Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur 4. apríl 1992 68. tbl. 76. árg. VEkÐILAUSASOLU KR. 110.- Frumvarpið um að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög verður ekki flutt á þessu þingi: Davíð neitar Jóni um að leggja fram frumvarpið Ekkert verður af því að ríkisstjómin leggi fram framvarp um breytt rekstrarfyrirkomulag ríkisbankanna, en það felur í sér að bönkunum verði breytt í hlutafélög. Davíð Oddsson forsæt- isráðherra segir að framvarpið verði ekki lagt fram nema allir ráðherrar ríkisstjómarinnar styðji framvarpið. Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra er mjög andvíg framvarpinu og því verður ekkert af því að það verði lagt fram. Veruleg andstaða er við frumvarp- ið, sem Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra flytur, í báðum stjórnar- flokkunum. Þingflokkur Alþýðu- flokksins hefur ekki heimilað að frumvarpið verði lagt fram. Sjálf- stæðismenn hafa samþykkt að frumvarpið verði lagt fram en veru- leg andstaða er innan þeirra raða við frumvarpið. Davíð Oddsson hefur stutt viðskiptaráðherra í viðleitni hans við að fá stjórnarliða til að samþykkja frumvarpið. Hann mun hins vegar hafa metið stöðuna þann- ig að vonlaust væri að samstaða ná- ist um frumvarpið að sinni og því tók hann þann kostinn að fresta málinu. Davíð mun hafa séð að frek- ari tilraunir til að þvinga stjórnar- þingmenn til að samþykkja frum- varpið myndu aðeins leiða til frekari ólgu og klofnings í herbúðum ríkis- stjórnarinnar. Sjónarmið andstæðinga frum- varpsins er að lögfesta verði frum- varp um samkeppni og hringa- myndun áður en bankafrumvarpið verður lögfest. Veruleg hætta sé á að bankinn komist í hendur á fáum eignamiklum aðilum. Jóhanna Sig- urðardóttir hefur auk þess lagt áherslu á að kannað verði hvaða áhrif breytt rekstrarform bankanna hafí á atvinnurekstur á landsbyggð- inni, réttindi og hag starfsmanna bankans, hlutabréfamarkaðinn og vaxtastig. Þingmenn sem Tíminn ræddi við Aukin þjónusta við lesendur I dag hefja göngu sína í Tímanum fjór- ar nýjar teiknimyndasögur frá hinu virta fyrirtaekið London News Service í Bretlandi. Þessar nýju söguhetjur hafa skemmt lesendum News of the World með góð- um árangri um árabil og bjóðum við þær velkomnar á síður Tímans. í ís- lenskri þýðingu hafa myndasögumar hlotið nöfnin, Magnús, Gunnar og Sám- ur, Árbæjarvaktin og Sæfmnur Sæfari. Eins og kunnugt er hafa teiknimynda- sögur ekki birst í Tímanum nú um skeið og vonum við að þessi aukna þjónusta falli lesendum blaðsins vel. Sjá blaðsíðu um þetta mál undruðust nokkuð ákafa Jóns Sigurðssonar að koma frumvarpinu fram. Þeir bentu á að skynsamlegast hefði verið fyrir hann að fresta málinu til haustsins í von um að í sumar verði hægt að fínna leiðir til samkomulags um málið. Jafnframt gæfist þar með tími til að kanna áhrif samþykktar frumvarps- ins á landsbyggðina, starfsmenn bankans og vexti eins Jóhanna hefur lagt áherslu á að gert verði. Viðmæl- endur Tímans bentu á að með ákafa viðskiptaráðherra sé hann búinn að opinbera ágreining í ríkisstjóminni og þingflokki sínum. Jóhanna Sigurðardóttir. Hugsanlegt er að ástæðan fyrir því hvað Jón sækir þetta mál fast nú sé sú að hann ætli sér ekki að dvelja Jón Sigurðsson. mjög lengi enn í pólitík og vilji koma þessu áhugamáli sínu í höfti áður en hann hverfurjif vettvangi stjórnmálanna. Má í þessu sambandi minna á endurteknar vangaveltur manna um að Jón ætli sér að gerast bankastjóri Seðlabankans þegar Jó- hannes Nordal hættir. Deilurnar um frumvarpið um breytt rekstrarform ríkisbankanna