Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 27

Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 27
Laugardagur 4. apríl 1992 Tíminn 27 Hóteldrottn- ingin Leona Helmsley dæmd í fangelsi Hóteldrottningin Leona Helmsley, 71 árs gömul eiginkona hótel- kóngsins Harry Helmsley í New York, hefur ekki þótt sérlega auð- mjúk fram að þessu, og satt að segja hlakkaði í mörgum þegar hún lenti í útistöðum við banda- rísk skattayfírvöld sem leiddu til þess að hún hlaut dóm 1989 fyrir skattsvik, en hefur gengið laus gegn 25 miiljóna dollara trygg- ingu síðan. Nú hefur verið felldur endanlegur dómur í máli hennar og hún úr- skurðuð í fjögurra ára fangelsis- vist. Afplánunin hefst 15. apríl nk. Leona gerði sér lengi vel vonir um að tekið yrði til greina bágt heilsufar manns hennar, sem orð- inn er 82ja ára, og hennar sjálfrar, en hún fékk slag í september 1990, auk annarra kvilla sem valda því að hún getur ekki gengið nema sem svarar einni húsalengju í einu. Hún sagði að yrði dóminum full- nægt þýddi það dauðadóm yfir tveim saklausum manneskjum. „Það væri synd, ég hef ekki gert neitt af mér,“ sagði hún. En dómaranum var ekki haggað og Leona á að mæta í fangelsið 15. aprfl eins og áður segir. Þar verður sennilega hennar fyrsta starf að vera vinnustúlka! I spegli Tímans Leona Helmsley undirstrikaði það að fangelsisvist myndi ganga af bæði henni og manni hennar dauðum með því að falla í yfirlið þegar henni var lesinn dómurinn. Þau giftu sig aftur eftir 16 ára ham- ingiusamt hjónaband! Laföi Helen af Windsor og listaverkasalinn Tim Taylor halda brúðkaup sitt Ijúlí. Þá er eins gott aö of- sækjandi lafðinnar sé I öruggri gæslu. Geðsjúklingur ofsækir lafði Helen afWindsor Sú var tíðin að lafði Helen af Windsor þótti nokkuð villt eins og sumir eiga til á vissum aldrí en vaxa yfírleitt upp úr. Lafðin er nú 27 ára og ungæðis- hátturinn af henni, enda ætlar hún að gifta sig með pomp og prakt í júlí nk. Brúöguminn er listaverka- salinn Tim Taylor og það er sam- eiginleg ásL þeirra á Iistum sem leiddi þau saman snemma á ní- unda áratugnum. Það var þó ekki fyrr en í september sl. sem hann bar upp bónorðið og lafðin lét það bíða til jóla að ganga á fund ná- frænku sinnar, Elísabetar drottn- ingar, til að biðja um leyfi til að giftast honum en prótókollinn krefst þess að náin skyldmenni drottningarinnar hafi slíkt leyfi upp á vasann áður en þau stíga svo örlagaríkt skref. Hvort það eru fregnir af brúð- kaupsundirbúningnum sem hafa endurvakið áhuga brenglaðs manns á lafðinni er ekki vitað, en honum tókst að sleppa af geð- sjúkrahúsi fyrir skemmstu og þótti líklegur til að taka upp fyrri iðju, að valda lafði Helen vandræðum. Það varð því uppi fótur og fit við hvarf mannsins, sjálfstæðs sjón- varpsmyndatökumanns, sem hafði verið dæmdur til að gangast undir sálfræðimeðferð til að vinna bug á þeirri áráttu að ofsækja lafði He- len. Lögreglan varpaði öndinni létt- ara þegar henni hafði lánast að handsama sjúklinginn á ný áður en honum hafði tekist að gera vart við sig hjá lafðinni. Maurice, einn Gibbbræðranna í Bee Gees, er búinn að vera giftur Yvonne sinni í 16 ár og þó að á ýmsu hafí gengið þennan tíma hefur hann nú ákveðið að hefja nýtt líf og þess vegna fannst þeim hjónakornunum við hæfí að end- urtaka brúðkaupsheitið. Þau buðu yfir 100 gestum á heim- ili sitt í Miami til að vera viðstadd- ir athöfnina. Sextán ára sonur þeirra, Adam, var svaramaður og dóttirin Samantha, 11 ára, var brúðarmær. Maurice lýsti yfir ódauðlegri ást sinni til Yvonne, sem vann sem gengilbeina á næt- urklúbbi þar sem Bee Gees skemmtu þegar þau kynntust. Yvonne á stóran þátt í því að nýtt Iíf er að hefjast hjá Maurice. Hon- um tókst að vinna sigur á áfengis- sýki með dyggum stuðningi henn- ar og fjölskyldunnar og tekur nýja lífið svo alvarlega að brúðkaups- veislan í þetta sinn var „þurr“ enda er hann virkur í AA. Barry, elsti Gibbbróðirinn, leiddi Yvonne að altarinu en hann hefur ekki verið á ferli fyrr eftir erfiðan bakskurð sem hann gekkst undir í janúar, á sama tíma og nýfædd dóttir hans var að berjast fyrir lífi sínu. Alexandra litla fæddist 29. desember, þrem mánuðum fyrir tímann, og vó aðeins rúm 700 grömm. Yvonne og Maurice Gibb fannst full ástæða til að endurtaka gift- ingarathöfnina þó að sú fyrri hafi enst þeim vel i 16 ár!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.