Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 2
2 25. febrúar 2009 MIÐVIKUDAGUR Davíð Þór, flokkast þetta ekki undir svefnguðlast? „Ég lagði allavega nafn svefnguðs við hégóma.“ Í síðasta Gettu betur-þætti var spurt hvaða Morfeus Ólafur Stefánsson hand- boltakappi hefði líkt sér við á Ólympíu- leikunum. Davíð Þór Jónsson dómari gaf MH rétt fyrir grískan svefnguð, en FS rangt fyrir persónu úr kvikmyndinni Matrix. Þar urðu Davíð á mistök. Aðalfundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík Minnt er á áður boðaðan aðalfund sem verður í kvöld miðvikudaginn 25. febrúar. Fundurinn verður í húsnæði Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg 1 og hefst kl. 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir félagsmenn velkomnir. Ásgeir Beinteinsson formaður SffR Borgarmálaráð kemur saman klukkan 19 á sama stað. ÍSRAEL, AP Shimon Peres, forseti Ísraels, brýndi fyrir þingmönn- um að semja um frið við Palest- ínumenn. Nýkjörið þing kom saman í fyrsta sinn í gær, skipað fleiri harðlínumönnum en færri friðar- sinnum en síðasta þing. Benjamin Netanyahu, leið- togi hægriflokksins Likud, fékk stjórnarmyndunarumboð fyrir helgi. Hann hefur reynt að fá frá- farandi stjórnarflokka, bæði Kad- ima og Verkamannaflokkinn, til þátttöku í nýrri ríkisstjórn, en staðið hefur á samkomulagi um afstöðu til friðarsamninga við Pal- estínumenn. Tzipi Livni, leiðtogi Kadima, segist ekki vilja vera „fíkjublað“ fyrir stjórn sem ætlar ekki að vinna að friði. Nái Netanyahu ekki samkomulagi við Kadima og Verkamannaflokkinn þarf hann að leita til annarra hægriflokka, sem hafa samanlagt 65 þingsæti á 120 manna þingi. Í ávarpi sínu við þingsetningu sagði Peres forseti að „samninga- viðræðum við Palestínumenn verði að halda áfram þangað til samkomulag hefur tekist“. Hann sagði að samningur við Palestínu- menn muni í reynd þýða frið við öll nágrannaríki Ísraels. Netanyahu fékk sex vikna frest til að mynda ríkisstjórn. Takist það ekki þarf að kjósa upp á nýtt. - gb Nýkjörið þing kom saman í fyrsta sinn í gær í Ísrael: Peres hvetur til samninga BENJAMIN NETANYAHU Á engan veginn auðvelt með að mynda ríkisstjórn, þrátt fyrir meirihluta hægri flokka á þingi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Fyrirtæki og ein- staklingar munu finna minna skjól í svokölluðum skattaparad- ísum verði frumvarp sem Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra er með í smíðum að lögum. Steingrímur reiknar með að leggja frumvarpið fyrir ríkis- stjórn á föstudag. Þar verða meðal annars settar auknar kvað- ir á fyrirtæki að veita upplýsing- ar um dótturfyrirtæki og útibú erlendis. Skattlagning fyrirtækja verður einnig samræmd því sem tíðkast víða erlendis, svokallaðri CFC löggjöf, og fyrirtæki því skatt- lögð út frá móðurfélaginu. - bj Frumvarp fjármálaráðherra: Minna skjól í skattaskjólum AÐGERÐIR Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra undirbýr aðgerðir gegn skattaparadísum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, Catalina Mikue Ncogo, hefur setið í gæslu- varðhaldi frá því á föstudag grun- uð um að ætla að reyna að smygla allt að tíu kílóum af kókaíni til Íslands. Þá er varðhaldið einnig grundvallað á grunsemdum um að hún hafi stundað skipulagt mansal hérlendis. Það er líklega í fyrsta sinn sem Íslendingur er úrskurðaður í varðhald á þeim