hefur opinberað ágreining í Alþýðu- flokknum. Ágreiningur er um mörg fleiri mál. Nægir að minna á skóla- gjöld, breytingar á Lánasjóði ís- lenskra námsmanna og almennar áherslur í velferðarmálum. Viðmæl- endur Tímans sögðu margt benda til að átökin í Alþýðuflokknum eigi eft- ir að aukast eftir því sem nær dregur flokksþingi flokksms sem haldið verður í haust. Almennt er talið að Jóhanna Sigurðardóttir rí?i miklu um það hvaða áherslur flokkurinn leggur á flokksþinginu og að hún hafi pólitískt líf flokksformannsins í hendi sér. í þessu sambandi er rétt að minna á hörð orðaskipti milli Jó- hönnu og Jóns Baldvins á síðasta flokksþingi. -EÓ Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar, er ómyrkur í máli um framgöngu forystu verkalýðshreyfingarinnar í undangengnum kjarasamningaviðræðum: „Verkalýðshreyfingin vanmetur eigin styrk“ Halldór Björnsson, varaformaöur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, telur að forysta verkalýðshreyfing- arinnar vanmeti styrk hreyfingar- innar. Hann segir að atvinnurek- endur og ríkisvaldið hafi haft allt frumkvæði í undangengnum kjara- samningaviðræðum og hrakið verkalýóshreyfinguna undan sér á öllum vígstöðvum. Ekkert hafi ver- ið gert til að telja kjark í launafólk, þvert á móti hafi forystumenn launamanna beint og óbeint tekið undir bölmóðstal atvinnurekenda og ríkisstjómarinnar. Halldór er í hópi þeirra forystu- manna innan ASÍ sem vilja sýna meiri hörku í samskiptum við at- vinnurekendur. Hann hefur innan miðstjómar ASÍ, þar sem hann á sæti, hvatt til þess að verkalýðs- hreyfingin sýni styrk sinn og þrýsti á vinnuveitendur með beinum að- gerðum. í vetur íór hann fyrir fé- lögum í Dagsbrún sem fóru í nokk- ur skyndiverkföll til að þrýsta á um gerð sérkjarasamninga. Um stöðuna í kjaraviðræðunum eins og hún horfir við forystu Dags- Af fundi verkalýðshreyfingarinnar. brúnar í dag sagði Halldór: „Við höfum ekki fengið nein viðbrögð við okkar sérkröfum. í þeim málum hefur ekkert gerst síðan í viðræð- um sem fóru fram í desember, en þá leystist einn samningur af þessum svokölluðum sérsamningum. Aðrir samningar hafa verið í biðstöðu. Dagsbrún á mjög erfitt með að gangast inn á einhvem lélegan heildarkjarasamning með alla okk- ar sérsamninga opna. Við treystum okkur tæpast til að mæla með sam- þykkt slíks samnings við okkar fé- lagsmenn og ólíklegt að þeir muni samþykkja hann jafnvel þó við gerðum þaö.“ Halldór sagði að at- vinnurekendur og ríkisstjómin hefðu haft allt frumkvæði í kjara- málunum allt frá því haust. Þá hafi forysta vinnuveitenda reynt að koma inn svartsýni og bölmóði hjá þjóðinni, m.a. til að draga kjark úr launafólki og forystu verkalýðs- hreyfingarinnar. Svo virtistsem það hafi tekist. Sama hafi ríkisstjómin gert. Verkalýðshreyfingunni hafi ekki tekist að knýja stjómina til að draga til baka niðurskurðinn í vel- ferðarkerfinu. Henni hafi einungis tekist að knýja hana til að lofa að hætta frekari niðurskurði á vissum sviðum. „Ég tel að verkalýðshreyf- ingin hafi ekki barist í þessari kjar- abaráttu í samræmi við styrk sinn. Forysta hreyfingarinnar hefúr van- metið styrk hennar," sagði Halldór. Alger biðstaða hefur verið í kjara- viðræðunum alla þessa viku. Á mánudaginn mun framkvæmda- stjóm Verkamannasambandsins koma saman til fundar og áformað er að miðstjóm ASÍ komi saman síðar í vikunni. í gær boðuðu mjólkurfræðingar yfirvinnubann frá og með næsta föstudegi. Tklið er að þetta geti raskað vinnslu og dreifingu mjólk- ur í kringum páskahátíðina. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.