Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 15
Laugardagur 4. apríl 1992 Tíminn 15 Guðmundur Guðmundsson, síðast bóndi á Móum á Kjalarnesi, var í röð fremstu togaraskipstjóra á öðrum og þriðja tug þessarar aldar. Hann varð manna fyrstur til að hefja togveiðar á Halamiðum, og samdi greinargóða frásögn um þær veiðiferðir. Birtist hún í Sjómannablaðinu Víkingi 1945 og fer hér á eftir. ágætur sjómaður og eftirtektarsam- ur mjög. Vorum við að kippa austur og Þórður við stýrið. Við vorum að tala saman um aflatregðu, og sagð- ist þá Þórður vel geta trúað að fisk- ur væri á 85-90 föðmum NA af Homi. Kvaðst hann hafa verið með Bandaríkjamönnum á flyðruveiðum á þessum slóðum um þetta leyti árs og oft fiskað mikið af þorski á lóð- irnar. Botn hélt hann dágóðan, og töluðum við um þetta fram og aftur. Fórum við svo niður í kortaklefa og athuguðum kortið, því að Þórður kunni góð skil á notkun sjókorta. Var svo haldið út NA af Horni á 85- 90 faðma dýpi og byrjað að toga. Þar var ágætis afli, en nokkuð var það til tafar, að mikið var af allstóru, lausu grjóti í botninum og vildi því oft verða gat á pokanum. Settum við þar niður dufl og tók þá von bráðar fyrir að við fengjum steina í pok- ann. Vorum við þarna í vikutíma og fylltum skipið af vænum þorski. Ekkert skip sáum við þarna, nema Súluna, sem var þá á lóðaveiðum og var gerð út frá Norðfirði. Hún var langt fyrir austan okkur, svo að við sáum hana ekki nema í kíki. Á heimleið átti ég langt tal við Þórð um hvort hann héldi ekki að til væri fleiri góð togmið, sem ekki hefðu verið reynd áður, þar sem hann hefði fiskað með Bandaríkjamönn- um. Sagði hann þá, að eitthvert besta mið þeirra hefði verið að vest- anverðu við Djúpið, alveg úti í kanti. Þar gengi alllangur tungu- lagaður tangi í ANA út í ísafjarðar- djúp. Þar hefðu þeir fengið á 100- 150 faðma dýpi mjög góðan afla, en botn hélt hann að væri þar frekar slæmur, þar væri líka mikill straumur og illviðrasamt. Aftur á sömu slóðir Að Iönduninni lokinni var farið aftur á sömu slóðir og fékkst þar annar sæmilegur túr. Síðan hafa ís- lenskir togarar stundað veiðar á Hornbanka og oft fengið góðan afla, einkanlega síðara hluta maí og í júnímánuði og sömuleiðis vetrar- mánuðina desember og janúar. Haustið 1915, að síldveiðum loknum, sendi h.f. Kveldúlfur togara sína, Skallagrím, Snorra goða og Snorra Sturluson, til viðgerðar til Kaupmannahafhar. Komum við úr þeirri ferð snemma í desember og var þá búist á veiðar 10.-12. desem- ber. Veðrátta var mjög slæm, sífelld austan stórviðri og hvergi fisk að fá, enda ekki hægt að fiska nema á grunnmiðum. Eftir viku tíma vor- um við að toga, í mjög slæmu veðri, grunnt undan Skálavík og var lítill afli. Síðustu fjóra dagana höfðum við verið á líkum slóðum og Skalla- grímur; skipstjóri á honum var þá Guðmundur Jónsson á Reykjum. Um hádegisbilið talaði hann við okkur, hafði hann verið úti nokkuð lengur en við. Sagði hann, að hér fyrir vestan væri ekkert að fá, nema illviðrið. Sagðist hann ætla suður í Faxaflóa og hélt að fiskur myndi vera í Garðsjó, sem algengt var um þetta leyti árs, nokkru fyrir jói. Nokkru síðar héldum við inn á Hest- eyri og lögðumst þar. Heldur þótti mér horfa óvænlega með túrinn og var nú farið að athuga, hvernig væn- legast væri að bjarga honum. Kolin voru slæm, tekin í Höfn, og vorum við búnir að nota mikið af þeim. Datt mér þá í hug mið það, sem Þórður hafði talað um 1911, út með Djúpinu og var nú ákveðið að reyna þar þegar lygndi. Fiskilegur draumur Um kl. 3 um morguninn var vind- ur nokkru hægari, og hafði mig dreymt fiskilega um nóttina. Var þá akkerum létt og haldið út. Þótti það æði langt að halda fimm tíma beint til hafs. Austan stormur var, en fór heldur lygnandi. Klukkan 10 f.h. var kastaö á 85 faðma dýpi, mjög