Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 4. apríl 1992 Fyrstu togveiði- ferðir á Halamiðum annað. Um morguninn, nokkru eftir birtingu, var haldið austur yfir Djúpið og ætlaði ég að reyna í aust- urhalla þess þegar lokið væri við- gerðum netanna. Aldrei komist í annaö eins mok Þegar komið var austur á kantinn mættum við þar Skallagrími; skip- stjóri á honum var Guðmundur Jónsson frá Reykjum. Töluðum við saman, og sagðist hann hvergi hafa fengið fisk, en ég sagði honum frá afla þeim, sem við höfðum fengið þar úti. Ákváðum við að halda þang- að út aftur og var svo snúið við og byrjað á nýjan leik. Var þá komið besta veður og hélst í næstu 4-5 daga, og bætti það mjög aðstæður allar. Aldrei áður hafði ég þá komist í annað eins netarifrildi og festur, og aldrei í annað eins mok af fiski, þeg- ar vel gekk, tvo til þrjá drætti rifrildi og festur, næstu tvo til þrjá máske 7- 8 pokar eftir 20-30 mínútur. Kom- um við svo þarna niður á kantinum sínu duflinu hvor, og fór þá heldur að minnka rifrildi, en var þó alltaf mjög mikið. Afli virtist bestur á 115- 120 föðmum, oft hreinn þorskur. Ekki var asfiski nema á þessu dýpi. Vöruðum við okkur ekki á hve kant- urinn sveigði mikið til norðurs; héldum fyrst að hann mundi vera ANA, en hann reyndist liggja mikið meira til norðurs. Hefði þá komið sér vel að hafa dýptarmæli. Héldum við svo áfram veiðum þar til við vor- um alveg orðnir í vandræðum með Iifur og salt næstum því búið. Fór- um við þá til Dýrafjarðar og létum í land 40-50 tunnur af lifur og tókum dálítið salt. Var svo haldið út aftur og byrjað á líkum stað. Nokkru síðar fór Skallagrímur heim, hann losaði ekki lifur fyrir vestan. Afli var líkur, þó meiri ufsi. Eftir þrjá daga var haldið heim, var þá saltið búið og lifrarföt öll full, enda var túrinn orð- inn alllangur. Fáliðaðir vorum við frekar þennan túr, tuttugu og þrír á, en einvalalið. Höfðum við eitthvað yfir 200 föt lifrar og þótti þetta mjög mikill afli á þessum tíma árs. Meira en helmingur aflans reyndist þorsk- ur. Þegar við höfðum verið þarna í tvo til þrjá daga kom botnvörpung- urinn Baldur, skipstjóri Þorgrímur Sigurðsson, og var það fyrsti túr Baldurs. Hann var á ísfiskveiðum og fyllti sig á mjög skömmum tíma. Snorri Sturluson, skipstjóri Sigurð- ur Guðbrandsson, kom sömuleiðis og var á heimleið, hafði verið á Hornbanka allan túrinn, en fiskaði þarna úti í einn dag. Óvíst hver nafnið gaf Ekki hef ég heyrt, hver hefir gefið þessu fiskimiði nafn, en þennan vet- ur komst það á og hefir gengið und- ir Halanafninu síðan. Eins og sagt var í byrjun þessarar greinar, er Hal- inn tvímælalaust besta togveiðimið, sem enn hefir fundist, hvort sem um innlend eða erlend fiskimið er að ræða. í Sjómannablaðinu Víkingi II. árg. 1940, í grein, sem Guðmundur Jónsson skipstjóri, Reykjum, skrifar og lýsir Halanum, stendur: „Guðmundur Guðmundsson, nú bóndi á Móum á Kjalarnesi, sem stýrði Þórólfi, varð til þess að reyna á Halanum fyrstur þennan vetur." Og í bókinni „Um láð og lög“ eftir dr. Bjarna Sæmundsson stendur á bls. 274: „íslenskir fiskimenn höfðu að vísu komið fyrr á þetta svæði og fiskað þar, en með Iitlum árangri, þangað til haustið 1921, er Kveld- úlfsskipin, fyrst Þórólfur einn og svo Skallagrímur, byrjuðu að fiska þar.“ lenskt stnpr 5 00 gromm „Kar Andófsmenn gegn reykingum reiðir víðlesnum karla- tímaritum sem birta myndir af frægu reykingafólki Á forsíðu á víðlesnu tímariti blasir mynd af best klædda manni Bret- lands, Bryan Ferry, við þar sem hann kveikir sér í Dunhill sígarettu. Forseti formannaráðs bandarisku heilsuræktarsamtakanna, sem er enginn annar en Amold Schwarze- negger, sést totta vindil á forsiðu annars. Leikarinn Ray Liotta, sem gjama leikur kalda karia, stillir sér upp til myndatöku með hálfreykta sígarettu. Þá kemurfyrir að við sjá- um fólk i þessum blöðum klætt eft- ir nýjustu tísku, en sem minnir á kvikmyndahetjur frá fimmta ára- tugnum að því leyti að það er um- vafið tóbaksreykjarskýi. Þeir frægu og vinsælu Þetta er sú ímynd frægra og vin- sælla karla og kvenna sem tóbaks- framleiðendur einmitt dreymir um. Væri um beinar auglýsingar að ræða þá væru þetta brot á tóbaksvamar- reglunum, þ.e. í Bretlandi og víðar. Þær auglýsingar mundu valda upp- námi, enda mundu þær vega þungt gegn átaki á borð við „reyklausa daga“ sem víða er efnt til, en t.d. Bretar álíta að á reyklausa daginn leggi um ein milljón manna sígar- ettupakkann til hliðar í 24 stundir. En segja má að tóbaksframleið- endur fái auglýsingamar frítt með þessu móti. Víðlesin tímarit á borð við GQ, Esquire og Arena birta myndir eins og þær sem hér er á minnst á forsíðu. Það hefur nú orðið til þess að baráttumenn gegn reyk- ingum hafa látið mörg ámælisorð falla í þeirra garð. Bera vott um karl- mennsku? „Þessar myndir af myndarlegu og aðlaðandi fólki, öllu reykjandi, vinn- ur gegn þeirri heilsuverndarstefnu sem við viljum efla,“ segir Mike O’Connor, formaður samtaka lækna er berjast fyrir bættum lifnaðarhátt- um. „Þær valda okkur miklum áhyggjum." „Reykingar hafa alltaf þótt bera vott um karlmennsku," maldar ritstjóri Arena, Dylan Jones, í móinn. „Þær bæta við ímynd fólks, rétt eins og réttur jakki eða erma- hnappar." Skömmu eftir 1980 fóru kvenncblöð eins og Cosmopolitan að útiloka myndir af reykingafólki af helstu síðum sínum. Árið 1986 var það samkomulag gert að bresk blöð ætluð ungum konum höfnuðu tób- aksauglýsingum. Upp frá því hafa kvennablöð lagt metnað sinn í að birta ekki efni sem gefur til kynna að það sé „fínt“ að reykja. Karlablööín þráast viö En karlablöðin fylgdu ekki í kjöl- farið og að sumra mati leggja þau sig nú mörg fram um að birta myndir sem gefa til kynna að reykingar auki á karlmennskuímyndina. í einu nýj- asta tölublaði Arena getur að líta mynd af Ray Liotta á forsíðunni þar sem hann heldur á sígarettu hinn makindalegasti á svip. Þetta er í fjórða skiptið á skömmum tíma hjá sama blaði. Áður hafa þeir birst reykjandi á forsíðu Bryan Ferry, Mi- chael Caine og Sean Ferry. Sama á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.