Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.02.2009, Blaðsíða 20
2 25. febrúar 2009 MIÐVIKUDAGUR Eins og okkar ágætu þjóð hættir til þá hefur umræðan um Evrópusambandið og hags- muni Íslands farið út um víðan völl undanfarið og að mörgu leyti misst marks. Hún hefur til að mynda í engu beinst að þeim þáttum sem voru til umfjöllunar á merkri ráðstefnu sem Samband ísl. sveitarfélaga hélt í samvinnu við samgöngu- og iðnaðarráðu- neytið í Borgarnesi á dögunum um íslensk byggðamál á kross- götum. Úr þessu vill ríkisstjórnin bæta og hefur því skipað sér- staka nefnd undir formennsku Smára Geirssonar, sem kunn- ur er af sveitarstjórnarstörfum sínum, til að fara yfir byggða- stefnu ESB og þá hagsmuni sem þar kunna að vera í húfi fyrir Ísland. Ástæða er til þess að vekja sérstaka athygli á því að þau ríki ESB sem við helst berum okkur saman við verja almennt stærstum hluta þess fjár sem kemur úr hinum sam- eiginlegu sjóðum ESB í byggðaá- ætlanir sínar til verkefna á sviði rannsókna og þróunar. Það vekur auðvitað athygli þegar kafað er ofan í þessa þætti innan Evrópusambandsins hve gríðarlegu fjármagni er veitt til uppbyggingar í hinum dreifðu byggðum aðildarríkja. Þannig er gert ráð fyrir að á tímabilinu 2007 til 2013 verji ESB úr sínum sameiginlegu sjóðum alls um 350 milljörðum evra til þessa mála- flokks auk 70 milljarða evra sem sett eru í sérstök byggðaverkefni í landbúnaðarhéruðum. Stórt framfaraskref Vissulega fara um 2/3 þessa fjár- magns til þeirra ríkja og svæða sem lakast standa efnahagslega í A-Evrópu og á Spáni, Grikk- landi og Portúgal. Eftir stendur hins vegar verulegt fjármagn til annarra svæða innan ESB sem reynst gæti Íslandi mikilvægt ef á reyndi. Nefni ég hér sem dæmi að Írar fá til ráðstöfunar 750 milljónir evra eða á annað hundrað milljarða króna á þessu tímabili og frændur okkar Finn- ar tvöfalt meir. Á móti þessu framlagi koma svo framlög ríkj- anna sjálfra. Við aðild Finna var sérstakt tillit tekið til þess hversu dreif- býlt landið var og fengu þeir hærri byggðastyrki fyrir vikið. Í Finnlandi búa að meðaltali 17 íbúar á hvern ferkílómetra, en einungis 3 á Íslandi og innan við 1 að meðaltali, ef hægt er að taka þannig til orða, sé litið til Íslands utan höfuðborgarsvæðisins. Í þessu felast gríðarlega spennandi möguleikar. Við erum reynsluboltar á þessum sviðum; okkar fólk á vísinda- og rann- sóknasviðinu hefur sýnt áræði og er eftirsótt í samstarfsverk- efnum í áætlunum ESB. Það verður ekkert öðru vísi í byggða- málunum. Það ber heldur ekki að und- anskilja að við höfum tekið þátt í afmörkuðum verkefnum undir Norðurslóðaáætlun ESB und- anfarin ár og Ísland komið þar að alls 28 aðalverkefnum. Það vekur auðvitað sérstaka athygli að þar voru lykilaðilar hér á landi af landsbyggðinni. Þessi verkefni skilja eftir sig reynslu, þekkingu og umfram allt tæki- færi til frekari sóknar fram á við. Þetta staðfestir einfaldlega að okkur munu verða allir vegir færir innan ESB og aðild mun verða stórt framfaraskref fyrir hinar dreifðu byggðir landsins, eins og margir sem mest hafa unnið að mótun byggðastefnu í landinu hafa raunar lengi hald- ið fram. Er það ekki þess virði að við höfum þetta í huga og skoðum þetta nánar þegar við metum kosti og galla þess að stíga skref í átt til aðildar að ESB? Hér er að finna slagkraft fyrir byggðirn- ar. Þetta gerir engin kraftaverk en ef við sækjumst eftir frekari fjölbreytni, traustari grundvelli, festu og stöðugleika sem hvatn- ingu fyrir fyrirtæki og einstakl- inga til að helga sig uppbyggingu á landsbyggðinni þá er þarna leið til að feta. Útflutningshugsun í öndvegi Í kjölfar krónu- og bankahruns þurfum við nú á næstu árum að einbeita okkur að útflutnings- hugsun og leggja af hugarfar útrásarvíkingsins. Hagfræði næstu ára er einföld: Við þurfum að flytja meira út en inn og nota mismuninn til þess að greiða