Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 28
28 Tíminn
Laugardagur 4. apríl 1992
K1DAGBÓK
önnur Hafnargangan:
Gamla Örfirisey og Örfiris-
eyjargrandinn
önnur Hafnargangan verður laugardag-
inn 4. aprfl. Gengið verður ki. 13.30 úr
Hafnarhúsportinu og fylgt eins og kostur
er gömlu strandlínunni út á Örfiriseyjar-
granda og áfram út í eyju þar sem versl-
unarhúsin í Hólmakaupstað stóðu, um
Dönskuvör og út á Reykjames. Síðan til
baka eftir Grandanum og gömlu alfara-
leiðinni, en göngunni lýkur í Hafnarhús-
portinu.
í leiðinni verður fjörulíf Reykjamess
skoðað. Öllum heimil þátttaka. Ekkert
þátttökugjald.
Tónleikar tveggja kóra
Ámesingakórinn í Reykjavík og Samkór
Selfoss halda sína árlegu tónleika í Selja-
kirkju, Hagaseli 40, í dag kl. 17.00.
Þessir kórar hafa átt gott samstarf á
undanfömum árum og m.a. haldið sam-
eiginlega tónleika á Selfossi í Ámesi,
Aratungu og Reykjavík.
Á efnisskrá eru bæði innlend og er-
lend lög. Kóramir syngja fyrst hvor í
sínu lagi og síðan sameiginlega. Stjóm-
andi Ámesingakórsins í Reykjavík er Sig-
urður Bragason. Undir leikari er Bjarni
Jónatansson. Stjómandi Samkórs Sel-
foss er Jón Kristinn Cortes.
Ljóöasamkoma í Vetrargarói
Félagsskapurinn Reykvísk menning
stendur fýrir nýstárlegri Ijóðasamkomu
milli pálmatrjánna í Vetrargarði Perl-
unnar næstkomandi mánudagskvöld kl.
20.30.
Átta ástsæl skáld munu flytja þrjú af
Ijóðum sínum sérstaklega valin: Eitt ást-
arljóðs, eitt trúarljóð og eitt harmljóð.
Dagskráin samanstendur af áður útgefn-
um Ijóðum, auk þess sem nokkur ný ljóð
verða frumflutt. Skáldin eru: Guðbergur
Bergsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Nína
Björk Ámadóttir, Sigfús Daðason, Sig-
urður Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir,
Vigdís Grímsdóttir og Þórarinn Eldjám,
en Ragnar Halldórsson mun flytja þrjú
að ljóðum Matthíasar Johennessen auk
þess að vera kynnir. í dagskrárlok mun
Sigfús Halldórsson leika þrjú ný sönglög
úr eigin smiðju, Friðbjöm og Elín Sigur-
vinsdóttir syngja. Samkoman er öllum
opin. Aðgangseyrir er kr. 450.
Fyrirlestur í Gerðubergi:
Heimspeki hvunndagsins
Mánudaginn 6. aprfl kl. 20 verður síðasti
fyrirlestur Jóns Proppé í heimspekidag-
skrá menningarmiðstöðvarinnar Gerðu-
bergs, „Heimspeki hvunndagsins", í vet-
ur. Að fyrirlestrinum loknum verða al-
mennar umræður. Aðgangur er ókeypis
og öllum heimill.
SEKTIR
fyrir nokkur
umferðarlagabrot:
Umferöarráö vekur athygli á
nokkrum neöangreindum sektarfjárhæöum,
sem eru samkvæmt leiöbeiningum ríkissak-
sóknara til lögreglustjóra frá 22. febrúar 1991.
Akstur gegn rauðu Ijósi - allt að 7000 kr.
Biðskylda ekki virt u 7000 kr.
Ekið gegn einstefnu u 7000 kr.
Ekið hraðar en leyfilegt er “ 9000 kr.
Framúrakstur við gangbraut “ 5000 kr.