grunni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Íslendingur fæddur 1974, Helgi Valur Másson, var handtekinn á Schiphol-flugvelli í Amsterdam fyrir helgi með um eða yfir tíu kíló af kókaíni í fórum sínum. Maðurinn er kærasti Catalinu, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins, og hafa þau meðal ann- ars verið í óskráðri sambúð. Hann mun ekki hafa komið að ráði við sögu lögreglu hérlendis. Catalina kom til Íslands frá Hollandi á föstudaginn og var handtekin í Leifsstöð. Í kjöl- farið var hún úrskurðuð í viku varðhald. Það er meðal annars byggt á því að hún er talin hafa ætlað, ásamt kærasta sínum, að flytja efnin, hluta þeirra eða öll, áfram til Íslands frá Amster- dam. Í gæsluvarðhaldsúrskurð- inum segir að hún hafi ekki getað útskýrt á sannfærandi hátt hvaða erindi hún átti í Hollandi. Catalina er jafnframt grun- uð um að hafa skipulagt vændis- starfsemi hérlendis og hagnast á henni. Til dæmis hefur verið greint frá því í fréttum að hún sé grunuð um að hafa gert út að minnsta kosti fjór- ar vændiskonur í húsi á Hverfis- götu. Hún er jafnframt talin hafa flutt konur til landsins gagngert til að stunda hér vændi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa skýrslur verið tekn- ar af einhverjum þeirra kvenna sem Catalina er talin hafa gert út sem vændiskonur. Catalina kærði gæsluvarðhalds- úrskurð héraðsdóms til Hæsta- réttar og er niðurstöðu að vænta í dag. Lögregla í Hollandi fer með mál Helga Vals. stigur@frettabladid.is Kærasti Catalinu með um tíu kíló af kókaíni Íslendingur sem handtekinn var í Hollandi fyrir helgi var með um tíu kíló af kókaíni í farteskinu. Hann er kærasti Catalinu Ncogo, sem situr í gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að smyglinu sem og skipulagt mansal, líklega fyrst Íslendinga. ■ Catalina Ncogo varð íslenskur rík- isborgari árið 2004. Hún er ættuð frá Miðbaugs-Gíneu. ■ Lögregla hefur haft Catalinu undir smásjánni í töluverðan tíma, grunaða um mansal og ýmis önnur afbrot. ■ Hún er talin hafa gert út vændis- konur í húsi við Hverfisgötu 105 og einnig á heimili sínu í Hafnarfirði. ■ Í viðtali við Stöð 2 sagði Catalina að stúlkurnar fjórar í íbúðinni við Hverfisgötu „skemmtu körlum“ og að við það væri ekkert athuga- vert. SAGÐI ÞÆR BARA „SKEMMTA KÖRLUM“ VÆNDISHÚSIÐ Það er í íbúð í þessu húsi sem talið er að vændisstarfsemi fari fram. Til hægri á myndinni má sjá lög- reglustöðina í Reykjavík. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA EFNAHAGSMÁL Sendinefnd Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins kemur hingað til lands á morgun og verður til 10. mars. Þetta hefur verið stað- fest af fjölmiðlafulltrúa sjóðsins. Gerð verður úttekt á framgangi yfirvalda við að fylgja áætlun sem fyrir liggur og er forsenda fyrir 2,1 milljarða dala fyrir- greiðslu sjóðsins. Mark Flanagan fer fyrir nefndinni og mun hún gera hérlendum fjölmiðlum grein fyrir afrakstri vinnu sinnar í lok ferðar. - jse Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: Kemur á morg- un, fer 10. mars VINNUMARKAÐUR Kjararáð hefur ákveðið almenna lækk- un launa embættismanna, sem undir kjararáð heyra, annarra en dómara og skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands en þessir hópar höfðu mótmælt kröftuglega í umsögn sinni til Alþingis. Heildarlaun þeirra sem eru með 1.125 þúsund krónur á