Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 32

Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 32
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 HEIÐI BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI • BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ■ Momfellsbm Slmar 668138 & 667387 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Óðravisl bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 iel HÖGG- jí. DEYFAR Versiið hjá fagmönnum Hamarsböföa 1 - s. 67-67-44 B 44j Sannkallaður eðalvagn á ótrúlega góðu verði. Nissan Primera 2.0 SLX 16 ventla með öllum aukabúnaði á aðeins kr. 1.323.000 stgr. * * Verð án ryðvarnar og skráningagjalds. Bílasýning í Reykjavík og á Akureyri laugardag og sunnudag kl. 1400 - 1700 Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sími 91-674000 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992 Loðdýraræktin: 95 BÚ EFTIR Starfandi loðdýrabú á landinu eru nú einungis 95 talsins og af þeim eru ekki öll í fullum rekstri. Þegar búin voru flest voru þau um 260 talsins, eða tæplega þre- falt fleiri en þau eru í dag. Heild- arskuldir greinarinnar eru rúm- lega 3,5 milljarðar, þannig að velflestir refa- og minnkaskálar landsins eru að fullu veðsettir fyrir skuldum, hvort sem ein- hver framleiðsla fer fram í þeim eða ekki. Sumar byggingarnar sem áttu að hýsa loðdýr hafa aldrei verið notaðar vegna þess að þegar lokið var við byggingu þeirra var staða greinarinnar það slæm að framleiðslan borgaði sig ekki. - ÁG. Barnaverndarmál: Svavar Gestsson alþingismaður: Svavar og Jóhanna voru sama sinnis í frétt á forsíðu Tímans sl. fimmtu- dag var sagt frá frumvarpi til laga um vernd barna og unglinga sem nú liggur fyrir Alþingi. í fréttinni var sagt að Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra og Svavar Gestsson, þáverandi mennta- málaráðherra, hefðu deilt um það í tíð ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar hvaða ráðuneyti ætti að fara með bamavemdarmál. Svavar Gestsson tekur fram af þessu tilefni að þau Jóhanna hafi ekki deilt um hvaða ráðuneyti skyldi fara með forræði barnaverndarmála. Hann hafi sjálfur lagt til að þau mál heyrðu undir félagsmálaráðuneytið. Síldarsöltun: Saltað í 103 þúsund tunnur Alls voru saltaðar 102.988 tunnur af ýmsum tegundum saltsíldar. Þar af voru 40.012 tunnur af sfldar- flökurn, aðallega roðlausum. Þetta er um 20 þúsund tunnum færra en í fyrra og meira en helmingi minna en árið þar áður. Alls var söltuð sfld á 18 stöðum á landinu og var mest saltað á Höfn í Hornafirði, eða 20.498 tunnur. Eski- fjörður kemur næstur með 14.535 tunnur og Grindavík í þriðja sæti með 12.225 tunnur. Það voru 33 sfldarsöltunarstöðvar sem söltuðu í tunnumar 103 þúsund og var mest saltað í söltunarstöð Pólarsfldar hf. á Fáskrúðsfirði, eða 11.893 tunnur. Næst kom Skinney á Hornafirði með 10.306 tunnur og því næst Fiskimjölsverksmiðja Homafjarðar með 10.192 tunnur. Aðrar söltunar- stöðvar vom mun lægri. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.