Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 10
Tíminn Laugardagur 4. apríl 1992 Inntak fermingarinnar er mörgum afar ólióst Skiptir fermingin máli í nútímaþjóðfélagi? Skiptir það þá máli hvort hið kristilega inntak sé í hávegum haft eða er það athöfnin sem slík, siðurinn, og svo auövitað gjafirnar og veislan sem skipt- ir mestu? Tíminn ræðir um ferminguna við sr. Kristján Björns- son, sóknarprest á Hvammstanga og ritstjóra Kirkjuritsins: „í hugum margra er það sterkur siður að láta ferma börn sín. Þetta viðhorf lýsir sér í því að fólk vill hafa fermingar- fræðsluna og hvetja börn sín til að ganga til prestsins veturinn sem þau eru í áttunda bekk. Þetta kemur líka fram í því að skipulag fermingarfræðslunnar á að vera þannig að það raski ekki um of áhugamálum sem verið er að sinna á sama tíma, svo sem íþróttum og útivist. Þá hef ég orðið var við að foreldrar og forráðamenn fermingar- bama hafa helst viljað fá það á hreint hvenær eigi að ferma og hversu lengi athöfnin muni standa, frekar en að spurt sé um innihald fermingarfræðslunnar og athafna. í einstaka tilfellum hefur komið í ljós í viðræðum við foreldra að fullkomið skiln- ingsleysi ríkir varðandi hefðir kirkjunnar. Við þessu þarf að bregðast með því að bjóða þeim upp á fræðslu líka. Þegar líður á undirbúningstíma fermingar- bamanna eykst yfirleitt skiln- ingur á inntaki fermingarinnar, en þó veit ég dæmi þess að svo er ekki. Það er samt ekki rétt að dæma þau of hart því áhrifin koma oft fram síðar. Yfirleitt hefur tekist að vekja bömin til betri meðvitundar um trú sína og hjá mörgum prestum hefur líka tekist að virkja þau til þátt- töku í kirkjulegu starfi. Þau mæta í messur og lesa upp og setja jafnvel upp helgileiki í guðsþjónustunni. Það er því ef til vill siðurinn sem ræður mestu um að börnin koma til fermingar. En það skiptir öllu máli fyrir kirkjuna að fá að ferma þessi böm sem skírð hafa verið og nota tímann vel, sem ætlaður er til ferming- arundirbúnings, og kynna þeim innihald trúarinnar á meðan þau eru móttækileg." — Bendir það ekki til þess að þetta sé nokkuð merkingarlaus athöfn að kirkjan taki þau einn vetur til spurninga, en síðan séu þau laus frá kirkjunni og mörg hver fara ekki í kirkju svo ámm skiptir? Ferming inni í eöa út úr kirkjunni „Það hefúr stundum verið tal- að um að prestarnir séu að ferma börnin út úr kirkjunni, eða að útskrifa þau. í mörgum tilfellum er þessu þannig háttað að börnin em fegin að Iosna frá prestinum og það verður liður í uppreisn unglingsáranna að gefa lítið fyrir kirkjulegt starf. En evangelíska lútherska kirkj- an á íslandi heldur uppi viða- miklu starfi fyrir börn og ung- linga, þar sem reynt er að höfða til aldurshópanna fyrir og eftir fermingaraldurinn. Reynt er að halda uppi sérstöku starfi fyrir 10-12 ára böm í kirkjunni þar sem skipulagðar em vikulegar samvemstundir við þeirra hæfi. Það er líka til nokkuð sem heit- ir æskulýðsstarf þar sem ung- lingum er boðið upp á samveru- stundir, opin hús og þátttöku í æskulýðsmótum í viðkomandi héraði, landshluta eða fyrir allt landið. Það skiptir mjög miklu máli fyrir þátttöku þessara barna í safhaðarstarfi síðar á lífsleiðinni ao þau hafi fengið góða kynn- ingu á því sem í boði kann að vera á hverjum stað. Það er líka breytilegt á milli sókna hversu jákvæða mynd bömin fá af kirkjulegu starfi á meðan þau em í spumingartímum hjá presti sínum. En það er líka annað sem hangir þarna á spýtunni og mótar viðhorf þessa hóps til kirkjunnar, en það er kristin fræðsla í gmnnskólum lands- ins. Það er því miður aðeins ný- lega sem tekist hefur að koma á formlegu samstarfi milli krist- indómskennara og presta og er það án efa með hvað mestum blóma í Kjalamesprófastsdæmi núna. Ég hef líka orðið var við mikinn vilja til meira samstarf víðar á landinu og nefni ég fræðslustjóra á Norðurlandi vestra sem dæmi. Ég er viss um að á þessu sviði er að verða já- kvæð bylting um þessar mund- ir, bæði hvað varðar viðhorf kennara og presta, enda hefur málið verið að gerjast lengi. Það kom meðal annars fram á ráð- stefnu um þetta efni sem menntamálaráðherra hélt að frumkvæði Prestafélags fslands Sr. Krístján Björnsson. f öllu þessu tali má samt ekki gleyma því að hópur barna kemur vel undirbúinn til ferm- ingarspurninga og þar hefur grunnurinn verið lagður af for- eldrum eða ömmu og afa þess- ara bama. Meðal þessara barna er fermingin hlaðin merkingu og þau hafa drukkið í sig trúar- vitundina með móðurmjólk- Fermingin: Kristileg athöfn eða góður „bísness"? Sr. Kristján Björns- son veltir því fyrir sér í viðtali í síðustu viku. Það sem skiptir öllu máli er að kirkja og skóli sjái til þess að öll böm hér á landi fái að kynn- ast trúnni á frelsarann okkar, Jesú Krist. í þessu sambandi er ég ekki feiminn að nefna gmnn- skólann í landi þar sem hug- myndin um þjóðkirkju ríkir. Táftist þessum aðilum hins veg- ar ekki að virkja og vekja börnin til trúar, er hægt að tala um merkingarlausa athöfn í ferm- ingunni. inni. Því miður em þessi börn of fá í þjóðfélagi nútímans, en nógu mörg til þess að veita okk- ur prestunum uppörvun í starf- inu.