Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur4. apríl 1992 Tíminn 5 Nýjar tillögur sem snerta menntamál Valgerður Sverrisdóttir skrifar: þessu þingi hef ég ásamt fleiri þingmönn- um lagt fram tvær þingsályktunartillögur sem tengjast menntamálum. Önnur fjallar um mat á skólastarfi og hin um samstarf menntastofnana með aðstoð tölvunets. Ég ætla í þessari grein að gera lítillega grein fyrir ástæðum þess að þessar tillögur eru lagðar fram og hvaða markmið eru höfð að leiðarljósi við gerð þeirra. Mat á skólastarfi Tillagan um mat á skólastarfi felur það í sér að menntamálaráðherra skipi nefnd sem hafi það verkefni að kanna reynslu er- lendis frá á mati á skólastarfi og skuli nefndin einnig móta tillögur um hvemig best verði staðið að þessum málum hér á landi. í nefhdinni eiga sæti m.a. fulltrúar Kennarasambands íslands, Hins ísl. kenn- arafélags, Félags háskólakennara, fræðslu- stjóra og Rannsóknastofnunar uppeldis- mála, auk menntamálaráðuneytis. Úttektin nái yfir öll skólastig. Það hefur mjög færst í vöxt erlendis að skólar geri úttekt eða láti fara fram mat á starfi sínu og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Hér á landi em þessi mál stutt á veg komin. Það má þó nefna sem dæmi um það sem hefur verið gert hér á landi, að með skólaþróunarstarfi í tengslum við að- alnámskrá og gerð skólanámskráa fyrir gmnnskóla hefur vissulega verið unnið að greiningu og mati á skólastarfi. Úttekt eða einhvers konar gæðamatsaðgerð er þekkt greiningartæki í stjórnunarfræðinni og er beitt á fyrirtæki, stofnanir og samtök. Tilgangur Á Norðurlöndum hefur verið unnið að því á síðustu ámm að móta og koma í fram- kvæmd mati á skólastarfi á öllum skóla- stigum, en þó em skólar mjög mislangt komnir á því sviði. í Bandaríkjunum hafa lengi tíðkast úttektir á háskólum og kennslu, jafnvel kennumm og starfsmönn- um í stjómunarstöðum. Tilgangur skóla- úttektar getur verið nokkuð breytilegur en í flestum tilfellum er hann að meta gæði þess starfs og þeirrar þjónustu sem fer fram á vegum viðkomandi skóla. Markmið úttektar er hvatning og leiðsögn fyrir þann sem hún beinist að. Hún er einn- ig hugsuð til þess að styrkja það sem vel er gert. Slíkt getur t.d. leitt til endurskoðunar á námsleiðum og stefnu skóla. Önnur ástæða úttektar getur verið sú að yfirstjóm skóla þurfi að vita sem best um stöðu og gang mála í ýmsum deildum eða námsbrautum, m.a. með tilliti til þess hvernig skuli ráðstafa fé, mannafla og hús- næði svo eitthvað sé nefnt. Þriðji tilgangur með úttektum gæti verið að öðlast viðurkenningu sérstakra fagsam- taka sem hafa að markmiði að styrkja ákveðna háskóla eða fagskóla sem ná fram fagkröfum samtakanna. í fjórða lagi má segja að skóli sem gengst undir sjálfsmat sýni með því fram á faglega ábyrgð á starfi sínu. Fjöldi athugana hefur sýnt að skólastarf sem sýnir alhliða góðan árangur einkenn- ist mjög af samkennt og samvinnu milli kennara, sameiginlegri stefnumótun innan skólans um markmið og leiðir, skýrum kennslumarkmiðum, stöðugleika og sam- fellu í skólastarfi, góðum tengslum við nemendur og virku sjálfsmatskerfi. Aðferdir Ýmsar leiðir og aðferðir má hugsa sér við gerð þessara úttekta eða mats. Þar vil ég fyrst nefna eigin úttekt eða sjálfsmat. Það má einnig hugsa sér aðila utan stofnunar sem hagsmuna eiga að gæta, svo sem fræðsluskrifstofur og menntamálaráðu- neyti. Slíkt mat þarf þó alltaf að