Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.04.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 4. apríl 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Frámkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö í lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Að komast ekki að bryggjunni Alvarlegur ágreiningur er upp kominn í þing- flokki Alþýðuflokksins sem ekki er séð fyrir end- ann á og getur valdið verulegum erfiðleikum í stjórnarsamstarfinu. Eitt af lykilatriðunum í samstarfssamningi Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins var það að hefja einkavæðingu af fullum krafti, breyta ríkis- bönkunum í hlutafélög og selja þá síðan. Frjáls- hyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum lítur á þetta at- riði sem þungamiðjuna í aðgerðum núverandi ríkisstjórnar og iðnaðarráðherra Alþýðuflokksins hefur ríka sannfæringu fyrir því að þetta sé fram- tíðin og vill ganga jafnlangt og Sjálfstæðisflokk- urinn í einkavæðingu á öllum sviðum. Formaður flokksins er sama sinnis. Frumvarp til laga um að breyta Búnaðarbanka íslands í hlutafélag er því afar mikilvægt stefnu- mótandi frumvarp fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins. Það er stórpólitískt frumvarp, og markar í raun upphaf einkavæðing- ar í stórum stíl á íslandi. Þarna er verið að leggja til atlögu við ríkisbanka, ekki vegna þess að hann standi höllum fæti, heldur til þess að breyta um rekstrarform. Að frumvarpið stöðvaðist í þingflokki Alþýðu- flokksins eru pólitísk tíðindi. Það sýnir svo ekki verður um villst að flokkurinn er klofinn í afstöðu sinni til einkavæðingar. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra fer fyrir því liði sem ekki vill beygja sig undir vilja Jóns Sigurðssonar við- skiptaráðherra í þessu efni. Jóhanna er ekki þekkt fyrir að láta hlut sinn. Hún hefur einfaldlega kraf- ist þess að gengið verði frá löggjöf um samkeppn- ishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, áður en verður farið að selja hlutabréf í ríkisbönkunum í stórum stíl hér á landi. Þetta upphlaup er afar óþægilegt fyrir ríkis- stjórnina í ljósi þess hve þetta mál er mikilvægt til þess að þau stefnumið sem hún setti sér í upphafi nái fram að ganga. Ljóst er að þessi ágreiningur á sér djúpar rætur og hann dregur fram í dagsljósið fylkingar í Alþýðuflokknum. Loks er hluta af áhrifamönnum í flokknum farið að blöskra frjáls- hyggjan og fráhvarfið frá jafnaðarstefnunni sem þeir Jónarnir hafa verið í forystu fyrir í flokknum. Þetta er enn ljósara þar sem þessi mál hafa nýlega verið rædd á flokksvettvangi á ráðstefnu Alþýðu- flokksins um einkavæðingu um síðustu helgi þar sem ágreiningurinn kom ljóslega fram. Þetta mál er einnig alvarlegt áfall fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í ljósi þess að ekki er heldur hrifning af því hjá öllum þingflokki Sjálfstæðis- flokksins og vafasamt að það njóti meirihlutafylg- is á Alþingi ef það verður knúið fram. Jón Sigurðsson er ekki þekktur fremur en Jó- hanna að því að láta sig og hann mun fara hamför- um á næstunni til að ná málinu inn í þingið. Nýtt Atli Magnússon „fánamál“ Nýtt „fánamál" kom upp í mán- uðinum þegar útvarpsstjóri, Heimir Steinsson, tók að flagga með ríkisfánanum (sem er í rauninni ekki annað en „klofinn dúkur“, eins og útvarpsstjóri orðar það) við útvarpshúsið þeg- ar útvarpsráð heldur þar fundi sína. „Það er smátt sem hundstung- an finnur ekki“ segir þar og vakti þessi ráðstöfún þegar nokkra at- hygli í fjölmiðlum. Myndir birt- ust af flagginu við hún, skop- myndateiknarar fundu sér efhi að leggja út af og ioks birtist grein eftir útvarpsstjóra sjáifan í Morgunblaðinu sl. laugardag, þar sem hann skýnr þá hugsun er að baki liggur. í greininni er ýmislegt að finna sem umhugs- unar er vert og mun vikið að sumu af því á víð og dreif hér. Gamlir fánar og nýir Þjóðemismál ber hátt í heims- fréttunum nú og sem vænta má fylgir því víða talsvert vafstur með fána. Þar hefur það vakið mesta athyglina sem vænta má er fyrrum Sovétríkin hafa lagt hinn þunga og blóðrauða fána fyrir róða, en tekið upp nýja í þeirra stað. Em Rússar famir að flagga með þeim litum sem not- aðir vom á tíma keisarans og óska