Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 20
20 Tíminn Laugardagur4. apríl 1992 HVAÐ FENQU ÞAU I FERM- INGAR- GJÖF? Tíminn ræðir við fólk fermt 1914,1921 og 1924 Nú fara fermingar í hönd og fjöldi barna er að búa sig undir fyrstu altarisgönguna. I tengslum við fermingar nú á dögum er oft rætt um að tilstandið sé orðið of mikið, gjafírnar of veglegar, veislurnar stórar og kröf- ur tískunnar strangar. Þegar feður og mæður barn- anna fermdust var viðhöfnin minni — hvað þá þegar afar þeirra og ömmur voru fermd. Við fórum á stúfana og hittum fjóra eldri einstaklinga að máli á Droplaug- arstöðum við Snorrabraut. Tvö voru fermd 1914, en hin 1921 og 1924. Hvernig voru fermingarveislurnar þá og hvaða fermingargjafir fengu þau? Svörin fylgja hér með. „Fékk íleppa og eltiskinnsskó“ — segir Kristján Lýðsson, fermdur í Stykkishólmi 1924 „Ég fermdist í Stykkishólmskirkju 1924, en ég átti þá heima í Ögri í Stykkishólmshreppi," segir Kristján Lýðsson, fyrrum sundlaugastarf- maður, fæddur 1911, einn sjö systk- ina. „Presturinn var Óskar Lárusson frá Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Ekki man ég hve mörg við ferming- arsystkinin vorum, en það var víst þó nokkur hópur. Við vorum látin Íæra kverið og Biblíusögurnar með- an á undirbúningnum stóð. Mér er ekki eitt minnisstæðara öðru frem- ur úr þeim fræðum, en man að presturinn lagði ríkt á við okkur að snerta ekki tóbak eða áfengi. Samt þótti honum gott í staupinu sjálf- um. Hann sagði að reykingamenn fengju þykkildi á vörina, sem yrði svo að krabbameini. Einhvern veg- inn man ég þetta helst frá ferming- arfræðslunni. Gjafirnar sem ég fékk man ég vel. Ég fékk eltiskinnsskó, hvítbryddaða og ákaflega fallega, og auk þess leppa í skóna. Fermingarveislan mín var sú að mamma mín bar fram kaffi og eitthvað af kökum. Mér líst ekkert á þetta tilstand í kring um fermingarnar núna. Nú er fólk farið að gefa svo stórar gjafir og tekur stundum lán til þess að borga Kristján Lýðsson: „Líst ekkert á þetta tilstand í kringum fermingarnar þær. Ég held þrátt fyrir allt að þetta núna.“ (Ttmamynd Ámi Bjama). hafi verið betra í gamla daga, þótt kjörin væru þá þrengri." VEFMPOKAR o fomindir c«>3 tegundir 2SSS& ........ 19 980- kr: 5.990- •90-* ðurkr *Staögreitt vrsA SKATABUÐIN SNOHRABRAUT 60. SÍM112045 - 624145 Raögreiðslur Póstsendum samdægurs VANDAÐAR 0G NYTSAMAR FERMINGARGJAFIR Bótólfur Sveinsson: „Ekki man ég eftir neinni fermingarveislu. “ (Tímamynd Árni Bjarna) „Man eftir brakinu í fermingarskónum" —segir Bótólfur Sveinsson, fermdur í Þingeyrarkirkju 1914 „Ég er fæddur þann 17. júní alda- mótaárið og var fermdur í Þingeyr- arkirkju árið 1914,“ segir Bótólfur Sveinsson, fyrrum bifreiðarstjóri. „Ég er þó ekki fæddur í Dýrafirði heldur á Gautastöðum í Hörðudal. Þaðan flutti fjölskyldan í Kaldrana- nes og þá í Reykjafjörö á Ströndum. Við vorum í Reykjafirði er faðir minn lést, en ég var þá ellefu ára. Eftir það lá leiðin skjótlega til Þing- eyrar. Við vorum átta systkinin og varð að koma þeim sex elstu fyrir hér og þar. Við yngstu bræðumir tveir fylgdum móður okkar, sem vann fyrir okkur með fiskvinnu. Ég sat yfir ám á sumrin í Dýrafirði, bæði í Haukadal og á Brekku — ég hafði setið yfir áð- ur í Ámesi á Ströndum, svo ég var þessu vanur. Á þessum ámm var enn fært frá. Presturinn sem fermdi mig hét Þórður, en ekki man ég eftir miklu frá fermingamndirbúningnum nú. Þó minnir mig að presturinn hafi búið á Söndum. Við vomm fá sem fermdumst þama í kirkjunni þetta skipti. Ég fékk eitthvað af fötum í fermingargjöf og skó og ég man sér- staklega eftir þeim. Að þeim var mikill fengur og enn get ég heyrt hvemig brakaði í þeim á kirkjugólf- inu. Ekki man ég eftir neinni ferm- ingarveislu. Daginn eftir ferminguna fór ég suð- ur til Arnarfjarðar í ver. Þar var mik- ið útræði, gert út frá flestum bæj- um, en afli var lítill. Ég var á báti frá Hringsdal. Það sem ég fékk til hlutar fór auðvitað til heimilisins. Hvemig líst mér á fermingarsiðina núna? Eg er boðinn í fermingar- veislu hjá bamabarni mínu á sunn- daginn kemur. Það verður nú líklega nokkuð ólíkt því sem var er ég gekk innar 1914.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.