vinna í samstarfi við starfsfólk viðkomandi skóla. Þær hugmyndir sem heyrst hafa úr menntamálaráðuneytinu, að utanaðkom- andi aðilar meti skóla án samstarf við starfsfólk þeirra, og gefi síðan skólunum einhvers konar einkunnir, sem geti síðan nýst foreldrum þegar þeir velja skóla fyrir böm sín, tel ég ekki skynsamlegar og alls ekki þjóna þeim tilgangi sem ég hef í huga í minni tillögugerð. Það má hugsa sér einhvers konar bland- aða aðgerð við úttektir á skólum. Þá gæti hún gengið þannig fyrir sig að fyrst meta skólar sjálfa sig og leggja fram sína skýrslu. Þar kemur fram stefna skólans og ýmsar upplýsingar, t.d. um þróun skólans og upp- byggingu ásamt mati á starfseminni og hvað betur mætti fara. Síðan styðst nefhd utanaðkomandi aðila við skýrsl- una í mati sínu á skólanum. Þessi aðferð getur eflaust komið til greina, en sú aðferð að út- tektin byggist eingöngu á sjálfsmati skóla er áhugaverðari að mínu mati, en vel má hugsa sér að þær séu gerðar í samvinnu við t.d. menntamálaráðuneytið eða fræðslu- skrifstofur. Hvers vegna mat á skólakerfí? íslenskt skólakerfi er orðið mjög um- fangsmikið og yfirgripsmikið og því eflaust erfitt fýrir menntamálaráðuneytið að fylgj- ast með gæðum kennslu og námi hvers skóla fyrir sig, hvort sem er í grunnskóla, framhaldsskóla eða háskóla. Skýrsla OECD um menntastefnu á íslandi frá 1987 gefur í skyn að þörf sé á aðhaldi og samræmingu í skólamálum og tengslum milli skólastiga. Því er lagt til að skipuð verði nefnd sem kanni þörfina á því að tekið verði upp mat á skólastarfi í skólum landsins. Fyrst og fremst með það að markmiði að það geti virkað sem hvatning og leiðsögn. Samstarf menntastofnana með aðstoð tölvunets Hin tillagan sem ég hef lagt fram á þing- inu ásamt fleiri þingmönnum fjallar um að fela ríkisstjóminni að kanna hvernig stjómvöld geti styrkt þau tölvusamskipti sem þróast hafa á undanfömum ámm á milli menntastofnana hér á landi og á milli skóla hér og erlendis. í því sambandi þarf sérstaklega að hafa í huga að sú reynsla og mikla þekking sem þegar er til staðar í landinu á þessu sviði komi að sem mestum notum fyrir okkar menntakerfi. Móðurtölvan á Kópaskeri Á þessu sviði emm við komin lengra í þróunarstarfi en marga gmnar og á ýmsan hátt lengra en okkar nágrannaþjóðir. Þar hefur einn einstaklingur átt stóran hlut að máli, sem er skólastjórinn á Kópaskeri í N- Þingeyjarsýslu, Pétur Þorsteinsson. Þó nokkuð á annað hundrað stofnanir taka þátt í þessum tölvusamskiptum nú og má gera ráð fyrir að virkir einstaklingar sem taka þátt séu um 300 talsins. Þær stofnanir sem hér um ræðir em gmnnskólar, fram- haldsskólar, fræðsluskrifstofur, náms- gagnastofnun, Kennaraháskól- inn o.fl. Móðurtölvan er að sjálfsögðu á Kópaskeri og um hana fara öll samskipti sem eiga sér stað hér á landi og einnig mest af sam- skiptunum við útlönd. Nú er svo komið að ein vél (móður- tölva) nær ekki að sinna því að þjóna þess- um samskiptum og mætti hugsa sér að þær yrðu í næsta áfanga þrjár og dreifðust um landið og e.t.v. fleiri síðar. Þannig yrði byggt upp íslenskt menntanet. Sama verð um allt land Mjög mikilvægt er að sama verð gildi fyrir þessa þjónustu hvar svo sem sú mennta- stofnun er á landinu sem nýtir sér hana. En eins og málum er háttað í dag getur hér verið um umtalsverðan kostnað að ræða þegar stofnanir þurfa að leita til móður- tölvu utan eigin gjaldskrársvæðis. Hér kemur til