkjanna, sem saman mynda stærstu hagkerfi heimsins, hentar sameiginlegri stefnumörkun í þessum efnum, en næsti fundur þeirra er í Lundún- um í aprílbyrjun. Stóru hagkerf- in, Bandaríkin, Evrópusamband- ið og Japan, ættu að koma á legg nýjum áætlunum til að fjármagna verkefni tengd uppbyggingu í fá- tæku löndunum. Ný útlán til þró- unarlanda ættu að nema hundrað milljörðum dala [11.200 milljörð- um króna] á ári hið minnsta. Nýja fjármögnunin myndi fela í sér bein langtímalán (til dæmis 40 ára lán) frá fjármögnunarstofn- unum (e. export credit agencies eða ECA’s) ríku landanna og færu í vegagerð, orkunet, framleiðslu endurnýjanlegrar orku, hafnar- gerð, ljósleiðaranet og í vatns- veitu og til úrgangsmála. G-20 ríkin ættu einnig að auka útlána- getu Alþjóðabankans, Þróunar- banka Afríku og annarra alþjóð- legra fjármálastofnana. Japan, sem á afgangssparn- að, býr við sterka mynt og á mik- inn gjaldeyrisforða, auk mikillar framleiðslugetu án innlendrar eft- irspurnar, ætti að taka forystu í að fjármagna uppbygginguna. Að- gerðirnar geta líka um leið orðið lyftistöng fyrir japanskt efna- hagslíf sem nota myndi eigin iðn- framleiðslu í þágu þróunarland- anna. Með samvinnu má snúa skörp- um og ógnvekjandi neyslusam- drætti í tækifæri til að fjárfesta í framtíðarheilsu heimsins. Með því að beina peningum í nauðsyn- lega fjárfestingu í þróunarlöndum getur heimurinn náð „þreföldum“ sigri. Aukin fjárfesting og útgjöld til félagsmála í fátækum löndum efla hagkerfi heimsins alls, flýtir hagþróun og ýtir undir umhverf- isvernd með fjárfestingu í endur- nýjanlegri orku, betri vatnsnýt- ingu og vistvænum landbúnaði. (c) Project Syndicate, 2009, www.project-syndicate.org.Í GANA Í AFRÍKU Greinarhöfundur telur að ýta megi undir hagvöxt í heiminum á ný með því að efla fjárfestingu í uppbyggingu grunninnviða samfélagsins í þróunarlöndum. Alþjóðlegt efnahagsátak Jeffrey D. Sachs hagfræði- prófessor við Kólumbíu háskóla í Banda ríkjunum. O R Ð Í B E L G „Varin staða“ eða hedge position upp á enskuna er það kallað þegar fjárfestar hafa varið sig gagnvart allri eða hluta af markaðsáhættu vegna eigna- eða skuldastöðu. „Sem dæmi má taka heildsala sem flytur inn vörur erlendis frá. Hann verðleggur vöruna í dag í íslenskum krónum en greiðir fyrir vörurnar í er- lendum gjaldmiðli og hefur greiðslufrest í 30 daga. Þar sem verð erlendra gjaldmiðla sveiflast gagn- vart íslensku krónunni stendur heildsalinn frammi fyrir töluverðri óvissu. Framlegð af vörusölu liggur ekki fyrir. Heildsalinn getur minnkað þessa óvissu með því að gera til dæmis framvirkan samning við fjármálastofnun um að kaupa erlendan gjald- miðil á fyrirfram ákveðnu verði (gengi) eftir 30 daga. Einnig gæti heildsalinn keypt kauprétt sem veitir honum rétt á að kaupa erlendan gjaldeyri á ákveðnu verði (gengi) eftir 30 daga. Nú veit heild- salinn hversu mikið hann þarf að greiða í íslensk- um krónum fyrir vörurnar og þar af leiðandi verð- ur öll áætlanagerð nákvæmari og sveiflur í rekstri minni,“ segir í fróðleiksmolum um fjármálahugtök á vef Nýja Kaupþings. Varin staða er líka algeng við kaup á verðbréfum. Þannig gæti fjárfestir keypt sölurétt á hlutabréf á ákveðnu verði og takmarkað fyrirfram hugsan- legt tap af fjárfest- ingunni. Varin staða RV UN IQ UE 0 10 90 3 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Lengri opnun artími í verslu n RV Opið m án. til f ös. frá 8.00 ti l 19.00 Lauga rdaga frá 10. 