niður skuldir og efla okkar hag. Við þurfum að skapa ný störf í sjávarútvegi, iðnaði og ferðaþjónustu sem verða aflvélar atvinnulífsins á næstunni. Til þess að svo geti orðið þá verður að skapa traust á gjaldmiðlinum sem við notum og bærilegan stöðugleika í efna- hagslífinu svo útflutningsfyrir- tæki leggi í að fjölga starfsfólki á Íslandi. Við getum ekki látið íslensk fyrirtæki keppa í klofs- tígvélum krónunnar í sprett- hlaupinu á mörkuðum heimsins. Eina færa leiðin er Evrópuleiðin að upptöku evru sem framtíðar- gjaldmiðli. Landsbyggðin gegnir lykil- hlutverki í atvinnulífi næstu ár enda hefur fólksflutningum þaðan linnt og straumurinn er jafnvel að snúast við miðað við tölur síðasta árs. Þar er sam- ansöfnuð þekking sem snýr að okkar auðlindum og nýtingu þeirra en þar tel ég að mikil- vægir möguleikar liggi enn hvort heldur við horfum til sjáv- ar eða lands. Mikið hefur verið rætt um hagsmuni sjávarútvegs- ins sem skiptir sköpum fyrir byggðir landsins. Það er mitt mat að hámörkun á virði okkar sjávarauðlinda verði ekki náð nema með fullum og óheftum aðgangi að okkar stærsta mark- aði innan Evrópusambandsins fyrir sjávarafurðir. Ný atvinnutækifæri Hafa ber í huga að gríðarleg verðmætaaukning hefur orðið í útflutningi okkar á sjávarafurð- um á Evrópumarkað undanfar- in ár. Við höfum nýtt okkur afar vel þá opnun markaða ESB sem varð í lok tíunda áratugarins með afnámi heilbrigðiseftirlits á landamærum. Það gerði okkur kleift að markaðssetja beint vörur í dýrari kanti markaðar- ins sem skilaði okkur enn meiri tekjum. Aflasamdrátt unnum við upp með meiri gæðum. Þessi verðmæti má enn auka en til að svo megi verða hljótum við að horfast í augu við það að aðild að ESB er óhjákvæmileg. Í vaxandi fullvinnslu sjávarfangs felast nýir tekjumöguleikar og ný atvinnutækifæri sem án efa gætu skapast um landsbyggð- ina með fullum og tollfrjálsum aðgangi að markaði ESB. Það bendir margt til þess að við fáum viðunandi lausn í samn- ingum við ESB um stjórnun fisk- veiðiauðlindarinnar. Ekki bara sérlausnir annarra ríkja sem sótt hafa um aðild heldur liggur fyrir að ESB vill þróa sína sjáv- arútvegsstefnu í átt að okkar og Norðmanna. Við verðum fyrir- myndin við endurskoðun sjávar- útvegsstefnunnar árið 2012. Fullkomið tollfrelsi þýðir ekki bara hálfur milljarður í lægri tolla miðað við núverandi útflutn- ingsmynstur. Stóraukin tækifæri til aukinnar fullvinnslu og meiri verðmætaaukningar skapast. Við aðild myndi allt pappírsve- sen á landamærum ESB hverfa algjörlega. Það yrði jafnauðvelt að flytja fisk frá Vestmannaeyj- um til Bremen og frá Eyjum til Þorlákshafnar. Hversu mikill kostnaður og tími myndi spar- ast við þessa breytingu? Ný sóknarfæri Mér er kunnugt um að fyrir nokkrum árum leitaði útflutn- ingsfyrirtæki til utanríkisþjón- ustunnar með rangtollun frá einu aðildarríkja ESB uppá vas- ann. Reikningurinn hljóðaði upp á milljón evra og hafði staðið í lögfræðingsstappi í meira en ár. Eitt dæmi af mörgum sem leyst- ist reyndar farsællega. En ég bendi bara á þetta og fullyrði að framlegðaraukningin við það að losna við pappírsfarganið hleyp- ur örugglega á mörg hundruð milljónum og sennilega á nokkr- um milljörðum. Ég hvet því sjávarútveginn hringinn í kringum landið að íhuga alvarlega þau sóknarfæri sem felast í því að verða fullgild- ur aðili að okkar stærsta mark- aði og í fyllingu tímans með einn gjaldmiðil á þeim markaði. Þegar upp er staðið mun það verða okkar atvinnulífi og heimilum til mestra hagsbóta. ESB-aðild leys- ir grundvallarvandamál sem við er að etja í íslenskum þjóðarbú- skap og þótt hún kunni að valda okkur vissum vanda á sumum sviðum þá er þar um að ræða viðráðanlega aðlögun og úrlausn- arefni sem við getum glímt við. Á Evrópuleiðinni er mikilvægast að við höldum til haga og verj- um þá lykilhagsmuni sem tengj- ast okkar auðlindum og nýtingu þeirra. Þar eru góðar líkur á að hagfelld niðurstaða geti náðst enda þótt margir haldi sig við það í lengstu lög að semja við sjálfa sig um annað. ESB sem aflvél byggðanna Evrópumál ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Iðnaðar- og utanríkisráðherra Það er mitt mat að hámörkun á virði okkar sjávarauðlinda verði ekki náð nema með fullum og óheftum aðgangi að okkar stærsta markaði inn Evrópusam- bandsins fyrir sjávarafurðir. Reykjavíkurvegi 64 - 220 - Hafnarfjörður Sími 5550944 - Fax 5654055 - Netfang: hlif@hlif.