Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 24
24 Tfminn
Laugardagur 4. aprfl 1992
Subaru E-12 er ekkert ósnotur vagn og hann má eiga þaö að hann er duglegur í torfærum.
Tímamyndir; —sá
Subaru E-12 sendibíll:
Lítill vinnubíll
en notadrjúgur
Frammi í er sendibíllinn nokkuö hrár, en þó er allt á slnum staö og
allt sem þarna á aö vera, en heldur ekkert umfram það. Útsýniö er
ágætt og miöstööin er ágæt.
Tíminn reynsluók á dögunum litl-
um frambyggðum sendiferðabíl af
gerðinni Subaru E-12 með fjór-
hjóladrifi. Bflar af þessari gerð eru
vissulega ekki algengir sem einka-
eða fjölskyldubflar heldur sem
vinnubflar. Engu að síður er svona
vagn ekkert fráleitur kostur sem
fjölskyldubfll og hann er fáanlegur
sem slíkur — vel innréttaður og
með þægilegum sætum aftur í. I
þeirri útgáfu er hann ósköp þægi-
legur fyrir farþega. Rýmið er all-
gott og rennihurðirnar á hliðun-
um stórar og góðar og því afar
auðvelt að stíga inn í bflinn og út
úr honum.
Þá eru aksturseiginleikarnir alveg
þokkalegir: Subaru E-12 er sæmi-
lega rásfastur og undir stýri fer
þokkalega um ökumanninn sem
hefur ágætt útsýni fram á við og til
hliða og aftur fyrir um allgóða
hliðarspegla. Þá er bfllinn bara
nokkuð þýður miðað við hversu
lítill og léttur hann er og miðað
við það að ökumaður og framsæt-
isfarþegi sitja beint yfir framhjól-
unum.
Vélin og drifrásin eru aftur í bfln-
um eins og var í gömlu VW rúg-
brauðunum og það er líkt með
þessum tveim bflum að báðir eru
talsvert viðkvæmir fyrir hliðar-
vindi. Reynslubfllinn sem við ók-
um var auk þess með háþekju sem
gerði hann enn næmari að þessu
leyti, og enn skal talið að öskurok
var daginn sem við ókum vagnin-
um og urðu m.a. slys af þeim sök-
um uppi á Hellisheiði, en þangað
vorum við ekkert að álpast.
Sem sendiferðabfll er Subaru E-
12 ágætur til síns brúks. Á báðum
hliðum eru stórar dyr með renni-
hurðum og að aftanverðu er stór
hleri á hjörum að ofanverðu sem
opnast alveg niður að stuðara og
upp í loft. Gólfið er litlu hærra í
aftari helmingi vörurýmisins en
þess fremra, eða yfir véiinni. Að
innan er bfllinn heidur hrár, enda
svo sem ekki þörf á öðru í vörubfl.
Hliðarnar eru klæddar með gervi-
efni og þykkar plastmottur í sama
lit eru á gólfi vörurýmisins. Þá er
allur toppurinn klæddur og hljóð-
einangraður þannig að ekki er
hægt að segja að bfllinn sé hávaða-
samur þó að skýrt heyrist í vélinni
í akstri.
Vinnslan er alveg ágæt og vagn-
inn er prýðilega snarpur og tog
vélarinnar jafnt og gott yfir stóran
hluta snúningssviðsins. Við venju-
legar aðstæður er ekið í afturhjóla-
drifi en þegar færð versnar eða
hálka er á vegi er litlum rofa á gír-
stönginni þrýst niður og þá fer
bfliinn í aldrif og þá er eiginlega
hægt að þrælast allan skrattann.
Við ókum í Heiðmörk eftir slæm-
um vegum og yfir blauta og þunga
snjóskafla og það verður að segjast
að þar stóð þessi litli vinnuklár sig
með mikilli prýði og munaði þar
sannarlega um aldrifið og vitan-
lega snerpu vélarinnar. Mismuna-
drifið að aftanverðu læsir sér þegar
bfllinn byrjar að spóla og þó að
annað afturhjólið fari á loft, hættir
ekki hitt að vinna. Bfllinn er því
Vörurýmiö er heilmikiö. Dyr meö rennihuröum eru til beggja hliöa og
afturhlerinn opnast vel eins og sjá má.
mjög duglegur í snjó. Það getum
við skrifað undir.
Það fer bærilega um ökumann
undir stýri. Stjórntækin liggja rétt
við og mælamir eru skýrir og læsi-
Iegir. Það er engu ofaukið þama
frammi í. Hraða
mælirinn ei
hringlaga of
honum til sinnar
hvorrar handar
eru hitamælir og;
bensínmælir.
FVrir allt annað
eru aðvörunar-
ljós, m.a. eitt sem sýnir hvort
vagninn er í aldrifi eða ekki. Mæla-
borðið er úr hörðu plasti og svona
hálfeyðimerkurlegt. Nokkum tíma
tekur að átta sig á gírskiptingunni
því að það þarf að hreyfa hana ansi
mikið þegar skipt er milli gíra.
Hins vegar gengur hann vel í gír-
ana fimm. Sætin eru hins vegar
með hálfleiðinlegar gormasetur
sem minna svolítið á sætin í göml-
um rússajeppa. Þau mættu vera
betri í sendiferðabflnum en þau
sýnast vera betri í fólksbflsútgáf-
unni.
Niðurstaðan er sú að þetta er
ágætur smásendiferðabfll sem er
hentugur, sérstaklega innanbæjar,
en fer auk þess
ágætlega á lang-
keyrslu og munar
þar um fimmta
gírinn að hann
rennur Ijúflega og
rembingslaust á
90-100 km hraða
og getur gert bet-
ur ef mikið liggur við. Þá spillir
ekki fyrir að þetta eyðir varla
nokkru og kostar heldur ekki nein
ósköp, eða rétt undir milljón. Það
væri varla fráleitt að lítil fjölskylda,
sem hefur gaman af að ferðast, at-
hugaði með að fá sér svona vagn
og innrétta hann til ferðalaga. í
það væri hann ekkert afleitur, auk
þess sem hann væri ágætur í snatt
sem annar heimilisbfll.