Framúrakstur þar sem bannað er “ 7000 kr.
„Hægri reglan“ ekki virt “ 7000 kr.
Lögboðin ökuljós ekki kveikt 1500 kr.
Stöðvunarskyldubrot - allt að 7000 kr.
Vanrækt að fara með ökutæki
til skoðunar “ 4500 kr.
Öryggisbelti ekki notuð “ 3000 kr.
MJÖG ALVARLEG OG ÍTREKUÐ BROT
SÆTA DÓMSMEÐFERÐ.
FYLGJUM REGLUM - FORÐUMST SLYS!
yUMFERÐAR
RÁÐ
Vélamarkaður
JÖTUNS
SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ
• MF 50D 1983 grafa
• MF 205 1987 m/tðnaöartækjum
• MF 60H 1987 grafa
• MF 50HX 1988 grafa
• MF 50HX1989
• MF 690 2wd 1984
• Claas R46 m/vólbúnaöi 1990
• Krone 1990 rúllubindivói 120x120
• Claas R66 87 rúllubindivól 150x120
• Deutz-Fahr 87 rúllubindivól 120x120
• Deutz-Fahr87 rúllubindivól 120x120
• MF 47 heybindivól 1987. Frótekin
• UND 7510 pökkunarvól 90
• UND 7510 pökkunarvól 90
• MF 350 dráttarvól 2wd 1987 47 hö.
• MF 365 dráttarvól 2wd 1987 65 hö. Seld
• MF 355 dráttarvól 4wd 1988 55 hö. Fratekin
• MF 390T dráttarv. 4wd 1990 90 hö. Seld
• MF 350 dráttarv. 2wd 1988 47 hö.
• MF 240 dráttarv. 2wd 1986 47 hö.
• Case 1394 dráttarv. 4wd 1985 71 ha. m.
ómoksturetækjum
• MF 390T dráttarvól 4wd 1990 90 hö.
• IMT 577 dráttarvói 4wd 1987 70 hö.
• Univ. 445 dráttarvól 2wd 1986 47 hö.
• Same Expl. dráttarvól 4wd 1985 60 hö.
• D. Brown 990 dráttarv. 2wd 1968 60 hö. m.
einvirk-um ámoksturetækjum. Frátekin
• IH XL585 dráttarv. 2wd 1985. 58 hö.
• MF 3080 dráttarv. 4wd 1987 m/frambúnaöi.
Frátekin
HZtitsodfy
HOFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SlMI 91-670000
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNID ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
Húnvetningavaka
Föstudaginn 10. aprfl nk. verður haldin Húnvetningavaka í Súlnasal Hótel Sögu. Tónelskir gestir úr Húnavatnssýslu skemmta gest-
um þetta kvöld: Samkórinn Björk ásamt hljóðfæraleikurum o.fl. Að loknum kvöldverði og skemmtiatriði verður stiginn dans við
leik hljómsveitarinnar Einsdæmi. Nánari upplýsingar gefur söludeild Hótel Sögu.
Menningarhátíð í Suðurlandi
Ámessýsla:
Sunnudaginn 5. apríl kl. 15 verður
dagskrá til minningar um Guðmund
Daníelsson á Hótel Selfoss. M.a. heldur
Indriði G. Þorsteinsson erindi um Guð-
mund, félagar úr Leikfélagi Selfoss lesa
og leiklesa úr verkum skáldsins og kór
FSu syngur lög við texta Guðmundar.
Miðvikudaginn 8. apríl frumsýnir
Leikklúbbur FSu leikritið „Vojtsek" eftir
Þjóðverjann Georg Búchner. Tónlistin í
leikritinu er eftir Hákon Leifsson og leik-
stjóri er Inga Bjarnason.
Á skírdag, fímmtudaginn 16. apríl, kl.