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Auglýsendur vinsamlegast hafi ð samband við: Bjarna Þór Sigurðsson - sími: 512-5471 & 822-5062 - bjarnithor@365.is Stjórnarskrá Íslands Afl landsbyggðarinnar Össur Skarphéðinsson: Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt í klofstígvélum krónunnar í sprett-hlaupinu á mörkuðum heimsins., að mati iðnaðar- og utanríkisráð-herra. Eina færa leiðin sé Evr-ópuleiðin að upptöku evru sem framtíðar gjaldmiðli. Hann telur að með aukinni fullvinnslu sjávarfangs felist nýir tekjumöguleikar fyrir landsbyggðina í fullum og tollfrjáls-um aðgangi að markaði ESB. Umræða á villistigumGunnar Karlsson: Hefði beint lýðræði forðað Íslandi frá efnahagslegum óförum? Lík-lega ekki, segir Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði. Fulltrúalýð-ræði Vesturlanda er sannarlega ófullkomið segir hann en væri ekki vænlegra ef við reyndum að tala okkur í átt til lausnar innan þess, í stað þess að hafna því fyrir eitthvað sem við vitum lítið hvert kann að leiða? Betra Ísland Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Birkir Jón Jónsson og Eygló Harð-ardóttir: Öll rök hníga að því að lækka stýri-vexti, að mati forystu Framsóknar-flokksins, sem reifar nýjar tillögur flokksins í efnahagsmálum. Þau telja forsendur fyrir Íbúðalánasjóð að fella niður 20 prósent skulda og vilja að erlendir kröfuhafar eignist hlut í bönkunum. Stjórnmál verði þó að hætta að snúast um smámuni. EFNI BLAÐSINS MIðvikudagur 25. febrúar 2009 Í einu af grundvallarritum síðari tíma lög-fræði, The Province of Jurisprudence Determined (1832), taldi höfundurinn, John Austin, að stjórnlög væru í raun réttri ekki eiginleg lög, enda væru afleiðingar brots gegn þeim aðeins pólítískar og siðferðileg-ar. Hvað sem segja má um kenningu Austins, varpar hún ljósi á mikilvægt einkenni stjórn-laga: Þeim verður ekki framfylgt og virðing við þau tryggð með sama (einfalda hætti) og almenn lög. Ástæðan er sú að í stjórnlögum er einmitt kveðið á um stofnun og skipan þess samfélagsvalds sem stendur að baki hvers kyns lagareglum samfélagsins og tryggir framkvæmd þeirra. Í þessu felst raunar einn-ig það meginviðfangsefni stjórnlaga að beisla þetta vald og koma í veg fyrir misbeitingu þess. Hollusta við grunngildin En hvað koma okkur við pælingar réttar-heimspekinga um eðli stjórnlaga? Jú, grein-ing fræðimanna á stjórnlögum, svo og (hin tiltölulega stutta) saga ritaðra stjórnarskráa, hnígur öll að sömu niðurstöðu: Orð og texti stjórnarskráa eru til lítils ef ekki er fyrir hendi hollusta við grunngildi stjórnskipun-arinnar, þ.e. stjórnmálasiðmenning þar sem skilningur ríkir á því að hver stofnun þarf að virða sín stjórnskipulegu mörk. Í ljósi glað-beittra yfirlýsinga undanfarið um meinbugi á íslensku stjórnarskránni og að sjálfsagt sé að huga að grundvallarbreytingum, t.d. varð-andi þingræði og hlutverk forsetans, á vett-vangi stjórnlagaþings er óhjákvæmilegt að spyrja hversu hollir Íslendingar hafa verið núgildandi stjórnarskrá. Hugleiðum eftirfar-andi dæmi: Orðalag 26. gr. stjórnarskrárinnar um málskotsrétt forsetans er skýrt og í stjórn- skipulegu samhengi gegnir ákvæðið þýð-ingarmiklu hlutverki við dreifingu valdsins – forsetinn er eina stofnunin sem getur grip-ið (lagalega) inn í lagasetningarferli þings-ins og þannig veitt „ráðherraræðinu“ aðhald. Sömuleiðis fer tilefni ákvæðisins ekki á milli mála (þ.e. afnám konungsveldis og stofnun lýðveldis) og tiltæk lögskýringagögn (athuga-semdir við frumvarp og umræður) styðja ótvírætt orðalagið. Allt þetta kom þó ekki í veg fyrir, þegar reyndi á ákvæðið fyrir alvöru, í svokölluðu fjölmiðlamáli árið 2004, að lá við stjórnskipulegri kreppu vegna rétt-aróvissu um raunveruleg völd forsetans. Þótt þeim, sem vildu valdreifingu og hlut forseta lýðveldisins í stjórnskipuninni sem minnst-an, hafi ekki tekist ætlunarverk sitt, höfðu þeir þó það upp úr krafsinu að flestir telja nú að vafi ríki um túlkun 26. gr. stjórnarskrár, skýra þurfi hlutverk forsetans að þessu leyti eða þá fella það niður. Sú rödd heyrist hins vegar hvergi að sýna mætti ákvæðinu og rökum þess hollustu, m.a. með þeim hætti að setja almenn lög því til skýringar og fram-kvæmdar. Stjórnskipuleg óvissuferð Er það sanngjörn niðurstaða að stjórnarskrá-in hafi brugðist íslensku samfélagi í megin-atriðum og það hljóti að vera óhjákvæmileg-ur þáttur í viðreisn Íslands að byrja hér upp á nýtt? Eða hefur okkur hugsanlega mistek-ist að sýna núgildandi stjórnarskrá nægi-lega hollustu og ræktarsemi? Hér verður því haldið fram að án skilnings og trúnaðar við grunngildi stjórnskipunarinnar sé hætt við að ný stjórnarskrá fögur ásýndar verði létt á metunum og þegar frá líði geti sótt í gamalt far. Yfirvegaðar breytingar á afmörkuðum atriðum stjórnarskrárinnar eru af hinu góða og það eru vissulega atriði í íslenskri stjórn-skipun sem þarf að koma til betri vegar. Öðru máli gegnir um stjórnskipulega óvissuferð á umbrotatímum sem kann að lykta með því Hefur stjórnarskráin brugðist? SKÚLI MAGNÚSSON Lögfræðingur NÝJA ÍSLAND - HVENÆR KEMUR ÞÚ? Hálfköruð háhýsi og átök milli lögreglu og mótmælenda hafa sett svip sinn á Ísland eftir bankahrunið síðasta haust. Á þingi er boðið í nefið. Eldhúsdagur er nýtt vikulegt fylgirit Fréttablaðsins sem leggur áherslu á umræðu og skoðanaskipti um stjórnmál og þjóðmál . Leitast verð-ur við að birta vandaðar og upp-lýsandi greinar um ýmis álitamál. Leitað verður eftir sjónarmiðum valinkunnra einstaklinga auk þess sem senda má gagnorðar greinar á netfangið greinar@frettabladid.is. Afl landsbyggðarinnar Össur Skarphéðinsson: Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt í klofstígvélum krónunnar í sprett-hlaupinu á mörkuðum heimsins., að mati iðnaðar- og utanríkisráð-herra. Eina færa leiðin sé Evr-ópuleiðin að upptöku evru sem framtíðar gjaldmiðli. Hann telur að með aukinni fullvinnslu sjávarfangs felist nýir tekjumöguleikar fyrir landsbyggðina í fullum og tollfrjáls-um aðgangi að markaði ESB. Umræða á villistigumGunnar Karlsson: Hefði beint lýðræði forðað Íslandi frá efnahagslegum óförum? Lík-lega ekki, segir Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði. Fulltrúalýð-ræði Vesturlanda er sannarlega ófullkomið segir hann en væri ekki vænlegra ef við reyndum að tala okkur í átt til lausnar innan þess, í stað þess að hafna því fyrir eitthvað sem við vitum lítið hvert kann að leiða? Betra Ísland Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Birkir Jón Jónsson og Eygló Harð-ardóttir: Öll rök hníga að því að lækka stýri-vexti, að mati forystu Framsóknar-flokksins, sem reifar nýjar tillögur flokksins í efnahagsmálum. Þau telja forsendur fyrir Íbúðalánasjóð að fella niður 20 prósent skulda og vilja að erlendir kröfuhafar eignist hlut í bönkunum. Stjórnmál verði þó að hætta að snúast um smámuni. „Eldhúsdagur“ er nýtt vikulegt fylgirit Fréttablaðsins sem leggur áherslu á umræðu og skoðanaskipti um stjórnmál og þjóðmál. Leitast verður við að birta vandaðar og upplýsandi greinar um ýmis álitamál. Leitað verður eftir sjónarmiðum valinkunnra einstaklinga auk þess sem lesendur geta sent inn gagnorðar greinar á netfangið greinar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.