Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 23

Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 23
Laugardagur 4. apríl 1992 Tíminn 23 Lögregluskilrlki Victors Estefan. úr sínum bíl og gekk í áttina til þeirra með byssuna á lofti. Douglas sagði Dennis þá að skjóta lögreglumanninn. Dennis fór út úr bílnum og skaut þremur skotum. Síðan fór hann aftur inn í bílinn og þeir bræður flúðu af vettvangi. Bíllinn hafði skemmst í eltingaleikn- um og því ákváðu þeir að losa sig við hann. Þeir lögðu honum fyrst á bif- reiðastæði við verslunarmiðstöð, en færðu hann síðan daglega til að lög- reglan fyndi hann síður. Að lokum ákváðu þeir að fara með hann á þvotta- stöð til þess að fingraför þeirra yrðu útmáð og aðeins yrðu í bílnum fingra- för starfsmanns þvottastöðvarinnar. Þeir lýstu bílnum sem grárri Mözdu 626, femra dyra, fimm gíra með sól- þaki. Þeir losuðu sig við hann en stálu síðan hvítum bíl. Bræðumir sögðu Lopez að Estefan hefði verið skotinn með stolinni .357 magnum byssu. Þeir kváðust hafa los- að sig við hana en eitthvað var á reiki á Ráðning á krossgátu hvem hátt Ýmist sögðust þeir hafa hent henni í sjóinn eða í stöðuvatn, eða jafnvel grafið hana. Lopez sagðist hafa vitað að Douglas Escobar hefði verið á flótta undan lög- reglunni vegna vopnaðra rána sem hann hafði framið. Hann sagði að Douglas hefði sagt að hann myndi skjóta sér leið út ef lögreglan reyndi að stöðva hann, því hann ætlaði sér ekki aftur í fangelsi. Fóru við jarðarför fórn- arlambsins Bræðumir höfðu fylgst vel með öll- um fréttaflutningi af morðinu og fóm jafnvel í kirkjugarðinn til að fylgjast með þegar Estefan var jarðsettur. Þeir vildu ekki missa af neinu í sambandi við þetta afrek sitt Lopez klykkti síðan út með því að segja að bræðumir hefðu hótað því að ganga af honum dauðum ef hann skýrði nokkmm frá því sem þeir hefðu trúað honum fyrir. Nú var komið að því að tala við bræð- umar. Til að byija með neituðu þeir að vita nokkuð um morðið í Miami. Dou- glas kvaðst að vísu vera bílaþjófúr og ræningi, en ekki morðingi. Hann sagði lögregluna alla tíð hafa komið illa fram við sig, en hann hefði þó alls ekki hom í síðu hennar. Þeir bræður em ættaðir frá Níkarag- va og hafði verið vísað úr landi nokkr- um ámm áður vegna glæpastarfsemi. Þeim hafði þó tekist að komast aftur inn í Bandaríkin á ólöglegan hátt Þeir áttu þar af leiðandi ekki aðeins fang- elsisdóm yfir höfði sér, heldur einnig að verða vísað aftur til síns heima. Eftir nánari yfirheyrslu gafst Douglas upp og játaði á sig aðild að morðinu á Estefan. Hann sagði alveg sömu sögu og Jose Lopez hafði sagL nema hvað hann var ekki viss hvort bróðir hans hefði skotið Estefan þrisvar eða fjór- um sinnum. Blóðblettir voru í malbikinu á staðnum þar sem Estefan var skotinn til bana. Hann sagði alveg sömu sögu um það hvemig þeir höfðu losað sig við bílinn, en hafði miklar áhyggjur af því að fingraför þeirra bræðra kynnu að hafa orðið eftir á bensínlokinu. Hann iðraðist einskis nema þess helst að hafa gert Jose Lopez að trúnaðar- manni sínum. Dennis játar loks Dennis var erfiðari viðureignar en bróðir hans. Hann kvaðst vita að bróð- ir hans, Douglas, hefði orðið Estefan að bana, en sjálfur hefði hann ekki verið viðstaddur. Honum var sagt að Douglas hefði skýrt lögreglunni frá því sem gerst hefði og þá vildi Dennis endilega fá að vita hvað hann hefði sagt. Lögreglumennimir ákváðu þá að ganga út, en Dennis kallaði þá til baka og vildi halda áfram að ræða málin. Við yfirheyrslumar kom í Ijós að frænka þeirra bræðra hefði haft vitn- eskju um að