Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 4. apríl 1992 Fleiri þúsund trjáplöntum fargað vegna framkvæmda Hitaveitu Reykjavíkur við Rauðavatn: Græölingamir jarðaöir við Rauðavatn Nú standa yfir framkvæmdir á vegum Hitaveita Reykjavíkur við svo- kallaða suðuræð, sem liggur frá hitaveitutönkum við Grafarholt suður í Kópavog og Hafnarfjörð. Vegna þessara framkvæmda hefur verið iagður vegur í gegnum skóglendi við suðurbakka Rauðavatns, þar sem til stendur að leggja æðina. Hafa verið eyðilagðar fleiri þús- und piöntur og mest nýgræðlingar sem plantað hefur verið á síð- ustu þremur árum. í síðasta tölublaði Tímans var haft eftir Gunnari Helgasyni, forstöðumanni ráðningastofu Reykjavíkur, að hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur yrðu 200 fleiri störf en f fyrra. Komið hefur upp ónægja hjá íbú- um í nágrenninu, eins og kom fram í lesandabréfi sem einn þeirra ritar í Morgunblaðið í gær. Þeim sárnar að horfa upp á eyðilegginguna út um stofugluggann. Við framkvæmdirn- ar hefur verið beitt stórvirkum vinnuvélum og hafa fleiri þúsund plöntur nú þegar farið undir vega- gerð og eiga miklu fleiri eftir að bæt- ast við. Á þessu svæði voru gróður- settar um 600 þúsund plöntur á síð- asta ári, rúmlega hálfu ári áður en þessar framkvæmdir hófust. „Þaö skal játað að það er smásvæði sem fer undir framkvæmdir. Það var nú reyndar ekki gróðursett á þessu svæði t fyrra, en það var gert fyrir þremur árum og þá var þessi æð ekki komin á dagskrá. Þetta er nú bara eins og gerist í borgarskipulagi að skipulagsbreytingar koma skyndi- lega og það verður aldrei hægt að komast hjá þessu. Við fjarlægðum allar þær plöntur sem hægt var og ég vil ekki meina að hér séu á ferð- inni stórkostlegar náttúruhamfarir. Auðvitað sárnar manni þegar svona fer og það er alltaf dapurt að þurfa að tvívinna hlutina, en eins og ég sagði, það verður aldrei komist hjá þessu að einhverju leyti," sagði Vilhjálmur Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Vil- hjálmur segir ennfremur að fram- kvæmdirnar hafi verið ákveðnar í samráði við Skógræktarfélagið og það hafi verið reynt að fara yfir þá staði sem minnst var af plöntum. Jafnframt hafi verið rætt um að veg- urinn yrði notaður sem umferðaræð um þetta svæði, þannig að þrátt fyrir að það væri ýmislegt dapurt við þetta þá mætti einnig finna ýmislegt jákvætt. Gunnar Kristinsson hita- veitustjóri sagði í samtali við Tím- ann að eftir að kostnaðartölur hefðu verið skoðaðar hefði þetta verið besti kosturinn. Æðin er dýr, eða um 100 þúsund krónur á metrann, og því hefði ekki verið talið hagkvæmt að krækja fram hjá skóginum. „Við er- um ekki vanir að böðlast beint af augum og ég reikna með að þetta hafi verið skoðað ofan í kjölinn," sagði Gunnar Kristinsson hitaveitu- stjóri. -PS Mörgum þykir groddalega aö verki staðið að leggja veg og hitaveitu- leiðslu yfir skógræktarsvæöi við Rauðavatn. Vegurínn liggur yfir svæði þar sem unglingar plöntuðu þúsundum trjáplantna fyrírfáum árum. Sú vinna þykir þarna fara fyrir iítið. Tímamynd Ami Bjama Verslun ‘92 sett á Holiday Inn í gær: Smásalar veltu í fyrra 100 M. kr. Verslun ‘92, ráðstefna Kaup- mannasamtakanna, hófst á Hótel Holiday Inn í gær. Ráð- stefna sem þessi er orðin fast- ur liður í starfsemi