Tíminn - 14.11.1992, Síða 5

Tíminn - 14.11.1992, Síða 5
Laugardagur 14. nóvember 1992 Tíminn 5 Jón Kristjánsson skrifar Aðgerðaleysi Staðan í stjórnmálum hér á landi er dá- lítið flókin um þessar mundir, og ríkis- stjórnin er í kröppum dansi. Fylgi henn- ar minnkar í skoðanakönnunum, sem helst í hendur við minnkandi trú al- mennings á að hún geti ráðið við aðsteðj- andi vandamál á eigin spýtur. Nú er beðið eftir tillögum aðila vinnu- markaðarins í efnahagsmálum, en með hverjum deginum sem líður minnka lík- urnar á samkomulagi á þeim vígstöðv- um, sem gæti dregið ríkisstjórnina að landi í aðsteðjandi vandræðum. Áföll eða heimatil- búinn vandi Ég held því vissulega ekki fram að allur þessi vandi sé heimatilbúinn. Við höfum vissulega orðið fyrir áföllum, og þau mestu eru efnahagslegur samdráttur í löndunum í kringum okkur og minnkun aflaheimilda á íslandsmiðum. Því er hins vegar ekki að leyna að ekki verður séð að stjórnvöld hafí með sannfærandi hætti reynt að draga úr þeim vanda sem minnkun afla skapar. Aðgerðaleysi ríkis- stjórnarinnar allt þetta ár í málefnum sjávarútvegsins er sá físibelgur sem held- ur við glæðum vandans. Ár aðgerðaleysis Nú er eitt ár síðan að sjávarútvegsráð- herra hreyfði því opinberlega að lækka þyrfti kostnað fiskvinnslunnar, ef vel ætti að vera. Forsætisráðherra var ekki seinn á sér og sagði að þessi vandi væri ekki að- kallandi og ekkert lægi á. Þetta muna all- ir sem fylgdust með þjóðmálaumræð- unni á þessum tíma. Sjávarútvegsráð- herra lét gott heita. Síðan hefur hann notað þing hagsmunasamtaka í sjávarút- vegi til þess að halda þrumuræður um ástandið í atvinnugreininni, en allt hefur komið fyrir ekki, ekkert hefur gerst. Nú reyna aðilar vinnumarkaðarins að ná samkomulagi um kostnaðarlækkunar- leið, sem er í því fólgin að létta af at- vinnuvegunum í landinu 8 milljörðum króna. Tillögur þessa efnis hafa reyndar látið á sér standa og það þarf ekki mikinn spámann til þess að sjá að verkalýðs- hreyfmgin er í mjög erfiðri stöðu, rétt fyrir þing ASÍ og leiðtogaskipti, til þess að standa að erfiðum og óvinsælum að- gerðum og draga þann vagn fyrir ríkis- stjórnina. Þeirri hugsun verður ekki varist að betra hefði nú verið að taka til hendinni fyrir ári síðan og reyna að tryggja betur rekstur sjávar- útvegsins á yf- irstandandi ári. Ég held því ekki fram að allan vanda hefði verjð hægt að leysa, en ég held því hiklaust fram að ástandið hefði verið snöggtum betra ef fyrr hefði verið brugðist við. Hvað dvelur Orminn langa? Það liggur beint við að spyrja: Hvað dvelur Orminn langa? Hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekki komið sér saman um aðgerðir? Hvað veldur þessu aðgerða- leysi, þrátt fyrir ræður sjávarútvegsráð- herra á mannfundum sjávarútvegs- manna? Svarið liggur í augum uppi, en vissulega veldur ástæðan miklum áhyggjum. Hér í landinu er stjórnað eftir kenningum frjálshyggjunnar, sem boðar sem minnst afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu í landinu, hvað sem á gengur. Opinber af- skipti og kostnaðarlækkunarleið brýtur einfaldlega í bága við þessa kenningu og er þeim þvert um geð, sem ráða ferðinni í ríkisstjórninni, en þar á ég við formenn ríkisstjórnarflokkanna og þeirra sam- starfsmenn. Of mikið af öllu Umræðurnar ganga út á það að það sé of mikið af öllu. Of mikið af frystihúsum, of mikið af skipum, of mörg fyrirtæki og of mörg sveitarfélög í landinu. Þetta er það