00 til 1 7.00 Rekstrarvörur - fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili, sem vilja spara og hagræða! Næsta sunnudag er fyrsti mars. Sumir halda upp á daginn og nefna hann bjórdaginn. Fyrir fyrsta mars 1989 var einungis á færi útval- inna að flytja inn og drekka bjór. Allur almenningur mátti halda sig við brennda drykki og vín. Ótrúlegt er til þess að hugsa að ekki séu nema tuttugu ár síðan hömlur voru á jafnsjálfsögðum neysluvarningi. Á haftatímum þessum þurfti líka að sækja um leyfi fyrir gjaldeyris- kaupum. Ef einhver vildi gerast áskrifandi að erlendu tímariti þurfti viðkomandi að gera sér ferð í banka, fylla út eyðublað og tiltaka undir vökulu auga bankastarfsmannsins hvort sótt væri um gjaldeyri vegna áskriftar að Alt for Damerne, Newsweek, Playboy eða hvaða riti öðru sem fólk annars kynni að hafa áhuga á. Við liggur að snúið hafi verið aftur til þessa tíma, eins og þeir þekkja sem þurft hafa að sækja sér ferðamannagjaldeyri. Eru þá ótalin áhrif gjaldeyrishafta á allan fyrirtækjarekstur og fælingaráhrif á erlenda fjárfestingu. Hátt vaxtastig og gjaldeyrishöft eru forgangsmál í yfirferð sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hingað til lands dagana 26. febrúar til 3. mars, að því er fram kemur í máli Marks Flanagans, nýs formanns nefndar- innar, í viðtali við vefrit sjóðsins, IMF Survey online. Hann segir hilla undir að hægt verði að fara í vaxtalækkan- ir og fyrstu skref í að létta af gjald- eyrishöftum, en aðgátar sé þó þörf, ný ríkisstjórn þurfi að skýra betur áætl- anir sínar um hvernig hér eigi að draga úr fjárlagahalla og skuldasöfnun. Þar stendur hnífurinn í kúnni, enn vantar sýn á hvernig á að byggja hér upp landið til framtíðar. Á að feta kostnaðarsama slóð einangrunar- hyggju, eða enduruppbyggingar í fé- lagi við aðrar Evrópuþjóðir? „Eyríki sem ekki vill vera hluti af al- þjóðasamfélaginu og er þekkt um heim allan fyrir að borga ekki skuldir á sér ekki bjarta framtíð,“ skrifar Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, í nýjasta tölublað vikuritsins og bendir á að aðildarviðræður við Evrópusam- bandið gætu þegar haft áhrif til góðs í þeirri erfiðu stöðu sem þjóðin er í. Þannig hafi ríki ESB fengið lán á lægri vöxtum en ríki utan sam- bandsins. Dæmi þar um sé Ungverjaland, sem fékk lánaða 6,5 millj- arða evra á 3,25 prósenta vöxtum. Þá bendir hann á að þótt Evrópuríki sem ekki hafi tamið sér nauðsyn- legan aga í fjármálum hafi lent í vandræðum hafi ekkert þeirra lent í hruni eins og við gerðum í haust. „Vantraustið kom fyrst fram í krón- unni, svo hrundu bankarnir. Krónan mun aldrei njóta trausts og þess vegna verður þjóðin að sækja um aðild að Evrópusambandinu og þar með evrópska myntbandalaginu,“ segir hann og verður ekki annað séð en hann hafi lög að mæla. Línur eru að skýrast um skuldastöðu ríkisins eftir fall bankanna þriggja og virðist hún blessunarlega miklu betri en mestu svartagalls- rausarar hafa óttast. Staða margra heimila og fyrirtækja er engu síður grafalvarleg og algjör nauðsyn að gripið verði til hverra þeirra aðgerða sem auðvelda hér enduruppbyggingu og eru best til þess fallnar að end- urvekja traust jafnt innan lands sem utan og flýta hér enduruppbygg- ingu og efnahagsbata. Ríkið stendur betur en margur hafði óttast. Staða margra heimila og fyrirtækja er samt grafalvarleg. Flýta þarf bata með öllum tiltækum ráðum Óli Kristján Ármannsson Hátt vaxtastig og gjaldeyrishöft eru forgangsmál í yfirferð sendinefndar Alþjóða- gjaldeyris sjóðsins hingað til lands dag- ana 26. febrúar til 3. mars, að því er fram kemur í máli Marks Flanagans, nýs for- manns nefndarinnar [...] Hann segir hilla undir að hægt verði að fara í vaxtalækkanir og fyrstu skref í að létta af gjaldeyrishöft- um, en aðgátar sé þó þörf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.