Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 22

Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 22
Laugardagur 4. apríl 1992 Victor Estefan var umferðarlög- reglumaður og var drepinn við skyldustörf sín. Hann ætlaði að áminna ökumann fyrir að aka án ökuljósa, en lenti þá á örvæntingar- fullum glæpamönnum á flótta und- an lögreglunni. Victor Estefan átti aö baki 20 ára gifturíkan feril innan lögreglunnar er hann var skotinn. Miðvikudaginn 30. mars 1988 var Vic- tor Estefan, umferðarlögreglumaður á Miami, á kvöldvakt Um níuleytið um kvöldið stöðvaði hann bifreið og komst að því að skírteini ökumannsins var útrunnið. Hann kallaði því á drátt- arbfl til að draga bflinn heim til öku- mannsins. Þegar dráttarbfllinn kom á staðinn sagði Estefan ökumanni hans hvert átti að draga bflinn, en fór sjálfur á lög- reglubflnum að elta ljóslausa bifreið sem ók hjá í þann mund. Þetta var grár smábfll, og í stað þess að sinna stöðvunarmerkjum lögregl- unnar jók ökumaður hans hraðann. Estefan bað því fjarskipti að senda sér aðstoð. Aöstoöin barst of seint Þetta voru síðustu fjarskiptaboðin sem Estefan sendi um ævina. Þegar aðstoðin barst fundu lögreglumenn- imir bifreið hans þar sem hún stóð hálf inni á akreininni og að hálfu fyrir utan veg. Sjálfur lá Estefan fyrir utan bifreiðina, greinilega mikið saerður. Hann var með meðvitund og gat skýrt frá því að maður af latneskum upp- runa, á litlum gráum bfl, heföi skotið hann. Estefan var mjög þjáður og óttaðist að hann væri dauðvona, en lýsti árásar- manninum fyrir félögum sínum og endurtók lýsinguna í sjúkrabiffeiðinni á leið á sjúkrahúsið. Hann skýrði frá því að það heföi verið farþegi í bflnum sem skaut hann. Öku- maðurinn heföi beygt sig niður og hann heföi því aldrei séð hann al- mennilega. Hann sagði skotmanninn af latneskum uppruna, tæplega þrítug- an, lágvaxinn og þrekinn, hann heföi verið hvítklæddur og með svart úfið hár, en skegglaus. Hann skýrði ennfremur frá því að skemmdir væru aftan á gráa bflnum því hann hefði ekið lögreglubflnum utan í hann þegar hann var að reyna að fé ökumanninn til að nema staðar. Lögreglumoröingja leitaö Lögreglan hóf nú víðtæka rannsókn, því faa glæpi telja lögreglumenn alvar- legri en þegar menn úr þeirra röðum eru drepnir að því er virðist að ástæðu- lausu. Margir höföu heyrt skothvellina en ekki fundust nein vitni sem séð höfðu sjálfa árásina. Á meðan á leitinni að morðingjunum stóð börðust læknar fyrir lífi Estefans á skurðstofunni. En sár hans voru alvar- leg og innvortis blæðingar miklar, þannig að Estefan lést eftir faeinar klukkustundir. Fréttin um lát hans barst skjótt með- al lögreglumannanna, sem þá hertu leitina um allan helming. Bæði starfs- félagar og ættingjar voru yfirheyrðir til að komast að því hvort eitthvað gæti bent til þess að einhver heföi getað sóst eftir lífi hans persónulega eða sem lög- reglumanns. Ekkert fannst sem bent gæti til að hann hefði átt sér slíkan óvildarmann. En það var ekki fyrr en tæpum mán- uði eftir morðið að fréttir bárust frá lögreglunni í San Luis í Kalifomíu sem hjálpuðu til við lausn málsins. Þar haföi verið gerð tilraun til að drepa tvo vegalögreglumenn. Arásarmennimir tveir höföu sjálfir orðið fyrir skotum og lágu nú á sjúkra- húsi. En með þeim f bflnum haföi ver- ið þriðji maður, Jose Lopez, sem haföi sloppið ómeiddur. Sá gat gefið upplýs- ingar um morð á lögreglumanni á Mi- ami. Málglaöur félagi Allar upplýsingar sem lögreglumað- urinn í San Luis haföi efdr Lopez komu heim og saman við morðið á Estefan tæpum mánuði áður. Lopez sagði að árásarmennimir væru bræður, Douglas Martin Escobar, 27 ára, og Dennis J. Escobar, 26 ára. En lögreglumaðurinn bætti því við að Douglas Escobar væri eftirlýstur í Kalifomíu fyrir að hafa stungið af ffá 100.000 dala tryggingu sem haföi ver- ið sett fyrir hann er hann var ákærður fyrirvopnaðrán. Lögreglumenn ffá Miami flugu nú til San Luis til að hafa tal af Jose Lopez og bræðmnum. Þeir hittu Lopez fyrst að máli. Hann sagðist hafa þekkt þá bræður ffá bam- æsku, en þeir heföu allir verið skólafé- lagar. Hann hitti þá ekki í nokkur ár, fyrr en fyrir um hálfum mánuði að þeir komu á vinnustað hans. Þeir komu síðan heim til hans um kvöldið og sögðust þarfnast aðstoðar hans við að selja kókaín sem þeir heföu undir höndum. Þeir fengu sér í glas og ekki leið á Iöngu áður en bræðumir ákváðu að skýra Lopez frá afrekum sínum. Þeir sögðust hafa verið á stolinni Mazda-bifreið þegar lögreglan heföi byrjað að elta þá. Þeir reyndu að kom- ast undan en það tókst ekki. Douglas keyrði og varð að lokum að stöðva bif- reiðina. Lögreglumaðurinn fór þá út

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.