þeir hefðu myrt Estefan. Hún hafði verið yfirheyrð áður, þar sem hún bjó rétt hjá morðstaðnum og var talin hugsanlegt vitni. Nú kom í ljós að hún hafði farið með bræðmn- um þegar þeir fóm til þess að losa sig við byssuna. Hún taldist því samsek. Dennis Escobar hafði miklar áhyggj- ur af þessari frænku sinni og eftir miklar málalengingar ákvað hann að játa ef tryggt yrði að aðild hennar að málinu yrði látin niður falla. Tálið var sannað að Jose Lopez hefði enga aðild átt að því er skotið var á lögreglumennina í San Luis. Enn- fremur hafði hann verið mjög sam- vinnuþýður við lögregluna við að leysa málið og var hann því Iaus allra mála. Þungur dómur En það sama varð ekki sagt um þá Dennis og Douglas Escobar. Fyrst komu þeir fyrir rétt í Kalifomíu fyrir morðtilraun gagnvart tveimur lög- reglumönnum. Þeir vom báðir sekir fundnir. Að því loknu vom þeir framseldir til Flórída til að svara til saka fyrir morð- ið á Estefan lögreglumanni. Þeir vom ákærðir um morð af fyrstu gráðu, stórþjófhað, ólöglegan vopna- burð og að hafa borið vopn í glæpsam- legum tilgangi. Kviðdómur úrskurðaði að þeir væm báðir sekir um öll ákæmatriði. Þá kom til kasta dómarans. Hann ákvað að þeir skyldu báðir dæmdir til dauða í rafmagnsstólnum. Þeir em nú báðir á dauðaganginum í fangelsi í Flórída og bíða þess að dóm- inum yfir þeim verði fullnægt. Victors Estefan mun ávallt verða minnst sem góðs lögregluþjóns og góðs manns í röðum lögreglumanna í Flórída. Lögreglumennimir tveir sem stjóm- uðu rannsókninni vom heiðraðir sér- staklega fyrir góða framgöngu við Iausn málsins. Það er þó heiður sem þeir vilja ekki verða aðnjótandi oftar, því fátt er lögreglumönnum erfiðara en rannsókn á morði félaga þeirra. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverk- fræöings, óskar eftir tilboöum i fullnaðarfrágang undir malbik viö frjáls- fþróttaaðstööu i Laugardal. Helstu magntölur eru: Gröftur 5.000 m3 Pipulagnir 900 m Frágangur rennu 1.000 m Steinsteypa 100 m3 Raflagnir 1.500 m Snjóbræðslulagnir 800 m Frágangur undir malbik 6.600 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuö á sama stað þriöjudaginn 21. apríl 1992, kl. 15.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Skólaskrifstofu Revkjavíkur, óskar eftir tilboöum ( endurnýjun á 42 gluggum á Laugarnesskóla við Reykjaveg. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vomi, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miövikudaginn 15. apríl 1992, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverk- fræðings, óskar eftir tilboðum í málun innanhúss á um 6.000 m2 i (þrótta- miöstööina í Grafarvogi. Hluta verksins á að vera lokiö 15. ágúst 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboöin verða opnuð á sama staö miövikudaginn 22. apríl 1992, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Borgarverkfræðingsins i Reykjavík, óskar eftir tilboðum í gerð hringtorgs á gatnamótum Reykja- vegar, Sigtúns og Engjavegar. Ennfremur að undirbúa hluta af Engjavegi undir malbik og hellulögn ásamt ýmiss konar frágangi. Verklok 15. ágúst 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vom, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboöin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 21. apríl 1992, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverk- fræöings, óskar eftir tilboðum f byggingu 4. áfanga Selásskóla. Húsiö er 789 fermetrar og 3.627 rúmmetrar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á sama staö þriðjudaginn 5. maf 1992, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.