Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. apríl 1992
Tíminn 7
„Ég hef þó meira gaman af aö vera meö á veiöum en aö skjóta sjálfur. “
(Tímamynd Árni Bjarna)
„Ég er fæddur 1949 í litlu þorpi
nærri Sevilla sem heitir Herr-
era,“ segir Manuel. „Ég lærði
þó ekki uppstoppun í Sevilla
heldur í Barcelona, en þar er
stórt og vandað safn uppstopp-
aðra dýra. Ég hóf að nema
þetta nítján ára, en varð að bíða
nokkuð eftir að fá verkefni
sjálfur á safninu og æfði mig
því talsvert upp á eigin spýtur.
Alls tók námið fimm ár.
Naut og frægir nauta-
banar
Jú, það voru talsvert önnur
dýr sem við fengumst við þar
úti, þar á meðal voru oft nauts-
hausar sem frægir nautabanar
höfðu lagt að velli. Það voru
aðdáendur þeirra sem komu
með þá til okkar. Mest var ann-
ars um fugla. Stundum bárust
villidýr og m.a. stoppuðum við
upp ljón fyrir Salvador Dali,
sem var mjög góður vinur
meistara míns. Nei, Dali mun
nú ekki hafa ætlað ljónið sem
skrautmun heima hjá sér, held-
ur til auglýsinga. Hann var
mikið í því að auglýsa sjálfan
sig og lét taka myndir af sér
ásamt ljóninu á Ritz- hótelinu í
Barcelona. Líklega hefur hann
svo gefið það einhverjum. Það
var alltaf margt af ungum
stúlkum með honum þegar
hann kom í heimsókn, þótt
hann væri orðin fjörgamall. En
svona eru margir miklir lista-
menn ungir í anda.
Vilja láta stoppa upp
dýr sem þeir hafa
skotið sjálfir
Ég kom til íslands 1973 að
starfa við dýrasafn og þá kynnt-
ist ég konunni minni. Við fór-
um til Spánar en snerum svo
hingað aftur eftir hálft ár og
hér höfum við'síðan búið. Nú í
maí hef ég verið á íslandi í tutt-
ugu ár. Við eigum eina dóttur.
Þótt fyrir komi að ég stoppi
upp naut, þá er það sjaldgæfara
en á Spáni! Einkum stoppa ég
upp íslenska fugla, rjúpur,
máva, hrafna og gæsir. Margir
vilja líka stoppa upp dýr eða
hausa af dýrum sem þeir sjálfir
hafa skotið. Minnst er að gera
hjá mér frá áramótum og fram
undir vor, en þá eykst vinnan.
En alltaf berst eitthvað. Hér
er ég nýlega búinn að ljúka við
hreindýr sem fer á einkasafn á
Norður-Spáni. íslenska hrein-
dýrið er eina evrópska dýrið
sem eigandann vantar nú, en
hann kom hér og skaut dýrið
sjálfur. Hér er ég svo að setja
upp útselsurtu, sem skotin var
á eyjum undan Mýrum fýrir
skömmu. Það tekur um viku að
setja upp svona skepnu. Þama
er landselur og landselskópur.
Enn hef ég ekki sett upp
blöðrusel eða vöðusel, en vona
að ég fái þá einhvem tíma að
fást við.
Friðaðir fulglar
Ég set þó upp fleiri skepnur
en þær sem menn panta hjá
mér. Ég stoppa upp ýmsa fugla
fyrir minjagripaverslanir og er
salan í hlutfalli við ferða-
mannastrauminn. í fýrra var
salan lítil því ferðamenn vom
ekki nógu margir. Það em að-
eins fuglar sem ekki em friðað-
ir sem ég fæst við eins og skilja
gefur. Friðaða fugla má ekki
stoppa upp og ég verð að neita
ef menn fara fram á það. Einu
undantekningamar em vað-
fuglar sem fólk hefur fundið
dauða á víðavangi, eins og lóur.
Nei, ég hef ekki orðið þess var
að barátta fýrir dýravemd hafi
haft nein áhrif í þá átt að fækka
verkefnum hamskera, a.m.k.
ekki hjá mér.
Vandaverk
Vandasamast er að flá dýrin
og að verka skinnin rétt fýrir
uppstoppun og við það nota ég
ýmis efni, talsvert borax. Það er
nú úr tísku að nota sterk eitur
eins og arsenik, en það var gert
hér áður og reyndist krabba-
meinsvaldur. Þá er oft vanda-
verk að gera mót að skrokk
dýrsins, en því fýlgja nákvæmar
mælingar. Ekki nægir að mæla
dýrið dautt, því það fellur sam-
an við dauðann. Stundum nota
ég gips við mótagerð fýrir pla-
stefni sem skinnið er svo
strekkt á. Plastið hentar betur
en gips vegna þess hve það er
léttara. Ég hef meira gaman af
að fást við spendýr en t.d. fugla
og fiska, þótt það geti líka verið
skemmtilegt.