sem forsætisráðherrann kallar rúm- málsvanda. Við þessum vanda telur hann vera það meðal að láta fyrirtækin fara á hausinn eða sameinast öðrum fyrirtækj- um. Ýmsir, sem láta ljós sitt skína um þessi mál á opinberum vettvangi, halda því fram að eitt mesta efnahagsvanda- málið á íslandi sé það að fyrir- tæki megi ekki verða gjald- þrota í þeirri grein. Það skortir ekkert á það, því miður, að fyrirtæki hafi orðið gjald- þrota í sjávarútvegi, til ómælds tjóns fyr- ir alla aðila sem nálægt hafa komið, eig- endur, starfsfólk og viðskiptavini þessara fyrirtækja. Svo verður áfram, því er nú verr. Sérstaða íslands Hlutverk stjórnvalda er að bregðast við áföllum í þjóðfélaginu og reyna að skapa þannig skilyrði að fyrirtæki, sem eru vel rekin, geti borið sig. Niðurskurður afla- heimilda leggur þá skyldu á stjórnvöld að bregðast við. Fall gjaldmiðla í okkar helstu viðskiptalöndum leggur einnig þessa skyldu á herðar stjórnvalda. Það passar ekki inn í frjálshyggju- munstrið að halda því fram að íslenskt efnahagslíf hafi nokkra sérstöðu. Ég ætla samt að halda því fram að svo sé. íslend- ingar eru háðari inn- og útflutnings- verslun en nokkur önnur þjóð sem við berum okkur saman við. Engin þjóð hér í Vestur-Evrópu byggir 75-80% af út- flutningi sínum á sjávarafurðum. Þetta eru iðnaðarþjóðir, með margfaldan heimamarkað á við íslendinga, og sjáv- arútvegsmálin eru vistuð sem deild í landbúnaðarráðuneytinu í okkar stærstu viðskiptalöndum. Að viðurkenna ekki þessa sérstöðu er alvarlegasti áfellisdóm- urinn yfir aðgerðaleysi ríkisstjórnarinn- ar í málefnum atvinnugreinarinnar. Bjargráðið fækkun Bjargráðið, fækkun frystihúsa og skipa, gerist ekki nema með skipulegum að- gerðum. Sameining fyrirtækja nær ekki tilgangi sínum, nema það sé hægt að af- setja eignir og skuldlétta fyrirtækin. Framsal veiðiheimilda hefur gert mögu- legt að fækka skipum, þótt það hafi hvergi nærri dugað til. Hins vegar er nú svo komið að aflabrögð eru með þeim hætti að stór hluti flotans náði ekki einu sinni kvótanum sínum á síðasta ári. Þetta eru auðvitað aðstæður, sem ber einnig að taka með í reikninginn þegar er verið að tala um fækkun skipa. Sjávar- útvegurinn er nú einu sinni þannig að það er ekki hægt að leggja alla hluti í tölvu eða reiknistokk. Að troða marvaðann Vandinn er sá í hnotskurn að þegar brestur verður í tekjum sjávarútvegsins hefur það keðjuverkandi áhrif út í allt þjóðfélagið. Hallarekstur í greininni hef- ur lamandi áhrif bæði hjá þeim, sem við hana starfa, og hjá fyrirtækjum sem skipta við sjávarútvegsfyrirtækin. Þetta er auðvitað afar hættulegt ástand vegna þess að einmitt á þessum sviðum eru sóknarfæri í atvinnulífinu, ef eðlilegar aðstæður eru fyrir hendi. Fyrirtæki, sem er í stöðugum hallarekstri, sækir ekki fram. Það er ekki sótt á brattann eða brotið upp á nýrri starfsemi. Allur kraft- ur og orka fer í að troða marvaðann og halda í horfmu. Þetta er mjög áberandi nú, og kemur auðvitað fram í vaxandi at- vinnuleysi í landinu sem nær til miklu fleiri þjóðfélagshópa en áður var, og er viðvarandi en ekki árstíðabundið. Óttinn sameinar Það verður ekki séð hvernig ríkisstjórn- in kraflar sig út úr þeim vanda, sem hún er komin í og stafar meðal annars af að- gerðaleysi í málefnum aðalatvinnuvegar þjóðarinnar í heilt ár. Ég er þó þeirrar skoðunar að óttinn við dóm þjóðarinnar haldi henni saman enn um sinn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.