nálægt þeim slóðum, sem Þórður hafði lýst. Var þar ágætur afli, en ekki þó mok. Komumst viö á um eða yfir 100 faðma og var þar mikið af karfa. Héldum við okkur á 85-90 föðmum og rifum ekki mjög mikið. Aflinn var vænn þorskur og mjög mikið af smá- og stofnlúðu. Á aðfangadag vorum við orðnir ísiausir og mikill fiskur á þiljum; var þá haldið til Pat- reksfjarðar eftir ís. Austan strekk- ings stormur var alla dagana, en sjó- lítið. Ekkert skip sáum við þessa daga, enda var skyggni slæmt. Þegar við höfðum siglt rúman klukkutíma á Ieið til Patreksfjarðar, fórum við framhjá botnvörpungnum Aprfl, dá- lítið á stjórnborða — skipstjóri á honum var Þorsteinn Þorsteinsson — fýllti Aprfl sig í þessari ferð á mjög skömmum tíma. Hjalti Jóns- son fór svo með skipið til Fleetwood kortalaus eða kortalítill, eins og get- ið er um í bókinni Eldeyjar-Hjalti. Við fengum ísinn mjög lljótt á Patreksfirði og lágum þar til kl. 2 f.h. á jóladag. Aðfangadagskvöld var ég í boði hjá Ólafi sáluga Jóhannes- syni konsúl og konu hans, og verður þetta kvöld mér lengi minnisstætt fyrir þær ágætu móttökur, sem ég hlaut þar, og er það ágætasta að- fangadagskvöld, sem ég hef notið utan heimilis míns. Var það í fýrsta en ekki í síðasta sinni sem ég naut hinnar landskunnu gestrisni, sem á því heimili ríkti. Slæm tíð Við fórum út eins og áður er getið kl. 2 f.h. á jóladag í sama austan stormi. Héldum við suður á Röst, fiskuðum þar um það bil í sólar- hring, og var góður reytingur af kola. Við komum inn á þriðja í jól-. um og héldum svo til Fleetwood og fengum ágætan markað. Ekki fórum við þarna út aftur í næsta túr, enda var sífellt illviðri. Þennan vetur var tíð ákaflega slæm, en um mánaðamótin janúar og febrúar gerði mjög góða tíð, og var vertíðin 1916 vanalega nefnd vertíð- in góða. Mátti heita að ekki tæki úr dag. Árið 1921 sendi h.f. Kveldúlfur þrjú af skipum sínum á saltfiskveið- ar í miðjum nóvember sem var al- gengt í þann tíma. Voru það Skalla- grímur yngri, Þórólfur og Snorri Sturluson yngri; var ég þá skipstjóri á Þórólfi, afburða góðu skipi, og var það álitið besta skip togaraflotans og er það líklega enn. Reynt var á þess- um vanalegu stöðum, báðum megin við ísafjarðardjúp, á Hornbanka og víðar. Fiskur var mjög tregur, en tíð frekar góð. Öll skipin höfðu farið út um líkt leyti, því að verkfall hafði verið um haustið og öll skip voru á ísfiskveiðum nema þessi þrjú frá Kveldúlfi. Enn á gamlar slóðir Eftir að hafa reynt til og frá, datt mér í hug að reyna á sömu slóðum og um jólaleytið 1915. Hélt ég suður fyrir Djúp og út með því. Veður var gott og sást vel til lands. Kastaði ég þar á 95-100 föðmum og hitti strax á mokafla, hreinan þorsk. Setti ég niður dufl á 95 föðmum, en rétt fýr- ir utan það voru 150 faðmar. All- miklar tafir urðu að því, að netin báðum megin reyndust fúin. Höfð- um við farið til veiða, að loknum sfldveiðum þetta ár, á ^Jýfundna- landsbankana mánuðina september og október. Botn var þar víðast góð- ur og netin sýndust lítið slitin, en voru orðin fúin. Við urðum því að slá undir nýjum netum og eftir það fengum við ágætis afla, 6-7 poka eft- ir 30 mínútur. Klukkan mun hafa verið 12 á hádegi þegar byrjað var, en um miðnætti var komið austan hvassviðri, var þá hætt með mikinn fisk á þilfari. Héldum við okkur svo við duflið á meðan gert var að, en töpuðum því nokkru síðar. Nokkru eftir að aðgerð var lokið, var haldið upp í eina klukkustund og síðan austur að vesturkanti ísafjarðar- djúps og Tiáldið sér við Djúpið. Um kvöldið var haldið út aftur, var þá nokkuð lygnara, og byrjað að toga á líkum slóðum og daginn áður. Feng- um við um nóttina tvo til þrjá dá- góða drætti, en megnið var ufsi, annars rifrildi og festur hvað eftir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.