“ Á kirkjan aö hafa hemil á óhófi í kringum fermingar? — Hefur kirkjan ekki leyft fermingammstanginu með til- heyrandi fermingargjöfum að ganga allt of langt? Það mun til dæmis ekki óalgengt að fólk steypi sér í stórskuldir vegna ferminga. Ber kirkjunni ekki að spoma við þessu? „Margir prestar hafa sagt að þeim komi ekki við hvernig fólk ver peningum sínum í gjafir og veislur og þeir vilji þess vegna láta afskiptalaust þótt einhver sé flottur á fermingargjöfinni. Mér hefur sjálfum ofboðið í sumum tilfellum, en yfirleitt er hér að- eins um að ræða gestrisni og rausnarskap. Þegar þannig hátt- ar til að fólk er að steypa sér í stórskuldir vegna ferminganna hlýtur það að vera áhyggjuefni. Það er slæmt að horfa upp á skuldugt fólk verða enn skuld- ugra þegar tilgangurinn hefur aðeins verið að gleðja barnið á tímamótum. Á sínum tíma tóku Islending- ar sig á og ruddu áfengi út úr fermingarveislum, en þá var víndrykkja sjálfsögð í mörgum fjölskyldum þegar barnið var fermt. Þar réð hugarfar almenn- ings öllu og skiptir miklu máli að viðhalda þessu hugarfari og láta ekki bjórinn læðast inn í veislurnar í dag. Á sama hátt má gjaman hvetja fólk til að gæta hófs í fjárútlátum. Það má ekki láta það gerast að hugurinn á bak við ferminguna drukkni í samanburði á gjöfum, veislum og hljómflutningstækjum. All- ur slíkur samanburður hlýtur að vera andstæður því sem er raunvemlega að gerast í ferm- ingunni. í fermingunni er bam- ið að játast Kristni og heita því að leitast við að hafa hann að leiðtoga sínum alla ævi. Þetta gerist frammi fyrir Guði í kirkj- unni og því er rétt að árétta að frammi fýrir Guði em allir jafn- ir. Þetta er meðal annars undir- strikað af hálfu kirkjunnar með því að klæða öll bömin í hvíta kyrtla sem allir em eins. í samræmi við þetta ber kirkj- unni að hvetja aðstandendur til að gæta hófs í öllu umstangi og því miður hefur kirkjan ekki lát- ið sig þetta varða opinberlega á nógu áberandi hátt. Það er ekki glóra í því þegar fólk lætur standsetja heilu íbúðimar fyrir hundmð þúsunda króna eða jafhvel milljónir, allt til að það verði klárt fyrir fermingu. Þar á ofan kaupa foreldrarnir sjálfir oft fleiri en eina fermingargjöf handa barni sínu til viðbótar við að kosta dýra veislu, sparifatnað og myndatökur og allt annað sem þykir sjálfsagt. Ég er ekki að lasta eðlilega gestrisni og rausnarskap, en það getur hreinlega verið erfitt að sam- gleðjast þegar maður veit af mikilli skuldsetningu eða of- rausn umfram skynsamleg mörk.“ Trúarsjónarmiö eða hagnaðarvon? — Hvað heldur þú að ráði ferðinni hjá unglingum sem láta ferma sig? Em það veislan og gjafirnar sem heilla eða skiptir staðfestingin á skímar- heitinu einhverju máli? „Ég held að fyrst á haustin sé það siðurinn að láta fermast sem togar í unglingana. Veislan og gjafirnar em það langt und- an í huga þeirra af þeirri ein- földu ástæðu að fólki á þessum aldri finnst heil eilífð að hugsa fram að næstu áramótum. Bamslundin er bráð og á þess- um aldri em fæstir vaxnir upp úr því, þótt unglingar vilji gjaman teljast til fullorðinna á flestan hátt. Á sama hátt er, já“- heitið líka langt undan og getur varla verið það sem heillar á þessari stundu sem þau hefja undirbúninginn. Að mínu viti er það ekki fyrr en nær dregur að spumingin um gjafirogveislu ogjátningar- heiti fara að sækja á huga ferm- ingarbamanna. Þegar ákvörð- unin er tekin á haustin er þetta ágæta fólk yfirleitt upptekið við hvað verður gert þá um haustið. Haustferðalag fermingarbama er mikið mál og einnig er þeim mikið í mun að vita hvað þau þurfi að mæta í margar messur og hversu marga sálma þarf að læra um veturinn. Það er ein- mitt þessi togstreita á milli þess að vera bam og leika sér og vera fullorðinn og láta taka sig alvar-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.