Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 4. apríl 1992 Ný stofnun, Fiskistofa, tekur að sér að reka kvótakerfið og veiðieftirlitið, afla upplýsinga um afla og meðferð sjávarafurða: Ráðherra vill hagræða með því að stofna Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um Fiskistofu. Samkvæmt frumvarpinu eiga verk- efni Fiskistofu að vera að annast framkvæmd laga um stjómun fisk- veiða og effirlit með fiskveiðum. Enn fremur á stofnunin að hafa með höndum eftíriit með framleiðslu og meðferð sjávarafurða, annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála sem og önnur verkefni sem stofnuninni verða falin með lögum eða ákvörðun ráðherra. Verkefni sem Fiskistofu verða falin samkvæmt frumvarpinu eru nú unn- in í sjávarútvegsráðuneyti, Veiðieftir- liti, Fiskifélagi Islands, Hafrannsókna- stofnun og Ríkismati sjávarafúrða. Hingað til hefúr sjávarútvegsráðu- neytið séð um að gefa út veiðileyfi til um 2.600 fiskiskipa sem stunda veiðar í atvinnuskyni við ísland. Enn fremur hefúr ráðuneytið gefið út um 700 sér- veiðileyfi, td. til veiða á hörpuskel, innfjarðarrækju, veiða í dragnót og hrognkelsaveiða. Lagt er til að úthlut- un þessara Ievfa færist til Fiskistofu. Fiskifélag Islands sér um að safna saman upplýsingum um landaðan afla alls staðar af landinu. Fiskistofan mun taka yfir þetta verkefni en gert er ráð fyrir að Fiskistofa geri samning við Fiskifélagið um að það annist áfram úrvinnslu upplýsinga og útgáfú hag- skýrslna. Öflun upplýsinganna flyst hins vegar til Fisidstofu. Hún mun byggja á kerfi Fiskifélagsins og sam- eiginlegri tölvudeild sjávarútvegs- ráðuneytisins og Hafrannsóknastofn- unar sem rekin hefur verið frá árinu 1990. Ekki er gert ráð fyrir að nein stofhun verði lögð niður vegna tilkomu Fiski- stofu. Hins vegar á stofhunin ekki að leiða til þess að opinberum störfum á þessu sviði fjölgi. Áætlað er að starfs- menn Fiskistofu verði 60 á árinu 1993. Gert er ráð fyrir að stofnunin leigi húsnæði af Fiskifélagi íslands Aætlaður rekstrarkostnaður Fiski- stofu á næsta ári er 240 milljónir króna. Til að mæta rekstrarkostnaði er miðað við að fjárveitingar verði fluttar frá sjávarútvegsráðuneytinu og stofnunum yfir til Fiskistofu. Miðað við fjárlög 1992 er gert ráð fyrir að flytja 10,6 milljónir frá ráðuneytinu, 26 milljónir frá Hafrannsóknastofnun og 67 milljónir frá Ríkismati sjávaraf- urða. Þá verða allar sértekjur Veiðieft- irlitsins af veiðieftirlitsgjaldi fluttar til Fiskistofu, en gert er ráð fyrir að þær verði 104 milljónir á næsta ári. Enn fremur er fyrirhugað að skipta fjár- veitingu Fiskifélagsins þannig að hluti hennar renni til Fiskistofu. Aætlaður kostnaður vegna stofnunar Fiskistofu er 33-38 milljónir. Þetta þýðir að kostnaður ríkisvaldsins vegna þessara verkefna eykst á næsta ári, en í heild eiga breytingamar að leiða til hagræð- ingar og spamaðar. Sjávarútvegsráðherra hefúr einnig lagt fram frumvarp um að gera Ríkis- mat sjávarafurða að hlutafélagi. Miðað er við að bæði frumvörpin verði sam- þykkt og komi til framkvæmda um næstu áramót -EÓ Ágreiningur er milli bæjar- stjómar Garðabæjar og Sál- fræðingafélags íslands: Sálfræðingar í sínu félagi Upp er kominn ágreiningur milli Sálfræðingafélags íslands og Garðakaupstaðar vegna sálfræðings sem nýlega var ráðinn til starfa hjá bænum. Er Sálfræðingafélagið eldd ánægt með að maðurinn skuli vera í starfsmannafélagi Garðabæjar og segjast þeir eiga að hafa samning- sumboð fyrir hann, en ekki launa- nefnd sveitarfélaga. Forsaga málsins er sú að bærinn réð til sín sálfræðing og í auglýs- ingu um starfið kom fram að launa- kjör væru í samræmi við kjara- samninga starfsmannafélags Garðabæjar og yrði sálfræðingur- inn því aðili að því félagi. Sálfræð- ingafélag íslands telur hins vegar að maðurinn sé félagi þess og hafi það því samkvæmt skilgreiningu í lögum þess samningsumboð vegna launa mannsins. Vegna þessa sendi Sálfræðingafélagið bréf til bæjar- stjórnar Garðabæjar þar sem félag- ið lýsti sjónarmiðum sínum. Bréf- inu var vísað til launanefndar sveit- arfélaga, sem fer með samning- sumboð fyrir sveitarfélögin. Mun málið ekki snúast um launagreiðsl- ur sálfræðingsins, heldur snýst það um þá grundvallarreglu að sálfræð- ingur skuli vera í Sálfræðingafélag- inu og það hafi samningsumboðið fyrir hann. -PS m Framsóknarmenn í sveitarstjórnum og nefndum á vegum þeirra Málefnahópar þingflokks Framsóknarflokksins um byggðamál og félagsmál, ásamt þingmönnum flokksins, bjóða til funda í öllum kjördæmum landsins sem hér segir: Suöurland 6. apríl kl. 21 í Hvoli á Hvolsvelli: Stefán Guömundsson og Finnur Ingólfsson. r***’*~v> t'A Stefán Finnur Vesturland 6. apríl kl. 21 í Hótel Borgarnesi f Borgarnesi: Jón Helgason og Jón Kristjánsson. Jón H. Jón K. Norðurland vestra 8. apríl kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki: Guömundur Bjamason og Jón Kristjánsson. Guðmundur Jón Norðurland eystra 9. apríl kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu á Akureyri: Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Helgason. Ingibjörg Jón Stefán Finnur Austurland 9. apríl kl. 20.30 Þjónustumiðstöð KHB á Egilsstöðum: Stefán Guðmundsson og Finnur Ingólfsson. Ingibjörg Jón Vestfirðir 10. april kl. 21 í Framsóknarhúsinu á fsafirði: Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Helgason. Jón Finnur Höfuöborgar- svæðið 13. april kl. 20.30 í Félagsheimili framsókn- armanna í Kópavogi: Jón Helgason og Finnur Ingólfsson. Guómundur Ingibjörg Suðurnes 28. apríl kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu í Keflavík: Guömundur Bjarnason og Ingibjörg Pálmadóttir. FUNDAREFNI: Málefni sveitarstjórna og samskipti ríkis og sveitarfélaga Þingmenn viðkomandi kjördæma sitja fundina Þingflokkur framsóknarmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.