Hamimir em auðvitað mis-
jafnlega góðir. Verstir em
fuglahamir að fást við á haust-
in, því þá em hamirnir oft af
ungum fuglum og með blóð-
fjöðmm sem vilja detta af. ,
Fiskar em líka vandasamir
vegna roðsins, en ýmsir koma
til mín með fiska sem þeir hafa
veitt og vilja varðveita. Ég
lakka roðið á fiskunum eftir að
hafa stoppað þá upp en mála
ekki, þótt ýmsir noti þá aðferð.
Áferðin verður eðlilegri með
lökkun.
Augun í dýrin kaupi ég frá
framleiðendum í Þýskalandi og
í Ameríku. Þeir em mjög færir
í sinni grein og úrvalið er mik-
ið.
30 þúsund fyrir sel
Verðið á svona vinnu fer
auðvitað mest eftir þeim tíma
sem verkið tekur. Hreindýr
kostar um 130 þúsund að
stoppa upp, en sel um 30 þús-
und. Algengt er að það kosti 5
til 6 þúsund að stoppa upp fugl.
Fiskur getur kostað um 30 þús-
und, því við fiska er talsvert
mikil vinna.
Já, ég fer á veiðar sjálfur af
og til. Eg á góðan vin í bænda-
stétt sem lofar mér stundum að
fara með sér til hreindýraveiða.
Ég hef þó meira gaman af að
vera með á veiðum en að skjóta
sjálfur. Þá hef ég farið á veiðar
erlendis og þar á meðal fór ég
til Póllands á villisvínaveiðar
fýrir nokkm. Það var skemmti-
leg ferð og ég held að það sé
gott fýrir hamskera að sjá dýrin
í réttu umhverfi og læra að
þekkja limaburð þeirra og
háttalag.
AM
BORGARVERKFRÆÐINGURINN í REYKJAVÍK
Skúlatún 2.105 Reykjavík . Sími 91-18000
Ný símanúmer
Mánudaginn 6. apríl 1992 verðurtekin í notkun ný símstöð
hjá borgarverkfræðingnum í Reykjavík og öðrum skrifstof-
um í Skúlatúni 2 og breytast þá símanúmer þeirra.
Helstu númer verða þessi:
Aðalskiptiborð................... 63 23 00
Beint innval:
Skrifstofa borgarverkfræðings .......
Borgarskjalasafn ....................
Bílastæðasjóður .....................
Byggingadeild........................
Garðyrkjustjóri .....................
Gatnamálastjóri .....................
Húsatryggingar.......................
Manntalsskrifstofa ..................
Trésmiðja............................
Vélamiðstöð .........................
Eftirtalin símanúmer verða óbreytt til 14. apríl:
Til 14. apríl Eftir 14. apríl
Byggingarfulltrúi ..........62 33 60 63 24 30
Borgarskipulag ............. 2 61 02 63 23 40
Ráðningarskrifstofa ....... 62 33 40 63 25 80
Geymið auglýsinguna
Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík
. 63 23 10
. 63 23 70
. 63 23 80
. 63 23 90
. 63 24 60
. 63 24 80
. 63 25 20
. 63 25 50
. 63 26 00
. 63 26 32
Verkakvennafélagið Framsókn
Orlofshús
sumarið 1992
Mánudaginn 6. apríl verður byrjað að taka á móti
umsóknum félagsmanna varðandi dvöl í orlofs-
húsum félagsins.
Þeir sem ekki hafa áður dvalið í húsunum hafa
forgang til umsókna vikuna 6.-10. apríl.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu fé-
lagsins að Skipholti 50A frá kl. 9-17 alla daga.
Ath. að ekki er tekið á móti umsóknum í síma.
Vikugjald er kr. 8.000,-
Félagið á 3 hús í Ölfusborgum, 1 í Flókalundi, 1
í Svignaskarði og íbúð á Akureyri, einnig 3 vikur
á lllugastöðum.
Stjórnin
Rafstöðvar
og dælur frá
Fyrir bændur, verktaka, sumarhús o.fl.
, Bensín eða diesel
Rafstöðvar: Dælur:
12 v og 220 v 130-2000 I á mín.
600-5000 W Verð frá kr. 21.000,-
Verð frá kr. 44.000,-
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2
Sími674000