mán- uði lækka um fimmtán prósent og heildarlaun sem eru 450 þúsund á mánuði lækka um fimm prósent. Enginn lækkar meira en fimmt- án prósent. Ákvörðun kjara- ráðs verður birt embættismönn- um með bréfum sem send verða hverjum og einum. - ghs Embættismenn: Launin lækka um 5-15 prósent ALÞINGI Það „blasir við að umsvif í bankakerfinu hafa minnkað það mikið að bankarnir eru of margir eða of stórir og það verður að taka á því máli“, sagði Gylfi Magnús- son viðskiptaráðherra á þingi í gær. Var þetta svar við fyrirspurn Ólafar Nordal um hvort standi til að sameina ríkisbankana. Gylfi sagðist telja að einhver fækkun bankastofnana yrði frá því sem nú er, en enga ákvörðun sé búið að taka um sameiningu. Þá sagði Gylfi að verið sé að skoða aðkomu erlendra kröfuhafa að íslenskum bönkum. Það yrði jákvætt ef þeir myndu eignast einhvern hlut í bönkunum. - ss Gylfi Magnússon: Bankar of stórir eða of margir FJÖLMIÐLAR Nefnd um fjölmiðla- markað hittist á ný á mánudag. Nefndin var skipuð í tíð fyrrver- andi menntamálaráðherra, Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur, en nú hafa orðið mannabreyting- ar í henni. Nefndin er ekki síst að skoða stöðu Ríkisútvarpsins og aðkomu þess að auglýsingamarkaði. Nefndin fer einnig yfir stöð- una almennt á fjölmiðlamark- aði. Nefndina skipa Sigtryggur Magnason, Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir, Birgir Guðmundsson, Magnús Þór Hafsteinsson og Skúli Helgason. - kóp Nýmönnuð RÚV-nefnd: Fundað aftur um fjölmiðla RÍKISÚTVARPIÐ Nefnd um fjölmiðla og stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamark- aði hefur hist á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÖLVUR „Það rignir inn til okkar fyrirspurnum frá foreldrum, þar sem þeir velta fyrir sér hvort þeir eigi að leyfa börnunum sínum að skrá sig á Face- book,“ segir Guðberg K. Jónsson, verkefnastjóri hjá vakningarátakinu SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni). Vinsældir Facebook-félagsvefsíðunnar hafa nýverið teygt sig niður í yngstu aldurshópana. Að sögn Guðbergs hefur það ágerst síðustu vikur að börn hætti að nota MySpace-félagsvefsíðuna, sem notið hefur mikilla vinsælda síðustu ár, og færi sig yfir á Facebook. „Við fáum fyrirspurnir daglega frá foreldrum, og þetta er auðvitað erfið spurning. Að sjálfsögðu er það á ábyrgð foreldra hvað þau leyfa börnum sínum að gera á netinu. Ef þessar síður eru notaðar á skynsamlegan og uppbyggilegan hátt, og það kemur ekki niður á náminu og öðrum tómstund- um, þá er þetta mjög jákvæður hlutur fyrir unga og aldna.“ Viðmiðin sem Facebook notast við er að börn undir þrettán aldri geti ekki skráð sig á síðuna án þess að ljúga til um aldur. Guðberg hvetur því foreldra til að fylgjast vel með Facebook-notkun afkvæmanna. „Það er tiltölulega auðvelt að nýta sér öll þau öryggisatriði sem boðið er upp á varðandi persónuupplýsingar og slíkt. Einnig er sjálfsagt að foreldrar skilgreini aðganginn með börnum sínum, og gott er að foreldrar barna í bekkjum setji sam- eiginlegar reglur um netumgengni barnanna,“ segir Guðberg K. Jónsson. - kg Notkun Facebook-félagsvefsíðunnar hefur færst mjög í aukana hjá börnum: Fyrirspurnunum rignir inn FACEBOOK Verkefnastjóri SAFT brýnir fyrir foreldrum að fylgjast vel með net- notkun barna sinna. GUÐBERG K. JÓNSSON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.