kasta Pósts og síma og sam- gönguráðherra að taka á málum, en tækni- lega ættu ekki að vera vankantar á að koma málum svo fyrir að þarna geti ríkt ákveðið jafnrétti. Hér er um mikilvægt byggðamál að ræða. Alþjóðlegt net Sú móðurtölva sem staðsett er á Kópa- skeri er hluti af álþjóðlegu neti háskóla og fræðslustofnana (Internet) og getur skipst á gögnum við allar aðrar vélar á netinu. Það er því leikur einn að sitja norður í landi við sína tölvu og fletta upp í háskólabóka- safninu í Boston í Bandaríkjunum og sækja sér þangað fróðleik. Á meðal þess fólks erlendis, sem sinnir þessum málum er Kópasker stórt nafti og einhverjir hafa álitið það höfúðstað lands- ins. Þetta kemur til af því að mestallur póstur sem berst héðan er merktur Kópa- skeri, þannig að í þessu sambandi er þetta litla þorp hátt skrifað og þó nokkuð þekkt Kópasker er reyndar mikið að rífa sig upp úr þeim erfiðleikum sem þar voru í at- vinnulífinu fýrir nokkrum árum og má þakka það dugnaði heimamanna, en þar er annað mál. Framtíðin Augljóst er að nú er komið að því að taka ákvarðanir um það hvemig við viljum þróa okkar menntanet með aðstoð tölva. Mikil þekking liggur fyrir í landinu hjá ýmsu skólafólki sem mikilvægt er að nýtist í frek- ari skipulagningu og frekari framkvæmd- um á þessu sviði. Ég er sannfærð um að þessi tækni býður upp á stórkostlega möguleika í okkar strjál- býla landi. Það má hugsa sér í því sambandi aukið samstarf kennara, ekki síst í fámenn- um skólum landsbyggðarinnar, endur- menntun kennara, réttindanám kennara og kennslu í öldungadeildum. Þá em sam- skipti nemenda ekki síður mikilvæg en þau geta verið á sviði raungreina og tungu- málakennslu svo eitthvað sé nefnt Nemendasamskiptí Nemendur Melaskólans í Reykjavík hafa nokkur undanfarin ár tekið þátt í tölvu- samskiptum við nemendur í Bandaríkjun- um. Það verkefni kallast Kids’ Network og byggir á umhverfisrannsóknum í raunvís- indagreinum og gerir nemendum kleift með víðtæku tölvuneti að bera niðurstöður rannsókna saman við niðurstöður nem- enda í öðmm heimshlutum. Þetta verkefni þykir hafa tekist mjög vel og oft á tíðum opnað augu nemenda fyrir umheiminum á jákvæðan hátt. Fámennir skólar í Noregi Þess má geta að í strjálbýlum hémðum Noregs hafa fámennir skólar tekið upp samstarf sem þykir hafa reynst vel. Það gef- ur auga leið að það er mikill styrkur að því fyrir fagkennara, sem em oft á tíðum eini kennarinn í skólanum í viðkomandi fagi, að geta ráðfært sig við kennara annarra skóla í faginu og eins skipst á gögnum við þá. Leiðir af sér spamað? Ekki er ólíklegt að í einhverjum tilfellum sé hægt að komast af með minna fjármagn í verkefni með tölvusamskiptum en með annars konar samskiptum. Með þessu væri hægt að spara mikið í ferðakostnaði sem er drjúgur þáttur í útgjöldum ríkisins. Að lokum Nú er orðið nokkuð liðið á vetur og því erfitt að gera sér grein fyrir nú hver örlög þessara tillagna verða í þinginu. Staðreynd- in er sú að þingmannatillögur hafa mátt lúta því á þessum vetri að vera á biðlista og oft tekið mánuði að fá þær á dagskrá. Ég vil þó leyfa mér að vera vongóð um að þessi til- löguflutningur muni leiða til jákvæðrar umræðu í þinginu um þessi málefni og þar með verða til góðs fyrir íslenskt mennta- kerfi. Að sjálfsögðu lifa allir í þeirri von að fá tillögur sínar samþykktar. Menn oy malefni ||

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.