Kaup- mannasamtakanna, en í tengsl- um við hana nú er í fyrsta skipti sett upp sýning þjón- ustufyrirtækja, þar sem kynnt- ar eru helstu nýjungar í tækj- um og búnaði fyrir smásölu- verslanir. Breyttir tímar? Þetta gamla sendla- hjól frá Sunnubúöinni stingur óneitanlega i stúf viö hátækni- væddan tölvubúnaö frá Einari J. Skúlasyni hf. sem stillt er upp viö hliöina á því á sýningunni Verslun ‘92. Bjarni Finnsson, formaöur Kaupmannasamtakanna, brá á leik í tilefni opnun ráöstefnunnar og mátaði sig viö gamla fákinn. Tfmamynd Ami Bjama Að sögn Bjarna Finnssonar, for- manns Kaupmannasamtakanna, hafa orðið verulegar breytingar í matvöruversluninni undanfarin misseri, með aukinni samkeppni og hagræðingu í greininni. Það sem öðru fremur hefur ein- kennt þróunina í matvöruverslun- inni eru stærri einingar og mynd- un verslanakeðja, en að sögn Bjarna má búast við að sömu breyt- ingar eigi eftir að ganga í gegn í sérvöruverslun í framtíðinni. Hér á landi stunda um 1.700 aðil- ar smásöluverslun og á síðasta ári var velta greinarinnar um 100 milljarðar króna. Þetta samsvarar því að um 60% af ráðstöfunartekj- um heimilanna fari um hendur smásölukaupmanna. Þessi rekstur stendur undir rúmlega átta þúsund ársverkum, en það eru um 7% af heildarfjölda ársverka í landinu. ÁG. Fatahönnuð- ir úr Iðn- skólanum Þessir glæsilegu brúðarkjólar eru hannað- ir og saumaðir af Huldu Kristinsdóttur og Birnu Ágústsdóttur en þær eru nemendur við Iðnskólann í Reykjavík og hafa lært fatasaum og fatahönnun. Fatahönnunardeildin heldur sýningu á verkum nemenda á Hótel íslandi í dag og hefst sýningin kl. 17. Brúðarkjóllinn með blúndunum er eftir Huldu Kristinsdóttur og sú sem klæðist honum er Margrét Krist- insdóttir. Perlusaumaði kjóllinn er eftir Birnu Ágústsdóttur. Sú sem klæðist hon- um er Inga Rún Harðardóttir. Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna rifjar upp deilur Alþýðuflokksmanna og framsóknarmanna frá því í ^jðustu kosningum: Asakanir á hendur krötum voru réttar Stjórn sambands ungra framsóknar- manna lýsir furðu sinni á yfirlýsingu Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra í nýútkominni skýrslu um utanríkismál. Þetta kemur fram í nýútkominni ályktun stjómar SUF. í ályktun ungra framsóknarmanna segir að nú sé komið á daginn að fullyrðingar Framsóknarflokksins í síðustu kosningum, um að Alþýðu- flokkurinn hefði hug á aðild að Evr- ópubandalaginu, séu réttar. Orðrétt segir í ályktuninni: „Þessi fullyrðingi olli á sínum tíma miklu upphlaupi meðal Alþýðuflokks- manna og var þetta tilgreint sem ein ástæða þess að flokkurinn hefði ekki getað haldið fyrra stjómarsamstarfi áfram, vegna þess að þama hefði Framsóknarflokkurinn borið ósann- indi á Alþýðuflokinn. Stjórn SUF spyr Alþýöuflokksmenn hvað hafi breyst, nú þegar utanríkisráðherra segir að skoða beri aðild að Evrópu- bandalaginu sem mögulegan kost.“ -ÁG. Hnífsárás í Hafnarfirði Ungur maður var stunginn með hnífi í brjóstið á heimili sínu í Hafn- arfirði í gærmorgun. Hnífurinn snerti annað lunga mannsins og var gert að sári hans á Borgarspítalan- um. Hann er ekki í lífshættu. Tveir menn hafa verið handteknir vegna þessa máls og Rannsóknar- lögregla ríkisins yfirheyrði þá í gær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.