allir góðir menn að þeim megi vegna vel undir þeim, bet- ur en undir rauða fánanum og sama eða svipuðum fána þar á undan. En meðan nýjar og nýfrjálsar þjóðir setja sér heilög markmið og berast sumar á banaspjót undir spánnýjum fánum sem þær munu elska sem lífið í brjósti sér, sýnist dauft yfir ást- inni á þjóðfánum í mörgum öðr- um stöðum. Einkum verður þá hugsað til Dana, sem eins og menn vita eiga sér einn hinn göf- ugasta af fánum, enda kom hann svífandi ofan frá himnaríki yfir heri Valdemars sigurs austur í Eistlandi. Danir láta sér þó lítið annt um virðingu fána síns nú til dags, enda eru þeir víst ekki al- vörugefið fólk. Þeir prenta fána- litina á piparkökukramarhús og á servíettur, sem menn nota til að þurrka sér um munninn eftir að hafa étið pylsu á Strikinu með of miklu af sinnepi. Einu sinni sá ég þrjá stráka úr danska hemum taka ofan fánann í Fredericia. En þeim fannst athöfnin víst svo hlægileg að sá sem virtist vera „lautinantinn" varð að strjúka hláturtárin af hvörmunum. Þó var þetta sami fáninn og sama þjóðin sem Jón Ólafsson ritstjóri varð að flýja land fyrir að óvirða. En enginn í Danmörku virðist hafa áhyggjur af þessu og drottn- ingin kveikir sér bara í einni síg- arettunni enn. „O, mores...!“ Fánamál Ameríkana Heimir Steinsson nefhir í grein sinni að sér muni seint Iíða úr minni að hafa verið viðstaddur fánahyllingu fjölmennis í Banda- ríkjunum. Er ég nú ótilkvaddur er farinn að blanda mér í hið nýja „fánamál" kemur mér í hug að mér hefur einnig hlotnast þessi reynsla, en það var á 4. júlí fyrir mörgum árum í Massachussetts. Ég get tekið undir það með Heimi að það fór fram með fal- legum og virðulegum hætti. En hví Bandaríkjamenn eru svona miklu meiri „patríotar" en t.d. Danir veit ég ekki. En bandarísk „þjóðarsál" er heldur ekki neitt einfalt mál að skilgreina og er kannske enn skrýtnari en sú rússneska, sem mjög er látið af hve flókin sé og torræð. Það má líka spyrja hvemig amerískum stúdentum undir öðmm kring- umstæðum gat dottið í hug að taka fána sinn og brenna hann opinberlega..? En samt er ekki ótrúlegt að sá „tilvistarkjami" þjóðarvitundarinnar, sem Heim- ir lýsir áhyggjum af að ekki sé á alveg vísum stað í hjörtum ís- lendinga, sé þéttari í sér meðal bandarískra borgara en borgara margra annarra þjóða. Tilvistarkjaminn En hér var ætlunin að ræða um afstöðu íslendinga til eigin fána og hvar þeirra „tilvistarkjami" sé niðurkominn. Það er satt hjá Heimi að landinn er í undarlegri „bóndabeygju" þegar að lýðveld- inu kemur og þá um leið ytri táknum þess. Okkur löndum hefur aldrei farist vemlega vel úr hendi að fara með fána. Hver man ekki eftir ljósmyndinni af Jakobi gamla Hálfdánarsyni þar sem hann ber fána fyrir bömum og nokkmm uppábúnum kon- um um þúfnavöll norður í landi? En enginn mun verða til að halda því fram að þar hafi „til- vistarkjaminrí' ekki verið á rétt- um stað. Sumir hafa annars haldið því fram að við íslending- ar höfum aldrei kunnað að halda útihátíð og því ekki fúndið „púðrið" í flöggum. En einhvers staðar að er „bóndabeygjarí' komin eins og útvarpsstjóri segir. Ég ætla að það sé ekki fjarri lagi að í hjört- um fleiri en færri íslendinga tengist þjóðfáninn opinberri stjómsýslu einkum. Kannske varðskipunum, lögreglunni, stjómarbyggingum — máske skattinum. Hlýjuna til hans vantar. Hamingjan má vita hvaða rætur í þjóðarsálinni liggja til þess ama og ætti íslensk þjóðarsál þó að vera léttari að greina en Rússa og Ameríkana. Svo er að sjá sem landinn leiti sér að þjóðarímynd og sjálfs- trausti á allt öðmm sviðum en í fána sínum. Þrátt fýrir að vand- lega sé gætt að virðingu íslenska fánans með reglugerðum, boð- um og bönnum, þá lætur al- menningur sér fátt um hann að því er virðist. íslendingar verða helst að þjóð í kring um íþrótta- lið sín, efnahagsmál og stundum listamenn — sbr. vonina um „Óskarinn". En máske rætist sú von Heimis Steinssonar að það takist að vekja innilegri tilfinningar í garð fánans í ókominni framtíð og endumýja eitthvað háleitara sjálfstrausL Sitthvað mun þó verða að breytast ef þjóðin á að geta fært lýðveldi sínu þetta sjálfstraust í afrnælisgjöf að tveimur ámm Iiðnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.