14 opnar Myndlistarfélag Ámessýslu sína
árlegu páskasýningu í sýningarsal Safna-
hússins á Selfossi. Kór FSu syngur við
opnunina. Sýningin mun standa til sum-
ardagsins fyrsta, 23. aprfl.
Þess má geta að þriðjudaginn 24. mars
var Tónlistarskóli Ámessýslu með nem-
endatónleika á Flúðum í Hrunamanna-
hreppi.
Rangárvallasýsla:
í Hlíðarenda á Hvolsvelli stendur nú
yfir myndlistarsýning Gunnars Guðsteins
Gunnarssonar (Gussa). Sýningin er sölu-
sýning og mun standa fram í miðjan apr-
fl.
Laugardaginn 28. mars kl. 21 munu
félagskonur úr sjö kvenfélögum skemmta
sér saman í Laugalandi í Holtum. Að
skemmtuninni standa kvenfélögin Ein-
ing í Holtahreppi, Framtíð í Ásahreppi og
Lóa í Landmannahreppi.
Nú stendur yfir námskeið í meðferð
vatnslita á vegum Guðrúnar Svövu Svav-
arsdóttur myndlistarkonu á Hellu.
V.-Skaftafellssýsla:
Föstudaginn 3. apríl verður haldin árs-
hátíö Víkurskóla í Vík í Mýrdal.
Kvenfélag Háteigssóknar
Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund
þriðjudaginn 6. aprfl kl. 20.30 á kirkju-
loftinu. Spiluð verður félagsvist. Kaffi-
veitingar.
Teiknimyndir sýndar í
bíósal MÍR
Kvikmyndasýningin í bíósal MÍR, Vatns-
stíg 10, nk. sunnudag 5. aprfl kl. 16 er
ætluð fólki á öllum aldri og ekki síst
yngstu kynslóðinni. Sýndar verða 8
stuttar teikni- og brúöumyndir, flestar
gerðar í Sovétríkjunum á árunum 1984-
1986. Meöal myndanna eru tvær úr
flokknum „Bátsmaðurinn og páfagauk-
urinn" eftir Orlovskíj og Kamentskíj.
Einnig myndin „Refur og úlfur“ frá 1967.
Rússneskt tal er meö myndunum. Að-
gangur ókeypis og öllum heimill.
Ný stjórn íslenska
dansflokksins
í framhaldi af nýrri reglugerð um ís-
lenska dansflokkinn hefur menntamála-
ráðherra skipað stjóm íslenska dans-
flokksins. Stjómin er skipuð til fjögurra
ára og er formaður hennar Sveinn Ein-
arsson. Aðrir í stjóminni em: Bjargey
Ingólfsdóttir. tilnefnd af Styrktarfélagi
íslenska dansflokksins: Ingibjörg
Bjömsdóttir, tilnefnd af Listdansskóla ís-
iands; Kristín Bjamadóttir, tilnefnd af
Félagi íslenskra listdansara; og Stefán
Baldursson, tilnefndur af Þjóðleikhús-
ráði.
Kaffikonsert í Selfosskirkju
Sunnudaginn 5. apríl kl. 17 halda fiðlu-
leikarinn Hlíf Sigurjónsdóttir og gítar-
leikarinn Símon H. ívarsson tónleika á
Selfossi. Tónleikamir eru haldnir í Sel-
fosskirkju og eru skipulagðir í samvinnu
við tónlistarráð Selfosskirkju.
Á efnisskránni er fjölbreytt tónlist frá
ólíkum tímabilum tónlistarsögunnar, en
þar gefúr m.a. að heyra verk eftir Hándel,
Beethoven, Paganini, Sarasate, Gunnar
Reyni Sveinsson og Albeniz.
Kirkjukórinn mun annast kaffiveit-
ingar og fjöldasöngur viðstaddra verður í
lok tónleikanna í tilefni af Ári söngsins.
