Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 25

Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 25
Laugardagur 4. apríl 1992 Tíminn 25 Pálmi Jónsson: Höfiim það er sannara reynist Laugardaginn 28. mars sl. skrifar Jón Kristjánsson rit- stjóri pistil í Tímann sem hann kallar Menn og málefni. Þar nefnir hann mitt nafn og afstöðu Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar og verður það á að fara rangt með. Jón ritstjóri er dagfarsprúður maður og þægilegur félagi. Hann er borinn og barnfæddur Skagfirð- ingur, uppalinn á góðu heimili. í þeirri sveit þykir það dyggð að komast hnyttilega að orði en halla þó ekki sannleikanum. Þetta er góð heimanfylgja og ég trúi að Jón hafi stundað það eftir megni að hafa hana að vegvísi. Mér finnst samt skiljanlegt að stundum sé villugjarnt á refilstigum Fram- sóknar og síst að undra þó stöku sinnum sé farið út af veginum. Þetta hendir Jón í fyrrnefndri grein. Þar segir: „í kosningabarátt- unni héldu taismenn Sjálfstæðis- flokksins því fram fullum fetum að flokkurinn myndi lækka skatta, fengi hann einhverju ráðið eftir kosningar. Fulltrúi flokksins í fjárlaga- nefnd, Pálmi Jónsson, missti það einhvers staðar út úr sér að þetta myndi ekki vera hægt strax, að minnsta kosti. En meginstefið var skattalækkun." Þetta er rangt með farið og þætti ekki góð latína í Óslandshlíð. Ég „missti" ekkert út úr mér um þetta efni. Mér var fullkunnugt um viðskilnað ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar í fjármál- um ríkisins og lýsti honum oftar og vonandi skýrar en aðrir tals- menn Sjálfstæðisflokksins á Al- þingi, á fundum og í dagblöðum. Það var ótvíræð skoðun mín að þessi viðskilnaður, arfurinn sem þjóðin og ný ríkisstjórn þyrfti að taka við, væri svo hrikalegur að skattalækkun yrði ekki möguleg, a.m.k. tvö íyrstu ár nýs kjörtíma- bils. Þessu lýsti ég afdráttarlaust yfir og allir vita nú að ég sagði sannleikann. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins gáfu fyrrverandi og núverandi formenn Sjálfstæðisflokksins sam- bærilegar yfirlýsingar í ræðum sínum. í stjórnmálayfirlýsingu landsfundarins var í raun sagt hið sanna. Þar segir að fyrsta skrefið verði að hverfa frá skattahækkun- arstefnu þáverandi ríkisstjórnar, stöðva þenslu í umsvifum ríkis- kerfisins og ná jafnvægi í þjóðar- búskapnum. f framhaldi af því verði unnið að lækkun skatta. Flestum mun nú Ijóst að þess- um markmiðum verður fullerfitt að hrinda í framkvæmd. Það ræðst á næsta ári hvort jafnvægi næst. Aðeins að því loknu voru gefin fyr- irheit um að vinna að skattalækk- un. Þetta var ábyrg stefna og til- efnislaust fyrir Jón Kristjánsson að gera tilraun til að snúa henni við. Hafi einhverjir talsmenn Sjálf- stæðisflokksins túlkað stefnu flokksins en hér hefur verið lýst, hafa þeir ekki stuðst við yfirlýsing- ar forystumanna sinna eða stjórn- málayfirlýsingu landsfundar. Bændum meinað að nýta loðdýrahúsin Flestallir refa- og minnkaskálar á landinu, sem ekki eru lengur notað- ir undir loðdýrarækt, standa auðir og ónotaðir vegna þess að bændum er meinað að nýta þá. Þetta kemur til af því að þinglýstar kvaðir eru á loðdýrabúum um að ekki megi nota loðdýrahús undir aðra starfsemi en loðdýrarækt í 10 ár eftir byggingu þeirra. Málið snýst um það, að samkæmt lögum, er voru í gildi þegar húsin voru byggð, þurfti að endurgreiða af þeim söluskatt væru þau seld eða notuð til annars en loðdýraræktar. Til þess hafa skuldsettir eigendur þeirra fæstir fjárhagslegt bolmagn og að auki er þessi kvöð ekki í sam- ræmi við gildandi skattakerfi. Þess vegna hefur nefnd, sem skipuð var til að gera úttekt á greininni, lagt til að ríkissjóður aflétti skyldu loðdýra- bænda til að endurgreiða söluskatt- inn af loðdýraskálunum. -ÁG. Á mánudag koma ut ný frímerki tileinkud fundi Ameríku Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum urn land allt. Einnig fást þau með pöntun frá Frímerkjasölunni. FRÍMERKJASALAN PÓSTUR OG SÍMI Pósthólf 8445, 128 Reykjavík, Sími 63 60 51 FRA ALÞINGI íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar Ibúð fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar er laus til afnota timabilið 1. september 1992 til 31. ágúst 1993. Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnotarétt af íbúðinni sem er í St. Paulsgade 70 (ör- skammt frá Jónshúsi). Hún er þriggja herbergja (80 ferm.), en auk þess hefur fræðimaðurinn vinnuherbergi í Jónshúsi. íbúðinni fýlgir allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður og er hún látin í té endurgjaldslaust. Dvalartími í íbúðinni er að jafnaði þrír mánuðir en til greina kemur skemmri tími eða lengri eftir atvikum. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist til skrifstofu Alþingis eigi síðar en 15. maí nk. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Enn fremur hvenær og hve lengi óskað er eftir íbúðinni. Tekið skal fram að úthlutunarnefnd ætlast til að dvalargestir nýti út- hlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaupmannahöfn. Sérstök eyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþingis í Alþing- ishúsinu í Reykjavík og í sendiráðinu í Kaupmannahöfn. ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Skólaskrifstofu Reykjavlkur, óskar eftir tilboöum I viögeröir og viðhald á pappalögöu þaki unglinga- álmu Breiöholtsskóla viö Amarbakka. Helstu magntölur eru: Pappalögn 1.300 m2 Þakkantur 50 m Þakkantur meö rennum 110 m Áfellur á þakkanta 50 m Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vom, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuð á sama staö miövikudaginn 15. apríl 1992, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Innkaupastofnun Reykjavikurborgar, f.h. Reykjavikurhafnar, óskar eftir tilboöum í byggingu hafnarbakka. Verkiö nefnist: Austurbakki — Miöbakki Helstu verkþættir eru: 1) Stálþil, alls 277 m 2) Rif eldri mannvirkja sem fyrir eru. 3) Uppsetning 139 staga ásamt framleiöslu og uppsetningu á 139 akkerisplötum. 4) Frágangur fyllinga og gröftur efnis utan þils, alls um 20.000 m3 5) Bygging kantbita um 280 m 6) Frágangur boröarlags og malbikun á 2.600 m2 7) Holræsalagnir á 0 800 og 0 1.000 um 190 m Útboösgögn veröa afhent á skrifstofú vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk, frá og meö þriöjudeginum 7. aprll gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 28. aprll 1992, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverk- fræöings, óskar eftir tilboöum I dúkalögn I Iþróttamiöstööina I Grafarvogi. Um er aö ræöa u.þ.b. 700 m2 af gólfdúk. Hluta verkslns á aö vera lokiö 15. ágúst 1992. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö fimmtudaginn 30. aprll 1992, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.