Einnig munu nemendur úr Tónlistar-
skóla Ámessýslu koma fram á tónleikun-
Sölustaóir minningarkorta
Hjartaverndar
Reykjavdc Skrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3.
hæö, sími 813755 (gíró). Reykjavíkur Apótek, Austur-
stræti 16. Dvalarheimili aldraöra, Lönguhlíö. Carös
Apótek, Sogavegi 108,Árbæjar Apótek, Hraur.bæ 102a.
Bókahöllin Glaesibæ, Álfheimum 74. Kirkjuhúsið,
Kirkjuhvoli. Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22.
Bókabúðin Embla, Völvufelli 21.
Kópavogun Kópavogs Apótek, Hamraborg 11.
Hafnarfjörður Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu
31.
Keflavílc Apótek Keflavíkur, Suðurgötu 2. Rammar og
gler, Sólvallagötu 11.
Akranes: Akraness Apótek. Suðurgötu 32.
Borgarnes: Verslunin ísbjöminn. Egilsgötu 6.
Stykkishólraun Hjá Sesselju Pálsdóttur, Silfurgötu 36.
ísa^öröun Póstur og sími, Aðalstræti 18.
Strandasýsla: Hjá Ingibjörgu Karlsdóttur, Kolbeinsá,
Bæjarhreppi.
Ólafsfjörðun Blóm og gjafavörur, Aðalgötu 7.
Akureyri: Bókabúðin Huld, Hafnarstræti 97. Bókaval,
Kaupvangsstræti 4.
HúsavOc Blómabúðin Björk. Héðinsbraut 1.
Raufariiöfn: Hjá Jónu ósk Pétursdóttur. Ásgötu 5.
Þórshöfn: Gunnhildur Gunnsteinsdóttir. Langanes-
vegi 11.
Egilsstaðin Verslunin S.M A Okkar á milli. Seláii 3.
Eskifjörðun Póstur og sími. Strandgötu 55.
Vestmannaeyjan Hjá Arnari Ingólfssyni, Hrauntúni
16.
Kvenfélag Háteigssóknar
Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund
þriðjudaginn 6. aprfl kl. 20.30 á kirkju-
loftinu. Spiluð verður félagsvisL Kaffi-
veitingar.
Félag eldri borgara í Reykjavík
Spiluð verður félagsvist í Risinu Ú. 14 á
morgun, sunnudag. Dansað í Goðheim-
um kl. 20. Mánudag opið hús í Risinu frá
kl. 13-17.
Silfurlínan
Sími silfurlínunnar er 616262. -
Viðviksþjónusta fyrir aldraða. Hringið og
kynnið ykkur þjónustuna.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað
frá Fannborg 4 kl. 10.
Nú teygja páskaliljumar gul höfuð sín
upp úr moldinni og sólin hækkar á lofti
með hverjum degi og vorverkin í görð-
unum eru hafin. Eins heldur laugardags-
ganga Hana nú áfram rölti sínu á móti
vorinu. Og nýlagað molakaffi og almælt
tíðindi og skemmtilegur félagsskapur er
fyrir alla. Setjið vekjaraklukkuna og
komið í Fannborgina.
um.
„Botnssúlur" eftir Asgrím Jónsson eru meðal þeirra mynda, sem boðnar
verða upp.
Málverkauppboö á Hótel Sögu, sunnudagskvöld
Málverkauppboð Gallerí Borgar, haldið í samvinnu við Listmunauppboð Sigurðar
Benediktssonar h/f, verður haldið á Hótel Sögu sunnudagskvöldið 5. aprfl kl. 20.30.
Boðin verða upp um 80 verk, flest eftir þekktustu listamenn landsins.
Uppboðsverkin verða sýnd í Gallerí Borg við Austurvöll föstudaginn 3., laugardag-
inn 4. og uppboðsdaginn 5. aprfl frá kl. 14 til 18.
Hægt verður að bjóða símleiðis í verkin í síma 985-28173 og 985-28174.